Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 9

Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 9
LEIKHÚSMÁL af léttara taginu þó svo það í reynd skemmti sér jafn vel ef ekki betur á öðrum og alvar- legri sýningum. En auðvitað vonast maður til þess að þessar sýningar einskorðist ekki eingöngu við söngleiki í framtíðinni. Ingvar: Þó svo sýningar séu af léttara tag- inu þá geta þær verið dramatískar. Sýningin Á sama tíma að ári er dramatísk í eðli sínu. Hún hefur nú aldeilis gengið. Kœra Jelena var líka vinæl sýning meðal unglinga. Eru það aðallega unglingar sem sækja þessa sumarsöngleiki? Magnús: Unga fólkið tekur íyrr við sér og kemur meira á fyrstu sýningarnar. En þegar sýningar eru komnar vel í gang breikkar ald- urshópurinn. Margir þeirra sem sækja sum- arleiksýningar eru þar að komast í sína fyrstu snertingu við leikhús og því ber að fagna. Haldið þið að þessir áhorfendur skili sér á aðr- ar sýningar eða vilja þeir bara sjá söngleiki? Magnús: Ef fólk hefur einu sinni notið leiksýningar þá kemur það aftur í leikhúsið. Það er komið skrefmu nær leikhúsinu og fer svo vonandi seinna meir á dramatískari sýn- ingar. Stefán: Fólk tengir líka ánægjulega stund við staðinn eða húsnæðið. Margir unglingar sem sáu Strœti á Smíðaverkstæðinu hafa komið aftur á alvarlegri sýningar sem hafa verið sýndar þar. Nú hafa Borgarleikhúsið og Óperan verið nýtt undir svona starfsemi. Haldiðþið aðþað komi að því að sumarleiksýningar verði settar upp í Þjóðleikhúsinu? Stefán: Það er að mörgu leyti erfitt í fram- kvæmd. Það þarf oft að gera lagfæringar á húsinu á sumrin og yfirfara sviðs- og tækni- búnað og fólk þarf auðvitað að fá sín sumar- frí. Svo finnst mér sjálfsagt að Þjóðleikhúsið láti öðrum leikhúsum og leikhópum eftir sumartímann til sýninga - stóru leikhúsin halda úti gríðarlega öflugri starfsemi hina tíu mánuði ársins og ástæðulaust að vera að veita sumarleikhúsunum samkeppni. Ingvar: Það er mikið álag að taka þátt í sumarsýningum sem síðan ganga langt fram á vetur. Maður tekur sér ekkert frí og síðan er álagið tvöfalt um veturinn. I rauninni þyrfti maður að velja hvort maður ætlaði að gerast sumarleikari eða fastráðinn leikari. Stefán: Það er ekkert vel séð í stóru at- vinnuleikhúsunum að leikarar sem verið hafa í mikilli vinnu allan veturinn noti ekki sumarleyfið til hvíldar og uppbyggingar. En sem betur fer hefur þetta verið yngsta og frískasta fólkið sem hefur tekið þátt í þessum sýningum og það hefur spjarað sig. En nú hafa margir aðrir en leikarar tekið þátt í þessum sýningum, það hafa verið popparar, dansarar og áhugafólk. Stefán: Já, það hefur mikið af hæfileika- ríku fólki komið fram sem er mjög spenn- andi. Er ekki öðruvísi að vinna með þessufólki? Ingvar: Mikið af þessu fólki er mjög hæfi- leikaríkt og samviskusamt en það er samt staðreynd að það er munur á atvinnufólki og áhugafólki. Það er erfiðara ef það er mik- ið af áhugafólki í sýningunni og þær sýning- ar hafa frekar tilhneigingu til að sjúskast með tímanum. En er sama stemningin í salnum á söngleik hjá Þjóðleikhúsinu á veturna og í þessum sumar- söngleikjum? Ingvar: Nei, í rauninni ekki. Ég held að það sé aðallega útaf húsnæðinu. Kannski leyfir fólk sér minni skrílslæti í Þjóðleikhús- inu en annars staðar. Svo hafa miðnætursýn- ingar ekki verið tíðkaðar í Þjóðleikhúsinu en á þeim er oft erfiðari stemning. Fólk er þá stundum drukkið og jafnvel á einhverju öðru. Stefán: Á sýningu Rocky Horror sem ég fór á var seldur bjór meðan á sýningu stóð þannig að áhorfendur voru ekki aðeins að rápa til að fara fram á salernið heldur líka til að kaupa sér áfengi. Ingvar: Stone-Free var líka meiri uppá- koma en leikrit. Höfundurinn vildi að áhorfandinn upplifði þetta allt sem einhvers konar partý. I rauninni var það mjög erfitt fyrir leikarann því hann hafði úr svo litlu að moða við karaktersköpun. Stefán: Ég held að þetta tómahljóð í verk- inu hafi verið vegna þess að höfundurinn var að skrifa um tímabil sem hann upplifði ekki sjálfur. Þegar Hárið var skrifað á sínum tíma þá var það vegna þess að höfundum lá mikið á hjarta og voru að skrifa um mál sem brunnu á þeim. Leikhúsið átti að breyta óréttlætinu í samfélaginu. Að vis'su leyti er erfitt að setja Hárið upp núna. Boð- skapurinn gegn stríði hefur enn mikið gildi, því miður, en að fjalla um eiturlyfja- neyslu er vandasamt í ljósi reynslunnar, ekki viljum við hafa hvetjandi áhrif í þeim efnum. Haldið þið að leiksýning geti breytt viðhorfi fólks? Magnús: Já, tvímælalaust hefur allt sem snertir okkur áhrif. Ingvar: Leiksýning getur haft áhrif en ég held að fólk frelsist ekki eftir að hafa farið einu sinni í leikhús. Það þarf meira til. Stefán: Það læra börnin sem fýrir þeim er haft. Þarna hafði Stefán nælt sér í málshátt úr páskaeggi sem lá á borðinu og látum við hann hafa síðasta orðið í þessu viðtali. En söngleikjum er ekki lokið. Þegar blaðið fór í prentun var nýbúið að frumsýna Fiðlarann í Þjóðleikhúsinu. Þá var Andrés Sigurvinsson að hefja æfingar á Evítu en verkið verður frumsýnt í íslensku óperunni í byrjun júní. Þá voru uppi sögusagnir um að Loftkastal- inn ætlaði að frumsýna Fame seinna í sumar og Leikfélag Reykjavíkur var búið að ákveða að frumsýna nýjan íslenskan söngleik eftir Benóný Ægisson í lok ágúst. Tónlistina í þeim söngleik semja þeir KK og Jón Ólafs- son. Aðdáendur söngleikja ættu að vera kátir með þessa miklu grósku. 9

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.