Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 16
LEIKHÚSMÁL
Hinn óforbetranlegi bjartsýnismadur, Birtingur sjálfur, leikinn af Gunnari Helgasyni.
aði að vinna svona tvö ár hjá Þjóðleikhúsinu
og kannski önnur tvö hjá LR og fara síðan í
nám einhvers staðar ytra, þar sem hægt væri
að kynnast starfsháttum og innviðum í stór-
um leikhúsum. - Svo er náttúrlega ekki hægt
að sjá fyrir hvernig maður lendir inn í hring-
iðu atburðanna í atvinnumennskunni, hvert
maður þeysist. Maður ræður ekki alltaf ferð-
inni einn og sér, sérstaklega ekki þegar mað-
ur hefur bundist börnunum og burunni.
- Þú ert ekki innfæddur Gaflari?
- Nei aðfluttur, alinn upp í Vesturbænum
og KR-ingur.
- Og langaði snemma að verða leikari?
- Ég fór í gegnum þetta fyrir áhrif ffá
gömlum vini og kollega, Stefáni Jónssyni. Ég
var búinn að vera í Herranótt menntaskól-
ans í fjögur ár þegar ég fór inn í Leiklistar-
skólann. - Byrjaði hjá Þórhildi Þorleifsdótt-
ur í Ó þetta er indœlt stríð. Það var lærdóms-
ríkt. Ætli hún hafi ekki verið komin 8 eða 9
mánuði á leið þegar hún var að setja þetta
upp með okkur. Þarna fékk ég þann besta
skóla í aga sem ég hef nokkurn tíma haft.
Hún kenndi okkur svo sannarlega hvað agi
er mikilvægur. Þetta var alveg nýtt fyrir
flestu þessu unga fólki. En eftir þetta hefur
aldrei farið á milli mála hjá mér hvað hvert
handtak er mikilvægt við uppsetningu á
leiksenu, að fólk haldi einbeitingu við það
sem það er að gera. - Á genaralprufu sneri
hún upp á sig, skellti saman möppunni og
sagðist ekki taka þátt í svonalöguðu. Hvers
vegna? Ja, ætli hún hafi ekki vitað að við
gætum betur. Þessi lokahnykkur varð líka til
þess að allir lögðu sig frarn, bættu sig, gerðu
sitt allra besta.
Fólk les myndmál hraðar en fyrr
Síðan tók ég þátt í Prjónastofunni Sólinni,
söngleiknum Oklahóma og Náðarskotinu
með Herranótt, en einnig lék ég svo með
Stúdentaleikhúsinu seinni árin í mennta-
skóla, 1983-84 og 1985. Svo var ég í götu-
leikhúsinu Svörtu og sykurlausu með Gíó.
- Og langaði að leggja fyrir þig leikstjórn.
Áttirðu þér fyrirmyndir þar, hérlendis,
erlendis?
- Nei, það held ég ekki, en þetta var sem-
sagt alltaf með, í bakþankanum, að glíma við
leikstjórn. Ég byrjaði að vinna í Þjóðleikhús-
inu strax eftir útskrift úr Leiklistarskólan-
um. Ég held að allt í þesum bransa kenni
manni. Ég hef fengið tækifæri til þess að
vinna með mörgum af okkar fremstu leik-
stjórum, Þórhalli, Þórhildi, Gíó, til dæmis.
Maður pikkar upp sitthvað hjá hverjum. Ég
get ekki sagt að ég hafi beinlínist hrifist af
neinum sem fyrirmynd, ekki heldur því sem
maður hefur séð af erlendum uppsetning-
um. Mér finnst raunar að maður sé miklu
meira undir áhrifum frá kvikmyndum og
sjónvarpi heldur en leikhúsi. - I myndmáli
eru kvikmyndir og sjónvarp töluvert á und-
an leikhúsinu. Leikhúsgestur nú er síðastlið-
in tuttugu ár eða svo búinn að lesa myndmál
(sjónvarp aðallega) 2-4 tíma á dag, mynd-
mál sem þróast ár frá ári. Ég held að það sé
eitthvað sem leikhúsið verður að taka nótis
af. Hvað gerir gott kvikmyndahandrit, hvað
gerir gott leikrit. Það er einfaldlega að sagan
sé góð. En við lesum myndmál miklu hraðar
en fyrr. Það er einatt á ferðinni sögn í skot-
um og klippingu, sem fólk skilur, hvað segir
þessi myndrammi, þetta klipp? - Við lesum
fróðlega og ótrúlega öra þróun með því að
skoða kvikmyndir til dæmis dæmi á tíu ára
fresti frá 1917 til dagsins í dag.
Leikhús verður vitaskuld aldrei kvik-
mynd. Það er gjörsamlega allt annar miðill.
En kvikmyndin getur innspírerað leikhúsið,
rétt eins og leikhúsið kvikmyndina. Þegar
við vorum að vinna hérna að þessum sýn-
ingum töluðum við mikið um kvikmyndir,
t.d. Woody Allen. Þvílíkur meistari í díalóg.
Tökum til dæmis Husbands and wives\
Megnið af myndinni eru 3-4 að tala í einu
og það truflar ekki. Það er farið út og suður
en samt er alltaf meginstraumur í samskipt-
unum, samtölunum, tjáskiptunum, sem
skilar sér.
Það er of mikil krafa uppi um það í leik-
húsinu að allt verði að heyrast og sjást. Þetta
er bara ekki rétt. - Það er stundum talað um
„óvenju skýra framsögn" og slíkt mikið
lofað. Auðvitað á skólinn, Leiklistarskólinn,
16