Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 18

Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 18
LEIKHÚSMÁL Hilmar ásamt Ragnheidi Steindórsdóttur í sýningu Þjóðleikhússins á Gaukshrei&rinu. anburð við það sem gerist í stóru leikhúsun- um. En vitaskuld geta hlutirnir mistekist þar rétt eins og í Þjóðleikhúsi eða Borgarleik- húsi. - Það færist í vöxt að leikhúsfólk fá fyrir- tæki til þess að kosta uppsetningar að ein- hverju marki, fái sponsora eins og sagt er. Getur það ekki falið í sér hættur? - Ég held að þetta sé þróun sem ekki verð- ur snúið við. Enda er það hið besta mál ef fólki tekst að fá fyrirtæki til þess að setja pening í leiklist. Hins vegar má fjárveitinga- valdið ekki firra sig ábyrgð og varpa henni á atvinnulífið. Fjárveitingavaldið má ekki komast upp með að reiða fram tvær milljón- ir og ætlast til að fólk sníki fjórar milljónir á móti. En ég sé ekki mikla hættu í því fólgna að leikhús verði of þjónustglatt við fyrirtæki sem lætur það fá peninga. Sá sem á annað borð er fær um að búa til og setja upp leik- sýningu hlýtur að vera fær um að vara sig á þeirri hættu. Maður hlýtur að finna hvenær hann er farinn að búa til auglýsingu. Við slítum spjallinu við þennan glaðbeitta forsprakka Hafnarfjarðarleikhússins. Hann hefur í mörg horn að líta: Leikhússtjóri, leik- stjóri, símavörður - allt þar á milli. Sýningin er að hefjast. Eftirvæntingarfullir gestir feta sig eftir þröngum ganginum inn í vinnslu- salinn þar sem sú heimspeki sem Birtingur trúir á er reidd ffam í umbúðum leikhúss- ins: Allt er gott, allt gengur vel og allt miðar til hins besta. Nína Björk Árnadóttir Konan og hafið Konan stendur í húsinu við strðndina starir á hafið, grætur með hafinu, brosir með hafinu hún spyr hafið: Er ég einskonar enginn fyrst þú ert svona mikill veruleiki? Hafið hlær að spurn hennar og hún dregur tjöldin fyrir gluggann hún heyrir hafið öskra og hlæja, heyrir það öskurhlæja og hún þrýstir lófunum að eyrum sér hún finnur hafið koma og fara fara og koma. Hún slítur gluggatjöldin sundur hún rífur þau í tætlur og tætlurnar verða henni sjálfsmynd. Hún veinar að hafinu: Þú losnar aldrei við mig heldur haf... haf... þú ert mitt því ég er þín. Þá syngur hafið. Það syngur svo undurblítt að konan hlær og grætur og kallar: Haf þú ert mitt ert mitt. Þá kemur hafið inn í augu hennar. Hún sér ekki lengur stofulíf sitt sem er leður gler og eik. Hún hlær fagnandi. Og hún hleypur hálfklædd hálfnakin hleypur hún út úr húsinu og veður út í hafið sem tekur hana í fangið og ber hana heim ... 18

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.