Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 28
LEIKHÚSMÁL
„Hún dansaði brúðuna á þann hátt sem
engin hefur gert síðan.“ Sara Bernhard sagði
Nijinsky mesta leikara heimsins í hlutverki
Petrúsjka. Benois skrifaði: „Hlutverk Petr-
úsjka er mjög erfitt, að tjá á aumkunarverð-
an hátt þá vonlausu baráttu við að halda
reisn sinni án þess að hætta að vera brúða.
En eins og áður áttu sér stað hin undarlegu
hamskipti og Nijinsky lék meistaralega hálf-
an mann og hálfa brúðu.“
Tónlist Stravinskys í Petrúsjka var það ólík
viðhorfum samtímans að hljóðfæraleikar-
arnir sögðust ekki geta spilað svona mann-
skemmandi tónlist, en Díaghílev skipaði
þeim að spila og Petrúsjka varð stórsigur.
Spectre de la rose (Andi rósarinnar) fjallar
um unga stúlku sem sofhar út af með rós í
hendi. Andi rósarinnar birtist henni í
draumi, dansar við hana og hverfur síðan út
í nóttina. Verkið grundvallast á þeim áhrif-
um sem túlkendur, tónlist og umhverfið
skapa. Tónlist Webers, leiksvið Bakst og
dans Karsavínu og Nijinskys gerðu það
ógleymanlegt.
f Lundúnaferð Ballets russes 1911 ákvað
Díaghílev að sýna Giselle og Svanavatnið, en
var hræddur við að kynna tónlist Stravin-
skys (Petrúsjka). Ksesinska og Pavlova döns-
uðu með þeim við það tækifæri. Englend-
ingarnir voru ekki sérlega hrifnir af ballett-
inum Giselle því hann skorti þá listrænu
samsvörun sem hafði verið leiðarljós í list-
sköpun Ballets russes. Áhorfendur höfðu
kynnst nýjum tjáningarleiðum Fokíns og
eftir tilþrifamikinn leik í Sjerasade virtust
iátbragðstáknin í Svanavatninu mestu svik-
ræði. Englendingarnir voru ekki tilbúnir
fýrir löngu Tsjajkovskí-ballettana sem síðar
urðu svo vinsælir. En síðasta kvöldið var
Carnaval, Spectre de la rose, Sjerasade og Les
Sylphides á efnisskránni og „dönsuðu
Pavlova, Karsavína og Nijinsky eins og dans-
að er í Paradís" (Charles Rikkets).
Díaghílev sá fyrir endann á staðbundnum
ballettum og vakningu liðins tíma og lét sér
fátt um söguballetta finnast. Hvaða erindi
áttu þessar sögur og ævintýri til fólks í heimi
nýrra hugsana á öllum sviðum lista? Díaghí-
lev hafði skynjað þær hreyfingar sem gengu
yfir Evrópu og vöktu listamenn til að leita
nýrra leiða og heilsa komandi tímum. Hann
hafði fengið þá hugmynd að gera Nijinsky
að danshöfundi, fór með hann á listasöfn,
hlustaði með honum á tónlist og beið síðan
átekta í von um að Nijinsky léti tilfinningar
sínar og eðlishvöt finna nýjar leiðir til
danstúlkunar. Undir áhrifum af grískri lág-
myndalist lét Nijinsky dansarana snúa efri
hluta líkamans fram en hendur og fætur á
hlið og reyndi síðan að finna leiðir úr einni
stöðu í aðra. Líkaminn varð ómannlegur og
dansararnir hluti af myndrænni heild. Gerði
hann sér grein fýrir því að hann var að stíga
sínu fyrstu spor í abstrakt list? Hann gerði
það sem Picasso hafði gert nokkrum árum
áður þegar hann málaði sínar fyrstu kúbísku
myndir.
Hvert ætlaði danshöfundurinn með þess-
ari nýjung sinni, og hvaða tónlist hentaði
þessari dansgerð? Ákveðið var að tónverk
Debussy, Síðdegi skógarpúkans (L’Aprés-midi
d’un faune), yrði notað. En þar sem dans-
stíllinn hafði verið skapaður á undan tón-
listinni var hún notuð sem áhrif en ekki sem
hluti af hreyfiflæði. Þar með varð til enn ein
nýjung í sambandi tónlistar og dans. Nú var
mögulegt að dansa þvert á tónlistina eða
jafnvel án hennar. Fokín fannst dansgerð
Nijinskys á blindgötum og ætti því ekki
þrónuarmöguleika, en hann dáðist að hug-
rekki hans að nálgast tónlistina á svo óhefð-
bundinn hatt.
Sergej Díaghílev og Alfred Seligsberg.
Teikning eftir Picasso (1919).
Um þessar mundir var Stravinsky að ljúka
við næsta verk sitt, Vorblót (Le Sacre du prin-
temps). Hann hafði áhyggjur af Fokín sem
hann áleit vera örmagna Iistamann. Hann
hafði farið sínar leiðir mjög fljótt og bylt eðli
listdansins, en virtist ekki opna augun fyrir
því sem gerðist í kringum hann og framund-
an var í listum. Fokín dreymdi um að ljúka
ballettinum Dafnis og Klói, en mikið af hug-
myndum hans og Bakst höfðu verið notaðar
í Narcisse, grískættuðum ballett, vegna þess
að Ravel var svo seinn með tónlistina fyrir
Dafnis ogKlói. Fokín fannst að sér vegið með
tilkomu Skógarpúka Nijinskys og hafði litla
möguleika á að ljúka Dafnis og Klóa á þann
hátt sem hann vildi vegna anna við önnur
verkefni. En hæfileikar Fokíns björguðu því
sem bjargað varð og honum tókst að Ijúka
við verkið áður en tjaldið fór frá.
Fyrir frumsýninguna á Dafnis og Klói og
Skógarpúkanum árið 1912 voru því mikil
átök innan Ballets russes. Skógarpúkinn olli
þeim úlfaþyt sem seint gleymist. Það var
fundið að öllu. Tónlistarfólki fannst ganga
guðlasti næst hvernig Nijinsky nýtti tónlist-
ina. Ballettáhugafólk taldi hann afskræma
fögur form líkamans og fólk sem var vant að
virðingu sinni taldi verkið lastafullt athæfi.
En aðrir gerðu sér grein fyrir því að þeir
væru að sjá óviðjafnanlegt listaverk. Það var
leikur skógarpúkans að slæðu dísarinnar
sem olli mestu fjaðrafoki. Á síðasta augna-
bliki verksins hefur hann mök við slæðuna
af taumlausri ástríðu. Baul og hróp og fagn-
aðarlæti skiptust á. Að lokum var ballettinn
endurtekinn.
Skógarpúkinn hristi svo sannarlega upp í
samkundum hins menntaða heims. París
skiptist í tvo hópa, þá sem voru með og á
móti Skógarpúkanum. Myndhöggvarinn
Rodin skrifaði lofgrein um Skógarpúkann:
„Nijinsky hefur aldrei verið jafn athyglis-
verður. Hann tjáir þrá sína af meðvituðum
klaufaskap sem virðist eðlislægur. Form og
hugsun eru sameinuð í líkama hans. Fegurð
þessa verks er fegurð lágmyndalistar forn-
aldar. Ég óska að svo göfug viðleitni sé með-
tekin í heild sinni.“ Eftir lofgrein Rodins
skiptist París aftur í tvo hópa. Með og á móti
Rodin. En allar þessar deilur vöktu heimsat-
hygli og sætin í Chatelet-leikhúsinu vógu
þyngd sína í gulli. Skógarpúka-menn höfðu
unnið.
Dafnis og Klói féll í skuggann fyrir ný-
sköpun Nijinskys og því umtali sem hún
olli, en var samt eitt af bestu verkum Fokíns
og sannarlega meistaraverk Ravels. Átökin
sem áttu sér stað milli Díaghílevs og Fokíns
ollu því að Fokín, sem hafði umbylt dans-
formi 19. aldar í list 20. aldar, yfirgaf Ballets
russes.
Þannig kom það í hlut Nijinskys að vinna
að Vorblóti Stravinskys. Vorblótið var ekki
dans hins frumstæða manns heldur fyrir
tíma mannsins. Stravinsky vildi gera mynd
af streymi vorsins. En það var ekki vorið sem
skáldin yrkja um, með vindblæ sínum og
fuglasöng, við ljósan himin og viðkvæmni
gróandans, heldur óblíð barátta vaxtar, fum
og ógnun þegar lífsorkan leysist úr læðingi,
skelfileg endurröðun frumanna. Vorið séð
innan frá með ofsa sínum, skyndilegri útrás
og fjölgun.
Nijinsky til aðstoðar var fengin ung kona,
Miriam Ramberg (Marie Rambert), sem
lagði stund á ballett við óperuna í Varsjá. Þó
að dans Nijinskys hafi verið fögur form, af-
burða tækni og persónutöfrar leitaði hann
sem danshöfundur að innri sannleika og
unni sér ekki hvíldar fyrr en hann fann það
sem hann leitaði. Með því að brjóta upp
flæði hreyfmganna og nýta sér einfaldleika
látbragðsins endurreisti Nijinsky tjáningar-
kraft dansins. Hin skörpu horn og klunna-
skapur í dansgerðinni halda inni tilfinning-
unum. Hann notaði ekki líkamann sem
undankomuleið fyrir sálina heldur þvert á
28