Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 29
LEIKHÚSMÁL
móti beindi henni inn á við. Hann lét lík-
amann tala sjálfan, notaði klunnaleg form
og innsnúna fætur. Orðaforði Nijinskys var
óendanlegur, engir hringsnúningar í loftinu
eða óbeinar tilvitnanir. Dansarinn lét ekki
berast af óljósum innblæstri. Hann lét heim-
inn finna fyrir tilveru sinni. Hann tókst ekki
léttilega á við heiminn heldur réðst á hann af
öllu afli.
Nijinsky varð fyrir
áfalli þegar systir hans,
Broníslava Nijinska
(Nízhinska), sem var
sólóisti við Ballets
russes, varð barnshaf-
andi. Hún átti að dansa
fórnardansinn í Vorblót-
inu og skildi leyndustu
þrár sköpunar hans og
studdi hann við að
raungera hugmyndir
sínar.
María Plitz var valin í
staðinn, en hreyfing-
arnar hentuðu henni
illa og voru fjarlægar
öllu því sem hún hafði
áður dansað og hún
skildi ekki ásetning
hans. Miriam Ramberg
sá Nijinsky sjálfan
dansa fórnardansinn og
gerði sér grein fyrir að
dans Maríu Plitz var
ekki annað en beina-
grind af þeirri upplifun.
Með frumsýningu á
Vorblótinu 1913 átti sér
stað meiri háttar við-
burður í sögu tónlistar
og listdans, sem var
langt á undan sinni
samtíð. Um leið og tón-
listin hljómaði varð því-
líkt uppþot að dansar-
arnir gátu ekki greint
hana. 1 hliðartjöldunum
stóð Nijinsky, taldi og
stappaði taktinn með
fótunum svo að dansar-
arnir hefðu möguleika á að dansa verkið.
Stravinsky ríghélt í jakkalöf hans svo að
hann æddi ekki inn á sviðið. Díaghílev reis
upp í stúku sinni og reyndi að fá kyrrð í sal-
inn, en áhorfendur fóru í hár saman og háðu
jafnvel einvígi vegna uppþotsins. 1 lok 20.
aldarinnar finnast okkur þessi viðbrögð
næsta brosleg. En gerum við okkur grein
fyrir hvernig tónlist Stravinskys, sem hefúr
þvílíkan kraft, hrærir upp í tilfinningum
mannanna, særir og trufiar, hefur hljómað í
eyrum manna 1913?
Seinna þetta ár fór Ballets russes í sýning-
arferðalag til Suður-Ameríku. Díaghílev var
ekki með í þeirri ferð sem varð örlagarík
fyrir framþróun listdansins. I Suður-Amer-
íku giffist Nijinsky ungri konu, Romolu De
Pulsky, en hún var einn af dönsurum
flokksins. Þegar Díaghílev frétti um gifting-
una rak hann Nijinsky umsvifalaust frá
flokknum. Hvað kom Díaghílev til að grípa
til þessara örþrifaráða? Eflaust voru margar
ástæður fýrir því. Hann hafði tekið Nijinsky
að sér sem ómótað barn, elskað hann og
dáð. Hann þekkti hina ótrúlegu hæfileika
hans og veikleika. Hann hafði mótað huga
þessa undrabarns og gert hann að byltingar-
manni í danssköpun, langt á undan sinni
samtíð.
Romola de Pulsky var mjög viljasterk
kona af forréttindastétt og Díaghílev gerði
sér grein fyrir að eftir þetta mundi hann
aldrei ná þeim tökum á lífi Nijinskys sem
voru forsendan fyrir verkum eins og Skógar-
púkanum og Vorblóti. Jafnframt þekkti Díag-
hílev líka til þeirrar geðveilu sem blundaði í
fari þessa snillings, sem síðar ágerðist svo að
hann varð vitskertur og komst aldrei til
heilsu á ný.
f Moskvu hafði Díaghílev fengið til liðs við
Ballets russes ungan dansara, Leoníd Massín,
og undir leiðsögn Cecchettys leið ekki á
löngu uns hann dansaði stórhlutverk, en það
var í ballettinum Sögu Jósefs. Upphaflega
hafði hann ætlað Nijinsky
að semja þetta verk, en að
lokum fékk hann Fokín til
að gera það.
Árið 1914 urðu miklar
breytingar, heimsstyrjöld-
in skall á og virtust litlir
möguleikar á að hægt væri
að halda áffam starfi Ball-
ets russes. Flestir dansar-
arnir vour komnir til
Rússlands og Mír ískús-
stva-{Listaheims-)w\mxnu
sundraðir. Parísaróperan
var lokuð og ferðalög von-
laus. Díaghílev var í
örvæntingaraðstöðu fjár-
hagslega, en þrátt fyrir
stríð varð að halda ballett-
starfseminni áfram. 1916
til 1917 tókst Díaghílev að
ferðast með flokkinn til
Ameríku. Flokkurinn
dvaldi um hríð á Spáni og
í Porúgal við mikla erfið-
leika. En þar og á Ítalíu
komu ffam nýjar hug-
myndir með suðrænni sól.
Á þessum árum varð
Massín Díaghílev mikill
styrkur sem danshöfund-
ur. Skólar hans voru lista-
söfn Evrópu og prófessor-
ar voru Bakst, Picasso,
Stravinsky, Larionov og
sjálfur Díaghílev. Samdi
Massín sinn fyrsta ballett
1915, Soleil de nuit (Mið-
nœtursólin), við tónlist
Rimskíj-Korsakovs og
leiktjöld og búningar eftir
Larionov.
Heimsstyrjöld og byltingar orsökuðu nýja
strauma. Tíska Bakst var orðin svo ráðandi
og alger að það var nauðsyn og sjálfsvörn að
leita nýrra leiða í leikmyndagerð. Nýir lista-
menn komu til liðs við Ballets russes.
Massín, Larionov, Gontsjarova, Picasso og
Cocteau. Dansararnir Odzíkovskí, Vojsíkov-
skí, Vera Nemsínova, Olga Spessívtseva og
Lydia Sokolova. Með Cecchetty sem ballett-
meistara um borð var þetta glæsifley. Sem
lærifaðir listþróunar sýndi Díaghílev fram á
mikilvægi sígilds listdans i þróun nútíma
danslistar. Hann gerði mikinn greinarmun á
sígildri þjálfun og sígildum tjáningarleiðum.
Sjö dansarar. Blýantsteikning eftir Picasso (1919). Olga kona hans er fremst
á myndinni.
29