Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 30
LEIKHÚSMÁL
„Sígild list verður aldrei takmark heldur leið
að takmarki.“ Hann sýndi klassísk verk og
nútímaverk hlið við hlið, til lærdóms og
þróunar íyrir áhorfendur. Hann trúði ekki á
að mata áhorfendur á því sem auðmeltast
var. Svo slyngur lærifaðir var hann að hon-
um tókst að fá áhorfendur til að vilja sjá það
sem honum var huglægast þá stundina. List-
dansinn var hljóðfæri sem hann lék á og sú
leið sem Ballets russes fór var hans eigin leið
til listræns þroska. Hann gerði sér grein fyrir
að stöðug leit að nýjum leiðum til tjáningar
og sköpunar var nauðsynleg því stöðnun gat
af sér hnignun og
endalok.
Árin ffamundan
voru tilraunaskeið í
listastarfi, í stöðugri leit
að nýrri slóðum. Það
voru stórar stundir og
erfiðar þegar illa tókst
til, en jafnvel mistök
voru nauðsynleg til að
vinna enn stærri sigra.
Ef listdans ætti að hafa
eitthvert samband við
daglegt líf - eða tengsl
við fólk almennt - var
tilgangslaust að endur-
taka ballettsköpun á
borð við Les Sylphides,
Le Spectre de la rose og
Sjerasade. Þessi verk
voru klassísk fegurðar-
upplifún vegna þess
hversu frábærlega þau
voru túlkuð og upp-
færð á sínum tíma. En
stríð og byltingar
komu af stað öðrum
tilfinningum og við-
horfum.
Ballets russes þróaðist á þann veg að til-
einka sér eða leita uppi bylgjur listhræringa
fremur en að innleiða þær eins og áður gerð-
ist. Kúbisminn hóf innreið sína.
Ballets russes hafði nú í faðmi sér mestu
listbyltingarmenn og sköpuði tónlistar og
myndlistar 20. aldarinnar. Þá Picasso, De-
rain, Braque, Matisse, Rouault, Milhaud,
Paulenc og Auric.
Árið 1917 sýndi Ballets russes ballettinn
Parade. Hugmynd og saga eftir Cocteau.
Tónlist eftir Satie og leiktjöld og búningar
eftir Picasso. Dansskáld var Massín. Parade
var fýrsti kúbíski ballettinn og var kúvend-
ing á öllu hinu viðtekna og ögrun við upp-
hafningu hjómsins. Og auðvitað vakti þetta
reiði áhorfenda í fyrstu, en verkið stendur
eftir sem eitt þeirra sem marka hvörf í þróun
nútímaballetts.
Massín fann sínar leiðir í danssköpun og
eftir hann eru nokkur meistaraverk frá þess-
um tíma, meðal annars: Les Femmes de
bonne humeur frá 1917. Leiktjöld og búning-
ar eftir Bakst, tónlist eftir Scarlatti. Titill og
efni úr kómedíu eftir Goldoni. Dansarar
Lopokova, Cecchetty, Idzíkovskí og fleiri.
La Boutique fantasque ffá 1919. Tónlist
eftir Rossini, búningar og leiktjöld Derain,
dansarar Lopokova, Sokolova, Tsjernísjeva,
Cecchetty, Nemsínova, Vojsíkovskí og Idz-
íkovskí. Upphaflega átti Bakst að gera leik-
tjöld en Díaghílev snerist hugur, sem leiddi
til vinslita þeirra. Þetta litla búðarævintýri
var einn af mestu sigrum Ballets russes. Þar
kom til frábær persónusköpun og skopskyn
Massíns, smekkur og nýbreytni Derains, líf-
legir tónar Rossinis og meistaralega dansað
verk og ber þar hæst can-can- dansinn, sem
Lydia Lopokova dansaði.
Le Tricorne (Þríhyrndi hatturinn) frá 1919
var affakstur af veru Ballets russes á Spáni á
stríðsárunum. Tónlist eftir Manuel de Falla,
Picasso sá um leiktjöld og búninga. Sögu-
þráður eftir Martinez Sierra. Karsavína
dansaði malarakonuna og vann enn einn
sigurinn á ferli sínum og Farucca-dans
Massíns er einn af hápunktum danssögunn-
ar. Leiktjöld Picassos eru talin meðal stór-
verka nútímaleikhúss.
Ballettinn Pulcinella frá 1920 eftir Massín
við tónlist Stravinskys er unninn út frá hefð-
um commedia dell’arte um ástarfléttur og
laumuspil. Leikmynd Picassos, götur Napoli
í mánaskini, var kúbísk opinberun. Sjaldan
hafa danssköpun, sviðsmynd, tónlist og saga
runnið svo saman í órofaheild sem væru þau
af sama eðli, enda vakti Díaghílev yfir sam-
vinnunni og stjórnaði henni. Eftir dauða
Díaghílevs, þegar átti að endurgera Pulcin-
ella undir stjórn annarra, gerðu menn sér
ljósa grein fyrir hversu ómetanlegur þáttur
Díaghílevs hafði verið.
Massín fór frá Ballets russes vegna ágrein-
ings við Díaghílev og Broníslava Nijinska
varð aðaldanshöfúndur Ballets russes.
Díaghílev dreymdi um að endurvekja ball-
ettinn Þyrnirósu sem hafði verið sýndur í
Pétursborg 1890 við mikinn glæsibrag. Árið
1921 rættist sá draumur. En ævintýraleg leik-
tjöld og búningar Bakst, ódauðleg tónlist
Tsjajkovskís og glæsi-
dansarar komu ekki í
veg fýrir ósigur sem
var næstum dauða-
dómur yfir Ballets
russes. Áhorfendur
skildu ekki viðhorf
Díaghílevs til sígilds
listdans þar sem
Ballets russes hafði
ávallt haft forystu í
nýsköpun.
Díaghílev batt
miklar vonir við
Nijinsku. Árið 1923
samdi hún Les Noces
sem er meistaraverk
hennar og hefur lifað
fram á okkar daga.
Tónlist eftir Stravin-
sky, leiktjöld og
búningar eftir Gont-
sjarovu. Ballettinn
fjallar um sveita-
brúðkaup í Rúss-
landi og var á þeim
tíma frumlegast
verka Ballets russes.
Árið 1924 samdi
hún Les Biches við tónlist Francis Paulenc.
Leikmynd og búningar eftir Marie
Laurencin. Þetta var skemmti- og ádeilu-
verk á uppalíf þessa tíma.
Um þessar mundir komu nýir dansarar til
sögunnar. Nýliði frá Kiev, Sergej Lífar og
Anton Dolin frá London. Díaghílev sagði um
Dolin þegar hann hóf feril sinn með Ballets
russes: „Hann dansar dásamlega. í Carnaval,
Cimarosiana og Pulcinella er hann næstum
betri en hinir sem hafa dansað það.“ Nijinska
skóp nýtt verk fýrir Dolin, Le train bleu. Leik-
tjöldin voru eftir kúbíska myndhöggvarann
Henry Laurens. Söguþráður eftir Cocteau,
tónlist eftir Milhaud, búningar eftir Coco
Channel og fortjald eftir Picasso. Þetta var
verk líðandi stundar sem fjallaði um útiveru
og íþróttalíf á baðströnd, eins nýtískulegt og
hugsast gat. Channel innleiddi nýja tísku
með búningum sínum í Le train bleu og for-
tjald Picassos, Risakonurnar á ströndinni, er
eitt af undrum tuttugustu aldar.
Karsavína og Bolm í abalhlutverkum í Eldfuglinum.
30