Fréttablaðið - 21.12.2022, Qupperneq 1
2 7 6 . t ö l u b l a ð 2 2 . á r g a n g u r f rettab lad id . i s M I ð V I K u D a g u r 2 1 . D e s e M b e r 2 0 2 2
Bráð á stysta
degi ársins
Sjö þúsund sæti
í desember
Tímamót ➤ 22 Lífið ➤ 34
Fyrir það
sem mestu
máli skiptir
Í minnisblaði sviðsstjóra
skóla- og frístundasviðs um
Grandaborg segir að skólprör
hafi farið í sundur og blés loft-
ræstikerfi skolpmenguðu lofti
upp í húsnæði leikskólans.
benediktboas@frettabladid.is
stjórnsýsla Í minnisblaði Helga
Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og
frístundasviðs, segir að aðalorsök
slæmra loftgæða á leikskólanum
Grandaborg hafi verið skriðkjall-
ari undir húsinu og hönnun á loft-
ræstikerfi. „Enn fremur kom í ljós
að skólprör hafði farið í sundur
vegna þess að húsið hefur sigið á
liðnum árum. Þar af leiðandi hafði
skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallar-
anum. Loftræstikerfið blæs svo lofti
úr kjallaranum, upp í húsnæði leik-
skólans,“ segir í minnisblaðinu.
„Ég er alveg sammála því að þetta
var svolítið sláandi lesning,“ segir
Guðrún Jóna Thorarensen, sam-
ráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykja-
vík, en á fundi skóla- og frístunda-
ráðs í vikunni var farið yfir málið.
Í kjölfarið var ákveðið að loka
leikskólanum og í október var starf-
semin f lutt á þrjá staði. Foreldrar
báðu um að starfsemi leikskólans
yrði færð á einn stað og í nærum-
hverfi leikskólans og reyndi borgin
að finna hentugt húsnæði í Vestur-
bænum en án árangurs.
Rakaskemmdir og mygla hafa nú
fundist í alls 28 leikskólum, grunn-
skólum og frístundaheimilum á
þessu ári. Þeir leikskólastjórar sem
Fréttablaðið talaði við í gær voru
sammála um að vera orðnir svolítið
þreyttir á ástandinu í húsnæðis-
málum. Margir undruðust þögn
alþingismanna og ráðamanna um
húsnæðismál leikskóla borgarinnar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins verður tveimur leikskólum til
viðbótar lokað innan tíðar vegna
myglu.
„Byggingar fara ekki í svona
ástand á einni nóttu. Þetta er búið
að vera langvarandi ástand. Leik-
skólastjórar eru búnir að hringja
í borgaryfirvöld í eitt eða tvö og
jafnvel f leiri ár en það er bara ekki
brugðist við,“ segir Guðrún.
Í bréfi sem leikskólastjórar í
Reykjavík sendu borgarfulltrúa og
skóla- og frístundasviði 10. nóvem-
ber kom fram að fjárhagslíkanið
fyrir leikskólana væri löngu úrelt
og grunnstöðugildi hefðu ekki verið
fjármögnuð í tvö ár. n
sjá nánar á frettabladid.is
Saurlofti blásið úr
loftræstikerfi inn
til leikskólabarna
Sjósundskempur láta ekki frosthörkur desembermánaðar aftra sér. Hér má sjá fjórar ná smá hita í kroppinn í pott-
inum í Nauthólsvík á meðan kappklæddir ferðamenn standa hjá. Fréttablaðið/anton brink
Byggingar fara ekki í
svona ástand á einni
nóttu.
Guðrún Jóna
Thorarensen,
samráðsfulltrúi
leikskólastjóra
saMgönguMál Upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar segir fulla þörf á
að endurskoða þær heimildir sem
Vegagerðin hafi til að fjarlægja bíla
sem sitji fastir í sköflum á vegum og
í vegköntum.
Snjómokstur hafi reynst erfiður
víðast hvar síðustu daga og gengið
hægt, bæði vegna bifreiða sem sátu
fastar í snjónum og hindruðu snjó-
moksturstæki, en einnig sökum
þess hversu mikil ásókn var af hálfu
sveitarfélaga og Vegagerðarinnar í
þjónustu snjómoksturstækjanna.
Innviðaráðherra ætlar að koma í
veg fyrir að viðlíka ástand og skap-
aðist um helgina komi fyrir aftur.
Sjá Síðu 6
Þörf á endurskoðun heimilda