Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 2
Lokað í laugunum
Salalaug Í Kópavogi er ein þeirra lauga á höfuðborgarsvæðinu sem þurfti að loka vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun 19. desember. Var heildarframleiðslu-
geta hitaveitu höfuðborgarsvæðisins skert um 20 prósent. Stefnt er að því að laugarnar verði opnaðar aftur á hádegi í dag. Fréttablaðið/Ernir
bth@frettabladid.is
veður „Þær eru svo til uppseldar,
snjóskóf lurnar hjá okkur,“ sagði
starfsmaður Byko þegar viðskipta-
vinur hringdi í gær.
Það eru engar ýkjur því Sigurjón
Ólafsson, verslunarstjóri í Byko
Breiddinni, skýtur á að um 3.000
skóflur hafi verið seldar í verslunum
Byko á höfuðborgarsvæðinu síðustu
daga. Innan við tuttugu skóf lur
voru eftir í hans búð í gær og flestir
birgjar tómhentir.
„Þetta er heitasta varan í dag,
snjóskóflurnar. Svo má nefna hálku-
saltið sem rýkur út í tonnum. Við
erum að tala um jólagjafirnar í ár,“
segir Sigurjón léttur.
Sköfur, hitablásarar og rafmagns-
ofnar hafa einnig verið mikið teknir
í kuldanum.
„Þetta fer út í brettavís.“
Um metsölu er að ræða. Þarf að
fara aftur til febrúar til að rifja upp
viðlíka viðskiptatíma að sögn Sigur-
jóns en þá kyngdi snjó niður. Hann
segir sæmilegar skóflur kosta 2.000-
4.000 krónur.
„Það var einn á bílastæði hérna
fyrir utan sem spurði hvort við
værum farin að gefa skóflur. Hann
spurði vegna þess að hann sá hvern
einasta kúnna sem kom út frá okkur
með skóflu í hendinni,“ segir Sigur-
jón og hlær. n
Skóflusala slær öll met eftir óveðrið
Kristján með eina síðustu skófluna.
Þingeyingar eru uggandi um
að þeir nái ekki að hlusta á
hátíðarþögn og klukknahljóm
fyrir klukkan 18 á aðfangadag
á Rás 1. Óvíst er hvort viðgerð
á biluðum sendi fari fram fyrir
jól en allt gert til þess.
bth@frettabladid.is
NorðurlaNd Bilaður útvarps-
sendir hefur leitt til þess að hluti
íbúa á Norðurlandi óttast að helgi
jólanna verði spillt.
Rás 1 liggur niðri í Mývatns-
sveit og víðar. Stefnir að óbreyttu
í að ekki verði hægt að hlusta á
helga þögn og klukknahljóm fyrir
klukkan sex á aðfangadag með
hefðbundnum hætti.
Sólveig Jónsdóttir, sem mun
dvelja á Arnarvatni í Mývatnssveit
um jólin, hefur ritað útvarpsstjóra
bréf vegna málsins.
Í bréfinu segir Sólveig að undan-
farnar vikur hafi útsending Rík-
isútvarpsins í Mývatnssveit verið
algjörlega óboðleg. Hvorki hafi
verið hægt að hlusta á Rás 1 né Rás
2, búið sé að kvarta en loforð um
viðgerð hafi ekki haldið.
„Nú þegar jólin nálgast er mjög
áríðandi að þetta komist í lag.
Ríkisútvarpið hefur stórt hlutverk
í helgihaldi þorra þjóðarinnar
– kveðjurnar, þögnin fyrir sex,
klukknahringingin þegar jólin
eru hringd inn og aftansöngurinn,“
skrifar Sólveig.
„Á þetta er ekki hlustað í síma
eða í gegnum sjónvarp – það er
algjört stílbrot. Ríkisútvarpið
gegnir auðvitað fyrst og fremst
öryggishlutverki og það er ólíð-
andi að útsending náist ekki í svo
langan tíma,“ segir Sólveig.
„Við vonum að það verði hægt
að kippa þessu í lag,“ segir Stefán.
Aðrar dreifileiðir séu í boði en
útvarpið eitt.
Segja jólin í hættu vegna
bilunar í útvarpssendi
Tvísýnt er um heilagleikann í Mývatnssveit fyrir þá sem hlusta rétt fyrir
klukkan 18 á aðfangadag á klukkur hringja inn jólin. Fréttablaðið/gEtty
Við vonum að það
verði hægt að kippa
þessu í lag.
Stefán Eiríksson,
útvarpsstjóri
„En það kann að vera að það
sé ekki eins hátíðlegt að hlusta á
þetta í gegnum síma eða sjónvarp,“
segir hann. Málið sé til marks um
hve Ríkisútvarpið skipti þjóð-
ina miklu máli á stundum sem
þessum.
Sigurbjörn Óskar Guðmunds-
son hjá Vodafone segir stefnt að
því að skipta um sendi um leið og
aðstæður leyfa.
„Fimmtudagsveðurspáin lítur
vel út, við gerum allt hvað við
getum,“ segir hann þannig að ekki
er öll von úti hjá Mývetningum. n
kristinnhaukur@frettabladid.is
tækNi Ísland verður eitt af fimm
löndum þar sem nýtt rafrænt veski
Evrópusambandsins verður prófað.
Hin löndin eru Þýskaland, Dan-
mörk, Lettland og Noregur.
Veskið er app sem hægt verður að
nota sem rafræn skilríki, tengjast
opinberri þjónustu og geyma við-
kvæmar persónuupplýsingar. Einn-
ig verði hægt að greiða og millifæra
með appinu.
Þó að áhersla sé lögð á öryggi
hefur veskið hlotið gagnrýni á Evr-
ópuþinginu. Meðal annars hefur
Cristian Tehers, frá Rúmeníu, lýst
veskinu sem „kína-seríngu“ Evrópu.
Hollendingurinn Rob Roos efast
um að veskið verði alltaf valkvætt.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, hefur
hins vegar sagt að veskið muni veita
Evrópubúum betri stjórn yfir upp-
lýsingum sínum og koma í veg fyrir
auðkennisþjófnað. n
Ísland eitt fimm
tilraunalanda
fyrir rafrænt veski
Appið hefur verið gagnrýnt á
Evrópuþinginu. Fréttablaðið/gEtty
2 Fréttir 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið