Fréttablaðið - 21.12.2022, Síða 8
Stormasamt ár er senn á enda, en árið 2022
hefur meðal annars einkennst af stríðsátökum,
öfgum í veðráttu og pólitískum usla. Hér sjást
svipmyndir frá árinu sem er að líða.
thorgrimur@frettabladid.is
Ár átaka, dauða
og veðurofsa
Íbúar í bænum Uvalde í Texas sækja minningarathöfn vegna skotárásarinnar á Robb-grunn-
skólann í maí. Nítján börn og tveir fullorðnir starfsmenn voru myrt í árásinni, sem hleypti nýju lífi
í hinar langvarandi deilur um byssuofbeldi í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/Getty
Elísabet II. Bret-
landsdrottning
lést 8. septem-
ber síðastliðinn
eftir rúm sjötíu
ár í hásætinu.
Drottningin var
þaulsætnasti
þjóðhöfðingi í
sögu Bretlands
og þaulsætn-
asti sitjandi
þjóðhöfðingi
á heimsvísu
þegar hún lést.
Hún var borin
til grafar þann
19. september í
fyrstu ríkisút-
för Bretlands
síðan Winston
Churchill lést
árið 1965.
Fréttablaðið/
Getty
Suðurkóreskar öryggissveitir tóku þátt í æfingu á við-
brögðum við efnavopnaárásum í Seúl í ágúst. Æfingar
af þessu tagi voru ekki haldnar í tíð síðustu ríkisstjórn-
ar, sem lét af völdum í maí. Fréttablaðið/Getty
Shinzo Abe,
fyrrverandi for-
sætisráðherra
Japans, var
skotinn til bana
á kosningafundi
þann 8. júlí.
Morðinginn
kenndi Abe
og flokki hans
um uppgang
sértrúarsafn-
aðar sem hafði
haft aleiguna
af móður hans.
Byssuofbeldi
er sjaldgæft í
Japan og því var
morðið mikið
áfall.
Fréttablaðið/ePa
Íran hefur logað í mótmælum frá því að kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislög-
reglunnar þann 21. september. Lögreglan hafði handtekið hana fyrir að hylja hár sitt ekki nógu
vel undir slæðu sinni, en strangar reglur gilda um klæðaburð kvenna samkvæmt lögum klerka-
stjórnarinnar. Mótmælendur kalla eftir endalokum klerkaræðisins í Íran. Fréttablaðið/ePa
Fátt hefur sett
eins sterkan
svip á árið og
innrás Rússa í
Úkraínu sem
hófst í febrúar.
Hér sjást íbúar
bæjarins Írpín
nálægt Kænu-
garði flýja yfir
hrunda brú
þann 7. mars, á
meðan Rússar
sátu um höfuð-
borgina. Harðir
bardagar geisa
enn víða um
landið og heim-
urinn stendur á
öndinni yfir því
hvar næsta orr-
usta verður háð.
Fréttablaðið/ePa
Portúgalskur
maður í Alberg-
aria-a-Velha
reynir að
slökkva eld sem
nálgast heimili
hans í júlí. Hita-
bylgjur riðu yfir
Evrópu frá júní
fram í ágúst og
ollu þurrkum,
gróðureldum
og brutu víða
hvert hitametið
á fætur öðru.
Fréttablaðið/
Getty
Annáll erlendAr fréttAmyndir 21. desember 2022 miÐViKUdAGUr