Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2022, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 21.12.2022, Qupperneq 21
Tilfinningin var rosalega góð þegar ég sá að ég hafði bætt Íslandsmetið. Ég bjóst ekki við því að ná því á þessu móti. Irma Gunnarsdóttir Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Irma Gunnarsdóttir, 24 ára landsliðskona úr FH, sló um nýliðna helgi 25 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki innanhúss á stökkmóti FH sem haldið var í Kaplakrika. Irma stökk 13,13 metra á mótinu og bætti met Sigríðar Önnu Guð- jónsdóttur frá árinu 1997, sem var 12,83 metrar. „Ég er vitaskuld mjög ánægð með að hafa slegið þetta met. Ég er búin að vera að stefna á að bæta þetta met í tvö ár. Ég bjóst ekki við því að ná því á þessu móti en ég sá alveg fyrir mér að bæta metið ein- hvern tímann í vetur. Þetta kom mér á óvart enda var þetta aðeins annað mót vetrarins. Tilfinningin var rosalega góð þegar ég sá að ég hafði bætt Íslandsmetið. Ég ætlaði ekki að trúa þessu alveg í byrjun en svo meðtók ég þetta og þetta var ansi sætt þar sem ég hef unnið mjög hart að þessu markmiði mínu í nokkuð langan tíma. Það var líka gaman að bæta svona gamalt met og það með nokkuð afgerandi hætti,“ segir Irma. Sigríður Anna á Íslandsmetið í þrístökki utanhúss sem er 13,18 metrar. Spurð hvort hún hafi ekki sett stefnuna á að slá það met líka segir Irma: „Jú, að sjálfsögðu er það stefnan og eftir þetta stökk um helgina er ég ekkert langt frá því.“ Irma segir að Íslandsmetið gefi henni byr í seglin. „Þetta lítur Ætlaði ekki að trúa þessu Irma bætti 25 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki innan- húss. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI bara vel út og ég er mjög spennt fyrir komandi mótum,“ segir landsliðskonan. Þrístökkið er aðalgrein Irmu en hún leggur einnig stund á langstökk. „Ég tek stundum þátt í spretthlaupi mér til skemmt- unar en aðaláherslan hjá mér er þrístökkið og langstökkið,“ segir Irma, sem ekki alls fyrir löngu náði sínum besta árangri í lang- stökki þegar hún stökk 6,14 metra. Draumurinn er Ólympíuleikar Spurð hvað hún stefni á í fram- tíðinni varðandi íþróttirnar segir hún: „Það væri auðvitað algjör draumur að komast á Ólympíu- leikana og á þessi stærri mót eins og Evrópumótið. Það er svolítið langsótt en kannski verður það að veruleika í framtíðinni,“ segir Irma. Hvað er fram undan hjá þér? „Ég tek þátt í móti í Árósum í Danmörku í lok janúar og svo stefni ég á að taka þátt í Norður- landamóti fullorðinna innanhúss. Svo er fullt af öðrum mótum í sumar sem ég tek þátt í, bæði hér heima og erlendis. Það er til dæmis Norðurlandamótið utanhúss, Evrópubikarkeppnin, Meistaramót Íslands og bikar- keppnin,“ segir hún. Irma hefur lagt stund á frjálsar íþróttir mörg undanfarin ár. „Ég er búin að æfa frjálsar íþróttir frá því ég var ellefu ára gömul. Ég byrjaði í öllum greinum en fyrir um það bil þremur árum setti ég alfarið fókusinn á þrístökk og langstökk,“ segir Irma, sem gekk í raðir FH frá Breiðabliki fyrir einu ári síðan. Hún keppti í sjöþraut og náði meðal annars að verða Norður- landameistari U23 ára árið 2018. Irma er á þriðja ári í íþrótta- fræði við Háskólann í Reykjavík og auk þess að keppa fyrir FH og landsliðið þjálfar hún yngri krakka í frjálsum íþróttum hjá FH. „Mér finnst virkilega gaman að þjálfa krakkana og ég fæ mikið út úr því. Svo finnst mér ég læra heilmikið sjálf af því að leiðbeina krökkunum,“ segir Irma. Nú eru jólin á næsta leiti. Hvernig hagar íþróttakonan sér á þessum tíma? „Ég reyni að halda góðri rútínu en maður verður nú samt að leyfa sér eitthvað um jólin. Æfingarnar stoppa ekkert þótt það séu að koma jól. Við tökum til að mynda æfingu á aðfangadagsmorgun en ég tek því svo rólega á jóladag og annan í jólum og reyni eftir fremsta megni að njóta. Eftir það fer svo allt á fullt. Það má ekkert slaka á ef maður ætlar sér að ná lengra,“ segir Irma. n Helgi Guðmundsson húsa- smiður byrjaði að taka inn D-vítamín orkublöndu með burnirót frá ICEHERBS fyrir nokkrum árum. Hann segir blönduna gefa sér orku og hafa góð áhrif á sig almennt. „Ég byrjaði fyrst að taka þetta inn til að halda sjóninni við, en ég er fæddur og uppalinn í sveit og vandist við að borða mikið af krækiberjum sem ég held að hafi stuðlað að því að ég hef alltaf verið með góða sjón. En ég er viss um að D-vítamín orkublandan hafi líka sitt að segja við að styrkja sjónina enda er ég orðinn 81 árs gamall og ekki enn farinn að nota gleraugu,“ segir Helgi. Bætt orka bætir liðina Helgi er menntaður húsasmiður og starfaði lengi sem slíkur. „Ég var orðinn nokkuð slæmur í hnjánum á tíma enda var ég starf- andi smiður, lá mikið á hnjánum í vinnunni og bólgnaði upp í þeim. Fyrir nokkrum árum kynntist ég bætiefnunum frá ICEHERBS og fannst spennandi að prófa þau. Enda er ég vanur fjallagrösum, blá- berjum og krækiberjum frá jurta- ríkinu úr sveitinni fyrir vestan og trúi því að það sé rétt að treysta á náttúruna. Þegar ég byrjaði að taka inn D-vítamín blönduna frá ICE- HERBS fannst mér hún gera mér gott að ýmsu leyti. Ég er núna hættur að vinna en það er þó ekki langt síðan ég var að fikta í þessu að gamni. Það eru kannski um þrjú eða fjögur ár síðan ég var að leggja parket, þó þetta gamall. Ég tel mig nú nokkuð góðan og er viss um að D-vítamín orkublandan hafi haft góð áhrif á liðina en líka orkuna. Meiri orka gerir mér kleift að hreyfa mig reglulega, eða um 3-4 sinnum í viku. Þá fer ég 2-3 í viku í ræktina og geng 1-2 í viku. Það hefur hjálpað til við að minnka bólgurn- ar í hnjánum og bæta líðanina. Ég finn að ég er orkumeiri almennt og þetta hefur áhrif á hvort annað, orkan og líðanin. Eftir því sem maður hreyfir sig meira þá eykst orkan. Ég hef líka haldið sjóninni, eða hún hefur alla vega ekki versnað í þessu tíu ár,“ segir Helgi. Fann fyrir mun „Ég tek D-vítamín orkublönduna allt árið um kring en inntakan er ekki svo stíf að ég taki þetta með mér í hverja helgarferð. En svona flesta daga. Ég fann þó mun á mér, eftir að hafa farið í mánaðarferð norður í land án þess að taka bæti- efnið með mér. Ég er ekki frá því að ég hafi verið stirðari eftir á, en það batnaði fljótt aftur eftir að ég byrjaði að taka þetta inn aftur.“ Við fáum einfaldlega ekki nóg D-vítamín er eitt mikilvægasta vítamínið sem líkaminn þarfnast. Það hjálpar okkur að vinna kalk úr fæðunni til þess að fyrirbyggja kalkskort og hefur jákvæð áhrif á sjónheilsu á ýmsan hátt. Skortur á því getur valdið ýmsum kvillum eins og sársauka í liðum og í verstu tilfellum alvarlegum heilsufars- vandamálum. Í mörgum tilfellum þegar liðvandamál orsakast af D- vítamínskorti má snúa vandanum við með inntöku á D-vítamín bætiefni. D-vítamín fáum við úr fæðu og úr sólarljósinu en fjöldi rannsókna sýnir fram á að nútímamaðurinn fær ekki nóg af D-vítamíni úr fæð- unni. Við sem búum á norðlægum slóðum erum enn verr sett því við fáum líka of lítið af sólarljósi, hvað þá í svartasta skammdeginu. Því er lykilatriði að taka inn D-vítamín sem bætiefni til þess að tryggja nægilegt magn. Einstök orkublanda Orkublandan frá ICEHERBS inni- heldur 2.000 einingar af D-víta- míni og hreina íslenska burnirót. Orkublandan er sniðin fyrir þá sem glíma við skammdegisslen. ICEHERBS fær mikið af góðum viðbrögðum frá neytendum um hvað varan gerir þeim gott. Flestallir finna mun á sér eftir að hafa tekið Orkublönduna dag- lega í 5-10 daga, og fólk vaknar mun hressara. Hið norræna ginseng Burnirótin er ein magnaðasta lækninga- jurt sem vex á Íslandi og eitt best geymda leyndarmál jurta- ríkisins. Jurtin er oft kölluð hið norræna ginseng en hún er þekkt fyrir einstök áhrif sín á aukna orku, einbeitingu og úthald. Áður fyrr var hún meira að segja notuð til að auka frammi- stöðu hermanna. Klínískar rann- sóknir sýna einnig fram á að hún hjálpar fólki að vinna gegn stressi og álagi. Burnirótin er oft notuð til að vinna gegn orkuleysi, sleni og depurð og þannig vinnur hún vel með D-vítamíninu. Innihaldsefni sem Orkubland- an frá ICEHERBS samanstendur af eru algert dúndur fyrir aukna orku, snerpu og úthald. Í hverju hylki eru 2000 einingar af D-víta- míni sem er viðmiðunargildi fyrir efri mörk daglegrar meðalneyslu á D-vítamíni. Burnirótin í Orku- blöndunni er handtínd á Íslandi, þurrkuð, verkuð og mulin. Öll bætiefni ICEHERBS eru framleidd á Blönduósi. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og í glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. Áttræður og orkumikill af D-vítamínblöndunni Helgi Guðmundsson hefur tekið D-vítamín orkublöndu frá ICEHERBS í um árabil og segir áhrifin ekki hafa látið á sér standa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.