Fréttablaðið - 21.12.2022, Qupperneq 38
Eitt story og linkur – og
fólkið mitt er komið.
Það er alveg ótrúlegt.
Við eigum bara í svo
góðu sambandi.
Friðrik Ómar Hjörleifsson
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@
frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078:
Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Upplýsingar um sölustaði
er að finna á glediskruddan.is
glediskruddan glediskruddan
Höfundar: Marit & Yrja.
Gleðiskruddan
er dagbók fyrir
börn á aldrinum
6-15 ára sem byggir
á hugmyndafræði
jákvæðrar
sálfræði.
„Ég mæli einlæglega með
Gleðiskruddunni sem er
frábær bók til að virkja
börn í að efla vellíðan,
bjartsýni og þrautseigju“-Bryndís Jóna,
Núvitundarsetrinu-
Stórsöngvarinn Friðrik Ómar
er kominn í jólafrí eftir vel
lukkaða vertíð. Þrátt fyrir
að hart sé í ári hjá mörgum
jólatónleikahöldurum vegna
óvenju mikils framboðs, er
Friðrik búinn að selja tæplega
sjö þúsund tónleikamiða.
ninarichter@frettabladid.is
„Við erum búin að vera að byggja
upp þetta verkefni í sjö ár og það
hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið
að vera stærsta árið okkar, það hefur
aldrei gengið eins vel. Aldrei eins
mikil innkoma en þetta kostar alltaf
meira og meira,“ segir söngvarinn
glaður í bragði.
Friðrik Ómar hefur staðið fyrir
tólf jólatónleikum í Salnum í Kópa-
vogi og fimm tónleikum í Hofi á
Akureyri.
„Ég skal alveg viðurkenna að
þetta er farið að taka í,“ segir Friðrik
spurður um þreytu eftir aðra eins
vertíð. „En röddin er allt í lagi. Þetta
er bara líkamleg þreyta. En andlega
er ég bara í sjöunda himni.“
Friðrik Ómar segist ekki hætta að
hlusta á jólalög eftir vertíðina, og
er það aðallega kóngurinn sjálfur,
Elvis, sem ratar á fóninn. „Hann er
minn maður,“ segir söngvarinn.
„Núna fer maður sjálfur að dunda
sér, halda jól og hitta vini og kunn-
ingja. Ég hlakka til að fara norður.
Ég f lýg norður að morgni Þorláks-
messu og þá byrjar þetta allt saman.
Ég verð á Akureyri um jólin. Öll fjöl-
skyldan er þar og ég verð þar bara í
gamla húsinu mínu með mömmu og
pabba,“ segir Friðrik Ómar.
Fjölskyldan snæðir saman ham-
borgarhrygg á aðfangadag. „Og
jólasalatið hennar mömmu, svona
beisik bara. Svo er góð sósa með og
púrtvín,“ segir söngvarinn kíminn.
Friðrik Ómar fagnar um þessar
mundir 25 ára útgáfuafmæli sinnar
fyrstu jólaplötu sem hann gaf út
aðeins 16 ára gamall. „Þá hélt ég
mína fyrstu jólatónleika. Það er
aldarfjórðungur og ég þekki kata-
lóginn vel. Þess vegna er svo gaman
að fá ný jólalög inn. Maður reynir
að gefa út líka ný lög svo að þetta
sé ekki alltaf það sama. Svo er þetta
líka eins með tónleikana. Maður
þarf að leyfa þeim aðeins að breyt-
ast,“ segir hann.
„Mínir tónleikar skera sig úr. Ég
er með sófa á sviðinu og fæ lista-
fólkið í sófann,“ segir Friðrik Ómar
aðspurður um aðsóknartölurnar.
„Þetta er svolítið eins og sjónvarps-
þáttur ef maður pælir í því, maður
gerir þetta persónulegt og deilir
með fólki því sem maður er að gera.
Þetta er ekki bara það að koma á
sviðið og syngja gamalt jólalag.“
Söngvarinn þakkar einnig sam-
félagsmiðlum söluna.
„Það er ekkert flókið. Ég hef áttað
mig á því undanfarið að ég er búinn
að eignast dásamlegan vinahóp í
gegnum Instagram og þar tala ég
við fólkið mitt. Það er að fylgjast
með mér, ekki af því að ég sé að
gefa húfur,“ segir hann og hlær. „Ég
er ekki í þeim bransanum. Ég bara
er með hóp sem er að fylgjast með
því sem ég er að gera. Það sem hefur
gerst síðastliðið árið er að ég hef
haldið tvenna, þrenna tónleika og
þetta er bara auglýsingin sem ég
þarf að keyra á. Eitt story og linkur –
og fólkið mitt er komið. Það er alveg
ótrúlegt. Við eigum bara í svo góðu
sambandi. Þau eru svo virk og dug-
leg að senda á mig, og ég á þau,“ segir
hann, sendir jóla-stuðkveðjur og og
þakkar aðdáendum sínum kærlega
fyrir frábært „season“.
Hvað varðar eftirlætislag söngvar-
ans að flytja stendur lagið Vetrarsól
sérstaklega upp úr. Þá nefnir hann
einnig sálminn Heims um ból, til að
syngja með öðrum. n
Sjö þúsund sæti í desember
Friðrik Ómar söngvari er kominn í jólafrí og ætlar til Akureyrar um jólin eftir frábæra tónleikavertíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN
ninarichter@frettabladid.is
Þriðja þáttaröð hinna geysivinsælu
Netflix-þátta Emily in Paris kemur
út í dag. Aðalleikkona þáttanna, Lily
Collins, já, dóttir söngvarans Phil
Collins, er snúin aftur sem rosalega
bandarísk markaðskona sem ráðin
er af fyrirtæki í París til að veita inn-
sýn í bandarískan hugsunarhátt.
Hér er líka um að ræða nálgunina á
Frakkland sem áhorfendur fá, sem
er hin bandaríska poppmenningar-
sýn á Frakka og Frakkland.
Þættirnir hafa notið gríðarlegra
vinsælda og ekki síst sem óhemju
gott hatursgláp, þar sem fólk eng-
ist um í téðu óþoli gagnvart fyrr-
nefndri bandarískri, og ekki alltaf
upplýstri, nálgun á franska menn-
ingu, sögu og tungumál.
Gagnrýnin snýr til dæmis að því
að þættirnir taki franskar staðal-
myndir og klisjur og setji í forgrunn
sögunnar eins og jólabækur í búðar-
glugga á Þorláksmessu og Emily,
jólaskinkan sjálf, sé klisjan af sjálfri
sér, sjálfhverf og meingölluð. Per-
sónan Emily talar ekki frönsku, sem
ku æra franska áhorfendur. Emily
ranghvolfir meira að segja augunum
þegar Frakkar í Frakklandi reyna að
gera sig skiljanlega á frönsku. Mon
dieu! Samfélagsmiðlar, snobb og
stéttaskipting eru litir á striganum
hans Darren Starr, höfundar ekki
ómerkilegri þátta en Sex and the
City, Beverly Hills og Melrose Place.
Þó er lítið unnið með gagnrýni eða
ádeilu og það er aftur eitt af því
sem gagnrýnandi Variety, Daniel
D’Addario, finnur að þáttunum í
pistli þar sem hann rekur ástæður
þess að Emily gerir fólk gersamlega
brjálað. Slíkir pistlar eru óteljandi á
alnetinu, vilji fólk kynna sér málið.
Það er þó nokkuð víst að æði
margir samlandar mínir munu
glápa á ævintýri Emily í París um
jólin, þáttarheiti sem rímar bara á
frönsku en ekki á ensku. n
Lily Collins í París ærir í þriðja sinn
Gagnrýnendur þreytast ekki á að
finna þáttunum allt til foráttu.
34 Lífið 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttabLaðið