Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is
550 5000
RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is
AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is
PRentun Torg ehf.
dReifing Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
Láru G.
Sigurðardóttur
n Bakþankar
„Kæra Rut, ég vona að þú hafir átt
ánægjulega þakkargjörðarhátíð.
Vildi segja þér að mér finnst bón
þín aldeilis frábær. Sjálfri hefði
mér aldrei dottið í hug að tína fræ
í óbyggðum, hvað þá eyðimörk.
Allavega, ég fann eitthvað sem
líkist fræjum á leið okkar í dag en
það á eftir að koma í ljós hvernig
mér tókst til. Það munaði litlu að ég
myndi færa þér músaskít! Bless-
unarlega stoppaði eiginmaðurinn
mig af. Nú þegar ég hef afhjúpað
vanþekkingu mína iða ég í skinn-
inu að komast að því hvort eitthvað
af þessu sem ég tíndi verði nothæft.
Sjáumst fljótlega. Ást, Lára.“
Fram undan er hin mikla gjafa-
hátíð. Hjá trúleysingjum sem
trúuðum. Lengst af synti ég með
straumi pakkaflóðs jólanna, enda
hefð innan fjölskyldunnar að
gefa mikið af pökkum. Pökkum
í nafni Stúfs, Trumps og annarra
litríkra merkismanna. Síðustu
árin breyttum við til og forðumst
nú Kringluna líkt og skaflana sem
hertekið hafa Reykjavík. Við erum
orðin meira fyrir lágstemmda jóla-
hátíð. Enginn troðningur eða oln-
bogaskot lengur eða örvæntingar-
full augnaráð í umferðaröngþveiti.
Og helst engir pakkar í okkar hús.
Við eigum meira en nóg af verald-
legum hlutum. Svo þegar ég hugsa
til baka eru eftirminnilegustu jólin
þegar við gáfum samveru í formi
hádegisverðar, göngutúrs, fjall-
göngu, spilakvölds o.fl.
Sagt er að sælla sé að gefa en
þiggja. Á Indlandi þakka menn því
ekki fyrir sig – þeir vita að sælan er
hjá þeim sem gefur. Jafnvel þegar
maður gefur granna sínum næstum
músaskít, óafvitandi. Munið því, að
ef slík gjöf lendir í ykkar höndum
þá er ásetningurinn góður og
gefandinn væntanlega alsæll. Sem
er svolítið það sem jólin ganga út á.
Að gefa og þiggja kærleiksfræ, sama
af hvaða meiði. n
Gjöf til Rutar
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is
UMHVERFISVÆN
PRENTUN
Verður gjöfin
þín gjöfin þín?
Gefðu vini, fjölskyldu eða ástinni fallega gjöf sem
skapar dýrmætar minningar — ein gjöf opnar
yfir 40 dyr út í heim. Eða kemur þér á milli
landsfjórðunga.
Allir sem kaupa gjafabréf frá okkur fram að
Þorláksmessu gætu unnið 500.000 kr. gjafabréf.
Kauptu þína gjöf á icelandair.is/gjafabref
gjafabréf?
Ég get svarað þér
hvar og hvenær
sem er á tm.is