Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.01.2023, Qupperneq 6
Við þurfum að skoða þetta mál af aukinni dýpt og ákefð með aukna áherslu á almenningssamgöng- ur í huga. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgar- stjórnar í Reykjavík Samkvæmt athugun- um hleypur kostnaður við fluglest á100-200 milljörðum króna. Meðal styrkleika Íslands er áhersla á menntun og árangur í nýsköpun. JEEP.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Mannfjölgun á Íslandi, stór­ aukin ferðamennska og ferða­ teppur síðustu vikna sýna að taka þarf upp umræðuna um fluglest að mati forseta borgar­ stjórnar. Samtök ferðaþjónust­ unnar taka ekki illa í það. bth@frettabladid.is samgöngur Þórdís Lóa Þórhalls­ dóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, telur að lokun Reykja nes­ brautar á dögunum vegna ófærðar gefi meira tilefni en nokkru sinni til að leggjast í gaumgæfilega skoðun á fluglest milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Of mikill þrýstingur skapaðist að hennar sögn á innviði Íslands á árinu sem leið. Mannfjölgun á höfuð­ borgarsvæðinu nemi 12.000 manns á nokkrum misserum. Auk þess hafi verið mjög snjóþungt undanfarið og spáð sé þremur milljónum erlendra ferðamanna innan tíðar. Það segi sig sjálft að mikið aukaálag skapist á innviði. Þegar Reykjanesbrautinni var lokað á dögunum hafi ekki verið til nein varaáætlun og 30.000 manns lent í vanda. „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Kef lavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að horfa verði langt fram í tímann er kemur að sam­ göngum og minnka áherslu á einka­ bílinn í umhverfislegu tilliti. „Við þurfum að skoða þetta mál af aukinni dýpt og ákefð með aukna áherslu á almenningssamgöngur í huga.“ Spurð hvort hún tali sama máli og formaður Viðreisnar á Alþingi í þessum efnum, segist Þórdís Lóa ekki hafa hugmynd um það. Hún tali sem forseti borgarstjórn­ ar og áhugamanneskja um atvinnu­ líf, ferðaþjónustu og umhverfis­ vernd. „Þessi hugmynd er algjörlega þess virði að ræða hana frekar. Það eru ýmsir sem spyrja hvers vegna þeir komist ekki við komu í Keflavík í express­lest,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Sam­ taka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndinni. Hann telur þó að taka ætti umræðu um fluglest úr samhengi við ófærðarpælingar. „Þetta er stærra mál en svo að við hendum upp lest bara af því að það varð ófært tvo daga á síðasta ári. En lest yrði eflaust afskaplega góð viðbót við Keflavíkurflugvöll. Það stendur þó allt og fellur með hagkvæmni.“ Samk væmt athugunum sem gerðar hafa verið hleypur kostnaður við fluglest að líkindum á 100 til 200 milljörðum króna. n Segir lokun Reykjanesbrautar ýta undir skoðun á lest til Keflavíkur Reykjanes- braut var lokað og fjölmargir urðu innlyksa í Leifsstöð eftir mikla ofankomu skömmu fyrir jól. Fréttablaðið/ Sigtryggur arikristinnhaukur@frettabladid.is atvinnulíf Ísland er í þriðja sæti á lista yfir samkeppnishæfustu lönd þegar kemur að vinnuafli í skýrslu samkeppnisstofnunarinnar IMD í Lausanne. Hefur Ísland hækkað um fjögur sæti á listanum á einu ári. Í skýrslunni kemur fram að meðal styrkleika Íslands sé áhersla á menntun, fjöldi menntaðs fólks, tungumálakunnátta og árangur í fjárfestingum og nýsköpun. Í efsta sæti er Sviss og þar á eftir kemur Svíþjóð. Öll Norðurlöndin eru á meðal efstu  tíu á listanum. Þýskaland er í 10. sæti, Bandaríkin í 16., Bretland í 28. og Kína í 40. sæti. Hæst stökk Perú, um 16 sæti, en Nýja­Sjáland féll um 13. Samkvæmt IMD hefur hreyfan­ leiki starfsfólks minnkað síðan faraldurinn skall á. Þetta hefur ekki gengið að fullu til baka enn þá. n Samkeppnishæfni Íslands rýkur upp Nýsköpun hefur gengið vel á Íslandi. Fréttablaðið/anton brink benediktarnar@frettabladid.is viðskipti Flugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt 77,1 prósents hlut í f lugfélaginu Erni. Þetta staðfesta þeir Hörður Guð­ mundsson, eigandi Ernis, og Leifur Hallgrímsson, eigandi Mýflugs. „Það eru nokkrir fjárfestar sem við vorum að selja hluta af fyrirtækinu og Mýflug er einn af þeim. Með söl­ unni er verið að styrkja félögin, bæði til þess að ná samlægum áhrifum og styrkja félögin til lengri tíma. Þetta eru orðin gömul félög, Ernir er 53 ára núna í vor og hefur verið leiðandi á sínum markaði. Ég hef verið að reka þetta sjálfur í tæplega 53 ár og fer að undirbúa það að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Það er eiginlega ástæðan bak við söluna,“ segir Hörður. „Við komum áfram að rekstri félagsins og ég kem áfram til með að stjórna hérna. Það var bara verið að opna fyrirtækið fyrir fjárfestum ef menn vilja koma og leggja pen­ ingana sína í góð fyrirtæki,“ segir Hörður, sem gerir ekki ráð fyrir neinum stórkostlegum breytingum á rekstrinum. Hörður segir að f lugfélagið sé rekið í plús og að salan hafi ekkert með tap að gera. Leifur Hallgrímsson, eigandi Mýflugs, segir að með kaupunum sé Mýflug að styrkja stöðu sína á innanlandsmarkaði. „Ég held að það sé búið að leita að fjárfestum í þetta verkefni í tvö ár. Okkur var boðið að koma að þessu núna fyrir ára­ mót. Við skoðuðum þetta með fleiri góðum aðilum og niðurstaðan var sú að fara í þetta verkefni,“ segir Leifur. „Við höfum talað fyrir því lengi, að við, Ernir og Norðurland Air ættum að sameinast með einhverj­ um hætti. Þetta eru þrjú frekar lítil félög og eru nú ekki mikils megnug eða burðug en sameinuð geta þau kannski gert eitthvað af viti,“ segir Leifur. n Flugfélagið Mýflug kaupir hlut í flugfélaginu Erni Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins Ernis. 6 Fréttir 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.