Fréttablaðið - 03.01.2023, Side 12
Mér fannst ég ekki fá
tækifærið sem ég átti
skilið að fá. Það styrkti
mig samt bara meira
andlega.
Kynningarfundur vegna
vindorkugarðs innan Brekku
í Hvalfjarðarsveit
Zephyr Iceland áformar að reisa u.þ.b. 50 MW vindorkugarð innan
Brekku í Hvalfjarðarsveit. Í janúar n.k. (2023) mun fyrirtækið halda
opinn kynningarfund um verkefnið og eru íbúar og hagsmunaaðilar
hvattir til að mæta og kynna sér framkvæmdina.
Umsjón með mati á umhverfisáhrifum verkefnisins er í höndum
EFLU. Á fundinum munu fulltrúar Zephyr Iceland og EFLU kynna
framkvæmdina og helstu áherslur umhverfismatsins og svara
spurningum fundargesta um verkefnið.
Fundurinn fer fram mánudaginn 9. janúar
í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og hefst kl. 20.
Landsliðskonan Alexandra
Jóhannsdóttir hefur farið frá-
bærlega af stað með stórliði
Fiorentina á Ítalíu. Eftir erfiða
dvöl hjá Frankfurt hefur ljós
hennar skinið skært í Flórens.
Árið 2022 var blendið hjá
Alexöndru með landsliði og
félagsliðum en lauk á frá-
bæran hátt.
helgifannar@frettabladid.is
fótbolti Alexandra Jóhannsdóttir
hefur verið á mála hjá ítalska stór-
liðinu Fiorentina síðan í ágúst.
Þaðan kom hún frá Frankfurt, þar
sem hún hafði leikið í hálft annað
ár.
Þegar Fréttablaðið ræddi við
Alexöndru var hún nýkomin aftur
til Flórens eftir stutt jólafrí hér á
landi. „Það var mjög gott að hitta
vinina og fjölskylduna,“ segir þessi
22 ára gamli miðjumaður.
Tímabilið hefur verið gott það
sem af er. Fiorentina situr í þriðja
sæti, f imm stigum frá toppliði
Roma. Alexandra segir klára bæt-
ingu á liðinu milli leiktíða.
„Á sama tíma í fyrra vorum við
í sjötta, sjöunda sæti. Við höfum
samt verið að tapa á móti liðunum
á toppnum svo við þurfum að gera
betur þar. Mér fannst allt annað að
sjá liðið í síðustu tveimur leikjun-
um fyrir frí,“ segir Alexandra, sem
skoraði einmitt sín fyrstu mörk fyrir
Fiorentina í síðasta leik fyrir frí. Tvö
mörk gegn Parma í 4-0 sigri.
Að vakna úr dvala
Fiorentina er stórt lið á Ítalíu en
hefur verið í dvala undanfarin ár.
Síðast varð liðið ítalskur meistari
vorið 2017.
„Tvö síðustu tímabil hafa verið
skelfileg svo væntingarnar eru þær
að gera betur. Markmiðið er sett á
Meistaradeildarsæti og ég tel það
raunhæft.“
Alexandra bendir á að ítalska
deildin styrkist ár frá ári. Hún tekur
sem dæmi árangur ítalskra liða í
Meistaradeild Evrópu. Fyrir þetta
tímabil var fækkað úr tólf liðum
í tíu í deildinni. Spilaðar eru tvær
umferðir og deildinni svo skipt upp í
efri og neðri hluta að þeim loknum.
„Svo að átta síðustu leikirnir á
tímabilinu eru algjörir toppleikir.
Maður fær það ekki í öðrum deild-
um.“
Hvað frammistöðu hennar hjá
Fiorentina varðar er Alexandra
afar sátt.
„Markmiðið var bara að komast í
liðið og reyna að sanna mig. Manni
er samt haldið á tánum. Ég veit að
ef ég skít upp á bak er ég tekin úr
liðinu.
Þetta hefur verið framar björt-
Gengið í Flórens framar björtustu vonum
ustu vonum, að fá að byrja f lesta
leiki og spila 90 mínútur.“
Karlarnir í fyrsta sæti
Kvennaliði Fiorentina er sinnt
betur en víða þekkist. Betur má þó
ef duga skal og er það markmiðið.
„Við fáum nýja aðstöðu á næsta
ári sem er fyrir karla- og kvenna-
liðið. Þar er gert ráð fyrir okkur.
Eins og er erum við að nota aðstöðu
karlaliðsins. Ef þeir þurfa eitthvað
fá þeir það. Við erum alltaf númer
tvö. Það verður mikill munur að
fá nýtt æfingasvæði og vera með
okkar svæði,“ segir Alexandra.
„Við fáum nýjan leikvang sem
verður okkar. Nú erum við að spila
40 mínútum frá borginni. Ég fæ
ekki þessa heimavallartilfinningu
þar. Það á eftir að breyta miklu að
fá nýjan völl.“
Aðstaða kvennaliðs Fiorentina er
mun betri en sú sem Alexandra fékk
að kynnast hjá Frankfurt.
„Kvennalið Frankfurt fær ekki
einu sinni að æfa á svæði karlaliðs-
ins. Þær eru settar í annað sætið og
jafnvel þriðja. Getan þar er samt
aðeins meiri en hér. Þær eru með
14-15 landsliðsmenn. En hvernig
komið er fram við kvennaliðið er
betra hjá Fiorentina.“
Upplifun Alexöndru hjá Frank-
furt var ekki eins og sú hjá Fior-
ent ina. Hún fékk fá tækifæri til að
sanna sig.
„Ég skildi að ég fengi ekki alla
leiki því ég kom inn í janúar. En
mér fannst ég ekki fá tækifærið sem
ég átti skilið að fá. Það styrkti mig
samt bara meira andlega.“
Næstum því ár hjá landsliðinu
Alexandra fór á láni í sitt gamla
félag hér heima, Breiðablik, í sumar.
Það gerði hún til að fá leiki undir
beltið fyrir Evrópumótið í Englandi
með íslenska landsliðinu.
„Ég var bara að hugsa um EM. Mig
langaði að spila og vera í toppstandi
fyrir Evrópumótið. Það skilaði sér
ágætlega fyrir mig að ná að sanna
mig í nokkrum leikjum og þess
vegna opnaðist þessi gluggi. Ég sé
alls ekki eftir því.“
Alexandra var ekki hrædd við
að taka eitt skref aftur á bak til að
komast í sitt besta stand fyrir EM.
„Ég var bara að hugsa um sjálfa
mig. Það var erfitt að spila ekki neitt
og ætla svo að fara að sanna sig.“
Ísland gerði jafntef li í öllum
leikjum sínum í riðlakeppni EM og
komst ekki áfram.
„Þetta var mikið næstum því
ár. Að tapa ekki í riðlinum á EM
en ekki komast áfram var mikill
skellur. Það var líka sorglegt að
komast ekki á HM. Þetta féll ekki
með okkur í ár og átti ekki að ger-
ast. Það er bara næsta ár, það er ekki
hægt að spá meira í þessu.“
Sem fyrr segir er Fiorentina stað-
sett í Flórens og þar er ekki leiðin-
legt að búa.
„Flórens er náttúrulega æði.
Maður þarf bara að passa pasta-át
og svoleiðis. Það er meiri sjarmi
yfir þessari borg en öðrum. Maður
er aðeins lengra frá fjölskyldunni
en þau eru dugleg að koma. Þeim
finnst það ekki leiðinlegt.“ n
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Fiorentina. Þar hefur hún stimplað sig rækilega inn á sinni fyrstu leiktíð og er fastamaður í byrjunarliðinu.
fréttablaðið/getty
12 Íþróttir 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURÍÞRóttIR Fréttablaðið 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR