Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Membrasin er frábær lausn fyrir þurra húð, hár, augu, nef og leggöng. Til vinstri má sjá Sleep Aid melatónín-munnúðann sem fæst loksins á Íslandi. Til hægri má sjá úrval freyðitöflulínunnar frá Trace Minerals. Kjarni er öflugt bætiefnabox. n Reynslusögur Ég hef tekið „KONA 45+“- bætiefnaboxið frá númer eitt síðustu 3 mánuði og finn að ég hef miklu meiri og jafnari orku yfir daginn. Hárið mitt hefur aldrei verið eins gott og það tengi ég einungis við að vítamínin eru að hafa áhrif. Ég sef líka betur og þó svo ég vakni að nóttu til þá sofna ég strax aftur, það er alveg nýtt fyrir mér. Mæli 100% með! Íris Björk Jónsdóttir Ég byrjaði að taka inn „KJARNA“ fyrir sjö mánuðum. Tók það inn í tvo mánuði og ákvað þá að skipta yfir í „ORKU“-boxið, en fann fljótt að mig langaði að skipta aftur yfir í „KJARNA“, hann einfald- lega hentaði mér betur. Ég á auðveldara með að vakna á morgnana, er með jafnari orku yfir daginn og þarf ekki á orkudrykkjum að halda eins og áður. Ég er líka ein- beittari og finn mikinn mun á meltingunni. Jóhann Marel Viðarsson númer eitt sem koma í hand- hægum umbúðum sem er auðvelt að kippa með sér hvert sem er. Hver dagskammtur inniheldur sérvalin næringarefni og jurtir sem valin eru með samvirkni í huga. „Mörgum þykir erfitt að feta sig áfram í heimi bætiefna enda er framboðið gríðarlegt og vörurnar eins misjafnar og þær eru margar. Stór hluti Íslendinga tekur inn bætiefni og flestum er umhugað um gæði þeirra. Gæði og virkni fara hönd og hönd og við lögðum strax ríka áherslu á að gæðin yrðu ofar öllu. Þess vegna leituðum við til virtra framleiðenda í Dan- mörku sem vinna bætiefnin beint úr fæðu og uppfylla alla nauðsyn- lega gæðastaðla,“ greinir Íris frá. Hún segir mörgum vaxa í augum að finna hvaða bætiefni sé best að taka. „Einn stærsti kosturinn við bætiefnaboxin frá númer eitt er einfaldleikinn. Allt er í einum pakka og flækjustigið því ekkert. Maður velur einfaldlega pakkann sem hentar manni hverju sinni og tekur svo inn daglegan skammt,“ útskýrir Íris um bætiefnaboxin sem heita Kjarni, Kyrrð, Orka, Vörn, Kona 45+ og Karl 45+. „Bætiefnaboxin frá númer eitt eru einföld, þægileg og örugg lausn. Þau eru framleidd á algjör- lega náttúrulegan hátt og byggja á þekkingu úr hefðbundnum læknavísindum og á margra alda reynslu af lækningarmætti náttúrunnar. Áhersla er lögð á að opna augu fólks fyrir mikilvægi náttúrulegra bætiefna í plöntu- og matvælaformi. Við erum sann- færðar um að það sé formið sem líkama okkar er eðlislægt að nýta til að fá næringarefni. Þess vegna líkjast bætiefnin mjög mikið mat- vælum sem við neytum dagsdag- lega,“ upplýsir Íris. Vítamín, steinefni og jurtir bætiefnanna frá númer eitt eru unnin úr plöntum og án allra ónauðsynlegra íðefna og aukefna. „Þau eru mild, frásogast vel og eru náttúruleg viðbót við daglegt mataræði. Bætiefnin Karl 45+, Vörn og Kyrrð eru vegan og öll línan er glúten- og mjólkurlaus. Þannig stuðlum við að bættri lýð- heilsu almennings og spurning dagsins ætti alltaf að vera: „Hvern- ig líður mér í dag?“ Okkar svar við því er ætíð það sama: „Láttu þér líða sem allra best, alltaf!“,“ segir Íris. Membrasin við þurrki Í þeim frosthörkum og fimbul- kulda sem lagst hafa yfir Ísland að undanförnu hafa margir fundið fyrir þurrki í húð, hári, augum, nefi og leggöngum. „Allt er gjörsamlega að skrælna, loftið er þurrt, náttúran er þurr og við erum þurr,“ segir Díana Íris. „Veðrinu stjórnum við ekki en við getum hjálpað kroppnum að tækla þennan leiðinda þurrk með Membrasin sem inniheldur góðar fitusýrur. Þær eru öflugar þegar kemur að því að vinna gegn þurrki og á síðustu árum hafa niðurstöður rannsókna sýnt að ómega 7-fitusýran hjálpar til við þurrk en hún finnst meðal annars í haf þyrnisolíu sem Membrasin vörurnar innihalda.“ Membrasin vörurnar koma í pörum sem vinna vel saman en einnig hvor í sínu lagi. „Membrasin Vision er sér- hannað fyrir augu og fæst bæði til inntöku og með augnúða. Membrasin Vision-bætiefnið inniheldur einstaka blöndu af SBA24® haf þyrnisolíu sem er rík af ómega 7, lúteini og zeaxantíni til að vernda slímhúð augnanna, sjónhimnu og tárafilmu. Hún styrkir augnbotnana og verndar gegn bláum geislum frá tölvu og skjáum farsíma,“ upplýsir Díana Íris og heldur áfram: „Þess má geta að SBA24® haf- þyrnisolía er sú olía sem mest hefur verið rannsökuð á heims- vísu. Samsetning, öryggi og verkun hafa verið klínískt sannreynd.“ Vision-augnúðinn er vegan og inniheldur hafþyrnisolíu og hýalúrónat. „Hafþyrnisolían styrkir fitulag tárafilmunnar og ver augun gegn þurrki. Hýalúrónat styður við vatnsbindigetu tárvökvans, smyr augun og kemur í veg fyrir frumuskemmdir. Hún hentar vel fyrir viðkvæm augu og engin vara með hliðstæð innihaldsefni er á markaði,“ útskýrir Díana Íris um Membrasin vörurnar sem eru framleiddar í Finnlandi undir ströngustu gæðakröfum og flokkaðar sem lækningatæki með sannaða virkni. Membrasin Moisture eru sér- hannaðar vörur sem vinna gegn þurrki í húð og slímhúð og saman- standa af bætiefni til inntöku og kremi til að nota í leggöng og á kynfæri. „Talið er að átta af hverjum tíu konum upplifi legganga- þurrk einhvern tímann á ævinni. Bætiefnið er algjört dúndur fyrir alla slímhúð og húðina almennt og margir taka það í vetrarþurrkinum. Bætiefnið inniheldur ómega 3, 6, 7 og 9 fitusýrur og A- og E-vítamín. Kremið er horm- ónalaus meðferð sem hefur góð áhrif á bakteríuflóru legganga og er það allra besta sem við getum gert til að næra slímhúðina innan frá. Kremið inniheldur hreina hafþyrnisolíu, hýalúrónsýru og mjólkursýrur til að viðhalda réttu sýrustigi í leggöngum,“ greinir Díana Íris frá og nefnir að nú í janúar bætist þriðja parið við vörulínuna sem sérstaklega er ætlað fyrir einstaklinga með mjög viðkvæma, þurra húð og exem. Hágæða freyðitöflur Fyrirtækið f lytur inn hágæða freyðitöflur frá Trace Mine- rals sem eru vegan, glúten- og sykurlausar, GMP-vottaðar og án erfðabreyttra hráefna. Vöru- línan samanstendur af fjórum tegundum, það er magnesíum og steinefnasöltum. „Um 75 prósent einstaklinga fá ekki nægilegt magnesíum úr daglegri fæðu. Magnesíum fyrir- finnst í mörgum fæðutegundum, svo sem kjöti, fiski, brauði, pasta, hrísgrjónum og mjólkurvörum, en mataræði okkar hefur breyst mikið frá því sem áður var,“ segir Íris. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir gott andlegt jafnvægi, sterk bein og tennur, það bætir svefn, hefur góð áhrif á hjarta- og æða- kerfið, getur unnið gegn of háum blóðþrýstingi, stuðlar að eðlilegri slökun vöðva og vinnur gegn sina- drætti og fótaóeirð. „Magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi og er eitt af aðalefnunum sem þarf til að byggja upp og styrkja bein. Þá spilar það stóran sess í nær 300 lífefnafræðilegum ferlum líkamans,“ upplýsir Íris. Max-Hydrate Energy, Endur- ance og Immunity innihalda steinefni og sölt. „Ef okkur skortir steinefni og sölt getum við fundið fyrir ein- kennum eins og orkuleysi, minn- istruflunum, fótapirringi eða þurrki í húð svo eitthvað sé nefnt. Trace Minerals freyðitöflurnar viðhalda eðlilegu jafnvægi vökva- búskapar okkar; þær eru einstak- lega góðar á bragðið og án allra aukefna og sykurs,“ greinir Íris frá. Melatónín loksins á Íslandi Þær Íris og Díana Íris segja sanna ánægju að kynna fyrir lands- mönnum Sleep Aid-munnúðann sem inniheldur 1 milligramm af melatóníni og var nýlega leyft í sölu á Íslandi. „Sleep Aid er fyrir þá sem eiga í vandræðum með að festa svefn, vakna oft á nóttunni eða eru með svefntruflanir. Góður svefn er nauðsynlegur til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Ef við fáum ekki nægan svefn getur það valdið vanlíðan og aukið hættu á ýmsum kvillum, sérstaklega ef um langvarandi svefnleysi er að ræða,“ segir Díana Íris. Svefntruflanir geti verið af ýmsum ástæðum, til dæmis af völdum álags og sjúkdóma. „Þá eru ákveðnir hópar í meiri hættu á svefntruflunum en aðrir; þau sem vinna vaktavinnu, ferðast oft á milli landa, þjást af kvíða, þunglyndi eða langvarandi verkjum, og konur á breytinga- skeiði,“ útskýrir Díana Íris. Sleep Aid melatónín munnúð- inn er bragðgóður og inniheldur 200 dagskammta. Hann er vegan, laktósa- og glútenfrír, einfaldur og þægilegur í notkun og aðeins fyrir fullorðna. „Melatónín styttir tímann sem þarf til að sofna og gagnleg áhrif koma fram þegar 1 milligramms af Sleep Aid melatóníni er neytt rétt fyrir svefn. Talið er að munn- úði nýtist líkamanum allt að 50 prósent betur en hefðbundnar töflur og hylki því innihald hans frásogast beint í gegnum slímhúð munnhols og út í blóðrásina,“ útskýrir Díana Íris. n Vörurnar fást í flestum apó- tekum, stórmörkuðum og heilsu- vöruverslunum. Allar nánari upplýsingar á numereitt.is. Mæðgurnar Díana Íris og Íris setja sér alltaf ný og raunhæf heilsumarkmið um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fæðubótarefni ættu ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Geymist þar sem börn ná ekki til. 2 kynningarblað A L LT 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.