Fréttablaðið - 03.01.2023, Side 26

Fréttablaðið - 03.01.2023, Side 26
Ellen B. spyr fleiri spurninga heldur en hún svarar og er merki- legt skref í sögu Þjóð- leikhússins. Leikhús Ellen B. Verk eftir Marius von Mayenburg Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Benedict Andrews Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Benedikt Erlingsson Leikmynd og búningar: Nina Wetzel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðhönnun: Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson Þýðandi: Bjarni Jónsson Sigríður Jónsdóttir Við ljúgum öll. En að hverjum? Öðru fólki? Mökum okkar? Okkur sjálfum? Hverjar eru ástæður lyga og hverjar eru af leiðingarnar? Hvenær verður hvít lygi hættuleg haugalygi? Erfiðum spurningum er varpað fram í jólasýningu Þjóð­ leikhússins en svörum er erfitt að henda reiður á. Ellen B. er fyrsti hluti af nýjum þríleik eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg, annar hluti verður frumsýndur í lok janúar 2023 og sá þriðji næsta haust. Ellen B. gerist á sama stað, í stof­ unni, og á sama tíma, í rauntíma. Átakakvöldstund á milli þriggja ein­ staklinga sem allir hafa eitthvað að fela. Þrátt fyrir afmarkaða umgjörð snýst leikverkið um fortíðina og framtíðina, orsök og mögulegar af leiðingar. Hvað gerðist á milli þeirra þriggja? Hver er gerandinn? Hver er þolandinn? Marius von Mayenburg er eitt athyglisverðasta leikskáld Þýskalands um þessar mundir og í Ellen B. tekst hann á við stórar hugmyndir með stíl og form að vopni. Valdbeiting, kynjamis­ rétti, kynslóðabarátta og kynferð­ isleg misnotkun. Ekkert er honum óviðkomandi. En hver er Ellen B? Skuggi hennar svífur yfir stofunni á leiksviðinu ásamt Patriciu High­ smith, höfundi sem sérhæfði sig í sálfræðitryllingi, lygavefjum og misgóðu fólki. Tilfinningarússíbani Leikritið gerist á heimili Astrid, sem leikin er af Unni Ösp Stefánsdóttur. Astrid er venjulegur kennari í venju­ legum skóla sem þráir framgang í sínu starfi og átakalaust heimilislíf en verður miðpunktur átaka. Unnur Ösp er upp á sitt besta í hlutverkinu. Hún spígsporar um sviðið eins og ljónynja í vörn, hörfar og klórar til skiptis, og fyllir upp í þagnirnar með stingandi augnaráði, stundum sárbænandi en stundum skipandi. Kveikurinn að kvöldstundinni er koma Úlfs, skólastjóra skólans þar sem Klara, sambýliskona Astridar, stundaði nám og Astrid kennir. Benedikt Erlingsson mætir eins og eldibrandur, tilbúinn að kveikja í tilvist kvennanna til að fá sitt fram. Ekki er hægt að sjá að Benedikt hafi ekki staðið á leiksviði í áratug. Hann er skarpur, kómísku tímasetning­ arnar hárfínar og tilfinninga rússí­ bani Úlfs er eftirminnilegur. Hvati fyrir aðra Klara, leikin af Ebbu Katrínu Finns­ dóttur, hefur ímugust á Úlfi og margt að fela, líkt og hin tvö. En fyrir hvern? Klara er fremur óskrifað blað og þrátt fyrir sterkan leik á köflum, sérstaklega undir lokin, þá er Ebba Katrín fremur tilfinningalega f löt í hlutverkinu sem endurspeglar vankanta leikverksins. Klara fær sjaldan rödd heldur er notuð sem leppur fyrir átök Astridar og Úlfs, viðhengi í lífi Astridar. Klara hefur hefur lítið ákvörðunarvald og þar af leiðandi fábrotna gerendahæfni nema undir blálokin og óljóst er hverju hún hefur að tapa. Hið sama gildir með Ellen B. Þær eru aðallega hvatinn fyrir þróun annarra frekar en hvatakonur í eigin lífi. Nina Wetzel hannar leikmynd og búninga með naumhyggjuna að leiðarljósi. Við horfum á persónur verksins eins og í gegnum smásjá, ofan í ræktunarskál þar sem sam­ félagsleg vandamál samtímans fjölfaldast fyrir framan augu áhorf­ enda. Hljóðhönnunin og lýsingin styðja þétt við þessa fagurfræði, ofurbjart ljósið eins og gildra í bland við endurtekinn takt sem gæti verið hjartsláttur, skeiðklukka eða sprengjuniðurtalning. Mannlegur harmleikur Eftir langa fjarveru er ástralski leik­ stjórinn Benedict Andrews kominn aftur til að leikstýra í Þjóðleikhús­ inu, heimsviðburður líkt og leik­ ritið. Í staðinn fyrir íburðarmikla umgjörð og tæknibrellur fyrri sýninga Andrews í Þjóðleikhúsinu er allt strípað niður og eftir stendur mannlegur harmleikur, barátta ein­ staklinga sem hann stjórnar virki­ lega vel. Hann hikar þó ekki við að teygja á raunveruleikanum, vinna gegn klassísku stofudramatíkinni og minna áhorfendur á að þeir séu í leikhúsi. Ákvörðun Andrews um að færa leikinn inn í áhorfendasalinn færir persónur leiksins undan smá­ sjánni, líkt og þær eigi sér undan­ komuleið. Slíkt dregur úr sprengi­ krafti sýningarinnar þó að sumar senurnar, þar á meðal þegar Klara situr úti í sal, virki ágætlega. Ellen B. spyr f leiri spurninga heldur en hún svarar og er merki­ legt skref í sögu Þjóðleikhússins, vonandi merki komandi tíma. Hér er á ferðinni eftirtektarvert leik­ verk um átakafleti samtímans, bar­ áttu kynslóðanna og persónulega ábyrgð. Ellen B. er leiksýning til að taka mark á og sjá þrátt fyrir van­ kanta. Merkilegu leiksýningarnar eru nefnilega ekki þær gallalausu, ef þannig sýningar eru yfirhöfuð til, heldur þær sem vekja áhorfandann til umhugsunar. n Niðurstaða: Kviksjá lyga og mannlegs breyskleika sem heldur áhorfendum á tánum allan tímann. Léttvín, lygamyllur og langvarandi skaði Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk Astrid, Klöru og Úlfs í leikritinu Ellen B. eftir Marius von Mayenburg sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Mynd/Jorri tsh@frettabladid.is Glöggir vegfarendur hafa ef laust rekið augun í það að á auglýsinga­ skiltum víða um höfuðborgarsvæð­ ið sjást nú ekki hefðbundnar auglýs­ ingar frá fyrirtækjum og verslunum heldur myndlistarverk. Um er að ræða sýningu á verkum Sigurðar Ámundasonar sem ber heitið Rétt­ hermi en fyrirtækið Billboard, sem rekur auglýsingaskjái á höfuðborg­ arsvæðinu, stendur að verkefninu. Sigurður segir verkið eiga rætur í póst­strúktúralisma, óræðni og efa: „Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófs­ kenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“ Billboard efndi í haust til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur undir heitinu Auglýsingahlé. Sýn­ ingin stendur yfir dagana 1. til 3. janúar 2023 og verður sýnd á yfir 450 auglýsingaskjáum Billboard um allt höfuðborgarsvæðið þannig að reikna má með að rúm 80 pró­ sent höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern. „Það er alveg klikkað, ég er ekki alveg búinn að fatta þetta og á kannski ekkert eftir að fatta þetta fyrr en þetta er búið,“ segir Sigurður um það að sjá verkin sín svo víða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurður vinnur með merkingarlaus vörumerki í list sinni en Rétthermi er framhald seríu sem hann hefur unnið að undanfarin ár og sýndi meðal annars í Hafnarborg 2022. „Ég fattaði að þetta smellpass­ aði og væri góður kandídat í þetta verkefni. Þannig að mér fannst bara sniðugt að sækja um þetta og bjóst ekkert endilega við að fá það,“ segir Sigurður en verk hans voru valin úr hópi yfir 40 umsækjenda. „Ég er að leika mér með mjög dramatískt og rómantískt mynd­ efni, svolítið intense. Auglýsingar eru það oft líka, eru með svona undarlegar áherslur, heimurinn er orðinn gífurlega fallegur af því þetta húðkrem er komið á markað. Algjör ýking,“ segir hann. Sigurður tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að vinna verk sem væru bara vörumerki. „Ég er oft að vinna með manninn og náttúruna og í staðinn fyrir að teikna manninn sjálfan ákvað ég að taka afurð mannsins, tilfinning­ una og það sem er að gerast í sam­ tímanum. Ég vil meina að þetta sé ákveðið samtal við Edvard Munch og Ópið,“ segir hann. n Sýnir verk á hátt í fimm hundruð auglýsingaskjáum Um þessar mundir sjást verk Sigurðar Ámundasonar á yfir 450 auglýsinga- skjáum Billboard víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Mynd/Aðsend Sigurður Ámundason tsh@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð­ herra á vinsælustu bók síðasta árs en bók hennar og Ragnars Jónas­ sonar, Reykjavík glæpasaga, er efst á lista yfir mest seldu bækur 2022 í Pennanum Eymundsson. „Mér finnst þetta voða gaman og allt í kringum þessa bók hefur verið mjög skemmtilegt, bæði að skrifa hana en ekki síður, sem kom mér ánægjulega á óvart, hvað fólk tók henni vel. Margir hafa gefið sig á tal við mig hér og þar með alls konar skoðanir á bókinni og yfir­ leitt jákvæðar. Það hefur bara verið gaman en líka er fólk að upplýsa alls konar kenningar og vanga­ veltur,“ segir Katrín. Spurð um hvort þetta gefi fyrir­ heit um fleiri bækur segir Katrín hlæjandi: „Nú liggur leiðin náttúr­ lega bara niður á við, þannig að það er erfitt að koma með framhald.“ Hún bætir þó við að hún útiloki ekki hvað gerist síðar: „Það var bara sér ákvörðun að gera þetta. Ég ætla nú að taka mér hlé frá skrif­ unum allavega um sinn en svo er aldrei að vita hvað gerist seinna.“ Mest seldu bækur ársins 2022: 1. reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson/Katrín Jakobs- dóttir 2. Játning Ólafur Jóhann Ólafsson 3. independent People Halldór Laxness 4. Kyrrþey Arnaldur Indriðason 5. sagas of the icelanders Ýmsir höfundar 6. eden Auður Ava Ólafsdóttir 7. iceland in a Bag Ýmsir höfundar 8. Hamingja þessa heims Sigríður Hagalín Björnsdóttir 9. Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir 10. Keltar Þorvaldur Friðriksson Forsætisráðherra efst á metsölulista Ragnar og Katrín eiga mest seldu bók ársins 2022. FrÉTTABLAðið/ernir 18 Menning 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttabLaðiðmennInG FréttabLaðið 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.