Hekla - 01.01.1940, Qupperneq 5
- 3 -
Æfintýri úr eveitinni.
Einusinni í fyrra sumar fórum eg og húsbóndi
minn ad taka upp svörd vestur í Skrichihverfi, en
þangad var um hálftíma ferd á hesti.
Þegar vestur kom, fórum vid ad taka upp svörd-
inn, en ödru hverju þurfti eg ad sækja hestana,því
þeir vildu alltaf laumast hurt, þessvegna hafdi eg
beizlin uppi í þeim. Þegar á daginn leid, kom til
okkar drengur, Kristján ad nafni, og fór ad hjálpa
okkur.
Eitt sinn, er eg var ad gá ad hestunum, sá eg
ad þrír raudir hestar voru komnir til okkar hesta.
Kalladi eg nú í Stjána, og fórum vid ad reyna ad
ná í hestana.
Skjóna okkar var med járnhaft, og þegar hún sá
okkur, prjónadi hún, og glamradi þá mjög í haftinu.
Vid þad fældust hinir hestarnir, og tóku sprett
vestur heidi og Skjóna á eftir.
Vid eltum nú hestana, en brádlega voru þeir þó
komnir í hvarf. Röktum vid spor þeirra vestur alla
heidi, en þad gekk erfidlega. Eftir langa mædu
fundum vid hestana í hvilft í heidarbrúninni.
Ætladi eg ad taka Brún, eins og eg var vanur,
en karl var nú ekki alveg á því, en samt nádi eg
honum. Stjáni nádi Skjónu um sama leyti. Eg rakti
svolítinn spotta úr beizli Skjónu og batt upp í
Brún.
Pórum vid nú ad reyna ad opna haftid á Skjónu,
en þad gekk treglega, því vid kunnum ekki adferd-
ina, en eftir langa mædu tókst mér ad smeygja ein-
um kengnum úr, og þá var allt laust.
Batt eg svo kedjumar saman og bætti þeim vid
spottann, sem var uppi í Brún, var þetta hálf
skrítid beizli en þó skárra en ekkert. Eórum vid
nú á bak, eg á Brún, en Stjáni á Skjónu. Bar elck-
ert sögulegt til tídinda á leidinni ad mógröfunum.
En þegar þangad kom, var Laugi, sonur bóndans, kom-
inn. Fór hann og Stjáni ofan í gröfina, en eg og
bóndinn bárum frá og klufum.
f næstu gröf var mikid vatn, og veggurinn á
milli var ekki nema svo sem 50 sm. á þykkt. Allt í