Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
✝
Ásmundur Ein-
arsson, gæða-
og umhverfisstjóri
og kennari, fæddist
í Reykjavík 6. júlí
1976. Hann varð
bráðkvaddur 24.
júlí 2022.
Foreldrar Ás-
mundar eru hjónin
Einar Ásmundsson,
f. 3. nóvember
1956, d. 29. októ-
ber 2002, og Hjálmfríður Björg
Jóhannsdóttir, f. 26. febrúar
1954.
Ásmundur átti eina systur,
Kristínu Helgu, f. 18. febrúar
1982, eiginmaður hennar er
Gunnar Auðunn Jóhannsson.
Þau systkinin áttu gæfuríka
æsku á heimili foreldra sinna
bæði í Neskaupstað og í Vest-
urbæ Reykjarvíkur.
Ásmundur giftist Helgu
Berglindi Guðmundsdóttur, f.
araprófi árið 2002. Hann vann í
skamman tíma sem grunnskóla-
kennari en hóf seinna nám við
Háskóla Íslands í verkfræði.
Ásmundur starfaði sem
gæða- og umhverfisstjóri bæði
hjá Hringrás og Terra. Síðasti
vinnustaður hans var Kubbur
þar sem hann starfaði sem
starfsmanna- og gæðastjóri.
Endurvinnsla, umhverfisfræði
og nýsköpun skiptu Ásmund
miklu máli og fann hann sig vel
á þeim starfsvettvangi.
Ásmundur bjó í Vest-
urbænum ásamt börnum sínum
sem voru líf hans og yndi. Hann
lagði ríka áherslu á íþrótta-
iðkun barna sinna og tók virkan
þátt í félagsstarfi hjá bæði KR
og Gróttu. Handboltinn átti
stóran stað í huga Ásmundar,
innan vallar sem utan. Hann
vann mikla vinnu í þágu íþrótt-
arinnar og sat bæði í barna- og
unglingaráðum sem og í að-
alstjórnum. Hann var til að
mynda formaður handknatt-
leiksdeildar Gróttu þegar hann
féll frá.
Útför Ásmundar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 12.
ágúst 2022, klukkan 13.
16. febrúar 1975.
Saman áttu þau
börnin Rósu Björk,
f. 10. júlí 1997, Ein-
ar, f. 30. ágúst
2001, og Katrínu
Önnu, f. 4. júlí
2004. Helga og Ás-
mundur skildu.
Ásmundur gekk
í Nesskóla í Nes-
kaupstað en þegar
fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur fór hann í Mela-
skóla og lauk grunnskólagöngu
sinni í Hagaskóla. Þaðan lá leið-
in í MR en hann lauk stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskólanum í
Ármúla árið 1998. Á þeim árum
stundaði hann handbolta af
miklu kappi, bæði með KR og
Aftureldingu, ásamt því að spila
með unglingalandsliðunum. Eft-
ir stúdentspróf lá leið Ásmund-
ar í Kennaraháskólann þaðan
sem hann lauk grunnskólakenn-
Elsku Addi bróðir minn. Það
er svo erfitt að kveðja þig svona
alltof snemma. Við áttum eftir að
upplifa svo margt skemmtilegt
saman, bæði við systkinin og við
með börnunum okkar. Þú og ég
með okkar aulahúmor sem eng-
inn annar skildi, hlæjandi að
bröndurum hvort annars. Hver á
núna að hlæja að mér? Það var
svo gaman að fíflast og hlæja
með þér!
Ég trúi ekki að þú munir ekki
kíkja inn heima að horfa á Liver-
pool-leik með Gunnari aftur og
að við munum ekki hitta þig á
áhorfendapöllunum hvetjandi
stelpurnar okkar í handboltan-
um. Allar hátíðir sem og jólin og
áramótin verða fátæklegri án
þín. Ég trúi ekki að ég muni ekki
upplifa aftur faðmlagið þitt sem
var svo þétt og gott. Það
streymdi frá þér svo mikil hlýja
og væntumþykja og betri bróður
var ekki hægt að hugsa sér.
Minningarnar munu lifa og ég
mun segja krökkunum mínum
sögur af flotta skemmtilega
frænda þeirra sem var alltaf til í
að fíflast og leika við þau. „Þau
þurfa bara að losa orku,“ sagðir
þú alltaf.
Ég er svo þakklát að hafa átt
þig sem bróður og það mun gera
mig að betri manneskju að hafa
átt þig.
Elsku Addi minn, ég mun gera
mitt besta til þess að passa upp á
elsku börnin þín, þau Rósu, Ein-
ar og Kötu. Þau eru stærsti fjár-
sjóðurinn sem þú skilur eftir fyr-
ir okkur hin. Missir þeirra er svo
gríðarlegur en ég mun ávallt
hvetja þau áfram eins og þú
gerðir í einu og öllu.
Minningarnar lifa og ég mun
geyma þig ávallt í hjarta mér.
Þú varst einfaldlega bestur.
Þín systir,
Kristín.
Okkar langar minnast Adda
frænda með nokkrum orðum.
Hann var flottasti pabbinn,
„Poolari“ og handboltamarkmað-
ur. Addi var með stærsta hjarta
við sem þekkjum, góður við
menn og dýr, ekki síst við börnin
sín, sem hann var ákaflega stolt-
ur af enda flottir krakkar.
Allt frá að við munum eftir
Adda þá voru íþróttir hans. Liv-
erpool og KR voru hans uppá-
haldslið og voru bæði á toppnum
á þeim tíma sem Addi bjó fyrir
austan. Mikið þótti okkur frænd-
um Bruce Grobbelaar og Ian
Rush flottir. Eftir að hann flutti
suður varð handbolti hans, og
mun handboltinn ávallt minnast
Adda sem leikmanns, föður og
velunnara hreyfingarinnar með
stolti. Prakkarabrosið þitt og þín
góðu og þéttu knús eru núna
komin á bið, en við vitum jafn-
framt að aðrir njóta þess núna.
Elsku Addi, maður skilur ekki
af hverju þú ert kallaður í önnur
verkefni núna, en stórt hlýtur
það að vera. Við kveðjum þig að
sinni. Þangað til næst.
Elsku Hjalla, Rósa, Einar,
Kata, Stína og aðrir ættingjar.
Megi allt gott styðja ykkur.
Þess óska
Petrún Björg,
Jóhann Freyr og
fjölskyldur.
Okkur sem lifum ástvin fallast
hendur. Hjá okkur sem syrgjum
vakna ótal spurningar. Þær ryðj-
ast fram í huga okkar í fullkom-
inni óreiðu. Hvers vegna? Til
hvers? Hvað ef …? Í þessu til-
finningaróti verður okkur samt á
sama tíma svo fullkomlega ljóst
hvað það er í lífinu sem skiptir
raunverulegu máli.
Addi minn! Já, þú fórst alltof
fljótt. Ég kynntist þér fyrst fyrir
u.þ.b. 30 árum. Þú varst bara
unglingur í hestatúrum með
pabba þínum í glöðum hópi
hestamanna. Ég á alltaf þessa
mynd í huga mér; þegar við rið-
um þrír samhliða í sólinni á yf-
irferðartölti ofan af heiðinni nið-
ur í Vatnsdalinn og pabbi þinn
kallar til mín: „Þetta er himna-
ríki!“ Við vissum það þá að þetta
var síðasti hestatúrinn hans og
að hann var þá tilbúinn í sitt síð-
asta ferðalag. En hann var líka
tilbúinn að taka á móti þér þegar
þú svona óvænt kvaddir okkur.
Það voru bara örfáir dagar
síðan þú heimsóttir okkur Rósu
og við töluðum um allt það sem
var fram undan; hestatúrana,
vinnuna og handboltann. Fullt af
spennandi verkefnum og tæki-
færum barnanna í tónlist og
íþróttum.
Elsku Rósa, Kata, Einar,
Kristín og Hjalla! Okkur sem lif-
um fallast í fyrstu hendur, en
munið að innra með ykkur býr
Ljós heimsins, hið eina Ljós, sem
varpar birtu á veginn. Leggið því
af stað og blóm næturinnar opn-
ast, en ekki til að deyja heldur til
að gefa – óafvitandi af fegurð
sinni. Í hjarta ykkar eigið þið
bænina sem breytir voninni í
blóm kærleikans. Leggið því af
stað með þennan fjársjóð – dans-
andi Ljósið milli blárra fjalla.
Steingrímur
(Steini) og Rósa.
Fallinn er frá einstakur
Gróttumaður í blóma lífsins, Ás-
mundur Einarsson. Ási, eins og
hann var jafnan kallaður, var
ákveðinn, glaðlyndur og heil-
steyptur maður sem sinnti föð-
urhlutverkinu af stakri prýði.
Það var því sjálfgefið hjá Ása að
leggja Gróttu lið þegar yngsta
dóttir hans kom til félagsins frá
KR. Frá þeim degi átti félagið
því láni að fagna að njóta starfs-
krafta hans. Alla tíð vildi hann
veg félagsins sem mestan og
lagði sitt af mörkum til þess.
Fyrst með störfum í barna- og
unglingaráði handknattleiks-
deildar Gróttu, síðan sem fulltrúi
í heimaleikjaráði meistaraflokks
og nú síðustu misseri sem for-
maður handknattleiksdeildar
Gróttu. Ási tók að sér þau störf
sem þörf var fyrir hverju sinni
og sinnti þeim af stakri sam-
viskusemi og vandvirkni. Ekkert
verkefni var of lítið eða of stórt
fyrir Ása, sem hoppaði í öll verk
með bros á vör. Fyrir þessi óeig-
ingjörnu störf í þágu félagsins
var Ási sæmdur bronsmerki
Gróttu árið 2021.
Grótta saknar vinar í stað og
harmar einstakan liðsmann.
Mestur er þó missir fjölskyldu
hans. Stjórn Gróttu færir þeim
einlægar samúðarkveðjur, ekki
síst Katrínu Önnu dóttur hans
sem leikur með meistaraflokki
félagsins, með djúpri þökk fyrir
ómetanlegt starf Ása á liðnum
árum.
F.h. Íþróttafélagsins Gróttu,
Kári Garðarsson.
Eitt versta símtal sem ég hef
fengið fékk ég hinn 24. júlí þegar
mér var tilkynnt að Ásmundur
eða Ási eins og ég kallaði hann
væri dáinn. Ég er enn að átta
mig á þessu og spyr mig enn
hvernig í ósköpunum maður í
blóma lífsins getur bara tekið
upp á því að deyja. Eftir stendur
maður hálfdofinn og gríðarlega
leiður yfir því hversu ósann-
gjarnt lífið getur verið. Hann Ási
átti þetta alls ekki skilið, hann
var góður maður og mikill vinur
minn. Trúnaðarvinur og í raun
sálufélagi. Ása hef ég þekkt síð-
an ég flutti í Vesturbæinn rétt að
verða níu ára svo vinátta okkar
stóð í um 35 ár. Á fullorðinsaldri
hef ég ekki átt marga vini en Ási
var sá sem ég leitaði til og hitti
hvað reglulegast. Ási var róleg-
ur, viðræðugóður og alltaf til í að
aðstoða ef þess þyrfti. Ég gæti
sagt margar sögur en mun halda
þeim fyrir mig. Ása verð ég æv-
inlega þakklátur fyrir að vera
vinur minn, það er ekki sjálfsagt
mál að eiga góðan vin. Tómarúm
hefur skapast hjá mér en ekki
síst hans góðu fjölskyldu sem ég
óska að drottinn blessi. Rósa,
Einar og Kata hafa misst frá-
bæran pabba og er ég óendan-
lega sár yfir þeirra missi. Von-
andi hitti ég minn góða vin síðar,
þá verður margt að ræða.
Dagur Jónsson.
Frá því að fregnir bárust af
ótímabæru andláti elsku Adda
hafa spurningar um ósanngirni
lífsins hrannast upp, fátt er um
svör og vanmátturinn algjör.
Það er lífsins lukka í æsku að
eignast bestu vinkonur fyrir lífs-
tíð. Þannig er það í okkar tilfelli.
Ósjálfrátt verða fjölskyldumeð-
limir vinkvennanna hluti af
hópnum á einn eða annan hátt.
Addi var nokkrum árum eldri en
við, stóri bróðir hennar Kristínar
okkar. Þau voru samheldin
systkini og báru virðingu hvort
fyrir öðru. Þau hjálpuðust að í
lífsins ólgusjó. Enn og aftur er
stórt skarð höggvið í litlu fjöl-
skylduna þeirra en tuttugu ár
eru liðin frá andláti elsku Einars
pabba þeirra.
Minningin um Spice Girls-æf-
ingabúðir okkar Gaggo-West-
systra fyrir bekkjarkvöld í
Hagaskóla er ógleymanleg. Við
æfðum stíft í græna húsinu við
Grandaveginn. Addi var fenginn
til að horfa á og af svipnum að
dæma vorum við alls ekki að fara
að slá í gegn.
Það var alltaf gaman að hitta
Adda á förnum vegi. Strákslega
brosið hans og hlýi stríðnis-
glampinn í augunum gleymist
aldrei.
Við vottum elsku Hjöllu,
Rósu, Einari, Kötu, Kristínu
okkar, Gunnari og litlu frænd-
systkinunum innilegustu samúð
frá okkar dýpstu hjartarótum.
Megi samheldni ykkar, kær-
leikur og vinátta styrkja ykkur
og styðja.
Minningin um yndislegan
dreng lifir áfram út yfir endi-
mörk alheimsins.
Eva, Ingibjörg,
María, Rakel og
Svava.
Ási var einn af mínum allra
bestu vinum. Við fylgdumst að í
gegnum æskuárin í Vesturbæn-
um. Við kynntumst fyrst á fót-
boltaæfingu í KR sem litlir
pjakkar og spiluðum saman
handbolta í öllum yngri flokkum,
þar til að hann gerðist atvinnu-
maður í Mosfellsbænum. Við
urðum samferða í gegnum Mela-
skóla, svo Hagaskóla og loks
MR. Í seinni tíð fylgdum við
börnunum okkar eftir og tókum
þátt í barna- og unglingastarfi
handknattleiksdeildar Gróttu.
Ási vann mikið og óeigingjarnt
starf fyrir Gróttu, nú síðast sem
formaður handknattleiksdeildar-
innar.
Ási var traustur vinur og
skemmtilegur. Hann grínaðist
mikið en það var alltaf góðlátlegt
grín og aldrei á kostnað annarra.
Hann var einstakt ljúfmenni,
hlýr maður sem kom alltaf vel
fram við alla.
Ég á margar góðar minningar
um kæran vin og dáðist að því
hvernig hann lifði lífinu. Hann
var umfram allt einstaklega góð-
ur faðir, klettur sem hélt vel utan
um börnin sín og fjölskyldu.
Það er ákaflega sárt að missa
hann Ása svona ungan, hann átti
framtíðina fyrir sér og var metn-
aðarfullur í lífi og starfi.
Við Anna sendum börnum Ása
og fjölskyldu samúðarkveðjur.
Rósa, Einar, Katrín, Hjálmfríð-
ur, Kristín og aðrir ástvinir,
missir ykkar er mikill og hugur
okkar er hjá ykkur.
Páll Gíslason.
Ásmundur
Einarsson
✝
Ólöf Ragna
Pétursdóttir
fæddist 20. ágúst
1940 í Látravík í
Eyrarsveit. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Fellaskjóli í
Grundarfirði 26.
júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jódís
Kristín Björns-
dóttir, f. í Látravík 24. júlí
1906, d. 9. desember 1974, og
Jóhann Pétur Konráðsson, f. á
Hallbjarnareyri 3. apríl 1909,
d. 14. apríl 2000. Systkini
Ólafar eru Bára Bergmann, f.
1935, Elsa Fanney, f. 1937,
og eiga þau fjögur börn og 10
barnabörn. 3) Jóhann, f. 1965,
giftur Ólöfu Ingibjörgu Hall-
bergsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn og níu barnabörn. 4)
Eyþór, f. 1967, giftur Elínrós
Margréti Jónsdóttur og eiga
þau þrjú börn og þrjú barna-
börn. 5) Gaukur, f. 1974, gift-
ur Bergdísi Rósantsdóttur og
eiga þau þrjá syni.
Ólöf gekk í skóla í sinni
heimabyggð og var hún í eitt
ár í húsmæðraskólanum á
Blönduósi.
Hún bjó alla sína tíð í
Grundarfirði og var heima-
vinnandi fyrstu búskaparárin
en síðar starfaði hún bæði í
fiskvinnslu og við versl-
unarstörf. Ólöf var mikil
hannyrðakona þar sem hún
saumaði og prjónaði mikið
fyrir fólk.
Útförin fer fram frá Grund-
arfjarðarkirkju í dag, 12.
ágúst 2022, klukkan 14.
Birna Ragnheiður,
f. 1947, og Pétur
Guðráð, f. 1951.
Ólöf Ragna gift-
ist Garðari Gunn-
arssyni skipstjóra
frá Eiði í Eyr-
arsveit, f. 17. júlí
1932, d. 21. sept-
ember 2000, hinn
26. nóvember 1960
og hófu þau bú-
skap á Grund-
argötu 47 í Grundarfirði.
Börn Ólafar og Garðars
eru: 1) Hafsteinn, f. 1960, gift-
ur Guðbjörgu Jenný Ríkarðs-
dóttur og eiga þau tvo syni og
sjö barnabörn. 2) Jódís, f.
1964, gift Guðna Ásgeirssyni
Nú er komið að kveðjustund,
Ólöf tengdamamma hefur verið
í mínu lífi síðan ég var 17 ára
unglingur og verið mér sem
önnur móðir. Hún var hús-
mæðraskólagengin og lumaði á
mörgum góðum ráðum fyrir
unga konu sem var að byrja bú-
skap og barnauppeldi.
Það var oft mikið hlegið þeg-
ar hún sagði sögur frá æsku
sinni og samferðafólki. Glað-
værð einkenndi hana. En skap-
laus var hún ekki.
Allt lék í höndunum á henni,
bakstur, saumaskapur, prjónaði
hún bæði á sitt fólk og eftir
pöntunum og reyndar saumaði
hún marga flíkina og síðkjóla
fyrir þorrablótin og skemmtanir
hér áður fyrr. Og auðvitað á
krakkaskarann sinn, fjóra
stráka og eina stelpu, sem voru
dugleg að leika út um allan bæ,
eins og barna er siður. Þau
komu svo misdrullug heim. En
hún kannaðist ekki við það að
börnin hennar hefðu verið
óþekk, þótt sögur eiginmanns
míns og annarra segðu annað.
Svolítið í ætt við Emil í Katt-
holti, allavega hans prakkara-
strik.
Sem sjómannskona var heim-
ilishaldið og barnauppeldið
mest á hennar herðum, eins og
tíðkaðist á þeim árum. En
tengdapabbi, Garðar Gunnars-
son, var á undan sinni samtíð.
Þegar hann átti frítíma tók
hann svo sannarlega til hend-
inni heima við. Það er ekki
sjálfgefið að eiga svona gott
bakland eins og tengdaforeldrar
mínir voru okkur.
Strákarnir okkar áttu ömmu
og afa að þegar við foreldrarnir
vorum á einhverju flakki.
Síðustu 2-3 árin var hún horf-
in inn í sinn heim og þekkti
ekki fólkið sitt. Það er sárt og
við söknuðum þess að geta ekki
spjallað við hana og sagt henni
fréttir af ættingjum og vinum.
En hún brosti oftast fallega
brosinu sínu. Það breyttist ekki.
Starfsfólk Fellaskjóls hugsaði
vel um hana og leið henni vel
þar, og hafið hjartans þakkir,
kæra starfsfólk.
Hér áttu blómsveig bundinn af elsku,
blíðri þökk og blikandi tárum.
Hann fölnar ei en fagur geymist í
hjörtum
allra ástvina þinna.
(H.L.)
Jenný.
Þá er Ólöf amma farin í sum-
arlandið og hittir þar afa Gæa
eftir langa fjarveru. Eitt er víst,
að gleðin og brosið verður þar
við völd, sama brosið og gleðin
og hefur fylgt henni frá því ég
man eftir mér. Síðustu ár hafa
verið öðruvísi hjá ömmu, en í
þau fáu skipti sem ég kíkti á
Fellaskjól þá var hún alltaf með
brosið að vopni. Það er oft
skrýtið þetta líf, því sem gutti
var ég mikið hjá ömmu og afa á
Grundargötunni og áttum við
gott og fallegt samband. Við
unga fólkið lifum oft of hratt og
síðustu ár voru heimsóknirnar
of fáar og þykir mér það miður,
en þá er líka gott að hugga sig
við góðu minningarnar af
Grundargötunni og sjá fyrir sér
brosið hennar góða.
Elsku Ólöf amma, þú varst
gleðin ein uppmáluð.
Tryggvi.
Elsku Ólöf amma, þá er kom-
ið að minni hinstu kveðju til
þín. Hugurinn fer með mig til
baka á Grundargötu 64, húsið
sem þið afi Gæi byggðuð fyrir
ykkur og börnin ykkar fimm.
Sem smá polli man ég eftir ný-
bökuðum kleinum, vínarbrauð-
um með súkkulaði og Gauki
frænda, örverpinu ykkar, eld-
rauðum í framan af reiði yfir að
ég, handóða og ofvirka elsta
barnabarnið, hafi skemmt nýju
bílabrautina hans, rústað her-
berginu fyrir honum eða eitt-
hvað þaðan af verra. Eftir á að
hyggja held ég að mér hafi ekk-
ert leiðst að æsa hann frænda
minn aðeins upp og er þetta
ekkert verri vettvangur en hver
annar til að biðjast afsökunar á
því. Á unglingsárunum nýtti ég
mér það óspart að eiga ömmu
sem var annáluð sauma- og
prjónakona og kom ég ófáar
ferðir með rifnar buxur, peysur
og ullarsokka sem þurfti að
stoppa í. Þó svo að heilu bunk-
arnir af lörfum frá fólki úti í bæ
biðu viðgerðar var amma alltaf
boðin og búin að redda þessu
fyrir mig, enda ekki viljað að
barnabarn sitt væri eins og
flækingur til fara. Í einni heim-
sókninni náðir þú, mér til mik-
illar furðu, að kenna mér að
stoppa sjálfur í sokka.
Mér þykir mjög vænt um
hversu vel og náið dætur mínar,
þær Aldís og Lilja, náðu að
tengjast langömmu sinni, oftar
en ekki þegar þær komu til
Grundó fékk amma að passa
þær dagstund og var þá gjarn-
an farið í þinn uppáhaldsleik,
boccia. Ég á ekkert nema góðar
og gleðilegar minningar um
glaða, hressa og duglega konu
sem var mín amma Ólöf.
Hvíldu í friði elsku amma og
knúsaðu afa frá mér.
Garðar
Hafsteinsson.
Ólöf Ragna
Pétursdóttir