Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 20

Morgunblaðið - 12.08.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 ✝ Gísli Arnór Víkingsson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1956. Hann varð bráðkvaddur í fjölskylduferð á Ítalíu 19. júlí 2022. Foreldrar Gísla voru Víkingur Heiðar Arnórsson, yfirlæknir og pró- fessor, f. 1924, d. 2007, og Stefanía Gísladóttir, cand. phil. og að- stoðariðjuþjálfi, f. 1926, d. 2004. Systkini Gísla: Kristján, f. 1949, d. 1982, Viðar, f. 1951, Svana, f. 1955, Þóra, f. 1958, d. 2021, Arn- ór, f. 1959, Ragnheiður, f. 1962, og Þórhallur, f. 1968. Eiginkona Gísla var Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi, borgarfulltrúi og alþingiskona, f. 19. október 1950, d. 2019. Börn Gísla og Guðrúnar: 1) Ög- mundur Viðar Rúnarsson, sér- fræðingur í þróunardeild Alvo- Ögmundsdóttur 1979 og varð fósturfaðir Ögmundar Viðars. Að loknu námi í Danmörku réðst Gísli til starfa við hval- rannsóknir hjá Hafrannsókna- stofnun, fyrst sem sérfræðingur 1986, en frá 1998 til æviloka stýrði hann hvalrannsóknadeild stofnunarinnar. Gísli var afar virkur í alþjóðlegu samstarfi, fulltrúi Íslands í vísindanefnd Norður-Atlantshafs-sjávar- spendýraráðsins (NAMMCO) frá 1993 og formaður nefndarinnar árin 2001-2003. Hann var jafn- framt fulltrúi Íslands í vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um áratuga skeið og um árabil aðalráðgjafi stjórnvalda um ástand hvalastofnanna. Gísli var afkastamikill höfundur greina um hvalrannsóknir í er- lendum vísindaritum og með- höfundur að heildstæðu bók- verki um íslensk spendýr. Árið 2016 hlaut Gísli doktorsgráðu í vistfræði hvala frá sjávar- líffræðideild Háskólans í Tromsø í Noregi. Útför Gísla Arnórs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 12. ágúst 2022, klukkan 13. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/5n6eaypu tech, f. 13. júní 1977, kvæntur Birnu Daníels- dóttur sjávarlíf- fræðingi, f. 13. júní 1981, og eiga þau þrjú börn: Úlf, f. 2004, Jörund, f. 2012, og Móeiði, f. 2017. 2) Ingibjörg Helga, starfsmaður Borgarholtsskóla, f. 9. apríl 1992, kærasti hennar er Jónas Ingi Björnsson, f. 1999. Gísli ólst upp í stórum systkinahópi í Hvassaleiti í Reykjavík. Gekk í Hlíðaskóla og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1975. Þá hóf hann nám í líffræði við Háskóla Íslands og lauk B.Sc.- prófi 1979. Gísli stundaði fram- haldsnám við Kaupmannahafn- arháskóla og lauk Cand. Sc.- prófi í atferlisvistfræði 1985. Gísli hóf sambúð með Guðrúnu Ég er svo þakklát fyrir allt sem pabbi og mamma gáfu mér. Þau og Ömmi eru það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég er svo glöð og þakklát fyrir að tilheyra þess- ari frábæru fjölskyldu. Gæti ekki beðið um betri. Það eru til óteljandi minningar um okkur pabba, eins og þegar ég var að fara í bíó og hann vissi al- veg hvað miðinn og popp og kók kostaði. Þá sagði hann alltaf 500 kjell. Svo lagði hann meira inn á mig en ég bjóst við. Ég man þegar ég var lítil stelpa, hvað mér fannst gaman að syngja á meðan hann tók upp vid- eó, og hvað hann var alltaf til í leik eða að fara út á róló. Ég gleymi þessum stundum ekki, því minningin er alltaf með mér. Ég man eftir því þegar pabbi spurði mig hvort ég væri til í hund í jólagjöf. Svarið var aug- ljóst. Þegar við sáum hann í fyrsta skipti vorum við bæði svo ánægð með hann. Svo kom að því nokkrum vikum seinna að sækja hann og ég held að pabbi hafi ver- ið spenntari en ég. Eftir það elsk- aði pabbi Ferró svo mikið og Ferró dýrkaði hann, enda er pabbi afi hans Ferró. Elsku pabbi, ég hef alltaf elsk- að þig og mun alltaf gera. Sakna þín óendanlega mikið. Ég veit að þú og mamma eruð hér og verðið það að eilífu. Elska ykkur svo. Ingibjörg Helga. Gísli bróðir minn. Er þörf á að lýsa í smáatriðum manngæsku hans, einstaklega jákvæðum og hlýjum huga, rósemd og hjálp- semi? Ég held ekki, allir sem kynntust Gísla fundu þessi áhrif. Ég get sagt fölskvalaust að heim- urinn væri miklu betri ef fleiri manneskjur hefðu skapgerð, inn- ræti og viljafestu Gísla. Hann var ekki hávær forystumaður, hafði takmarkaða þörf fyrir að láta ljós sitt skína en vann öll verk af kost- gæfni. Það mætti segja að hann hafi verið lifandi táknmynd hug- myndafræði Lao-Tse í Bókinni um veginn: „góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki“ og „vitur maður er jafnan fær um að lið- sinna félögum sínum og hann misvirðir engan. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla“. Gísli var góður bróðir. Þremur árum eldri en ég, leikfélagi í barnæsku og tryggur vinur á full- orðinsárum. Það var gott að alast upp með Gísla, aldrei nein vanda- mál í samskiptum okkar þótt hann hafi vissulega strítt mér stundum eins og bræðrum er tamt en alltaf góðlátlega. Hann var nærgætinn og það sló við- kvæmnisstrengur innra með hon- um sem ég held að hafi ýtt undir þá ríkulegu samkennd með náunganum sem einkenndi hann. Á unglingsárunum tóku við umbrotatímar, drengjakollurinn vék fyrir axlasíðu, þykku og hrokknu hári og hann sendi um- heiminum frekari skilaboð með því að mála herbergishurðina skær-appelsínugula. Gísli keypti hljómborð fyrir sumarhýruna og fyllti herbergið af þéttum hópi álíka „uppreisnargjarnra“ vina. Í gegnum lokaðar dyrnar á þessu 15 fermetra herbergi glumdi um allt húsið hávær rokktónlist þess tíma í bland við hljóma frá Gísla, og ef forvitinn yngri bróðir gægð- ist inn mátti stundum sjá 10-15 vini sitja þétt saman á rúminu, stólum eða þá bara á gólfinu. Eft- ir á að hyggja var umburðarlyndi foreldranna vegna þessarar heimilisröskunar ótrúlega mikið. Gísli fór ungur í píanótíma hjá Gunnari Sigurgeirssyni, eins og við flest systkinin, en eftir tveggja ára nám fannst honum komið nóg af fingraæfingum og nótnaspili. Með splunkunýtt hljómborð nokkrum árum síðar birtist hann endurfæddur og spil- aði af fingrum fram æ síðan, al- veg fram í andlátið. Tónlist varð honum lífsnauðsynleg næring. Á unglingsárunum átti hann stórt plötusafn og síðar átta rása seg- ulbandstæki sem var það lengsta sem hægt var að komast og þá fannst mér eins og stóri bróðir ætti upptökustúdíó. Ég man gjörla tilburði Gísla við nýja hljómborðið fyrstu dagana, hví- líkur ásetningur! Hann æfði upp- hafsstef lagsins „Smoke on the Water“ með Deep Purple; spilaði endurtekið fyrstu þrjár laglín- urnar með hægri hendi: Da da da … da da da da … da da da .,. da da. Á öðrum eða þriðja degi var hann búinn að finna viðeigandi hljóma með vinstri hendi. Í fram- haldi opnuðust flóðgáttir tóna og takts við píanóið, hið raunveru- lega tungumál hans. Hann var svo sannarlega ástríðupíanisti. Nú er Gísli horfinn af sjónar- sviðinu en nærvera hans er áfram furðu sterk í huga mér. Látleysi, jarðföst hlýja og einstök góðvild mun fylgja manni um ókomin ár og áfram móta framtíðina. Það var mitt lán að eiga Gísla að bróð- ur. Arnór Víkingsson. Mér finnst það svolítið skrýtið að ég man eiginlega ekkert eftir Gilla úr Hamrahlíðinni eða líf- fræðinni. Ég kynntist honum ekkert fyrr en við Þóra byrjuðum saman. En það tókst strax með okkur góður vinskapur. Gilli var hæglátur og oft með fremur al- varlegu yfirbragði en samt stutt í glettnina. Hann hafði til að bera einstakt næmi fyrir tilfinningum annarra og frábæra hæfileika til að greiða úr hnökrum í mannleg- um samskiptum þegar þess gerð- ist þörf. Umfram allt fannst mér hann rosalega góður gaur. Oft naut maður tónlistarhæfileika hans, t.d. þegar hann settist niður við píanóið og spilaði blús svo un- un var á að hlýða. Hann var einn- ig hjartað sem hélt saman fjöl- skyldubandinu sem spilaði við mörg tilefni í fjölskyldunni eins og stórafmæli, giftingar og ferm- ingar. Hann tók einnig þátt í margvíslegum tónlistarflutningi með öðrum vinum sínum. Síðustu misserin eftir fráfall makanna urðu tengsl okkar Gilla enn tíðari og nánari og áttum hvor í öðrum trúnaðarvin sem hægt var að ræða við viðkvæm- ustu málefni. Hann átti einstak- lega gott með að setja sig inn í mínar hugsanir og tilfinningar þannig að það þurfti ekki alltaf mörg orð til að koma meiningunni til skila. Mér dettur í hug smá saga frá því í okkar árlegu Veiðivatnaferð í sumar. Við vorum á leið á veiði- stað þar sem vegurinn var ein- breiður með háum köntum báð- um megin þannig að ef maður mætti bíl þurftu báðir að klöngr- ast með aðra hlið bílsins upp á kantinn. Við mættum auðvitað bíl en ég rétt missti af útskoti sem ég tók ekki eftir fyrr en ég var kom- inn fram hjá. Bílstjórinn í hinum bílnum var afar þungbúinn á svip- inn þegar við mættumst og greinilega hafði Gilli tekið eftir því og spurði þegar við vorum komnir framhjá: „Hvað lastu út úr svipnum?“ „Gat andskotans ratinn ekki farið í útskotið“ svar- aði ég. Gilli kinkaði kolli. Hann hafði greinilega lesið eitthvað svipað. Með skyndilegu og óvæntu frá- falli Gilla er farinn minn nánasti vinur sem ég á eftir að sakna mik- ið. Ég votta Ömma og Ingu og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð sem og öðrum ættingjum og vinum sem hafa orðið fyrir miklum missi. Bjarni Jónsson. ástand hálsinn herptur höfuðið tómt hendur fálma tal annars hugar augun hvarflandi maginn er súr og í honum hnútur á stærð við dökkhærðan mann (Ingunn Snædal) Ljóðið er úr bók frá Gilla og lýsir vel líðan okkar þessar vik- urnar. Fáein orð ná tæpast að lýsa vináttu sem spannaði hálfa öld. Stundum vorum við í sama skóla og sömu borg, oftar en ekki sitt í hverju landinu. Kaflaskipti urðu í lífi okkar, makar komu og fóru, börn uxu úr grasi en vinátta Gilla hélst óslitin öll þessi ár. Við hlökkuðum til endurfunda heima hjá Birnu í lok júlí, ekki síst Gilli sem virtist vera að ná sér á strik og sigrast á þeim áföllum sem dundu á honum síðustu árin. En þá kom reiðarslagið. Gilli varð bráðkvaddur. Við áttum ekki eft- ir að sjást aftur. Við vinirnir ákváðum samt sem áður að hitt- ast eins og ráðgert hafði verið. Við vorum döpur í bragði en það var ómetanleg huggun að eiga saman stund þar sem andi Gilla sveif yfir vötnunum. Og sólin rauf skýin og skein inn um gluggann. Blessuð sé minning góðs vinar. Birna Kristjáns- dóttir og Erla Sigurðardóttir. Ótímabært fráfall Gísla Arnórs Víkingssonar hvalasérfræðings mun skilja eftir sig skarð, sem verður vandfyllt. Minn kæri vinur var alltof snemma brott kallaður, en eftir hann liggur óvenjumikið ævi- starf, sem lifir vísindamanninn og verður sjóður að sækja í til fram- tíðar. Það var á vordögum 1985 að mér var falið að koma á legg nýrri rannsóknareiningu á Hafrann- sóknastofnun, sem rannsaka skyldi til hlítar stofnstærðir og veiðiþol nytjahvala á Íslandsmið- um og þátt þeirra í vistkerfinu – ekkert skyldi til sparað. Gísli var meðal þeirra fyrstu sem réðust til verkefnisins, þá ungur líffræð- ingur, er stundað hafði fram- haldsnám í atferli andfugla við Kaupmannahafnarháskóla. Það var mikill happafengur fyrir okk- ur sem að þessu störfuðum þegar Gísli kom til starfa, en vel tókst að byggja upp kjarna starfsfólks, sem fyrr en varði náði góðum ár- angri í rannsóknunum svo eftir var tekið. Gerðar voru m.a. víð- tækar talningar á hvölum um allt Norður-Atlantshaf, sem ekki áttu sinn líka, þróaðar voru nýjungar í erfðafræði hvala og brotið var blað í rannsóknum á orkubúskap hvala og þætti þeirra í vistkerf- inu. Rannsóknirnar sköpuðu grundvöll fyrir skynsamlega um- ræðu um sjálfbæra nýtingu hvala. Strax var ljóst að Gísli bjó yfir bestu eiginleikum vísindamanns til að takast á við þessi verkefni og með sinni góðu greind og hóg- værð tókst hann stöðugt á við vandasamari verkefni og varð mikilvægari markmiðum rann- sóknanna. Rúmum áratug síðar var Gísla falið að leiða starfið sem hann svo gerði til æviloka. Áfram þróuðust rannsóknirnar og leiddu af sér auknar uppgötvanir. Ekki síst voru það rannsóknir á þætti hvala í vistkerfinu og áhrif umhverfis á vöxt og fæðuvist- fræði hvalastofnanna, en árið 2016 varði Gísli doktorsritgerð um þetta efni við háskólann í Tromsö. Undirritaður átti því láni að fagna að vera ekki ein- vörðungu samstarfsfélagi Gísla til áratuga heldur átti ég hann líka að afar kærum og skemmti- legum vini, launfyndnum og tón- elskum. Hann var líka sérlega traustur samferðamaður og tryggur sínum vinum og þess naut ég í ríkum mæli, einnig utan starfsvettvangs og í okkar sam- eiginlegu tómstundum, þar sem við rákum ásamt öðrum skemmti- bátinn Blika í 15 ár er veitti okkur ómældar ánægjustundir. Gísla verður sárt saknað hér heima, en hans verður víða minnst erlendis fyrir framlag til hvalvísinda og fyrir að standa í stafni fyrir Íslands hönd. Gísla verður ekki síst minnst fyrir alla hans góðu kosti, einstök björt manneskja með ljúfa nærveru, hæversku og einbeitta fag- mennsku. Þessir eiginleikar gerðu honum m.a. kleift að starfa í umhverfi átaka um umhverfis- vernd og hóflega nýtingu auð- linda okkar Íslendinga. Það er mikill harmur að fráfalli Gísla aðeins rúmum tveimur ár- um eftir andlát Gunnu, hans góða lífsförunauts. Missirinn er þung- bærastur fjölskyldunni, sem hann unni mest af öllu. Við Helga sendum Ögmundi, Birnu og fjöl- skyldu, Ingibjörgu Helgu og systkinahópi Gísla innilegar sam- úðarkveðjur. Megi góðar vættir veita þeim styrk í sorginni. Jóhann Sig- urjónsson. Fallinn er frá kær vinur og vinnufélagi við hvalarannsóknir á Hafrannsóknastofnun til margra ára. Minningar um góðan dreng eru margar, frá skrifstofunni, nokkurra vikna hvalatalningum úti á rúmsjó, sýnatökum úr hvöl- um á sjó, hvalstöð eða úldnu hræi í fjöru, löngum fundarsetum og stundum milli stríða á fjarlægum slóðum. Gísli var þægilegur í viðkynn- ingu og náði á sinn hlýja og hóg- væra hátt að fanga athygli og vin- áttu flestra sem kynntust honum. Hvort sem það var meðal sam- starfsfólks á Hafró, sjómanna, vísindamanna eða stjórnsýslunn- ar. Við sem unnum náið með hon- um upplifðum einnig vinnusemi og fagmennsku í öllum verkefn- um sem hann kom að. Það var þó alltaf stutt í manninn, húmorinn og tónlistina. Gísli var ekki skaplaus þrátt fyrir rólegt yfirbragð. Hann fór hins vegar spart með það og forð- aðist rifrildi af nokkru tagi. Það sem einna helst gat reitt hann til reiði á vettvangi starfsins var undirferli og ef aðilar gerðust sekir um að handvelja vísindaleg rök sem studdu fyrirframgefna niðurstöðu. Þegar það kom í hlut Gísla að taka þátt í slíkri umræðu forðaðist hann að beita sömu brögðum. Þess í stað tók hann vandlega saman þau faglegu rök sem höfðu leitt til þeirrar niður- stöðu sem hann hafði átt þátt í að semja. Þessu urðum við sam- starfsfélagarnir oft vitni að þegar öll spjót beindust að hvalarann- sóknum sem hann stóð í forsvari fyrir. Einna minnisstæðastur er ársfundur vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Berlín 2003 sem hátt á annað hundrað vísindamanna víðs vegar að úr heiminum sóttu. Íslensk stjórn- völd höfðu tekið ákvörðun um rannsóknarverkefni sem fól m.a. í sér veiðar á hvölum til sýnatöku. Hlutverk íslensku nefndarinnar undir forystu Gísla var að kynna rannsóknaráætlunina á fundin- um. Þó nokkurrar tortryggni gætti gagnvart verkefninu og hin flókna pólitík sem jafnan ríkir í sjálfu ráðinu smitaðist til vísinda- nefndarinnar. Umræðan um áætlunina varð því vísindaleg en einnig óvægin og lituð pólitískum klækjum. Gísli hélt ró sinni í gegnum alla umræðuna og aldrei kom til greina að beita sömu að- ferðum. Dagarnir urðu því æði langir þar sem unnið var fram á nætur við að semja ný vinnuskjöl til dreifingar næsta dag. Þegar upp var staðið hafði íslenska áætlunin verið á dagskrá samtals í um 12 klukkustundir. Undir lok fundarins kom fjöldi fundar- manna til Gísla og hrósaði honum fyrir frammistöðuna, þar á meðal aðilar sem voru ósáttir við sjálft verkefnið. Gísli náði að rækta stóran vina- og frændgarð ásamt Guðrúnu eiginkonu sinni. Það var því alltaf ávísun á góða skemmtun þegar þau buðu til veislu, hvort sem það var lítið matarboð eða stórafmæli í Iðnó. Það er auðvelt að sjá Gunnu núna fyrir sér í Sumar- landinu með opinn faðminn að taka á móti Gilla sínum. Og nú er sko tilefni til veislu. Þar verður Gísli með úfna hárið sitt við pí- anóið og Gunna að skipuleggja allt hitt. Gunna væri þá vís með að hóa í Povl Dissing, sem kvaddi sama dag og Gísli, til að taka með þeim lagið um Nínu og kaffið. Ingibjörgu, Ögmundi og fjöl- skyldunni allri votta ég innilega samúð. Droplaug Ólafsdóttir. Það var í byrjun sumars árið 1970 að bankað var á hurðina í Hvassaleiti 71. Mamma fór til dyra og fyrir utan stóð úfinn hrokkinhærður strákur. „Ég heiti Gilli,“ sagði hann, „ég á heima í endahúsinu númer 75. Er strákurinn heima?“ „Hvaða strákur?“ spurði mamma. „Þessi með síða hárið sem var að flytja inn.“ Þá kallaði mamma á mig: „Það er strákur að spyrja eftir þér, einhver Gilli.“ Ég henti frá mér bókinni og þaut upp stigann. Þarna stóð hann. Luralegur með úfið krullað hár og glettnisglampa í augunum. „Hvað heitir þú?“ spurði strák- urinn. „É, ég,“ stamaði ég, „ég heiti Geiri.“ „Viltu koma út og kynnast strákunum í hverfinu?“ spurði Gilli. „Já, bíddu meðan ég klæði mig.“ Hann beið meðan ég setti á mig beltið og hnífinn. Þegar út var komið fórum við í kynning- arferð um hverfið. Gilli geislaði af öryggi og samtalið var áreynslu- laust, eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Hann kynnti mig ekki bara fyrir strákunum í hverfinu heldur líka tónlist sem var mörg- um flækjustigum ofar þeirri tón- list sem ég var vanur. Þetta var frábært sumar. Það var ekki lítils virði fyrir óöruggan innflytjanda að fá svona VIP-aðgang að strákaklíku hverfisins. Takk fyrir það Gísli og allt annað sem við upplifðum saman á unglingsárun- um og síðar. Þú átt ekki síður þakkir skildar fyrir hvalarann- sóknir þínar og tónlistarflutning. Ég sendi samúðarkveðju til að- standenda Gísla. Ásgeir R. Helgason. Nú er skarð fyrir skildi. Dauða mínum átti ég von á. Ekki þínum. Þú settir undir þig hausinn, sem annars var rétt skrúfaður á. Barðist í gegnum fráfall Gunnu, tvær sortir af krabbameini, frá- fall Jónsa og Þóru systur. Þú varst kominn í gegn. Framtíðin blasti við. Höfðum ýmislegt á prjónunum sem við hlökkuðum til að bralla saman. Þá varstu tekinn frá okkur. Á einu augabragði. Þú varst af þeirri gerð manna, sem okkur skortir sáran. Er öll- um þykir ósjálfrátt vænt um. Var það tilfinningagreindin? Þessi hárfíni, lágstemmdi, meinlausi og gáfulegi húmor? Tónlistarhæfi- leikarnir? Maður spyr sig. Held þó að hin rósama, nærgætna, óhrædda, forvitna og hlýja nær- vera þín hafi skipt mestu. Þú varst svo heilsteyptur. Með þér var ekki hægt að þykjast. Þú tókst tilverunni og öllu fólki eins. Fordómalaust. Af heilbrigðri for- vitni vísindamanns. Varst, um leið, meistari á mannlega sviðinu. Það löðuðust allir að þér vegna þessa. Þú varst jafnlyndastur manna. Þessi tvö skipti sem ég man eftir að þú reiddist voru rædd í vinahópnum eins og nátt- úruhamfarir. Þóttu mikil tíðindi. Þó meiddist enginn. Það eru for- réttindi að eignast vin sem er svo vel skaptur að mann langar til að verða betri maður með því að líkj- ast honum. Gilli sagði mér stundum sög- una af því þegar hann sá mig fyrst. Þá vorum við 12 ára í strætó. Ég var að koma frá ömmu með standlampa, sem mamma bað mig að kippa með inn í Hvassó. Ég var sumsé með standlampa í strætó, á támjóum gúmmístígvélum af mömmu, í innvíðum buxum þegar útvíðar voru málið, í apaskinnsjakka af stóra bróður og með skotthúfu. Semsagt lúði. Með láði. Held að hann hafi orðið nokkuð hissa á því hvað ég var „eðlilegur“ þegar hann síðan kynntist mér. Gísli Arnór Víkingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.