Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 Femarelle fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. “Ég byrjaði að nota Femarelle vegna þ skerti svefninn. Ég vildi finna náttúrule fann fljótt mun ámér , svitakófin hurfu taka femarelle eftir breytingaskeiðið o gera það áfram. Ég mæli með Femare y Stefanía Emma Ragnarsdóttir Unstoppable lle f rir allar konur. Femarelle Unstoppable er hannað fyrir konur sem eru komnar yfir breytingaskeiðið og vilja viðhalda kraftmiklum lífsstíl og vernda beinin þegar árin færast yfir. Innihald í Femarelle Unstoppable: • DT56a (efnasamband unnið úr sojabaunum) • B2-vítamín • Bíótín (B7-vítamín) • D3-vítamín • Kalk Elskaðu. Lifðu. Njóttu. Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, sagði í samtali við Dagmál Morgunblaðsins að eftirlitskröfur, sem ættu rætur að rekja til Evrópu, yllu því að æ fleiri handtök innan banka- kerfisins færu í að fylla út skýrslur og svara erindum frá eftirlitsstofnunum. Hún sagði bankann þurfa að senda frá sér að jafnaði tvær slíkar skýrslur á dag, alla virka daga árs- ins. Og hún benti á að þessu, eins og öllu regluverki og eftirliti, fylgdi kostnaður. Hann fellur vitaskuld til innan bankakerf- isins og – ef einhver les skýrslurnar – þá fellur hann líka til hjá ríkinu. - - - Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, hafði sömu sögu að segja við Markaðinn á Hring- braut. Hann sagði regluverk um starfsemi banka meira íþyngjandi hér en í nágrannalöndunum og að fjármálafyrirtæki hérlendis bæru þyngstu skatta í Evrópu. - - - Benedikt sagði evrópsku regl- urnar í einhverjum tilvikum hafa verið innleiddar hér með sér- stakri „Íslandsútfærslu sem er meira íþyngjandi.“ Hann sagðist telja að létta ætti á regluverkinu. - - - Getur verið að of langt sé gengið hér í eftirliti með fjármálafyr- irtækjum og skattlagningu? Sé of langt gengið eru það neytendur sem á endanum borga brúsann. - - - Enn er bent á séríslenska innleið- ingu EES-reglna. Er ekki kom- inn tími til að Alþingi og ríkisstjórn taki slíkar ábendingar alvarlega? Lilja Björk Einarsdóttir Séríslenskar ofurreglur? STAKSTEINAR Benedikt Gíslason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Í reglugerð- inni er Matvælastofnun falið að hafa reglubundið eftirlit með að farið sé að lögum um velferð dýra við hval- veiðar. Eftirlitið hefst samstundis. Sam- kvæmt upplýsingum frá matvæla- ráðuneytinu mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins samkvæmt fyrirliggjandi samstarfssamningi milli stofnananna tveggja. Fiskistofa mun m.a. sjá um eft- irlitsferðir við veiðar, myndbands- upptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra. Veiðieftirlitsmenn verða um borð í veiðiferðum og verður öllum gögnum komið til eftirlitsdýralækn- is í lok hverrar athugunar. Fiskistofa hefur einnig eftirlit með því að þau skilyrði sem fram koma í veiðileyfi varðandi veiðibún- að og veiðar séu uppfyllt. Í tilkynningu er haft eftir Svan- dísi að gögnin sem safnast muni geta skorið úr um það hvort fram- kvæmd hvalveiða sé lögum sam- kvæmt. Hvalur hf. hóf veiðar á langreyði í júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofnu í gær hafa hvalbátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, veitt 71 langreyði það sem af er. Reglubundið eftirlit með hvalveiðum - Ráðherra felur Matvælastofnun og Fiskistofu að sjá um eftirlitið Morgunblaðið/Eggert Hvalveiðar Langreyður á vinnslu- svæði Hvals hf. fyrr í sumar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt- ir utanríkisráðherra kynnti í gær til- lögu að verkefni um þjálfun í sprengjuleit og sprengjueyðingu í Úkraínu. Utanríkisráðherra kynnti þessa tillögu á ráðstefnu í Kaup- mannahöfn um stuðning við öryggi og varnir í Úkraínu. Fram kemur í frétt utanríkis- ráðherra um málið að Ísland standi ásamt hinum norrænu ríkjunum fyr- ir verkefninu og líklegt sé að fleiri muni taka þátt í því þegar fram í sækir. Tillaga Þórdísar Kolbrúnar felur „annars vegar í sér að veita úkra- ínskum sprengjusérfræðingum þjálf- un á þessu sviði og hins vegar að sjá þeim fyrir nauðsynlegum búnaði. Öll norrænu ríkin hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu sem er í samræmi við þarfir Úkraínu á þessu sviði,“ segir í frétt ráðuneytisins. Markmið ráðstefnunnar sem fram fór í gær var að styrkja samstarf og samráð um hvernig best megi styðja Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. Lögð er áhersla á viðbótarstuðning til lengri tíma litið, einkum framlög sem styðja við hernaðarlega getu úkraínsku þjóðarinnar til varnar inn- rás Rússa, fjárframlög, þjálfun her- manna og sprengjueyðingu. „Ég tel ákaflega mikilvægt að Ís- land haldi áfram að leita allra leiða til þess að styðja við úkraínsku þjóð- ina,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í viðræðum og undirbúningi verkefn- isins og kemur fram að sprengju- sérfræðingar á hennar vegum hafa á undanförnum árum sinnt verkefnum á vegum NATO á sviði þjálfunar sprengjusérfræðinga, m.a. í Írak og Jórdaníu. Volodimír Selenskí forseti Úkraínu ávarpaði ráðstefnuna í gær. Þjálfun í eyðingu sprengna í Úkraínu - Utanríkisráðherra kynnti tillögu á ráð- stefnu um öryggi AFP Samstarf Markmiðið var að styrkja samstarf um stuðning við Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.