Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 187. tölublað . 110. árgangur . VÍKINGAR GRÁT- LEGA NÁLÆGT Í PÓLLANDI HLJÓÐFÆRIN OG HAND- VERKIÐ Í FORGRUNNI ENDURVINNA HEYRÚLLUR Í GIRÐINGARSTAURA STRENGJAKVARTETTINN SPÚTTNIK 28 PURE NORTH 11EVRÓPUKEPPNI 26 Við sólarupprás sést hraunið hér skríða áfram í Meradölum, óþreytt eftir nóttina. Sjónarspil þetta var fangað á filmu með aðstoð dróna. Hraunflæði til norðurs í vel afmörkuðum rásum er ráðandi um þessar mundir. Samfara því hefur dregið niður í flóðinu í austanverðum Meradölum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók á dögunum ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgang að gosstöðvunum af öryggis- ástæðum. Hefur þessi ákvörðun hlotið gagnrýni fyrir það að skerða tækifæri þeirra til lærdóms og upplifunar. »4 Stórfenglegt sjónarspil náttúruaflanna býður góðan dag Ljósmynd/Roar Aagestad Skatturinn hefur afgreitt 10.679 um- sóknir um endurgreiðslu á virðis- aukaskatti vegna vinnu í tengslum við átakið Allir vinna það sem af er ári. Úrræðið rennur út um næstu mánaðamót. Þetta er mikil fækkun frá því í fyrra þegar ríflega 58 þús- und umsóknir voru afgreiddar. Um 1,8 milljarðar króna hafa verið endurgreiddir það sem af er ári en tæplega ellefu milljarðar voru greiddir út í fyrra. Mest hefur verið greitt út til einstaklinga vegna íbúð- arhúsnæðis. »2 Mikil fækk- un umsókna í Allir vinna Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Færri sækja nú um endurgreiðslu virðisaukaskatts. „McKinsey-skýrslan dregur upp mjög dramatíska mynd af stöðu vís- inda á Landspítalanum. Við höfum farið úr því að vera besta háskóla- sjúkrahúsið í vísindum samanborið við hinar Norðurlandaþjóðirnar í kringum 2002 yfir í það að fara al- gjörlega niður á botninn. Það er ein af grunnstoðunum í okkar starfi að stunda vísindi og rannsóknir og þegar tækifærin til þess eru hverf- andi er það mjög fælandi fyrir fólk,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldr- unarlæknir og formaður Lækna- félags Íslands, um mögulegar ástæður þess að rúmlega þriðjung- ur nýútskrifaðra íslenskra sérfræð- inga skilar sér ekki heim úr námi. Skortur á samningsvilja lýsandi Steinunn segir þá staðreynd að ekki hafi verið samið við sérfræð- inga á stofum ekki bæta ástandið. „Maður upplifir sig ekkert mjög velkominn í þetta umhverfi sem ný- útskrifaður læknir.“ Hún bendir líka á að þessi skortur á samnings- vilja hafi í reynd skilað sér í tvö- földu heilbrigðiskerfi, þar sem þeir efnameiri kaupa sér þjónustu sem hinir efnaminni hafa ekki efni á og nefnir sem dæmi langa biðlista í lið- skiptaaðgerðir og að ekki sé samið við Klíníkina. „Það er ekkert grín að bíða með svona verki, kannski árum saman, og mikil skerðing á lífsgæðum.“ Þriðjungur lækna snýr ekki heim - Stenst Ísland ekki samkeppnina við erlend sjúkrahús? Álag Mikið álag er á læknastéttinni og betur þarf að skilgreina hámarksálag. MStór hluti lækna … »6 „Mér finnst eins og það sé verið að fresta ákveðnum þroska hjá krökk- unum með því að fresta þessu sí og æ,“ segir Sævar Helgi Bragason, foreldri 19 mánaða drengs sem lofað var leikskólavist í haust. Útlit er nú fyrir að barnið fái ekki vist fyrr en í nóvember. „Það er skandall að það sé verið að setja foreldra í þessa stöðu. Þetta á bara að vera í lagi.“ Foreldrar barna sem ekki hafa fengið dagvistunarpláss, þrátt fyrir loforð um slíkt, mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun. »10 Morgunblaðið/Eggert Leikskóli Foreldrar mótmæltu ástandinu í Ráðhúsinu í gær. Félagsþroska ungbarna frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.