Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
✝
Guðjón Guðna-
son fæddist í
Háa-Rima í
Þykkvabæ 29.
október 1945.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Selfossi 1.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Guðni Sig-
urðsson frá Þúfu í
Landeyjum og Pál-
ína Kristín Jóns-
dóttir frá Unhól í Þykkvabæ.
Systkini Guðjóns eru Jóna
Katrín, Guðrún, Sigríður Fann-
ey og Sigurður, látinn.
Eiginkona Guðjóns var
Magnea Ingibjörg Gestsdóttir,
f. 3. maí 1947, d. 12. febrúar
2021.
Börn Guðjóns og Magneu
eru: 1) Gestur, eiginkona Þór-
hófu saman blandaðan búskap
árið 1964 í félagsbúi með for-
eldrum Guðjóns og bróður.
Seinna sneru þau sér alfarið að
kartöflurækt sem varð þeirra
ævistarf. Fyrstu árin vann
hann ýmis störf með búskapn-
um, meðal annars á vertíðum í
Þorlákshöfn og á ýtu og gröfu
fyrir Búnaðarfélag Djúpár-
hrepps. Einnig vann hann í 36
ár í sláturtíð í sláturhúsi
Þykkvabæjar, lengst af sem
kjötmatsmaður. Hann vann
mikið við smíðar í sinni sveit
og var ætíð tilbúinn að aðstoða
sveitunga sína sem og aðra.
Guðjón sat í hreppsnefnd Djúp-
árhrepps í 12 ár. Hann kom að
stofnun kartöfluverksmiðj-
unnar í Þykkvabæ og sat lengi
í stjórn hennar. Hann var vin-
margur og virkur í félags-
störfum.
Útför Guðjóns fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag, 12.
ágúst 2022, klukkan 14.
unn Ósk Sigbjörns-
dóttir. Börn þeirra
eru Selma Rut,
Rannveig og Gylfi.
Sonur Gests er
Hrannar Máni. 2)
Pálína Kristín. 3)
Berglind Ester,
eiginmaður Marcus
Pettersson, synir
þeirra eru Stefán
og Róbert. 4)
Guðni Þór, eig-
inkona Lilja Guðnadóttir, börn
þeirra eru Guðjón Logi, Guð-
rún og Gísli. Langafabörnin
eru sex.
Guðjón ólst upp í Háa-Rima
við almenn sveitastörf og var
það heimili hans alla tíð. Hann
gekk í barnaskóla Djúpár-
hrepps og lauk þar hefðbund-
inni skólagöngu. Þau Magnea
Pabbi fæddist í Háa-Rima og
bjó þar alla tíð. Hann undi hag
sínum vel í heimahögum við
sveitastörfin og var manna dug-
legastur, aldrei féll honum verk
úr hendi og vinnudagurinn var oft
mjög langur. Það lék allt í hönd-
um hans, hvort sem það voru
smíðar með tré og járn eða við-
gerðir á vélum. Hann var víðles-
inn og fróður um menn og málefni
og lá aldrei á skoðunum sínum.
Hann var hlýr og ráðagóður
pabbi, var vinur vina sinna og
stoltur af öllum afkomendum sín-
um. Pabbi hafði gaman af að
leggja bæði þrautir og gátur fyrir
barnabörnin og spilið mylla var
oft lagt á eldhúsborðið þar sem
nokkur spil voru tekin. Hann var
léttlyndur og stutt í húmorinn og
hann sá oft spaugilegar hliðar lífs-
ins. Hann kunni ótalmörg ljóð og
kvæði og hafði gaman af að varpa
þeim fram á góðri stundu.
Haustið 2019 fékk pabbi okkar
stórt og erfitt verkefni þegar
hann greindist með bráðahvít-
blæði. Hann tókst á við þann vá-
gest með miklu æðruleysi og
dugnaði, var ætíð jákvæður í bar-
áttunni. Hann vann þá orrustu en
náði aldrei fyrri styrk. Pabbi fékk
eitt og hálft ár við ágæta heilsu
þar til meinið tók sig upp aftur í
vor og ekkert varð við ráðið.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Elsku pabbi, minning þín lifir
og hjartans þökk fyrir allt.
Sofðu rótt.
Gestur, Pálína
Kristín, Berglind
Ester og Guðni Þór.
Elsku afi, það er svo sárt að
kveðja þig. Eftir standa allar
minningarnar sem við eigum.
Við vorum öll svo heppin að fá
að vera í Háa-Rima hjá ykkur
ömmu brot úr sumri þegar við ól-
umst upp. Það var alltaf stutt í
hláturinn hjá þér sem var svo
innilegur. Þú hafðir mikið dálæti
á alls konar gátum og lagðir þær
gjarnan fyrir okkur þegar við
komum í heimsókn. Þú hafðir líka
gaman af góðlátlegu gríni og
minnumst við þess sérstaklega
þegar þú ákvaðst að halda með
KR því þeir voru einir helstu and-
stæðingar okkar liðs í fótboltan-
um, Fylkis, á þeim tíma. Það gekk
svo langt að þú keyptir þér KR-
bolla og þegar þú varst að mála
hlöðuna fór fyrsta umferðin í að
mála stafina KR með risastórum
stöfum yfir allt hlöðuþakið.
Þú varst svo fróður og okkur
fannst eins og þú hlytir að vita
allt. Þú hafðir alla tíð á hreinu
hvað við systkinin vorum að að-
hafast hverju sinni, hvort sem það
voru áhugamál, skóli eða vinna,
og sýndir því alltaf einlægan
áhuga. Þú varst góður sögumaður
og nutum við þess að hlusta á þig
segja okkur frá ýmsu sem þú
hafðir upplifað og hafði átt sér
stað í sveitinni. Þú kunnir svo
mikið á alls konar vélar og eydd-
um við ófáum klukkutímum sitj-
andi með þér í traktor. Þú kennd-
ir okkur til alls konar verka í
sveitinni, hvort sem það sneri að
vélum, dýrum og auðvitað kart-
öflurækt. Skemmtilegasti tími
ársins þótti þér kartöfluupptekt á
haustin og þá var alltaf jafn gam-
an að koma og hjálpa til og njóta
samverunnar þrátt fyrir að vinnu-
dagarnir væru oft langir. Þú
veigraðir þér aldrei við löngum
dögum og erfiðri vinnu og þótti
þér best að leggjast á koddann
þreyttur eftir afkastamikinn
vinnudag.
Hvíldu í friði elsku afi.
Selma Rut,
Rannveig og Gylfi.
Hann var úr Vestur-Landeyj-
um og Þykkvabæ, Rangárþingi
að langfeðratali. Ól allan sinn ald-
ur í Háarima í Þykkvabæ. Þaðan
að sjá er fjallahringur víðastur á
Íslandi. Barnæska Guðjóns mót-
aðist af því að kartöflurækt varð
aðalbúgrein í sveitinni.
Þykkvibær er frá fornu fari
umflotinn vötnum og búskapur
þar erfiður. Var þá mikið heyjað í
hinni votu og fengsælu Safamýri.
Tíma tók að fara með hesta þang-
að til heyskapar og hafðist fólkið
því við þar í tjöldum meðan það
heyjaði. Nesta varð sig vel í slíka
útilegu með nægum mat og
heimalöguðu góðgæti, svo sem
soðkökum og hrossaskræðum. Í
mýrinni þurfti víða að flytja heyið
á þurrkvelli er upp úr stóðu.
Að frumkvæði Friðriks Frið-
riksson kaupmanns í Miðkoti
hófst nýtt tímabil í Þykkvabæn-
um 1937. Kom hann að máli við
nokkra bændur, m.a. Ólaf í Vest-
urholtum og Jón í Nýjabæ, og bað
þá hefja kartöflurækt til sölu á
markaði í Reykjavík. Voru þá í
fyrsta sinn plægðir í Þykkvabæ
stærri garðar til ræktunar kart-
aflna. Verkfærin voru hesta-
plógar, gafflar og rekur. Áður en
langt um leið komu svo traktorar
sem drógu vélar er veltu við kart-
öfluhryggjunum. Varð fólkið þá
að ganga á eftir, bogra og tína
kartöflurnar í fötur. Erfið vinna
var það sem ég kynntist haustið
1961 í Ystakoti í Vestur-Landeyj-
um.
Bylting verður í ræktuninni
1958 er ný upptökuvél af gerðinni
Amason kemur í Þykkvabæ. Nú
komu kartöflurnar á færibandi
upp á vélina. Fólkið stóð við færi-
bandið og tíndi burt kartöflu-
mæður og moldarköggla. Við
enda bandsins runnu kartöflurn-
ar svo í strigapoka (ca 50 kg).
Starfaði ég við þetta þar á haustin
í nær 30 ár. Var þá oft líf og fjör.
Við mína fyrstu komu í
Þykkvabæ 1970 voru flest bú þar
með sauðfjárrækt og sumir með
kýr. Nokkru síðar kemur ný upp-
tökuvél af gerðinni Grimm og
varð þá kartöflurækt fljótlega
ráðandi búgrein í sveitinni. Um
1985 var farið að setja gálga á
Grimmvélarnar. Kartöflurnar
runnu nú í 500 kg plastsekki sem
hægt var að hífa yfir á vörubíls-
pall.
Æviskeið Guðjóns spannar alla
þessa þróun kartöfluræktarinnar.
Ýmis vandamál varð að leysa með
nýjum vélum og tækjum, en hann
var einstaklega laginn og útsjón-
arsamur við að finna lausnir. Er
Guðjón gott dæmi um íslenska
bóndann sem gat gert flesta hluti
sjálfur. Gæfumaður var hann í
sínu lífi, fékk góða konu sér við
hlið og eignuðust þau fjögur börn.
Bóndinn í Háarima hefur nú
skilað sínu drjúga dagsverki.
Hann plægði akur sinn vel og
sáði. Uppskera hans verður því
vafalaust góð í næsta lífi. Ég
sakna Guðjóns og sagna hans.
Engan mann hef ég hitt eins fróð-
an um sögu kartöfluræktarinnar.
Vonast ég til endurfunda er ferju-
maðurinn kemur að vitja mín. Þá
verður gaman að hitta góðan vin á
ný og aðstoða hann í uppsker-
unni.
Börnum Guðjóns, systrum og
öðrum aðstandendum votta ég
innilega samúð.
Helgi Theódór
Hauksson,
Haugasundi.
Kynni okkar Guðjóns hófust
1973 þegar ég bjó um skeið í
Þykkvabænum ásamt fjölskyldu
minni. Árið 1974 gekk ég til liðs
við Lionsklúbbinn Skyggni, en
þar var Guðjón stofnfélagi ef ég
man rétt. Klúbburinn brallaði
margt á þeim árum og allar götur
síðan. Guðjón var einn af ötulustu
meðlimum Skyggnis og gegndi
öllum trúnaðarstörfum innan
klúbbsins, m.a. var hann formað-
ur um tíma, ákaflega virkur í
Lionshreyfingunni lengst af.
Seinna þegar ég gerðist slátur-
hússtjóri í Þykkvabæ var hann
mín hægri hönd um árabil. Hann
var öllum hnútum kunnugur í
sláturbransanum og var með ráð
undir rifi hverju þegar kom að því
að leysa vandamál sem ósjaldan
komu upp. Hann var líka hrókur
alls fagnaðar og óspar á að halda
uppi góðum húmor á vinnustaðn-
um. Ég minnist m.a. nokkurra
ferða fram á fjörur að vinnudegi
loknum þar sem þekking Guðjóns
á aðstæðum og sögu svæðisins
heillaði okkur hin sem þekktum
minna til. Þá fylgdu gjarnan
skop- og skemmtisögur af mönn-
um og málefnum frá fyrri tíð.
Okkar samskipti minnkuðu tals-
vert seinni árin eftir að Guðjón
greindist með alvarlegan sjúk-
dóm. En ég vil þakka honum sam-
fylgdina og sendi öllum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Óli Már Aronsson.
Guðjón Guðnason
✝
Ásta Kröyer
fæddist í
Reykjavík 17. des-
ember 1946. Hún
lést 16. júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Díana
Karlsdóttir
Kröyer, f. 26.11.
1916, d. 27.11.
1997, og Sigfús
Kröyer, f. 3.8.
1908, d. 28.9. 1974.
Systkini Ástu eru Guðný
dóttur, f. 1977, dóttir þeirra
Ásta Rún, f. 1996, unnusti
hennar Joshua Graham, f.
1995. 2) Erlendur, f. 1980,
kvæntur Sunnevu Svav-
arsdóttur, f. 1991, börn þeirra
a) Jón Ingi, f. 2012, b) Svavar,
f. 2015, c) Hrafnhildur Fjóla, f.
2018.
Ásta var alin upp í Laug-
arnesinu og Hlíðunum og gekk
í Laugarnesskóla. Ásta fór í
skátana og var fyrst ljósálfur
og síðan skáti. Eftir skóla-
göngu fór hún að vinna og
kom víða við, svo sem í fiski,
mjólkurbúð og Liverpool. Ásta
vann á skrifstofu Happdrættis
Háskóla Íslands á árunum 1964
til 1977. Einnig starfaði hún
sem sætavísa í Þjóðleikhúsinu
frá 1964 til 1972. Eftir það
starfaði hún sem dagmóðir í
tæp 30 ár.
Ásta og Höskuldur voru
bæði liðtæk í skátahreyfing-
unni á sínum yngri árum. Þau
áttu alla tíð sumarbústaði sem
hafa verið þeirra sameiginlega
áhugamál. Fyrst voru þau með
sumarhús við Elliðavatn og eft-
ir að byggð kom þar reistu þau
sér nýjan bústað í Borgarfirði.
Útförin fer fram frá Guðríð-
arkirkju í Grafarholti í dag, 12.
ágúst 2022, klukkan 13.
Kröyer, f. 15.9.
1935, Elín Guðlaug
Kröyer, f. 7.4.
1937, og Þorvaldur
Kröyer, f. 7.1.
1957.
Ásta giftist 6.7.
1968 Höskuldi Er-
lendssyni, f. 6.7.
1943, d. 17.6. 2021.
Synir Ástu og
Höskuldar eru: 1)
Hilmar, f. 1976,
kvæntur Ástrós Guðlaugs-
Í dag kveð ég yndislega tengda-
móður mína Ástu Kröyer. Þegar
ég kynntist henni var mér strax
tekið opnum örmum með hennar
blíða og ljúfa viðmóti. Ekki
skemmdi fyrir að mér fylgdi dóttir
sem vildi svo til að ber sama nafn
og hún og eignaðist hún þar með
nöfnu. Þar sem þau hjónin áttu
bara drengi var hún alsæl með að
eignast tengdadóttur sem hafði
svipuð áhugamál. Með okkur Ástu
tókst mjög mikil vinátta og ein-
kenndist samband okkar miklu
meira af vináttu en nokkurn tím-
ann að ég væri tengdadóttir.
Þegar ég gekk í gegnum mikil
veikindi þá var hún einn af klett-
unum í lífi mínu og var alveg sama
hvers konar aðstoð ég þurfti, alltaf
var hún til staðar fyrir mig. Skipti
engu hvort það fólst í því að vera
mér til samlætis á daginn eða fara
með mér í göngutúra. Ásta var
mjög mikil handverkskona og
voru ófá samtölin sem við áttum
um hannyrðir og ýmsa handa-
vinnu og gat ég ávallt leitað til
hennar um ráðleggingar og kem
ég til með að búa alla tíð að þeirri
vitneskju sem hún deildi með mér.
Það var magnað að fylgjast með
henni taka upp munstur í ýmissi
handavinnu, skipti engu hvort það
var prjón, hekl eða útsaumur.
Eins þegar ég fór út í að forrækta
grænmeti þá var hún uppfull af
visku um hvernig best væri að
standa að því. Ekki stóð svo á því
að setja gróðurkassa í sumarbú-
staðinn sem þau hjónin sáu um að
hlúa að fyrir mig yfir sumarið þess
á milli sem ég kom sjálf til þess.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
við Hilmar fórum til þeirra Ástu
og Höskuldar í sumarbústaðinn
og var mikið brallað, hlegið og
spjallað í þeim ferðum. Eigum við
fullt af góðum minningum frá
þeim samverustundum. Á kveðju-
stundu er margs að minnast og er
mér efst í huga þakklæti fyrir að
hafa kynnst Ástu og fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Ég
ylja mér og hugga með öllum þeim
góðu minningum sem við náðum
að skapa saman og eru þær ófáar.
Hvíldu í friði mín kæra vinkona og
tengdamamma.
Ástrós
Guðlaugsdóttir.
Það var ekki langt á milli þeirra
hjóna Ástu og Höskuldar, rúmt ár,
enda samrýnd með eindæmum; ef
annað var nefnt var talað um þau
sem eitt. Veikindi einkenndu líf
þeirra sl. ár og hafa þau sjálfsagt
orðið hvíldinni fegin.
Mínar fyrstu minningar af
frænku er þegar hún var sætavísa
í Þjóðleikhúsinu, ég fékk að koma
á allar barnasýningar til hennar.
Seinna fór hún að vinna á skrif-
stofu HHÍ hjá Palla H. og þar var
oft litið inn ef skroppið var í bæ-
inn. Ásta var dagmamma til fjölda
ára og eru þau mörg börnin sem
dvöldu í Hofgörðum hjá henni.
Þegar horft er til fyrri tíðar
kemur sumarbústaðurinn sterkt
fram í hugann. Þar undu þau sér
vel í öllum sínum frítíma enda
stutt að fara, hann stóð við Elliða-
vatn. Þau hjónin endurbyggðu
gamla bústaðinn sem Ásta og Er-
lendur foreldrar Höskuldar áttu
og var það listavel gert.
Seinna meir þurftu þau að láta
bústaðinn vegna skipulagsbreyt-
inga á svæðinu, ég veit að það var
sárt fyrir þau. En þau héldu
ótrauð áfram og komu sér upp bú-
stað í Fossatúni í Borgarfirði og
undu sér vel þar meðan heilsan
leyfði.
Við stórfjölskyldan, mamma
mín (Elín) og börn hennar og
Kristins, vorum stödd í Fossatúni
í lok júlí og héldum þar minning-
arstund um Ástu frænku. Í huga
okkar flestra komu upp hand-
saumuðu jólakortin og fallegu
skírnarstrengirnir sem börnin
okkar fengu, mínir hanga við rúm
mitt og börnin orðin 35 og 27 ára.
Ásta frænka var myndarleg
húsmóðir, mikil handavinnukona
og skipulögð í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur.
Þau hjónin komu mér til að
kaupa mína fyrstu íbúð, á þeim
tíma bjó ég í Vesturbænum og kom
mikið til þeirra. Þau voru með íbúð
sem Kjartan heitinn bróðir Hösk-
uldar hafði átt en hann lést er
Sandey 11 hvolfdi við Engey. Þessi
íbúð var í skrítnum hlutföllum fyrir
unga stúlku; 28 fm íbúð og 40 fm
bílskúr, en þarna undi ég mér vel.
Afkomendur ömmu og afa í
Stigahlíðinni hittust í maí sl. Mikið
var gaman að Ásta kom og átti með
okkur notalega stund, og tekin var
mynd af þeim systkinum saman
sem gott er að ylja sér við, og fjöl-
skyldumyndir teknar af henni og
fjölskyldu hennar.
Ég heyrði í frænku í lok júní til
að bjóða henni í 60 ára afmælið
mitt, hún var hissa á að litla frænka
væri orðin svona gömul. Því miður
treysti hún sér ekki enda orðin
meira veik en ég gerði mér grein
fyrir.
Elsku frænka, nú hefur verið
höggvið stórt skarð hjá strákunum
ykkar Höskuldar, Hilmari og Ella,
tengdadætrum og barnabörnum.
Mamma og pabbi farin í sumar-
landið.
Ég vona að ég og annað frænd-
fólk verðum dugleg að styðja við
börnin ykkar Höskuldar. Guð
geymi þig elsku frænka.
Þín systurdóttir,
Lára.
Núna hrannast upp góðu
minningarnar um Ástu og þá sér-
staklega frá því ég var barn.
Man svo vel þegar hún og
Höskuldur voru að kynnast og
hvað þau voru ástfangin hvort af
öðru og hvað amma og afi voru
ánægð með nýja tengdasoninn.
Og Ásta, þessi fyrirmyndar-
húsmóðir sem allt var svo hreint
hjá og allt í röð og reglu. Hún
fékk mig einu sinni fyrir jól til að
taka allt baðherbergið í gegn og
ég endurraðaði handklæðum þar
í skápnum; mín röðun hafði henni
aldrei dottið í hug og hún gaf mér
stórt hrós fyrir það og gerði eins
eftir það. Mér þótti voða vænt um
að fá svona stórt hrós frá henni
því allt var til fyrirmyndar á
hennar heimili og matar- og
kaffiboðin hjá henni slógu oft út
boðin hjá ömmu í Stigahlíð.
Eins man ég vel gleðina þegar
hún átti loksins von á barni og
Hilmar fæddist og aftur þegar
Erlendur kom því Ásta frænka
mín var mikil barnakerling og
elskaði að vera með börn í kring-
um sig.
Já það er margs að minnast
frá því í „denn“ þegar samgang-
urinn var svo mikill á milli okkar
sem eldri erum núna.
Núna er góð frænka gengin og
elsku Ásta mín takk fyrir allar
góðu minningarnar sem ég á um
þig.
Guð geymi þig.
Samúðarkveðja til strákanna
þinna og fjölskyldu.
Þín systurdóttir,
Díana.
Ásta vinkona mín er fallin frá
eftir langt og erfitt veikindastríð.
Ástu kynntist ég þegar við Jó-
hannes rugluðum saman reytum
okkar, hún var gift Höskuldi Er-
lendssyni, æskuvini Jóhannesar
úr Skjólunum.
Aðal Ástu var snyrtimennska
og fegurð, heimili hennar bar því
vitni. Alltaf var gott að setjast í
eldhúskrókinn og ræða málin.
Gjarnan fóru þeir vinirnir aftur í
Skjólin í huganum og rifjuðu upp
gömul bellibrek. Þau hjón voru
ævinlega samhent og það ríkti
verkaskipting á heimilinu. Ásta sá
um allt innanstokks og hún þreif
bílinn, sem bar af öðrum bílum í
götunni. Höskuldur var í bílskúrn-
um eftir vinnu og gerði þar meist-
aralega upp gömul húsgögn. Oftar
en ekki rétti Ásta honum hjálp-
arhönd við smíðavinnuna. Hún var
ansi glögg á tegundir og með-
höndlun á hinum ýmsu viðum.
Ásta var mikil hannyrðakona,
hóf að „bródera“ jólakort í febrúar
sem skyldu send fjölmennum hópi
vina og vandamanna á komandi
jólum. Prjón vafðist ekki fyrir
henni frekar en fatasaumur. Í eld-
húsinu bjó hún til ýmsa veislurétti
og ef atburðir voru í vændum hjá
vinum var hún meira en fús til að
leggjast á eitt með undirbúning.
Brauðterturnar hennar Ásta voru
auðþekktar fyrir gæði og útlit.
Unaðsreitur þeirra Ástu og
Höskuldar var sumarbústaðurinn
við Elliðavatn, Birkihlíð. Þar undu
þau löngum við hefðbundin störf.
Að koma þar var sem að ganga inn
í ævintýraland. Þegar þau misstu
landið við Elliðavatn fluttu þau sig
í Borgarfjörðinn og reistu nýjan
bústað í landi Fossatúns. Ekki var
síðra að koma til þeirra þar.
Nú er Ásta farin til stefnumóts
við eiginmann sinn en Höskuldur
lést 17. júní 2021. Stórt skarð er
höggvið í vinahópinn en minning
um góða vini lifir.
Við Jóhannes sendum sonum
Ástu, Hilmari og Erlendi, og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur svo og systkinum
Ástu.
Anna
Hallgrímsdóttir.
Ásta Kröyer