Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Þemað á tónleikunum er að gera fólk meðvitaðra um ferlið frá hljómi til tónlistar,“ segir Hlíf Bente Sigur- jónsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar, sem haldnir voru vikulega alla þriðjudaga í sum- ar. Lokatónleikar sumarsins, sem bera yfirskriftina „Hugur, hönd og sál“, verða hins vegar ekki haldn- ir á þriðjudegi, eins og vanalega, heldur fara fram næsta sunnudag, 14. ágúst, kl. 20.30. Tónleikaröðin var ekki haldin síð- ustu tvö ár en hefur annars verið haldin árlega síðan sumarið 1989, að því er kemur fram á heimasíðu safns- ins, lso.is. Hlíf segist gleðjast yfir því að nú hafi verið mögulegt að endur- vekja tónleikaröðina og að þakklæti áhorfenda og flytjenda sé mikið. Á lokatónleikunum spilar Strengjakvartettinn Spúttnik en hann skipa Sigríður Bjarney Bald- vinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikarar, Vigdís Másdóttir víólu- leikari og Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari. Á efnisskránni verða verk eftir Alexander Borodin, Zoltán Kódaly og Söruh Fuller Flower Adams. Jón Marinó Jónsson smíðaði öll hljóðfærin sem Strengjakvartett- inn Spúttnik leikur á. Hann notaði til þess efni úr strandi seglskipsins Jamestown, sem fórst úti fyrir Höfn- um á Reykjanesi árið 1881, að því er fram kemur í tilkynningu. „Það er magnað að hlusta á fjögur hljóðfæri og vita að þessi fjögur hljóðfæri eru öll smíðuð úr sama strandinu frá 1881. Það gerist ekkert á hverjum degi að menn fái svona veislu.“ Að sögn hennar eru það hins vegar hljóðfærin og handverkið á bak við þau sem eru í forgrunni á tónleik- unum: „Tónleikarnir bera yfirskrift- ina „Hugur, hönd og sál“. Orðið sál hefur tvöfalda merkingu. Sálin er til- vitnun, annars vegar í skaparann eða hljóðfærasmiðinn, en líka lítið prik sem er inni í strengjahljóðfærinu. Það er mjög mikið atriði að sálin sé á réttum stað til að hljóðfæri hljómi. Ég held að fæstir hafi hugmynd um þá vinnu sem fer í það að láta hljóð- færin hljóma. Á tónleikum er fólk upptekið af því að hlusta á hljóðfæra- leikarana og auðvitað fer heilmikið handverk í það en ef flygillinn er ekki stilltur, þá held ég að menn myndu heldur ekki endast til þess að hlusta á Víking Heiðar.“ Þetta reddast ekki bara! Hlíf segir markmið tónleikanna vera að halda upp á handverkið og hylla handverkssmiðinn Jón Marinó. „Mig langar að miðla til þjóðarinnar hvað við erum rík að eiga tvo hljóð- færasmiði, þá Hans Jóhannsson og Jón Marinó Jónsson, og um leið gefa þjóðinni smá innsýn inn í starf þessara manna, því þeir láta ekkert mikið fyrir sér fara fremur en aðrir handverks- menn, þeir mæta bara og vinna.“ Að sögn Hlífar eru tónleikarnir einstakt tækifæri til þess að komast nálægt uppruna þessa hljóðfæra og hitta handverksmanninn Jón Marinó en hann verður með stutt erindi á tónleikunum þar sem hann fjallar um smíðina. Að sögn Hlífar hefur Jón Marinó ákveðið að hætta störfum og séu tón- leikarnir því líka ákall til þeirra sem halda um menningarbudduna. „Til þess að aðgengi sé að handverks- mönnum, þá þurfa menn líka að fjár- festa í þeim. Mig langar til að hvetja tónlistarskólastjóra landsins til að taka höndum saman og finna ein- hverja lausn við þessu. Við erum fámenn þjóð og þurfum því að leggja meira í vissa hluti en aðrar þjóðir. Það er ekki alltaf hægt að segja: „Þetta reddast!“. Það er eflaust lítið mál fyrir hljóðfæraleikara Sinfóníu- hljómsveitarinnar að skreppa til út- landa og fá viðgerð á hljóðfæri en við erum að tala um grasrótina. Við köll- um eftir því að hér sé þekking, áhugi og tenging við klassíska tónlist, því ef það vantar þá deyr hún endanlega.“ Slæm áhrif á tónlistarsenuna Spurð hvaða áhrif það hafi á tón- listarsenuna þegar Jón Marinó hætt- ir störfum segir Hlíf: „Aðgengi að ódýrum nemendahljóðfærum og þeirri þjónustu verður þá ekki fyrir hendi hérlendis. Ég hef t.d. talað við Andrés Helgason í Tónastöðinni, sem flytur inn nemendahljóðfæri. Hann er í hálfgerðu áfalli yfir því að Jón Marinó sé að hætta störfum. Jón Marinó hefur séð um að setja upp og stilla öll nemendahljóðfærin. Andrés treystir sér ekki til þess að flytja þau inn nema það sé einhver til þess að setja hljóðfærin upp hérlendis. Við komum því til með að þurfa að fara til útlanda til þess að útvega okkur hljóðfæri og þjónustuna í tengslum við þau. Síðan getur alltaf eitthvað gerst, maður getur hrasað með kassann og þá færist kannski eitthvað til. Það fer enginn hljóð- færaleikari sjálfur inn að færa sál- ina. Við leitum til hljóðfærasmiðsins og hann lagar hljóðfærið. Hins vegar er ekki hægt að vita fyrir fram hve- nær maður þarf aðstoð hljóðfæra- smiðsins og þess vegna er innkoma hans mjög óörugg. Sambandi hljóð- færaleikara og hljóðfærasmiðs má líkja við samband sjúklings við lækn- inn sinn. Aðgengi er nauðsynlegt. Að svo stöddu eru bara tveir læknar hérlendis og annar er að hætta störf- um.“ Strengjakvartettinn Spúttnik Gréta Rún, Diljá, Sigríður Bjarney og Vigdís leika allar á hljóðfæri sem Jón Marinó Jónsson smíðaði. Hljóðfærasmiðurinn nauðsynlegur - Lokatónleikar tónleikaraðarinnar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar fara fram næsta sunnudag - Jón Marinó Jónsson handverkssmiður flytur erindi - Hljóðfærin og handverkið í forgrunni Hlíf Sigurjónsdóttir Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2022-2023. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist til formanns sjóðsins á netfangið: jpj@i8.is fyrir 4. sept. nk. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. 2021 Hjörtur Eggertsson - selló & hl.sv.stj. 2020Álfheiður E. Guðmundsdóttir- söngur 2019 Geirþrúður A. Guðmundsdóttir- selló 2018 Hrafnhildur M. Guðmundsdóttir-selló 2017 Sölvi Kolbeinsson-saxófón 2016 Baldvin Oddsson-trompet 2015 Rannveig Marta Sarc-fiðla 2014 Sólveig Thoroddsen-harpa 2013 Hulda Jónsdóttir-fiðla 2012 Benedikt Kristjánsson-söngur 2011 Matthías I. Sigurðsson-klarinett 2010 Gunnhildur Daðadóttir-fiðla 2009 Helga Þóra Björgvinsdóttir-fiðla 2008 Jóhann Nardeau-trompet 2007 Melkorka Ólafsdóttir-flauta 2006 Elfa Rún Kristinsdóttir-fiðla 2005 Ögmundur Þór Jóhannesson-gítar 2004 Víkingur Heiðar Ólafsson-píanó 2003 Birna Helgadóttir-píanó 2002 Lára Bryndís Eggertsdóttir-orgel 2001 Pálína Árnadóttir-fiðla 2000 Hrafnkell Orri Egilsson-selló 1999 Una Sveinbjarnardóttir-fiðla 1998 Árni Heimir Ingólfsson-píanó 1997 Þórður Magnússon-tónsmíðar 1996 Ingibjörg Guðjónsdóttir-söngur 1995 Sigurbjörn Bernharðsson-fiðla 1994 Guðni A. Emilsson-hljómsveitarstjórn 1993 Tómas Tómasson-söngur 1992 Þóra Einarsdóttir-söngur Ím y n d u n a ra fl / M -J P J » F Y R R U M S T Y R K Þ E G A R « www.minningarsjodur-jpj . is Tilkynnt verður um styrkhafa fyrir 1. október 2022. Styrkur til tónlistarnáms MINNINGAR SJÓÐUR JPJ »Kalli elskar Cole var yfirskrift loka- tónleika sumardagskrár Jazzklúbbsins Múlans, sem fram fóru á Björtu- loftum Hörpu fyrr í vik- unni. Þar komu fram Karl Olgeirsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar og Jóel Pálsson á saxófón, en sérstakur gestur var Sigga Eyrún. Fluttu þau uppáhaldslög Karls eftir Cole Porter, en í ár eru 50 ár frá því að Ella Fitzgerald gaf út plöt- una Ella Loves Cole. Cole Porter heiðraður á djasstónleikum Múlans í Hörpu Tjáningarríkur Karl Olgeirsson í góðum fíling við píanónið í Hörpu. Morgunblaðið/Kristvin Gudmundsson Einbeittir Ásgeir Jón Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson, Jóel Pálsson og Karl Olgeirsson á Björtuloftum. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.