Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Prime Skipið er mjög stórt og tekur 3.250 farþega og 1.500 áhafnarmeðlimi
skipið. Fyrir þremur árum varð hún
yngsta manneskjan til að fara til allra
fullvalda ríkja heims, eða 196 ríkja
alls, aðeins 21 árs gömul.
300 metra langt skip
Stjórnendur Norwegian Cruise
Line völdu að gefa skipinu nafn hér í
Reykjavík því aldrei hefur jafn stóru
skipi verið gefið nafn hér.
Skipið eru tæpir 300 metrar að
lengd og tekur 3.250 farþega. Í áhöfn
eru 1.500 manns. Því geta tæplega
5.000 manns verið um borð.
Morgunblaðið/Eggert
Eldborgarsalur tvísetinn vegna skipsins
- Katy Perry kemur í Sundahöfn í dag
- Bríet söng fyrir gesti í Hörpu í gær
Bekkir Eldborgarsalarins í Hörpu í
voru þétt setnir í tvígang í gærkvöldi
þegar Norwegian Cruise Line fagn-
aði nafngift skemmtiferðaskipsins
Norwegian Prima. Alls voru 2.600
gestir boðaðir í Hörpu og því þurfti
að halda veisluna tvívegis sama
kvöld.
Íslensk list var í fyrirrúmi á
skemmtuninni en Íslenski dansflokk-
urinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands og
söngkonan Bríet skemmtu gestum. Í
dag mun svo bandaríska söngkonan
Katy Perry koma fram við athöfn við
Skarfabakka í Sundahöfn í Reykja-
vík, en hún verður guðmóðir skipsins
sem er eitt það stærsta í heiminum.
Auk Perry tekur ferðaáhrifavald-
urinn Lexie Alford, betur þekkt sem
Lexie Limitless, þátt í því að vígja
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkj-
anna og Íslands komu saman í Höfða í
gær til þess að undirrita sameiginlega
yfirlýsingu ríkjanna, en í gær voru
liðin 31 ár frá því að utanríkisráðherr-
ar Eystrasaltsríkjanna undirrituðu í
Höfða yfirlýsingu ásamt Jóni Bald-
vini Hannibalssyni, þáverandi utan-
ríkisráðherra, um endurnýjun stjórn-
málasambands við Ísland.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
var gestgjafi á athöfninni í Höfða.
Auk hans tóku þau Egils Levits, for-
seti Lettlands, Gitanas Nausëda, for-
seti Litháens, Alar Karis, forseti
Eistlands og Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra til
máls. Þórdís Kolbrún undirritaði svo
yfirlýsinguna ásamt þeim Edgars
Rinkçviès, utanríkisráðherra Lett-
lands, Urmas Reinsalu, utanríkisráð-
herra Eistlands, og Gabrielius
Landsbergis, utanríkisráðherra Lit-
háens.
Í yfirlýsingunni sem undirrituð var
í gær áréttuðu ríkin fjögur einlægan
samstarfsvilja sinn, auk þess sem ut-
anríkisráðherrarnir fordæmdu harð-
lega „tilefnislaust, óréttlætanlegt og
ólöglegt stríð Rússa í Úkraínu,“ sem
væri skýrt brot á alþjóðalögum og í
trássi við stofnsáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
„Grimmilegar árásir Rússa hafa
haft skelfilegar afleiðingar í Úkraínu
og hafa ekki aðeins valdið gríðarleg-
um þjáningum óbreyttra borgara,
heldur einnig alvarlegum langvar-
andi afleiðingum í alþjóðastjórnmál-
um, á efnahag og orsakað mannúðar-
vanda um alla veröld,“ segir í
yfirlýsingunni. Þá lögðu ráðherrarnir
fjórir áherslu á staðfasta samstöðu
sína með úkraínsku þjóðinni, sem og
viðvarandi skuldbindingu sína um að
veita Úkraínu frekari stuðning í við-
námi sínu gegn árásum Rússa.
Í yfirlýsingunni var einnig farið yf-
ir ýmis önnur mál, þar sem ríkin vilja
rækta sameiginlega vináttu sína og
tengsl, og var þar nefnt sérstaklega
aukið samstarf í varnar- og öryggis-
málum, í efnahags- og þróunarmál-
um, sem og í loftslagsmálum. Þórdís
Kolbrún segir í samtali við Morgun-
blaðið að það sé ástæða til að dást að
þessum vinaþjóðum og rækta sam-
bandið við þær. »16
Vilja rækta vináttu
og tengsl ríkjanna
- 31 ár liðið frá því að formlegt samband var endurnýjað
Morgunblaðið/Eggert
Viðhöfn Forsetar og utanríkisráðherrar ríkjanna fjögurra voru glaðir í
bragði við undirritun sameiginlegu yfirlýsingarinnar í Höfða í gær.
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari veitti Helga Magnúsi Gunnarssyni
vararíkissaksóknara formlega áminningu á fimmtudaginn vegna ummæla
hans á samfélagsmiðlinum Facebook, sem m.a. vörðuðu hælisleitendur og
samkynhneigða karlmenn. „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari
er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á
landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í
allri sinni framgöngu,“ segir í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Áminningin er veitt á þeim lagalega grundvelli að háttsemi
Helga utan starfs hans sem vararíkissaksóknari hafi verið ósæmileg og
ósamrýmanleg starfi hans. Sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans, á emb-
ætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt. Ekki náðist í Helga Magnús
við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Vararíkissaksóknari formlega áminntur