Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Tíðni og umfang plastmengunar í refum er minni en fundist hefur í sjávarlífverum. Þetta sýna niður- stöður rannsókna Birte Technau um plast og annað rusl af mannavöldum í refasaur á Íslandi. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en fjallað er um hana á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Refur er eina upprunalega land- spendýr Íslands og nýtir sjávarfang sem fæðu. Talið var að tegundin gæti verið hentug til að vakta stöðu plast- mengunar í lífríki norðurslóða. Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á plastmengun í saur úr íslenskum refum og bera saman um- fang plastmengunar í sýnum frá Hornströndum og af öðrum svæðum á Íslandi. Sýnum var safnað á Horn- ströndum árin 1999 og 2020, en einn- ig á Norðaustur- og Suðurlandi árin 2017 og 2018. Tíðni plastmengunar var svipuð í öllum þremur samanburðarhópun- um, en plast fannst í 12 sýnum af 238, eða 5,04%. Ekki var hægt að greina svæðisbundinn mun á sýnum. Fram kemur í niðurstöðum rann- sóknarinnar að plast hafi fundist í refasaur frá öllum árum sem skoðuð voru, sem bendi til þess að plast- mengun af mannavöldum á norður- slóðum hafi verið til staðar í nokkra áratugi. Þegar skoðaður var massi plasts annars vegar og rúmmál þess hins vegar, reyndust sýnin sem tekin voru á Hornströndum sumarið 2020 vera með hæstu gildin í báðum til- fellum. Næsthæstu gildin voru í sýn- um frá Norðvestur- og Suðurlandi. Rannsóknin var hluti af meistara- námi Technau í haf- og strandveiða- stjórnun við Háskólasetur Vest- fjarða og Háskólann á Akureyri. Ester Rut Unnsteinsdóttir spen- dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands var annar leið- beinandi verkefnisins. Rannsókn var unnin af Náttúru- fræðistofnun Íslands árið 2019 á því hvort plast væri á meðal fæðuleifa í maga íslenskra refa, þar sem plast fannst í 4% refa. Ákveðið var að fylgja þeim niðurstöðum eftir með þessari rannsókn. Leitað plasts í refasaur í fyrsta sinn á Íslandi - Plastmengun af mannavöldum til staðar í nokkra áratugi Morgunblaðið/Þorgeir Baldurss Refur Talið var að tegundin gæti verið hentug til að rannsaka plastmengun Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að leigja hluta af hús- næði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal þar sem 80 nemendum í 6. bekk Laugarnesskóla verður kennt fram eftir vetri. Leigugjaldið er 2,3 milljónir króna, það er fyrir húsnæði, búnað, ræstingu, rafmagn, hita og fleira slíkt. Góð lausn Í bókun meirihlutans í borgarráði segir að þetta sé góð lausn; enda sé stutt milli Laugarnesskóla og knatt- spyrnuhússins. Þá séu gönguleiðir þarna á milli til fyrirmyndar. Reikn- að er með að nemendur fari aftur yfir í Laugarnesskóla í nóvember og desemer, enda sé þá tilbúin sú að- staða sem þar er nú verið að útbúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að leiga á húsnæði KSÍ fyrir skólastarf staðfesti fyrirhyggjuleysi borgaryfirvalda. Víða í húsum Laug- arnesskóla sé mygla, stofur ónot- hæfar og listgreinar sé einungis hægt að kenna með mikilli útsjónar- semi. Enn séu ekki komnar fram- tíðarlausnir fyrir skólastarf í Laug- arneshverfinu sem þó sé í miklum vexti og fólki fjölgi. Mikilvægt er að taka föstum tökum viðhald á skóla- húsnæði og uppbyggingu innviða í hverfum borgar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalur Stúkuhús fótboltans fær nýtt hlutverk um stundarsakir. Skólastarf í hús KSÍ - Leigt er fyrir Laugarnesskóla - 6. bekkur í húsinu fram á haustið Framkvæmdir standa nú yfir á Kjarvalsstöðum við Klambratún í Reykjavík þar sem unnið er að nýjum salernum, en þau verða ókyngreind. Þannig verður um að ræða alveg lokaða klefa sem ætl- aðir eru til notkunar óháð kyni. Framkvæmdir hófust í byrjun ágústmánaðar og eru verklok áætluð í lok október. Við hönnun var áhersla lögð á að nýju salernin myndu ríma við þá hönnun sem fyrir er á Kjar- valsstöðum til þess að halda í gamlan anda byggingarinnar, að sögn Ólafs Óskars Axelssonar arkítekts. Gámar með salernum hafa verið settir fyrir utan Kjarvalsstaði til bráðabirgða meðan á fram- kvæmdum stendur. Vinna við ný salerni á Kjarvalsstöðum hófst í byrjun ágústmánaðar og eru verklok áætluð í lok október Salernin verða ókyngreind Morgunblaðið/Árni Sæberg TENERIFE FRAMLENGDU SUMARIÐ! 31. ÁGÚ. - 07. SEPT. FLUG OG GISTING MARYLANZA SUITES 4* VERÐ FRÁ75.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 110.900 Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 31. ÁGÚ. - 07. SEPT. FLUG OG GISTING OHASIS APART. 3* VERÐ FRÁ66.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 91.900 Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.