Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ef tekið væri upp veggjald að nýju í
Hvalfjarðargöngum gæti það fjár-
magnað tvöföldun ganganna á tiltölu-
lega skömmum tíma. Þannig er áætl-
að að ef veggjald væri 1.000 krónur á
ferð fyrir fólksbíl tæki það um 14 ár
en 7 ár ef gjaldið væri 2.000 krónur.
Vegagerðin vinnur að heildstæðri
greiningu á jarðgangakostum á Ís-
landi. Eru 23 jarðgangakostir til
skoðunar, 18 á landsbyggðinni og
fimm á höfuðborgarsvæðinu.
Sem lið í þessari vinnu fékk Vega-
gerðin Rannsóknamiðstöð Háskólans
á Akureyri til að skoða umrædda
átján jarðgangakosti á landsbyggð-
inni, með tilliti til arðsemi, umferð-
aröryggis og tengingar atvinnu- og
búsetusvæða ásamt byggðaþróun.
Tekið er fram að í skýrslunni er
ekki tekin afstaða til þess hvað af
þessum atriðum skuli vega þyngst
eða hvert vægi einstakra þátta skuli
vera, heldur er reynt að meta hlut-
lægt hvern jarðgangakost fyrir sig út
frá sambærilegri og viðurkenndri að-
ferðafræði. Vegagerðin lítur svo á að
greinargerðin geti verið grunnur fyr-
ir umræðu um frekari forgangsröðun
jarðgangakosta við gerð nýrrar sam-
gönguáætlunar.
Ný göng undir Hvalfjörð við hlið
eldri ganga er einn þeirra jarðganga-
kosta sem fjallað er um. Núverandi
göng voru hönnuð fyrir tæplega 8
þúsund bíla umferð á dag að meðaltali
yfir árið. Umferðin er alveg við það
mark, ef hún hefur þá ekki þegar náð
því. Hins vegar hefur Vegagerðin
ekki ákveðið svar við því hvenær um-
ferðin væri orðin það mikil að nauð-
synlegt yrði að grafa önnur göng.
Skýrsluhöfundar benda á að í núver-
andi stöðlum er gerð krafa um að í
nýjum göngum séu neyðarútgangar
með 500 metra millibili, ef umferð er
umfram 8 þúsund bíla. Tvöföld göng
eru talin anna um 20 þúsund bíla um-
ferð.
Stofnkostnaður við ný göng, 7,5 km
löng, er áætlaður rúmir 23 milljarðar
króna, miðað við verðlag 2019. Vakin
er athygli á því að þegar Sundabraut
verður lögð aukist umferð um Hval-
fjarðargöng og arðsemi ganganna
þar með.
Önnur göng undir Hvalfjörð yrðu
gerð til að létta á allri umferð sem nú
fer um veginn, hvert sem hún er að
fara. Skýrsluhöfundar sjá fyrir sér
verulega tekjumöguleika með gjald-
töku. Umferðin er svo mikil að ef
veggjald væri 2.000 krónur fyrir
fólksbíl yrði veggjaldið líklega ekki
nema 7 ár að greiða upp framkvæmd-
ina. Ef gjaldið væri 1.000 krónur tæki
það um 14 ár.
Undir fjall og yfir fjörð
Skýrsluhöfundar setja fram hug-
myndir um aðra útfærslu á Hvalfjarð-
argöngum. Göngin færu undir Hval-
fjörð og áfram undir endann á
Akrafjalli og yrði nyrðri munninn
norðan við Akrafjall. Þessi göng yrðu
tæpir 10 km að lengd en það er há-
markslengd ganga sem heimilt er að
ráðast í samkvæmt reglugerð.
Áætlaður stofnkostnaður er rúmir
30 milljarðar á verðlagi ársins 2019.
Hægt væri að greiða stofnkostnaðinn
á 9-10 árum með 2.000 kr. veggjaldi.
Skýrsluhöfundar varpa einnig
fram hugmynd um að halda áfram yf-
ir Grunnafjörð, sem er norðan Akra-
fjalls, og stytta þannig leiðina meira.
Grunnafjörður er hins vegar friðlýst
fuglaverndarsvæði og þarf sérstakar
ráðstafanir til að vegur þar yfir komi
til greina.
Fjórtán ár að greiða göng með gjaldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvalfjarðargöng Gjaldtöku var hætt fyrir fjórum árum en mannvirkin eru
til reiðu og hægt að hefja innheimtu á ný með skömmum fyrirvara.
- Vegagerðin skoðar átján jarðgangakosti á landsbyggðinni - Lagt mat á arðsemi, umferðaröryggi og
byggðaáhrif - Ný Hvalfjarðargöng nýtast vel - Hugmynd um að lengja göngin undir Akrafjall
Mjög góð mæting var á fyrstu nýnemadaga Háskólans
á Akureyri eftir kórónuveiru í vikunni og greinilegt
að nýnemar vildu fyrir alla muni mæta í eigin per-
sónu og taka þátt þrátt fyrir að nærri öll dagskráin
hafi einnig verið í boði í streymi.
Alls bárust 1.716 umsóknir um nám við Háskólann
á Akureyri, áður en frestur rann út í upphafi sumars,
heldur færri en árið á undan. Flestar umsóknir bárust
um nám í hjúkrunarfræði, yfir 200 í allt, en 147 nem-
ar eru innritaðir í námið á komandi vetri. Þá bárust
209 umsóknir um nám í lögreglufræði fyrir verðandi
lögreglumenn. Tvöfalt fleiri fengu inn í það nám nú
en í fyrra. Báðar námsleiðirnar eru fjöldatakmark-
aðar; hluti nema kemst áfram eftir samkeppnispróf.
Þannig munu aðeins 75 hjúkrunarfræðinemar komast
áfram eftir áramót að loknum samkeppnisprófum.
Nú stunda tæplega 2.500 stúdentar nám við Háskól-
ann á Akureyri og er hann þriðji stærsti háskóli
landsins á eftir Háskóla Íslands og Háskólanum í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Hringt inn Kristný Katla Kröyer Gísladóttir, nýnemi í sjávarútvegsfræði fékk það hlutverk að hringja Íslandsklukk-
unni 22 sinnum. Hefð er fyrir því að hringja klukkunni í upphafi skólaárs, en Íslandsklukkunni, sem er eftir Krist-
inn E. Hrafnsson myndhöggvara, var fyrst hringt árið 2001. Katrín Árnadóttir, kynningarfulltrúi, fylgist með.
Eftirvænting Nýnemar við Háskóla Akureyrar fylgdust með því þegar klukkunni var hringt í gær.
Góð mæting á nýnemadaga
Ísland situr í toppsæti lista evrópsku
hagstofunnar Eurostat yfir frétta-
lestur á lýðnetinu þegar litið er til
aldurshópsins 16-74 ára árið 2021.
Lásu 95 prósent Íslendinga í aldurs-
hópnum þá fréttir á netinu en með-
alhlutfall ríkja Evrópusambandsins
var 72 prósent.
Þegar litið er til aðildarríkja ESB
voru það Finnar sem mest lásu af
fréttaefni rafrænt í fyrra. 93 prósent
þeirra gerðu það en strax í kjölfarið
komu Litháen og Tékkland með 92
prósent hvort land. Einnig deildu
Króatar og Grikkir sæti, hvorir með
sín 90 prósentin í netfréttalestri.
Minnst lásu Rúmenar á netinu,
þar var hlutfallið aðeins 59 prósent,
en Þjóðverjar og Frakkar voru
skammt undan með 62 og 63 prósent,
þá Ítalir og Belgar með 64 og 67 pró-
sent. Netnotkun í ESB-ríkjum, óháð
því hvort um fréttaefni er að ræða,
var 89 prósent í fyrra. Um níu af tíu
íbúum nýttu sér þá netið á einhvern
hátt, til dægradvalar eða annars.
Lestur frétta á netinu í Evrópulöndum
Hlutfall þeirra sem nota netið til að lesa tímarita- og dagblaðafréttir,%
Ís
la
nd
N
or
eg
ur
Fi
nn
la
nd
Li
th
áe
n
Té
kk
la
nd
G
rik
kl
an
d
Ký
pu
r
U
ng
ve
rja
la
nd
D
an
m
ör
k
Ei
st
la
nd
H
ol
la
nd
Ír
la
nd
Sp
án
n
Sv
íþ
jó
ð
Po
rt
úg
al
Pó
lla
nd
Le
tt
la
nd
Sv
is
s
E
S
B
-m
e
ð
a
lt
a
l
Au
st
ur
rík
i
B
el
gí
a
Ty
rk
la
nd
Íta
lía
Fr
ak
kl
an
d
Þý
sk
al
an
d
Rú
m
en
ía
Al
ba
ní
a
95 95 93 92 92 90 89 87 86 86 85 83 82 82 81 81 80 80
72 69 67 66 64 63 62 59 58
Heimild: Eurostat
M
orgunfréttir
Ísland á toppnum
í netfréttalestri
- Finnar duglegastir innan ESB
Þolreið Landssambands hesta-
mannafélaga stendur nú yfir. Þetta
er í fyrsta skipti sem formleg keppni
fer fram í greininni, en síðastliðið
sumar fór fram prufukeppni. Sex lið
keppa í ár og samanstendur hvert lið
af einum knapa, tveimur aðstoðar-
mönnum og þremur íslenskum
hrossum. Farnir eru tveir áfangar
dag hvern, sem eru um 20 til 40 kíló-
metra langir og er markmiðið að
ljúka við ferðirnar á sem skemmst-
um tíma, Knapar fara þannig um 70
kílómetra á hestbaki á dag, en hross-
in skipta deginum með sér. Refsistig
eru gefin ef áverka verður vart á
hrossunum eða ef púls þeirra er
mjög hár þegar komið er í mark.
Þannig skiptir máli fyrir knapann að
þekkja þreytumerki hrossins. Knöp-
um er frjálst að fara af baki og teyma
hrossið hvenær sem er, en þurfa þó
að vera á baki þegar þeir koma í
mark. Þykja þolreiðarnar góð land-
kynning fyrir Ísland þar sem farið er
um slóðir sem eru illfærar öðruvísi
en á hestbaki. Að þessu sinni koma
tveir keppendur frá Íslandi, tveir frá
Bandaríkjunum, einn frá Svíþjóð og
einn frá Hollandi. Í gær riðu þó ein-
ungis fimm knapar af stað, þar sem
eitt hrossið særðist á fæti.
Sex ríða sjötíu
kílómetra á dag
- Refsistig fyrir áverka og háan púls