Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf Trönuhrauni 8 | s. 565 2885 | stod.is K design Léttu þér lífið með hágæða ítalskri hönnun Sturtustóll með baki og örmum Stöðugur og vandaður sturtustóll með góða burðargetu. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 22.890,- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Nettur sturtukollur Hentar vel í litla sturtuklefa. Hæðarstillanlegir fætur. Verð: 9.890.- Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Eftir langa leit fundu forystu- menn meirihlutans í Reykjavík götubút í borginni þar sem ekki er enn orðið reglulegt umferðaröng- þveiti. Þessi götubútur er á Háaleit- isbrautinni þar sem hún mætir Bú- staðavegi, nærri Borgarspítalanum. Ákveðið hefur verið að bæta úr þessu svo að ná megi fram sömu óþægindum og íbúar hafa fengið að kynnast á of þröngum götum ann- ars staðar í borginni. Gatan, sem er með tvær akreinar í báðar áttir, verður þrengd þannig að hún rúmi aðeins einn bíl í hvora átt enda má með því tryggja að þar geti reglu- lega skapast þrengsli og tafir sem mikilvægar eru fyrir borgarbúa. - - - Í samtali við sjúkraflutningamenn kemur fram að þetta séu þau gatnamót sem sjúkrabílar fari oft- ast yfir. Þetta þarf ekki að koma á óvart, en sjúkraflutningar verða auðvitað að víkja fyrir sterkum rök- um þrengingarmanna. Athygli vek- ur að sjúkraflutningamenn segjast hafa lesið um þetta í fjölmiðlum og ætla að setja sig í samband við borgina vegna þessa. Einhvern tím- ann hefði borgin líklega talið ástæðu til að ræða slíkar breyt- ingar við þá sem þurfa að aka neyð- arakstur um gatnamótin oft á dag, en þegar lífsnauðsynlegar þreng- ingar eru annars vegar víkja slík sjónarmið eðli máls samkvæmt. - - - Þegar lokið hefur verið við að þrengja Háaleitisbrautina má telja að allt sé fullþrengt í borginni. Ef borgarbúar aka engu að síður óvænt um götu sem virðist of rúm er þeim bent á neyðarnúmer borg- arinnar, 411-1111, þar sem hægt er að koma með ábendingar um óþarf- lega greiðar götur. Neyðarástand STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hátt í þrjú hundruð manns hlýddu á Yrsu Sigurðardóttur rithöfund sem fór með þrjár stuttar draugasögur á meðan hópurinn gekk saman upp á Úlfarsfell í gærkveldi. Þegar toppn- um var náð greip tónlistarmaðurinn Snorri Helgason gítar og kórónaði stemmninguna með spili og söng. Við- eigandi þótti að fá hann með í för þar sem hann gaf nýlega út plötuna Margt býr í þokunni. Gangan var á vegum Borgarbókasafnsins í Úlfars- ársdal og bar yfirskriftina: „Hroll- vekja á Úlfarsfelli.“ Að lokinni göngu lét hópurinn hrollinn líða úr sér í Dalslaug. Hreyfing og menning Stella Sif Jónsdóttir var ein þeirra sem skipulögðu viðburðinn. „Þessi hugmynd kom upp á hugarflugsfundi þar sem við ræddum hvernig við gæt- um búið til skemmtilega tónlistar- og menningarupplifun.“ Sögurnar sem Yrsa fór með á leið upp fjallið voru sannar, að hennar sögn, og gerðust á Íslandi. Þegar komið var upp á topp sagði hún svo eina erlenda. Mætingin og stemmningin fór fram úr vonum skipuleggjenda. Stella seg- ir að leikurinn verði endurtekinn í einhverju formi, enda ljóst að hreyf- ing og menning fari vel saman. Draugasögur og dulúð í fjallgöngu - Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur sagði að allar sögurnar væru sannar Morgunblaðið/ Björn Jóhann Björnsson Fjölmennt Göngugarpar voru á þriðja hundrað að sögn viðstaddra. Útgerðarfélagið Þórsberg ehf. á Tálknafirði fékk á dögunum afhent- an nýjan yfirbyggðan Cleopatra 40BB-beitningavélarbát frá Báta- smiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn fékk nafnið Indriði Krist- ins BA 751 og er hann kominn til heimahafnar. Báturinn er 12,5 metrar á lengd, 6,5 metra breiður og mælist 30 brúttótonn. Báturinn leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Skipstjór- ar á bátnum eru Magnús og Indriði Guðjónssynir og framkvæmdastjóri Þórsbergs er Guðjón Indriðason. Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158TI og er 600 hestafla. Tvær ljósavélar eru í bátnum frá sama framleiðanda. Andveltigeymir er í bátnum. Rými er fyrir allt að 54 460 lítra kör í lest. Millidekk er lokað með að- greindu dráttarrými. Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Nýr bátur Indriði Kristins BA 751 siglir inn til hafnar á Tálknafirði. Nýr Indriði Kristins til Tálknafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.