Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Staðan í leikskólamálum er góð á Akureyri og við erum afskaplega ánægð með það, segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri. Aðeins tvö börn fædd árið 2021 eða fyrr eru á biðlista en vonir standa til að þau fái leik- skólapláss á allra næstu dögum. „Við búum sem betur fer ekki við skort á starfsfólki, leikskólar í bæn- um eru vel mann- aðir og það vinnur með okkur, sem og að við tókum nýjan leikskóla í notkun í fyrra- haust, Klappir, sem vissulega skiptir máli, segir Ásthildur. „Þar hafa verið innrituð 134 börn, og af þeim eru 15 fædd 2021 og 55 fædd 2020.“ Ásthildur segir að þau börn sem hafi lent á biðlista eftir leikskóla- plássi næsta vetur hafi flest verið ný- flutt í bæinn eða um það bil að flytja til Akureyrar og nú þegar hafi verið leyst úr málum þeirra allra nema þessara tveggja sem áður getur. All- ar umsóknir sem bárust áður en frestur til að sækja um rann út um miðjan febrúar voru afgreiddar á til- settum tíma og eins er búið að af- greiða stærstan hluta þeirra um- sókna sem bárust eftir að umsóknarfrestur rann út. Aðfluttir fleiri en brottfluttir „Það er í rauninni ekki hægt að segja að við hér á Akureyri eigum við nokkurn vanda að etja í leikskólamál- um, bara ofurlítinn lúxusvanda sem felst í því að fleiri barnafjölskyldur hafa flust til bæjarins en frá honum. Venjulega helst þetta nokkurn veg- inn í hendur en nú blasir við sú ánægjulega staða að ungt fólk með börn flytur í sívaxandi mæli til Akur- eyrar enda er svo afskaplega gott að búa hér. Samfélagið er allt að opnast, litli bærinn að breytast í svæðisborg með beinum samgöngum við útlönd, góðum háskóla sem sækir stöðugt í sig veðrið, góðri heilsugæslu og öllum þeim innviðum sem fólk vill búa við árið 2022,“ segir Ásthildur að lokum. Góð staða í leikskólamálum á Akureyri - Tvö börn á biðlista en fá örugglega pláss - Enginn skortur á starfsfólki og leikskólar í bænum eru vel mannaðir, segir bæjarstjórinn - Fleiri barnafjölskyldur hafa flust til bæjarins en frá honum Morgunblaðið/Margrét Þóra Nýr leikskóli Leikskólinn Klappir var tekinn í notkun í fyrrahaust. Þar eru 134 börn, þar af 15 fædd árið 2021 og 55 börn sem eru fædd árið 2020. Ásthildur Sturludóttir ELDRI BORGARAR: Aðventurferðir til Kaupmannahafnar 2022 1. ferð: 20.-23. nóvember 2. ferð: 27.-30. nóvember 3. ferð: 4.-7. desember – fá sæti laus Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum ! ! ! ! ! Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljóm sveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.