Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Atvinnueign ehf kynnir í einka-leigu: 1.517,7 fm. verslunarhúsnæði við Fellsmúla 28 í Reykjavík.
Húsnæðið er nýtt undir verslunog lager í dag. Eigninbýður uppámiklamöguleika til atvinnurekstrar er vel
staðsett í miklu verslunarhverfimiðsvæðis í Reykjavík. Gott aðgengi er að húsnæðinu og næg bílastæði.
VSK leggst ekki við leigufjárhæð. Laust frá 1. mars 2023.
Frekari upplýsingar veitir:
Halldór Már löggiltur fasteignasali í síma 898 5599 og netfang: halldor@atvinnueign.is
Síðumúli 13
108 Reykjavík
S. 577 5500
atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
FELLSMÚLI 28, 108 REYKJAVÍK
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Fellsmúli 28, 108 Reykjavík
Atvinnu - og verslunarhúsnæði
Skannaðu
kóðann og
skoðaðu
eignina
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Nýtt íslenskt sendiráð verður opn-
að í Freetown, höfuðborg Síerra
Leóne í Vestur-Afríku, en verkefni
þess verða fyrst og fremst á sviði
tvíhliða þróunarsamvinnu. Vonir
standa til að það verði formlega
opnað öðru hvoru megin við næstu
áramót. Þessi ákvörðun er ekki ný
af nálinni heldur á hún sér nokk-
urn aðdraganda. Tafir hafa þó orð-
ið á framkvæmdinni, meðal annars
vegna heimsfaraldurs.
Ekki verður skipaður nýr sendi-
herra við sendiráðið heldur verður
það undir stjórn útsends forstöðu-
manns. Auk hans er gert ráð fyrir
að annar útsendur starfsmaður
verði þar við störf. Í tengslum við
þessa ráðstöfun stendur ekki til að
loka öðrum sendiráðum.
Síerra Leóne nýverið bæst í
hópinn
„Tvíhliða þróunarsamvinna er
lykilþáttur í þróunarsamvinnu Ís-
lands en meginmarkmið hennar er
að bæta lífsviðurværi fátæks fólks
á grundvelli jafnréttis, mannrétt-
inda og sjálfbærrar þróunar, í takt
við heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna. Megináhersla hefur ver-
ið á þróunarverkefni þar sem unn-
ið er í nánu samstarfi við héraðs-
stjórnir að uppbyggingu innviða
sem styðja við lífskjör og framþró-
un,“ segir í svari frá utanríkis-
ráðuneytinu. Undanfarin ár hafa
Malaví og Úganda verið sam-
starfslönd Íslands í tvíhliða þróun-
arsamvinnu og nýverið bættist
Síerra Leóne við. Þar er þegar
unnið að ýmsum verkefnum á
grundvelli samstarfssamnings við
stjórnvöld í landinu og alþjóða-
stofnanir.
Verkefnið bætt lífsgæði
þúsunda kvenna
Nefna má verkefni á sviði
mæðraverndar sem miðast að því
að útrýma svonefndum fæðingarf-
istli og er unnið í samvinnu við
landsskrifstofu UNFPA. Hefur
verkefnið haft afgerandi áhrif á að
bæta lífsgæði þúsunda kvenna,
sem annars áttu í hættu á að verða
útskúfað úr samfélaginu. Ísland
hefur einnig stutt vatns- og hrein-
lætisverkefni í fiskiþorpum í sam-
vinnu við UNICEF sem snúa að
bættum lífskjörum íbúa og bættri
meðferð sjávarfangs. Þá má nefna
undirbúning að samstarfsverkefni
með sjávarútvegsráðuneyti Síerra
Leóne á sviði fiskimála og bláa
hagkerfisins sem unnið er með að-
komu íslenskra fiskisérfræðinga.
Rétt eins og sendiráð Íslands í
Malaví og Úganda mun fyrirhugað
sendiráð í Síerra Leóne hafa um-
sjón með samstarfinu við þarlend
yfirvöld og alþjóðastofnanir sem
starfa í landinu. Sendiráðið vinnur
í náinni samvinnu við alþjóða- og
þróunarsamvinnuskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins sem sinnir und-
irbúningi og eftirliti með verk-
efnum.
Opna nýtt sendiráð í Síerra Leóne
- Á sviði tvíhliða
þróunarsamvinnu
- Nýr sendiherra
verður ekki skipaður
AFP
Freetown Þegar er unnið að ýmsum verkefnum í Síerra Leóne, en nefna má verkefni á sviði mæðraverndar og vatns- og hreinlætisverkefni sem dæmi.