Morgunblaðið - 27.08.2022, Page 24
með að í haust fækki fé um 6-10% yfir
landið í heild en það komi þó ekki
endanlega í ljós fyrr en við lok slátur-
tíðar. Þetta bætist við um 20% fækk-
un sem verið hafi síðustu ár.
Meira þarf til að koma
Ágúst er svartsýnn á framtíð
sauðfjárræktarinnar, miðað við nú-
verandi rekstarskilyrði. Hún sé á
undanhaldi og erfitt að snúa þróun-
inni við. Það sama eigi við um nauta-
kjötsframleiðslu. Þetta sé þungur
rekstur fyrir þá sem hann stunda.
Ágúst segir að vissulega hafi aðgerðir
spretthópsins sem lagði til aukinn
stuðning við sauðfjárræktina hjálpað.
Það sé hins vegar bráðaaðgerð.
Meira þurfi til að koma frá ríkinu til
þess að reksturinn sé raunhæfur.
Vonast hann til að tíminn verði not-
aður til að hugsa til framtíðar.
Stórhækkun afurðaverðs til
bænda skiptir einnig máli en þar reið
Sláturfélag Vopnfirðinga á vaðið.
Skúli segir að 20% verðhækkun eins
og var í spilunum hefði alls ekki náð
að halda í við verðlagsþróun og
hækkun aðfanga, hvað þá að vinna
upp slakann. Ljóst er að lambakjöt
muni hækka út úr búð vegna hækk-
unar verðskrár til bænda en óvissa er
um áhrif þess á innlenda markaðinn.
Skúli segir að það kæmi sér ekki á
óvart þótt 10-20% samdráttur verði í
sölu á nýju söluári. Þess má geta að
birgðir kindakjöts eru óvenju litlar nú
við upphaf sláturtíðar.
Fyrstu réttir og slát-
urtíð er að hefjast
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Grýtubakkahreppur Troðningur manna og fjár var í almenningnum í
Gljúfurárrétt. Bændur eru misjafnlega fjármargir eins og sést í dilkunum.
Nokkrar réttir Heimild:
Bænda-
blaðið
ÁGÚST 2022
27. Kálfafellsdalsrétt, Suðursveit
27.-28. Brunnvallarétt, Suðursveit
28. Kálfafellsrétt, Suðursveit
SEPTEMBER 2022
3. Hrútatungurétt, Hrútafirði
3. Miðfjarðarrétt, Miðfirði
3. Möðruvallarétt, Eyjafjarðarsveit
3. Mýrarrétt, Bárðardal
4. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit
4. Baldursheimsrétt, Mývatnssveit
4. HlíðarréttMývatnssveit
4. Tungurétt, Öxarfirði
7. Oddsstaðarétt, Lundarreykjadal
9. Hrunaréttir, Hrunamannahreppi
9. Skaftholtsréttir, Gnúpverjahr.
10. Reykjaréttir, Skeiðum
10. Tungnaréttir, Biskupstungum
12. Þverárrétt, Þverárhlíð
12. Svignaskarðsrétt, Borgarhreppi
12. Hítardalsrétt, Hítardal
17. Fossvallarétt, Lækjarbotnum
17. Melarétt, Fljótsdal
18. Ölfusrétt, Ölfusi
18. Þórkötlustaðarétt, Grindavík
Stóðréttir:
18. Skrapatungurétt, Laxárdal
24. Laufskálarétt, Hjaltadal
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
F
yrstu fjárréttir haustsins
verða um helgina, í Suður-
sveit. Fyrsta stóra rétta-
helgin er þó eftir viku.
Sláturtíð er að hefjast. Slátrun hefst á
Hvammstanga á mánudag og á Húsa-
vík um miðja viku en hin stóru slátur-
hús landsins hefja ekki slátrun fyrr
en eftir rúma viku.
Sláturhússtjórar sem rætt er við
hafa ágæta tilfinningu fyrir komandi
sláturtíð. Þokkalega hefur gengið að
manna sláturhúsin en það er þó eitt-
hvað misjafnt á milli húsa. Það er
mikið gert með erlendu vinnuafli,
ekki síst frá Póllandi. Ágúst Andrés-
son, forstöðumaður kjötafurðastöðv-
ar KS sem rekur sláturhús á Sauðár-
króki og á aðild að sláturhúsi SKVH á
Hvammstanga, segir að aðeins vanti
upp á starfsfólk til þess að hann sé al-
veg sáttur. Þarf að ráða 140 menn í
sláturhúsið á Sauðárkróki og um 100
á Hvammstanga.
Nokkur sláturhús eru að taka í
notkun nýja tækni við fláningu, eins
tæki sem sett voru upp í sláturhúsi
SS á Selfossi á síðasta ári. Tækið
dregur gæruna af bógi og hálsi, niður
síðu og bak. Síðan tekur annað tæki
við sem grípur gæruna og dregur
hana niður af lærinu. Ágúst segir að
með þessu þurfi færri hendur við
fláningu og störfin léttist. Gerir hann
ráð fyrir að hægt sé að fækka um 4-5
starfsmenn í hverju sláturhúsi.
Bændur fækka fé
Síðastliðið vor og vetur var talið
að vegna lélegrar afkomu sauðfjár-
ræktarinnar og hækkunar aðfanga
myndu margir sauðfjárbændur hætta
í haust og aðrir fækka fé. Margir
virðast hafa breytt um skoðun vegna
stórhækkunar afurðaverðs til bænda
og aukins stuðnings ríkisins. Ágúst
segir að vissulega séu dæmi um að
bændur ætli að hætta í haust en það
sé yfirleitt af óviðráðanlegum ytri or-
sökum. Hann verður meira var við að
menn ætli að fækka fé.
Skúli Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, seg-
ist vita um þrjá sauðfjárbændur sem
verið hafi í viðskiptum við félagið og
ætli að hætta í haust. Við það fækki
um tvö þúsund fjár sem sé 7-8% af
slátrun á Vopnafirði. Reiknar hann
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er auð-
velt að
gagnrýna
valdaminni ríki
heims fyrir mann-
réttindabrot en
þegar stórveldi
eiga í hlut reynist
það oft erfiðara.
Rúmt ár er síðan Michelle
Bachelet, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna,
sagði að nauðsynlegt væri að
gera úttekt á meðferð Kín-
verja á Úígúrum í Xinjiang-
héraði í Kína. Síðan hefur
ítrekað verið gengið á eftir
skýrslunni, sem Bachelet
boðaði. Hún hættir störfum
sem mannréttindafulltrúi um
mánaðamótin en ekkert bólar
á skýrslunni enn.
Kínverjar eru sakaðir um
að hafa svipt rúmlega milljón
manns úr röðum Úígúra og
annarra múslímskra minni-
hlutahópa í Kína frelsi og sett
í fangabúðir. Lýsingar á vist-
inni í þessum búðum eru ekki
fagrar.
Þeir sem ekki hafna í
fangabúðum eru undir mikl-
um þrýstingi og stöðugu eft-
irliti. Konum eru boðin ýmis
forréttindi, gangi þær að eiga
Han-Kínverja, en eiga yfir
höfði sér að fá ekki framgang
í starfi og aðra mismunun
giftist þær öðrum Úígúrum.
Komið hafa fram ásakanir um
ófrjósemisaðgerðir án sam-
þykkis.
Kínversk stjórnvöld eru
einnig sökuð um að eyðileggja
trúarlegar og menningar-
legar minjar Úígúra.
Markmið Kínverja virðist
vera að þurrka út menningu
Úígúra og hafa sumir gengið
svo langt að nota orðið þjóð-
armorð.
Sameinuðu þjóðirnar þurfa
vitaskuld að sannreyna þess-
ar ofsóknir á hendur Úíg-
úrum. Það ætti ekki að vera
erfitt. Mikið hefur verið skrif-
að um þjáningar Úígúra og
ófá vitni hafa komið fram,
sem erfitt er að véfengja.
Kínverjar bregðast hins
vegar öndverðir við í hvert
skipti sem minnst er á hlut-
skipti Úígúra. Þeir halda því
fram að kennsla fari fram í
búðunum og hlutverk þeirra
sé að kveða niður öfgar og
hryðjuverk. Um leið segja
þeir að ásakanirnar séu ekk-
ert annað en samsæri Banda-
ríkjamanna og annarra vest-
rænna ríkja um að sverta
Kína og halda Kínverjum
niðri.
Bachelet segist vera undir
stöðugum þrýstingi um að
koma skýrslunni
frá sér. Hún hafi
einnig fengið bréf,
sem fulltrúar
nokkurra tuga
ríkja hafi und-
irritað, með
áskorun um að
birta skýrsluna
ekki.
Í vikunni skýrði Bachelet
töfina á birtingu með því að
hún þyrfti að hafa nið-
urstöður úr ferð sinni til Kína
með viðkomu í Xinjiang með í
skýrslunni. Hún fór til Kína í
maí og dvaldi þar í sex daga.
Var henni legið á hálsi fyrir
að leyfa kínverskum stjórn-
völdum að sviðsetja heim-
sóknina og sýna henni aðeins
það sem þeim hentaði.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
oft verið misnotaðar í mann-
réttindamálum og stundum
hefur ríkjum, sem fótum
troða mannréttindi, tekist að
komast í stöðu til að benda á
aðra, sem síst eru verri.
Ályktanir allsherjarþingsins
bera því vitni að ekki er sama
hver á í hlut. Ekki hefur verið
ályktað jafnoft gegn neinu
ríki en Ísrael á meðan ein-
ræðisherrar og gerræðis-
stjórnir annarra ríkja eru
mun sjaldnar teknar fyrir og
jafnvel látnar óáreittar.
Það er ekkert grín að áreita
Kínverja. Að því komust
Norðmenn þegar þeir veittu
andófsmanninum Liu Xiaobo
friðarverðlaun Nóbels árið
2010. Kínverjar settu Norð-
menn í frystikistuna og tók
sex ár að koma samskiptum
ríkjanna aftur í sama horf og
fyrir veitinguna.
Ekki hefur skrápur Kín-
verja harðnað síðan. Hins
vegar hefur aukin harka
færst í stjórnarfarið og þegar
gripið er til aðgerða virðast
réttindi almennings aftarlega
í forgangsröðinni. Það hefur
til dæmis sýnt sig í því hvern-
ig heilu byggðarlögin hafa
verið sett í lás til að stöðva
kórónuveiruna.
Ljóst er að Bachelet setti
sig í eldlínuna þegar hún lýsti
yfir því að taka þyrfti út að-
gerðir Kínverja gegn Úíg-
úrum því að hún mátti vita að
kínversk stjórnvöld myndu
aldrei taka slíkri skýrslu
þegjandi. Brotin í Xinjiang
fara ekki á milli mála. Því er
útilokað að gera Kínverjum
til geðs í slíkri skýrslu án
þess að útvatna hana þannig
að hún verði merkingarlaust
plagg. Næstu dagar verða
ekki auðveldir fyrir mann-
réttindafulltrúann fráfarandi.
Útilokað er að gera
Kínverjum til geðs
í slíkri skýrslu án
þess að útvatna
hana þannig að hún
verði merkingarlaus}
Beðið eftir
skýrslu um Úígúra
Í
gildandi lögum er lágmarkstrygg-
ingavernd sem lífeyrissjóður veitir
56% af meðalævitekjum yfir 40 ára
inngreiðslutímabil …“
Hvað segir þetta okkur, 56% yfir
40 ára tímabil? Það segir okkur að viðkomandi
einstaklingur, sem er kannski á lágmarks-
launum í þau 40 ár sem hann borgar í lífeyris-
sjóð, fær rétt rúmlega helminginn af því sem
hann var með áður í útborguð laun.
Það þýðir auðvitað að þeir launalægstu,
sem eru í þessari aðstöðu, þurfa að skera nið-
ur útgjöldin um nær helming. Fyrir suma er
það ekkert mál, t.d. þá sem eru á góðum laun-
um og eiga sitt húsnæði skuldlaust, en fyrir þá
sem hafa alla tíð verið á lágum launum og á
leigumarkaði er þetta stórt vandamál og ávís-
un á fátækt.
Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn mismunar fólki
kerfisbundið á ýmsa vegu. Hvers vegna? Af hverju þessa
endalausa mismunun sem bitnar verst á þeim verst settu?
Við verðum að átta okkur á því að manneskja sem
hætti að vinna fyrir tíu árum síðan og fór þá á eftirlaun og
átti engan séreignarsparnað fær 56% af lágmarks-
launum.
Þetta er ekki flókinn útreikningur. Viðkomandi má
þakka fyrir að ná 300.000 krónum á mánuði með bótum
Tryggingastofnunar í útgreiðslu. Það lifir enginn á því og
á hverjum bitnar þetta mest? Jú, konum. Þær hafa lægsta
lífeyrinn.
Ef þú ert að vinna þá færðu 200.000 króna frítekju-
mark upp í vinnulaunin, fyrir skerðingar í almannatrygg-
ingakerfinu, en bara 25.000 krónu frítekju-
mark á lífeyrissjóðslaunin. Viðkomandi ætti
auðvitað að hafa val um að geta notað 200.000
krónu frítekjumarkið upp í lífeyrissjóðslaunin.
Það myndi gjörbreyta aðstæðum margra í al-
mannatryggingakerfinu.
Svo er það stóri hópurinn, sem við gleymum
alltaf, þeir sem eigi hvorki í lífeyrissjóði né
séreignarsparnaði og lifa í fátækt í boði stjórn-
valda. Við erum líka með hóp sem er það illa
staddur að hann fær 10% minna en lágmarks-
lífeyri, sem er ekkert annað en sárafátækt og
gróft fjárhagslegt ofbeldi.
Þetta er einnig sérstaklega blóðugt í þeim
tilfellum þegar fólk verður að taka út sér-
eignasparnaðinn vegna nauðsynlegrar lækn-
isaðgerðar. Það er staðreynd að fólk sem verð-
ur að fara í læknisaðgerð þarf að taka út
séreignarsparnaðinn sinn til að standa undir
kostnaði við hana.
Viðkomandi ætlaði sér ekki að taka hann út á þessum
tímapunkti en ástæðan fyrir því að hann gerði það var að
hann sá fram á að ef hann færi eftir því sem kerfið segði
honum yrði hann að bíða eftir aðgerð í tvö til þrjú ár.
Honum var stillt upp við vegg. Í staðinn fyrir að fá við-
unandi þjónustu, sér að kostnaðarlausu í kerfinu, varð
hann að gjöra svo vel að fjármagna hana sjálfur og taka
út séreignarsparnaðinn til að komast í aðgerðina.
Flokkur fólksins segir fólkið fyrst og svo allt hitt.
gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi Krist-
insson
Pistill
Fjárhagslegt ofbeldi
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen