Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 26
Tungumál
Þriðja ríkisins
E
in áhugaverðasta úttekt á tungutaki þýskra nasista er bók
sem Victor Klemperer gaf út árið 1947. Klemperer (1881-
1960) var gyðingur en kvæntur þýskri („arískri“) konu og
lifði af helförina – þótt það munaði mjóu. Bókin heitir
LTI – minnisbók fílólógs og birtist í afbragðsgóðri þýðingu Maríu
Kristjánsdóttur 2005. „Fílólóg“ er textafræðingur en LTI stendur
fyrir Lingua Tertii Imperii, sem er latína og merkir tungumál Þriðja
ríkisins.
Ofuráhersla var lögð á
að „aríavæða“ Þriðja ríkið
(arisieren á þýsku) en í því
fólst til að byrja með að
gera eigur gyðinga upp-
tækar. Snemma í valdatíð
nasista sást þetta orð á
skiltum í verslunum en
varð fljótt óþarft því að
gyðingum var bannað að
eiga verslanir. Skiltin hurfu
þegar allt hafði verið „ar-
íavætt“. Svipað átti við um
„norrænuvæðingu“ (aufnor-
den, orðrétt ‘norræna
upp’). Hvað var „arískt“ og
og hvað „norrænt“ var
frekar óljóst en bæði orðin
fólu þó í sér að losna við
gyðinga. Ef talað var hreint
út var notuð sögnin entju-
den ‘afjúða’ (sbr. aflúsa).
Eftir stríð var hins vegar
lögð áhersla á að ‘af-
nasistavæða’ (entnazifizieren) Þýskaland.
Stöðugt var klifað á orðum eins og artfremd ‘af framandi tegund’
en þar var enn og aftur einkum átt við gyðinga. Sum orð gátu ýmist
verið neikvæð eða jákvæð, t.d. ewig ‘eilífur’: annars vegar „hinn eilífi
gyðingur“, hins vegar „hið eilífa Þýskaland“. Mörg orð sem nasistar
stöguðust á áttu sér eldri rætur, t.d. ‘undirmenni’ (Untermensch)
sem stillt var upp gegn ‘ofurmenninu’ (Übermensch) úr smiðju
Nietzsches.
Allt átti að vera stórt í sniðum hjá nasistum enda klíndu þeir for-
liðnum „stór-“ á ýmis orð, t.d. Stór-Þýskaland. Annar forliður var
„þjóð-“, t.d. í Volksgemeinschaft ‘samlífi þjóðarinnar’ en auðvitað
bara þess hluta hennar sem var af „arískum“ stofni. Eitt slíkt orð
sem lifði af Þriðja ríkið er Volkswagen ‘þjóðarbíll’. Nasistum var tíð-
rætt um Weltanschauung ‘heimsskoðun’, sýn þeirra á flókið samspil
stjórnmála og landafræði („geópólitík“) sem gerði þeim kleift að
snúa staðreyndum á hvolf, brjóta mannréttindi og ráðast inn í önnur
ríki, í nafni „æðri hugsjóna“. Öll opinber umræða var að sjálfsögðu
hneppt í viðjar Gleichschaltung ‘samstillingar’; þjóðin átti að tala
einum rómi en Hitler og Goebbels gáfu tóninn.
Loks var mikið um skrauthvörf (e. euphemism). Talað var um
„brottflutning“ þegar átt var við nauðungarflutninga. Hinar ill-
ræmdu fangabúðir – oft sérhannaðar útrýmingarbúðir – hétu Kon-
zentrationslager „samþjöppunarbúðir“. „Hert yfirheyrsla“ merkti
pyntingar og Sonderbehandlung „sérstök meðferð“ var ekkert annað
en morð á varnarlausu fólki.
Eftir stríð settist Klemperer að í Austur-Þýskalandi. Ekki leið á
löngu uns hann fór að heyra þar það sem hann kallaði „tungumál
Fjórða ríkisins“. Endurómur þess tungutaks hljómar víða enn – en
það er önnur saga.
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Goebbels
gaf tóninn
um tungutak
nasista.
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Erlutjörn 5
260 Reykjanesbæ
Norðurgarður 6
230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja einbýlishús með bílskúr,
tveimur sólpöllum og heitum potti.
Grunnskóli og leikskólar í göngufæri.
5 herbergja einbýlishús með bílskúr, sólpalli
og heitum potti á vinsælum stað í Keflavík.
Íbúðarrými í kjallara alls um 52 m2 ekki inní
skráðum fermetrum eignar.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 95.000.000 kr. Verð 90.000.000 kr.
Stærð 204,4 m2 Stærð 175 m2
M
inningin um Tsjernóbíl-kjarnorkuslysið í
norðurhluta Úkraínu árið 1986 er enn ofar-
lega í huga margra sem muna viðbrögðin við
því og hræðslubylgjuna sem fór um alla Evr-
ópu vegna ótta við geislavirkni. Minningunni hefur verið
haldið á lífi af rithöfundum og kvikmyndagerðarmönnum.
Lygavefur sovéskra yfirvalda í kringum slysið og við-
brögðin við því hefur verið rofinn. Við blasir gjörspillt, að-
gerðalítið stjórnkerfi þar sem allt var gert til að leyna
sannleikanum.
Ekkert er breytt að þessu leyti þegar litið er til stjórn-
arhátta Vladimirs Pútins og valdaklíku hans í Rússlandi
samtímans. Rússneski herinn nýtir sér meira að segja
stærsta kjarnorkuver Evrópu í suðurhluta Úkraínu,
Zaporizhzhia kjarnorkuverið, sem vopn í stríðinu gegn
Úkraínu og í raun Evrópu allri.
Gerist eitthvað svipað í Zaporizhzhia og varð í Tsjernó-
bíl yrði hættan margföld, hroðalegur liður í rússneskum
stríðsrekstri. Beita má kjarnorku og geislavirkni án
sprengju eða skotflaugar.
Breska varnarmálaráðuneytið
sagði fimmtudaginn 25. ágúst frá
því að gervihnattarmyndir sýndu
rússneska skriðdreka aðeins um
60 metra frá kjarnorkuverinu. Þá
bárust fréttir um að tenging vers-
ins við landsnet Úkraínu hefði
verið rofin í fyrsta sinn í sögu
þess.
Rússar náðu verinu á sitt vald
snemma í mars. Tæknimenn frá Úkraínu hafa til þessa
haldið utan um allan búnað. Tveir af sex kjarnakljúfum
versins voru enn starfræktir fyrir landsnet Úkraínu þar
til fimmtudaginn 25. ágúst.
Í loftinu liggur hætta á kjarnorkuslysi. Ásakanir ganga
á víxl. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa ekki sannreynt neitt.
Óttinn við það sem þarna kann að gerast varpar ljósi á
þráteflið um framtíð Úkraínu 0sex mánuðum eftir að
innrás Rússa hófst. Þeir halda um 20% af landi Úkraínu.
Yfirlýst markmið Volodymyrs Zelenskíjs Úkraínuforseta
er að ná öllum herteknum svæðum úr höndum Rússa, þar
á meðal Krímskaga.
Forsetinn býr þjóðina með öðrum orðum undir lang-
vinnt stríð, þreytistríð. Sé það háð af rúmlega 40 milljón
manna þjóð við 144 milljón manna óvinaþjóð ættu úrslitin
að liggja á borðinu. Svo er þó ekki í þessu tilviki. Hvað eft-
ir annað hefur baráttuþrek Úkraínumanna komið á óvart
andspænis ráðþrota, illa búnum rússneskum hermönnum.
Sé að marka kannanir eru allt að 92% Úkraínumanna
að baki sjálfstæðisstríðinu. Í Rússlandi eru þeir teknir
höndum sem nota orðið „stríð“. Hve lengi Kremlverjar
geta blekkt þjóð sína og beitt ógnarvaldi til að knýja
stríðsvélina veit enginn.
Í þjóðhátíðarræðu miðvikudaginn 24. ágúst sagði
Úkraínuforseti:
„Ný þjóð birtist heiminum klukkan 4 að morgni 24.
febrúar. Hún fæddist ekki, heldur endurfæddist. Þjóð
sem grét ekki, öskraði eða var óttaslegin. Hún lagði ekki á
flótta. Gafst ekki upp. Og gleymdi engu. Við látum ekki
hræða okkur að samningaborðinu með byssu við höfuð. Í
okkar huga birtist hræðilegasta járnið ekki í eldflaugum,
flugvélum og skriðdrekum heldur í hlekkjum. Ekki í
skotgröfum heldur fótajárnum.“
Forsetinn víkur þarna að kjarna hernaðarátakanna,
frelsisþránni. Án hennar hefðu Úkraínumenn ekki snúist
til varnar. Þeir vilja sjálfir ráða örlögum sínum, búa í
heimi þar sem virt eru alþjóðalög og mannúðleg sam-
skipti. Rússar troða á þessu öllu.
Innrásin var gerð með þeim rökum Pútins að Úkraína
ætti hvorki tilverurétt sem ríki né þjóðin sem þjóð. Það
ætti að afmá landamærin gagnvart Rússlandi, afvopna
þjóðina og afnazistavæða hana, uppræta lýðræðislega
stjórnarhætti og aflífa stjórnendur í Kyív. Frá þessu
markmiði hörðustu stuðningsmanna stríðsins og Pútins
hefur ekki verið horfið.
Í vikunni var gerð útför Dariu Duginu
sjónvarpskonu sem barðist undir merkj-
um stór-rússneskrar þjóðernisstefnu við
hlið föður síns, hugmyndafræðings stefn-
unnar. Hún var myrt með bílsprengju
sem rússneska öryggislögreglan, FSB,
klínir purkunarlaust á úkraínska konu
sem hafi laumað sér til Moskvu með 12
ára dóttur sinni og síðan flúið til Eist-
lands.
Ræður við útförina boðuðu skelfilegt framhald Úkra-
ínustríðsins, ráði ræðumenn einhverju um herför Pútins.
Alexander Dugin, faðir Darinu, taldi það eitt réttlæta
dauða dóttur sinnar að sigra í stríðinu, hún hefði lifað fyrir
sigurinn og dáið fyrir hann. „Okkar rússneska sigur, sann-
leika okkar, rétttrúnað okkar, ríki okkar.“
Álitsgjafi aðalrásar rússneska ríkissjónvarpsins, Alexei
Mukhin, sagði:
„Dasha Dugina er í mínum huga Jóhanna af Örk okkar
tíma.“
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja á 15. öld. Hún af-
létti umsátri Englendinga um borgina Orlèans á aðeins
níu dögum. Hún varð þjóðhetja sautján ára en Englend-
ingar brenndu hana á báli þegar hún var aðeins 19 ára. Ár-
ið 1920 tók kaþólska kirkjan hana í dýrlinga tölu.
Rússneski herinn er ekki nú til stórræða utan Úkraínu.
Með logandi ljósi er leitað að nýjum hermönnum um allt
Rússland. Þeir eru fluttir úr herstöðvum skammt frá
landamærum NATO-ríkja, til dæmis í norðri. Sannar það
enn að Moskvumenn óttast ekki árás úr vestri hvað sem
þeir sögðu fyrir innrásina. Að baki henni eru stórveldis-
draumar.
Nú, þegar forsetar Eystrasaltsríkjanna þriggja sækja
Ísland heim og árétta gildi samstöðu smáþjóða á hættu-
tímum, fækkar dag frá degi minnismerkjum um sovéska
hernámið í löndum þeirra. Svigrúm hefur loks skapast eft-
ir frelsi í 30 ár til að fjarlægja þessi tákn kúgunar Kreml-
verja.
Nágrannaþjóðir Rússa vita best að styðja verður Úkra-
ínumenn til að rússneski herinn fái makleg málagjöld,
annars er enginn óhultur.
Ógnvænlegt þrátefli í Úkraínu
Hvað eftir annað hefur bar-
áttuþrek Úkraínumanna
komið á óvart andspænis
ráðþrota, illa búnum rúss-
neskum hermönnum.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Árið 2009 samþykkti þing Evr-
ópusambandsins, að 23. ágúst
yrði árlegur minningardagur fórn-
arlamba alræðisstefnunnar, komm-
únisma og nasisma. Sumir fræði-
menn hafa að vísu andmælt því, að
kommúnismi skuli lagður að jöfnu
við nasisma. Hann hafi aðeins miðað
að því að útrýma stéttaskiptingu án
þess nauðsynlega að útrýma ein-
staklingum úr þeim stéttum, sem
áttu að hverfa. Nasisminn hafi hins
vegar miðað að því að útrýma ein-
staklingum, sem fæddir voru inn í
hópa eins og gyðinga og sígauna. En
þessi munur er fræðilegur frekar en
raunhæfur. Lítið barn, sem Stalín
lét svelta til bana í Úkraínu, af því að
það var komið af sjálfseign-
arbændum („kúlökkum“), átti ekki
síður heimtingu á að lifa en lítið barn
af gyðingaættum, sem Hitler lét
myrða í gasklefunum í Auschwitz.
Líklega féllu um 100 milljónir manns
á tuttugustu öld af völdum komm-
únista og um 20 milljónir af völdum
nasista.
Dagurinn 23. ágúst var ekki val-
inn af neinni tilviljun. Þennan dag
árið 1939 voru hakakrossfánar
dregnir að hún á Moskvuflugvelli, og
lúðrasveit lék þýska þjóðsönginn,
„Deutschland über alles“, um leið og
utanríkisráðherra Hitlers, Joachim
von Ribbentrop, steig út úr flugvél
sinni. Hann var kominn til að und-
irrita griðasáttmála, sem Stalín og
Hitler höfðu gert, en með honum
skiptu þeir á milli sín Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Í hlut Stalíns komu aust-
urhluti Póllands, Finnland, Eystra-
saltsríkin og Moldóva (þá nefnd
Bessarabía), en í hlut Hitlers vest-
urhluti Póllands, jafnframt því sem
hann fékk frjálsar hendur í Mið-
Evrópu. Finnar vörðust hins vegar
svo snarplega, að Stalín hætti við að
innlima landið og gerði við þá frið-
arsamninga, þar sem þeir urðu að
láta af hendi talsverð landsvæði.
Sannaðist þar eins og fyrri daginn,
að sagan er stundum hliðholl bestu
skyttunum frekar en fjölmennustu
hersveitunum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Minningardagur
um fórnarlömb