Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
✝
Sanita Osa
fæddist í Jur-
mala í Lettlandi 1.
nóvember 1971.
Hún lést 14. ágúst
2022 á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans.
Foreldrar henn-
ar eru Aleksandrs
Oss, f. 5. ágúst
1942, verkfræð-
ingur og fyrrver-
andi yfirmaður hjá orku-
málaráðuneytinu í Lettlandi, og
Aija Osa, f. 29. júní 1942, d. 15.
desember 2012, listfræðingur
og fyrrverandi dagskrárgerð-
arstjóri yfir listum og menningu
hjá lettneska ríkisútvarpinu.
Sanita var eina barn foreldra
sinna og ólst hún upp hjá þeim í
bænum Jurmala. Auk þess átti
fjölskyldan smájörð og hús í
sveitinni Pure, 50 kílómetra
vestur af Jurmala, þar sem hún
dvaldist mikið á sumrin og í frí-
um sínum.
Sambýlismaður Sanitu er
Guðmundur Tryggvason, f. 9.
janúar 1966, viðskiptafræðingur
og starfar hann sem sérfræð-
ingur hjá Skattinum við Lauga-
veg. Hann er sonur hjónanna
Björns Tryggva
Karlssonar, fyrr-
verandi kennara,
og Hrefnu Péturs-
dóttur, fyrrverandi
matráðskonu, sem
bæði eru látin. Syn-
ir Guðmundar og
Sanitu eru Alex-
ander Oliver Guð-
mundsson og
Tryggvi Aron Guð-
mundsson, fæddir
9. mars 2018.
Sanita var með tvær meist-
aragráður í sálfræði og í gæða-
stjórnun. Vann hún við bæði
fögin í heimalandi sínu, Lett-
landi, en starfaði þó lengst af
sem barnasálfræðingur. Á Ís-
landi vann hún síðast sem frí-
stundafræðingur hjá frístunda-
heimilinu Bakkaseli við
Breiðholtsskóla.
Sanita kom fyrst til Íslands
árið 2011 í stutta heimsókn eftir
bréfaskipti við sambýlismann
sinn. Árið 2012 kom hún svo aft-
ur til landsins til lengri dvalar.
Dvaldist hún jafnframt alltaf á
sumrin í Lettlandi, eða eins og
hún framast gat.
Útför Sanitu hefur þegar far-
ið fram.
Í dag kveð ég mína ástkæru
sambýliskonu, Sanitu Osu. Ég
minnist hennar fyrst þegar ég
beið hennar á Keflavíkurflugvelli í
maímánuði árið 2011 þegar hún
kom fyrst til Íslands með flugi frá
Riga í vikuheimsókn til mín. Við
höfðum spjallað saman á netinu í
svolítinn tíma áður, en núna var
komið að okkar fyrsta fundi sam-
an. Ég beið á flugvellinum fullur
eftirvæntingar en líka svolítið
stressaður og allt í einu birtist
þessi myndarlega kona fyrir
framan mig.
Við Sanita náðum strax mjög
vel saman í þessari stuttu ferð
hennar til Íslands enda var það
einkenni á henni hversu opin og
einlæg hún var alltaf og hversu
fljót hún var að kynnast nýju
fólki. Ég tók líka eftir því hversu
skemmtileg hún var, hláturmild
með eindæmum, með góðan húm-
or og líka hversu vel greind hún
var. Ég var því alveg staðráðinn í
því frá fyrstu stundu að þessa
konu yrði ég að hitta aftur, og það
sem allra fyrst. Því keypti ég mér
vikuferð til hennar til Lettlands í
júlí sama ár. Í þessari ferð varð
ekki aftur snúið í sambandi okkar
Sanitu.
Sanita kom aftur til Íslands í
janúar 2012 til dvalar til lengri
tíma og hefur dvalist hér á landi
síðan, með smáhléum þó. Sanitu
líkaði dvölin á Íslandi vel en þó
fann maður alltaf að Lettland tog-
aði í hana að einhverju leyti, ekki
síst þegar voraði, og eyddi hún því
flestum sumrum sínum þar ytra.
Sanita var sálfræðingur að
mennt og vann um tíma sem
barnasálfræðingur í Jurmala við
meðferðarstofnun fyrir börn.
Seinna meir fór hún í meira nám
og varð þá gæðastjórnun fyrir
valinu en við það vann hún síðast í
Lettlandi áður en hún kom til Ís-
lands.
Þegar við eignuðust tvíburana
okkar, Alexander og Tryggva, sá
maður strax hversu frábær móðir
Sanita var. Hún vildi allt gera sem
í hennar valdi stóð til þess að þeim
bræðrum liði sem allra best og
var hún svo kröfuhörð fyrir þeirra
hönd að mér fannst stundum nóg
um.
Sanita tók örlögum sínum af
miklu æðruleysi og bar hún til-
finningar sínar ekki á torg. Það
voru örfáir sem vissu hversu al-
varlega veik hún var og því kom
dauði hennar næstum öllum á
óvart. Hún sagði mörgum vinum
sínum og vandamönnum frá því
að hún ætti við heilsubrest að
stríða en minntist ekki einu orði á
að það væri jafn illvígur sjúkdóm-
ur og krabbamein. Hún vildi
halda þessu út af fyrir sig og ekki
valda öðrum óþægindum að
óþörfu.
Nú er komið að kveðjustund og
hef ég þetta að segja að leiðar-
lokum: Elsku hjartans Sanita
mín, þakka þér fyrir allar þær frá-
bæru samverustundir sem við átt-
um saman og strákana okkar tvo
sem þú gafst mér. Sársauki minn
er núna óbærilegur og nístir mig
inn að beini þar sem ég sakna þín
svo mikið. Ég á jafnframt erfitt
með að sjá framtíðina án þín. Ég
og synir okkar tveir höfum misst
mikið en við verðum samt að
halda áfram með okkar líf því
annað er ekki í boði. En ég er
samfærður um að við feðgar eig-
um eftir að hitta þig einhvern
tíma aftur, þótt síðar verði.
Guðmundur
Tryggvason.
Mín kæra mágkona Sanita Osa
er látin og sorgin er óbærileg fyr-
ir okkur sem eftir erum. Bróðir
minn hefur misst sína ástkæru
Sanitu og litlu drengirnir hennar
eru orðnir móðurlausir. Sanita,
þessi sterka og yndislega kona,
lést á krabbameinsdeild Land-
spítalans 14. ágúst eftir stutta
legu. Ég hitti Sanitu fyrst hér
heima á Íslandi og við náðum
strax mjög vel saman. Mikið
fannst mér það gleðilegt að Guð-
mundur bróðir minn var búinn að
hitta þessa góðu konu. Þótt við
Sanita töluðum ekki sama móður-
mál var það ekkert vandamál því
hún talaði mjög góða ensku og við
áttum einnig sameiginleg áhuga-
mál tengd menntun okkar beggja.
Sumarið 2017 fór ég ásamt dóttur
minni og syni hennar til Lettlands
til að heimsækja Guðmund og Sa-
nitu. Þar áttum við dásamlega
viku með þeim. Sanita var stolt af
landinu sínu og betri leiðsögu-
mann hefðum við ekki getað feng-
ið. Hún kynnti okkur staði og
sögu landsins á frábæran hátt.
Lífið brosti við bróður mínum og
hans elskuðu sambýliskonu og í
mars árið eftir eignuðust þau
drengina sína Tryggva og Alex-
ander, hamingjan var fullkomnuð.
En svona getur lífið verið órétt-
látt, nú er lítil fjölskylda búin að
missa sína sterku og góðu Sanitu
og erfitt getur verið að sjá fram í
tímann. En tíminn líður, og minn-
ingin um yndislega móður og
sambýliskonu mun ylja elsku
bróður mínum og drengjunum
hans um alla framtíð.
Hvíl í friði kæra Sanita, megi
allar góðar vættir varðveita litlu
fjölskylduna sem eftir situr í sár-
um og gefa þeim styrk í framtíð-
inni.
Margrét Edda
Jónsdóttir Fjellheim.
Nú hefur okkar kæra Sanita
kvatt þetta líf. Hún var burtkölluð
héðan á sunnudagsmorgni, 14.
ágúst, eftir hetjulegt en vonlaust
stríð við krabbamein. En allt hef-
ur sinn tíma og hún hafði svo
margt að lifa fyrir að lengri tíma
hefði hún þurft. Til að annast
drengina sína, Tryggva og Alex-
ander, eiga enn fleiri samveru-
stundir með eiginmanninum,
Guðmundi Tryggvasyni, hlúa að
jurtunum sínum í garðinum, hitta
vini og sinna félagsmálum og svo
margt annað. Henni hafði liðið illa
allt frá því í sumarbyrjun, hún
vonaðist eftir bata eftir því sem á
leið en varð síðsumars að gefast
upp fyrir sláttumanninum slynga,
meinið hafði þá dreift sér svo víða
að engum ráðum varð við komið.
Sanita var uppalin í Jurmala í
Lettlandi. Hingað til lands kom
hún fyrst árið 2011 og svo aftur
2012 til verðandi manns síns, Guð-
mundar Tryggvasonar viðskipta-
fræðings. Sjálf var hún vel mennt-
uð, barnasálfræðingur með
MA-gráðu í gæðastjórnun. Móðir
hennar, Aija, lést fyrir tæpum
áratug, en faðir hennar, Alex-
andre Oss, lifir enn. Guðmundur
missti átján ára gamall móður
sína, Hrefnu Pétursdóttur mat-
ráðskonu, bjó eftir það með föður
sínum, (Birni) Tryggva Karlssyni
kennara, m.a. á Sauðárkróki í
Skagafirði. Eftir það fluttust þeir
feðgar suður, Tryggvi fór á eft-
irlaun en Guðmundur lauk þá
stúdentsprófi og síðar háskóla-
námi í viðskiptafræði, fyrst til BS-
prófs og síðan cand oecon-gráðu.
Eftir að Tryggvi faðir Guðmund-
ar lést árið 2013 eignaðist Guð-
mundur hans hlut í eignum hans
en föðursystur hans tvær áttu þá
þegar sinn erfðahlut í föðurleifð
þeirra systkina eftir árið 2004.
Sanita hafði yndi af samvistum
við aðra, fjölskylduna á Íslandi,
samstarfsmenn og aðra sem hún
kynntist. Hún var formaður fé-
lagsskapar Letta á Íslandi, vann
einnig á frístundaheimili um tíma.
Þau Guðmundur tóku vel á móti
gestum sem komu til þeirra í
Kópavoginn. Meðan jörðin Stóra-
Borg var enn í höndum Guðmund-
ar og föðursystra hans voru fund-
ir um þau málefni oft haldnir á
heimili þeirra. Þá var gott á borð-
um og ekki var það síðra í barna-
afmælunum þar. Eftir að Co-
vid-19-faraldur hófst dvaldist
Sanita stundum hjá föður sínum í
Lettlandi ásamt sonum þeirra
tveimur. Stundum lokuðust flug-
vellir tímabundið og þá dvaldist
hún lengur ytra en hún hafði ætl-
að sér. Nú voru þau öll aftur sam-
an á Íslandi, og þegar lát hennar
bar að voru þau nýlega flutt í nýtt
og heppilegra húsnæði en þau
höfðu fyrr haft.
Við Leo, mágur föður Guð-
mundar, og ég undirrituð föður-
systir hans, erum harmi slegin yf-
ir fráfalli Sanitu og eftirsjáin og
minningarnar um liðna tíð með
henni og fjölskyldunni hrannast
að. Við samhryggjumst Guð-
mundi og biðjum ungum sonum
þeirra Sanitu velferðar um alla
framtíð.
Guðrún Karlsdóttir
frá Stóru-Borg.
Sanita Osa
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓSKAR LÁRUSSON,
lést á Skógarbæ þriðjudaginn 16. ágúst.
Lárus Óskarsson Guðlaug Helgadóttir
Ásthildur Óskarsdóttir Eiríkur Á. Ingvarsson
Anna María Óskarsdóttir Halldór Benjamín Brynjarsson
Andri Þór Óskarsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær frændi okkar,
STEINÞÓR ÞORSTEINSSON
fyrrverandi mjólkurbílstjóri
frá Efri-Vindheimum,
síðast til heimilis í Seljahlíð 9c,
Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 24. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. september
klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á facebook-síðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Þeir sem vilja minnast hans eru
beðnir að láta hjartadeild Sjúkrahússins á Akureyri njóta þess.
Þorsteinn, Ingimar, Birgir, Valgerður,
Flosi, Þórunn, Steinþór, Steinunn,
Þórey, Haukur, Guðný, Svana, Kristján
og fjölskyldur
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HUGBORG MARINÓSDÓTTIR
snyrtifræðingur,
lést laugardaginn 30. júlí á Háskóla-
sjúkrahúsinu í Torrevieja á Spáni.
Minningarathöfn verður haldin í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 15.
Rósa, Ása
og fjölskyldur
Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði
sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Eyrartröð 16
220 Hafnarfirði
Opið kl. 11-16 virka daga
FALLEGIR LEGSTEINAR
Hefðbundin áletrun og uppsetning
á höfuðborgarsvæðinu
á legsteini er innifalið
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURJÓN HANNESSON
húsasmíðameistari,
Stillholti 21, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi sunnudaginn 21. ágúst. Útför hans fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 2. september klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Guðlaug Bergþórsdóttir
Rannveig Sigurjónsdóttir Bergsteinn Metúsalemsson
Guðríður Sigurjónsdóttir Ágúst Grétar Ingimarsson
Bergþóra Sigurjónsdóttir Hannes Sigurbjörn Jónsson
Hafdís, Birkir, Rúnar Freyr, Sigurjón,
Ingimar Elfar, Jón Gautur, Hilmar Veigar, Guðlaug Gyða
og langafabörn
Okkar ástkæra eiginkona, systir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
VIBEKE JONSSON,
9.4. 1941,
lést miðvikudaginn 9. ágúst á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Útför hennar fór fram í
kyrrþey fimmtudaginn 11. ágúst í bænahúsi Fossvogskirkju.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki á 5. hæð Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir yndislega umönnun og hlýju.
Hlekk að minningarorðum má finna á:
https://minningar.is/memories/vibeke-a.-jonsson-1941-2022
Sigurður Jónsson Árnason
Ingolf Madsen Gitte Madsen
Guðrún Sigurðardóttir Þórleifur Hólm Guðmundsson
Charlotte Sigurðardóttir
Þór Sigurðsson Kolbrún Dóra Kristinsdóttir
Pétur Sigurðsson Jana Sigurðsson
ömmu- og langömmubörn
Elskulegi unnusti minn, faðir, sonur, bróðir,
tengdasonur og barnabarn,
ÞÓRÐUR KÁRASON
pípulagningameistari,
Ásbúð 52, Garðabæ,
lést miðvikudaginn 24. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Elsa Kristín Auðunsdóttir
Laufey Líf, Anna, Tinna, Sunna og Kári
Anna Þórðardóttir Kári Grétarsson
Grétar Kárason
Laufey Baldvinsdóttir
Auðunn Helgi Herlufsen
Þórður Jónsson
Ásdís Hjörleifsdóttir