Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 34
34 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
60 ÁRA Unnur Guðrún Óttars-
dóttir er fædd í Reykjavík 27. ágúst
1962. Hún er stúdent frá Menna-
skólanum í Kópavogi og lauk hún
kennaranámi frá Kennaraháskóla
Íslands 1986. Auk þess hefur Unnur
lokið MA-námi í listmeðferð frá
Pratt Institue í New York og dokt-
orsprófi frá University of Hertfor-
shire í Englandi. Einnig hefur hún
lokið BA- og MA-prófum í myndlist
frá Listaháskóla Íslands.
Unnur hefur rekið eigin listmeð-
ferðarstofu frá 1991 og hefur hún
m.a. veitt einstaklingum meðferð
sem hafa orðið fyrir alvarlegum
áföllum. „Börnin sem ég vinn með
eiga oft mjög erfitt og eru þau í sum-
um tilfellum í umsjá barnaverndar-
nefnda. Þau eru hetjur hversdagsins
þó þau fái ekki verðlaun eða viður-
kenningu fyrir allan þann styrk og
útsjónarsemi sem þau sýna í lífinu.
Ég hef lært mikið um seiglu, þraut-
seigju, styrk og stóíska ró af þeim
börnum sem hafa glímt við, að því er
virðist, óyfirstíganlega erfiðleika og
aðstæður sem þau hafa ekkert vald
til að breyta.“
Unnur hefur sinnt ýmsum nefnd-
ar- og félagsstörfum. Sat hún í nefnd
á vegum Háskólans á Akureyri þar
sem fjallað var um nám í listmeðferð
á Íslandi. Hefur hún setið í stjórn
Félags listmeðferðarfræðinga á
Íslandi og var formaður um tíma.
Unnur sat í stýrihópi fyrir alþjóðlegt
Erasmus-verkefni undir forystu
Listaháskóla Íslands, sem kallast
„Listsköpun og samvinna: Leiðir að
virkni og velferð“. Nú situr Unnur í
stjórn rannsóknarnefndar félags
Listmeðferðarfræðinga í Evrópu.
„Rannsóknir á sviði listmeðferðar og
listsköpunar eru fremur nýjar af
nálinni og margir spennandi fletir og
niðurstöður eru að koma fram í
auknum mæli.“ Þess má geta að
Unnur átti fund með frú Karen
Pence, fv. varaforsetafrú Banda-
ríkjanna, 2019 þegar hún heimsótti
Ísland, þar sem fjallað var um störf
og rannsóknir Unnar á sviði listmeð-
ferðar.
Unnur hefur stundað rannsóknir
á listmeðferð, minni og teikningu um
árabil. Hún hefur þróað nýja hugsun
sem byggir á kenningum og aðferð-
um listmeðferðar þar sem skjólstæð-
ingarnir og nemendur nýta list-
sköpun til að vinna úr tilfinningum
sínum og læra jafnhliða. „Það er
ótrúlegt hversu árangursríkt það er
fyrir flesta að teikna til að leggja á
minnið. Rannsóknin sem ég gerði
sýndi að börnin mundu að jafnaði
fimm sinnum meira af því sem þau
teiknuðu í samanburði við það sem
þau skrifuðu, þegar níu vikur höfðu
liðið frá því að þau lögðu á minnið
upphaflega.“
FJÖLSKYLDA Sonur Unnar er
Jón Karl Sigurðsson, f. 1983, doktor
í stærðfræði. Kona hans er Vala Kol-
brún Pálmadóttir, f. 1982, tauga-
læknir. Börn þeirra eru Pálmi Sig-
urður, f. 2018; og Unnur Lóa, f. 2019.
Faðir Jóns Karls var Sigurður
Hjálmar Jónsson skíðamaður, f.
1959, d. 1996. Foreldrar Unnar eru
Óttar Yngvason, f. 1939, hrl. og
framkvæmdastjóri, og Elín Birna
Daníelsdóttir, f. 1939, hjúkrunar-
fræðingur. Eiga þau fjögur börn og
er Unnur elst þeirra.
Unnur Óttarsdóttir
Ljósmynd/Tia Dufour, ljósmyndari Hvíta Hússins
Með varaforsetafrúnni Frá vinstri: Óttar Yngvason, frú Karen Pence,
Unnur Óttarsdóttir og Jón Karl Sigurðsson.
Ljósmynd/Helga Óttarsdóttir
Fjölskyldan Frá vinstri: Jón Karl, Pálmi Sigurður, Unnur Guðrún, Unnur
Lóa og Vala Kolbrún stödd í golfferð úti á Álftanesi í vor.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft að vera svo sveigjanlegur
sem mest þú mátt. Ef þú tekur þarfir heild-
arinnar með í reikninginn mun það skila
þér mun betri árangri en ef þú einblínir
bara á sjálfan þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ættir að íhuga hugmynd sem ein-
hver hefur fram að færa. Leggðu þitt af
mörkum til að gera andrúmsloftið betra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Ef maður nálgast viðfangsefni sín
af ást, ver maður minni orku í að klára þau.
Vertu ekki of stoltur að leita eftir aðstoð.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér gætu boðist nýir möguleikar
sem þú ert ekki viss um hvernig þú getur
notfært þér. Af þessum sökum skaltu forð-
ast rifrildi við yfirmenn þína eða foreldra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Reyndu að fegra í kring um þig því
þægilegt umhverfi hvetur til vandaðra
vinnubragða og góðra afkasta.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Fólk sem er að reyna að ganga í
augun á þér, móðgar þig hugsanlega alveg
óvart. Reyndu að slaka svolítið á og sjá
hlutina í víðara samhengi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Segðu já ef einhver vill gefa þér eitt-
hvað í dag sem bætir heimilið. Þótt nauð-
synlegt sé að skoða mál frá öllum hliðum
þá kemur að því að ákvörðun verður að
taka.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Láttu aðra ekki velkjast í vafa
um skoðanir þínar. Einhver eldri og vitrari
bíður þess að segja þér eitthvað mikilvægt.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Láttu vonbrigðin ekki ná tökum
á þér. Skoðaðu líf þitt og breyttu til í stað
þess að kenna alltaf öðrum um alla hluti.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú vilt forðast að hitta náinn vin
þinn, en þú getur ekki endalaust skotið
fundi ykkar á frest. Nú er tækifærið að
sýna hvað í þér býr.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er eitt og annað sem kemur
þér á óvart þegar þú ferð að athuga mál
sem þér hefur verið falið að leysa. Nú skipt-
ir máli að halda ró sinni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú getur ekki breytt heiminum og
ættir að líta þér nær og koma jafnvægi á
eigið líf. Það er mikilvægt að þú gerir þér
grein fyrir því að ekki er allt sjálfgefið í
þessum heimi.
höfum haldið hópinn og hist í „sauma-
klúbbi“ mánaðarlega í 54 ár. Höfum
farið saman í mörg ferðalög innan
lands og utan og í 11 ár héldum við
jólaböll fyrir fjölskyldur okkar, með
jólasveinum og lifandi tónlist sem
snillingurinn Reynir Jónasson harm-
onikkuleikari sá um og allar veitingar
voru heimabakaðar, að sjálfsögðu.“
Söngur og tónlist hafa alltaf skipað
stóran sess hjá Þórunni og á skóla-
árunum var hún í Verslunarskóla-
kórnum en stjórnandi hans var Jan
Morávek. Hún söng með Árnesinga-
kórnum í Reykjavík undir stjórn Þur-
íðar Pálsdóttur, í Kirkjukór Hafnar-
fjarðarkirkju þar sem Páll Kr. Páls-
son stjórnaði og með Óratóriu-
kórnum undir stjórn Ragnars
Björnssonar.
„Ég hef verið svo lánsöm að eign-
ast sex frábær barnabörn og hef
fengið að njóta samvista þeirra allt
frá fæðingu. Við höfum farið margar
ferðir saman innanlands og þegar
hvert og eitt þeirra náði 7 ára aldr-
inum, fór ég með þau til Kaupmanna-
hafnar þar sem alltaf var sama dag-
skráin, þ.e. Tívolí og dýragarðurinn
m.a., ásamt heimsókn til Hinriks
bróður míns og fjölskyldu í Svíþjóð.
Þegar Margrét dóttir mín og Sig-
urður hófu sambúð í fyrra bættist
Ágúst Örn í hópinn. Gabríel Þór son-
fjögur ár og tók þátt í alþjóðlegum
fundum og ráðstefnum víða um heim-
inn á þeirra vegum. Hún sinnti
stjórnarstörfum og formennsku í all-
mörg ár í Skálklúbbi Reykjavíkur og
var forseti norrænnar ráðstefnu sem
haldin var í Reykjavík árið 1999. Hún
hefur verið félagi í Rb.st. nr. 1 Berg-
þóru I.O.O.F. í 38 ár og gegnt þar
mörgum trúnaðarstörfum.
„Á Verzlunarskólaárunum eign-
aðist ég frábæran vinahóp. Við vorum
30 sem útskrifuðumst 1968, 13 stelp-
ur og 17 strákar. Við samstúdínurnar
Þ
órunn Ingólfsdóttir fædd-
ist 27. ágúst 1947 á Land-
spítalnum í Reykjavík.
Hún ólst upp á Ásvalla-
götu 49 og í Skipasundi
55 með móður sinni og fóstur-
foreldrum hennar, Sesselju og Georg,
og bjó hjá þeim á veturna á grunn-
skólaárum sínum í Langholtsskóla,
en á sumrin bjó hún hjá móður sinni
og stjúpföður í Hólmgarði 5. „Á ung-
lingsárunum vann ég í Bókaverslun
Eymundsson í Austurstræti 18 við af-
greiðslustörf, í Skrúðgarðinum í
Laugardal við garðyrkju og hjá Loft-
leiðum í Keflavík sem hlaðfreyja.“
Þórunn flutti í Gnoðarvog 64 þegar
hún byrjaði í Vogaskóla. Tveim árum
seinna fór hún í Verslunarskóla Ís-
lands og útskrifaðist þaðan með stúd-
entspróf árið 1968.
„Strax að stúdentsprófi loknu réð
ég mig sem læknaritara hjá dr. med.
Friðriki Einarssyni, yfirlækni á nýrri
skurðlækningadeild Borgarspítal-
ans.“ Á árunum 1969-1972 var Þór-
unn stundakennari í vélritun við
Menntaskólann í Reykjavík og Verzl-
unarskóla Íslands og kenndi einnig
við Lögregluskóla ríkisins og Náms-
flokka Reykjavíkur. Hún vann hjá
Kynnisferðum/Reykjavík Excursions
í fjögur ár við afgreiðslu- og upplýs-
ingastörf. Frá árinu 1981 vann hún
sem deildarstjóri ráðstefnudeilda hjá
eftirtöldum fyrirtækjum, að frátöldu
einu ári sem hún vann hjá Arnarflugi:
Ferðaskrifstofu ríkisins, Ráðstefnum
og fundum og Samvinnuferðum eða
þar til ársins 2001 að hún stofnaði sitt
eigið fyrirtæki ásamt Unni Björk
Guðmundsdóttur, Íslandsfundi ehf./
Meeting Iceland.
„Árið 2005 keypti ég Unni Björk út
úr fyrirtækinu og var eftir það ein
eigandi og framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. Hjá mér vann úrvalsstarfs-
fólk, bæði heilsárs og tímabundið sem
var mikils virði og ég er þakklát fyrir.
Einkunnarorð fyrirtækisins voru:
„Með auga fyrir smáatriðum“. Það
gat verið mikið álag en alltaf gaman
og áhugavert að fást við ólík verkefni
og vera í sambandi við fólk um allan
heim.“
Þórunn var fulltrúi Norðurland-
anna í International Skål Council í
arsonur minn á þrjú hálfsystkini,
Hlyn, Margréti Brynju og Sigurð
Helga Hlöðversbörn og hef ég fengið
að taka þátt í þeirra lífi alla tíð.
Helstu áhugamál Þórunnar eru
lestur góðra bóka, kvikmyndir, leik-
hús, alls konar hannyrðir og blóma-
skreytingar. „Ég hef sótt námskeið
hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum
og hjá Renate Rosenmeier skreyt-
ingameistara í Danmörku. Einnig var
ég um fimm vikna skeið á hinum
þekkta SKALS design og hånd-
arbejdsskole á Jótlandi. Síðastliðinn
vetur var ég á námskeiði í akrýlmálun
í Endurmenntun Tækniskólans hjá
Önnu Gunnlaugsdóttur, listmálara og
kennara. Fór með henni í Skissuferð
til Garda-vatnsins í maí sl. sem var
skemmtileg og lærdómsrík ferð.
Núna er ég þátttakandi í Janus
heilsueflingu til þess að fá aukinn
styrk og orku, sem er mjög gefandi
og ég mæli eindregið með.“
Fjölskylda
Börn Þórunnar og fyrrverandi eig-
inmanns hennar, Stefáns Bergs-
sonar, löggilts endurskoðanda, f. 8.3.
1947, eru: 1) Stefán Þór Stefánsson, f.
24.3. 1969, framkvæmdastjóri ráð-
gjafa- og þjónustusviðs WISE. Sam-
býliskona hans er Jenný Guðmunds-
dóttir, f. 27.9. 1973, flugfreyja. Þau
Þórunn Ingólfsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 75 ára
Með barnabörnunum Þórunn Birna, Berglind Hrönn, Gabríel Þór, Þórunn, Fanney, Karen Lind og Anna Lára.
Kærleikurinn er mikilvægastur
Nýstúdent Þórunn árið 1968.
Til hamingju með daginn