Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 35
DÆGRADVÖL 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
„ÉG HÉLT AÐ ÞEIR GÆTU KANNSKI BORIÐ
KENNSL Á ÞANN SEM STAL SJÓNVARPINU
MÍNU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að vera ekki of
þrjósk til að viðurkenna
mistök.
GULLI?
ROOOP
GULLI BIÐUR
AÐ HEILSA
ER ÞETTA STÓRKJAFTA SEM SYNDIR ÞARNA?
ÉG SÁ ÞESSI TVÖ
KYSSAST BAK VIÐ
KÓRALINN!
NEI! ÞETTA ER
KJAFTASKJÓÐA!
„ÞETTA ER B-VARA. ÉG VAR BÚINN AÐ
VARA HANN VIÐ ÞVÍ AÐ REYNA AÐ SETJA
ÞÁ Í SJÁLFUR.“
BYGGINGAVÖRU-
DEILD
GLUGGAROG
HURÐIR
búa í Kópavogi. Eiga þau dótturina
Karenu Lind, f. 25.12. 2006. Sonur
Stefáns Þórs og Þórunnar Marinós-
dóttur, f. 13.11. 1972, er Gabríel Þór,
f. 4.1. 2000, og dóttir Jennýjar og
Ragnars H. Guðmundssonar, f. 28.10.
1969, er Anna Lára, f. 17.9. 2000; 2)
Margrét Stefánsdóttir, f. 16.3. 1973,
eigandi Heillaverka ehf. Sambýlis-
maður hennar er Sigurður Örn
Ágústsson, stjórnarformaður Blue
Bird, f. 15.4. 1970. Búa þau í Garða-
bæ. Börn Margrétar og Úlfars Har-
aldssonar, f. 22.11. 1969, eru Þórunn
Birna, f. 29.3. 1999, Berglind Hrönn,
f. 4.8. 2005, og Fanney, f. 9.2. 2007.
Sonur Sigurðar og Dagmar Krist-
jánsdóttur Norðdahl, f. 18.11. 1973, er
Ágúst Örn, f. 22.7. 2010. Seinni eigin-
maður Þórunnar er Þorsteinn Sv.
Stefánsson, dr.med., f. 22.8. 1937. Þau
slitu samvistir.
Systkini Þórunnar: Sammæðra:
Georg Heide Gunnarsson, f. 2.1. 1950,
Gunnar Theodór Gunnarsson, f. 30.7.
1954, d. 10.11. 1980, og Hinrik Gunn-
arsson, f. 12.1. 1960; samfeðra: Krist-
ín Ingólfsdóttir, f. 14.2. 1954, og
Pálmi Ingólfsson, f. 28.10. 1958.
Foreldrar Þórunnar voru Ingólfur
Páll Steinsson, prentari og auglýs-
ingastjóri DV, f. 1.6. 1924, d. 25.8.
2021, og Jóhanna Magnúsdóttir, hús-
móðir og skrifstofukona, f. 20.7. 1927,
d. 7.2. 2013. Stjúpfaðir hennar var
Gunnar Magnús Theodórsson, innan-
hússarkitekt og bólstrari, f. 17.7.
1920, d. 14.3. 2002.
Fósturforeldrar Þórunnar voru
hjónin Sesselja Hinriksdóttir verka-
kona, f. 10.9. 1897, d. 12.4. 1978, og
Georg Pálsson, vélstjóri og kyndari, f.
6.11. 1897, d. 25.8. 1983. Þau bjuggu á
Eskifirði og í Reykjavík.
Þórunn
Ingólfsdóttir
Anna Guðmundsdóttir
húsfreyja í Vestra-Fróðholti
Sigurður Einarsson
bóndi í Vestra-Fróðholti
á Rangárvöllum
Steinn Sigurðsson
klæðskerameistari í Vestmannaeyjum
og Reykjavík
Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir
húsfreyja, kennari og hannyrðakona
í Vestmannaeyjum og Reykjavík
Ingólfur Páll Steinsson
prentari og auglýsingastjóri DV,
bjó í Hafnarfirði
Guðrún Pálsdóttir
húsfreyja í Litladal
Friðrik Pétursson
bóndi og smiður í Litladal í
Tungusveit, Skagafirði
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Innri-Drápuhlíð
Jóhann Magnússon
bóndi í Innri-Drápuhlíð
í Helgafellssveit
Magnús Jóhannsson
bóndi á Uppsölum
Ásthildur Jónasdóttir
húsfreyja á Uppsölum í Eiðaþinghá
Ástríður Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Helgafelli
Jónas Sigurðsson
bóndi á Helgafelli í Helgafellssveit
Ætt Þórunnar Ingólfsdóttur
Jóhanna Magnúsdóttir
húsmóðir og skrifstofukona í
Reykjavík
Vísnagátan er sem endranær eft-
ir Guðmund Arnfinnsson:
Bæjarnafn á Norðurlandi.
Nánast torleiði hann er.
Ávallt talin óteljandi.
Aska þekur landið hér.
Guðrún B. á þessa lausn:
Frá Sandi Hólmfríður sprottin spök.
Sprengisandur er dekkjafjandi.
Að telja sand þarf billjón bök.
Svo blæs hún Katla Mýrdalssandi.
Helgi R. Einarsson svarar:
Fía kallast frú á Sandi.
Fór ég Sprengisandinn á.
Sandkorn eru óteljandi.
Ösku kalla sand hér má.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Á sveitabæinn Sand ég fer.
Sandur Sprengi torfær er.
Sandkorn tæpast teljum smá.
Tala um brunasand hér má.
Þá er limra:
Það sem háir bóndanum Brandi
berum á Langasandi
og fer verst með hann
þennan fílhrausta mann
er frammistöðuvandi.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
„Það sem verður að vera
viljugur skal hver bera“,
bið ég snótir og snáða
í snarheitum gátu að ráða:
Nafn það margur maður ber.
Mesti dólgur er sá ver.
Engilhreinn með sóma og sann.
Sérmenntaður víst er hann.
Ég átti afmæli á mánudag. Pétur
Stefánsson sendi mér þessa
skemmtilegu kveðju sem ég er
þakklátur fyrir: „Sæll Halldór.
Til hamingju með afmælið“:
Megi ætíð auðnan fín
á þig skína fögur.
Heillaósk með árin þín
áttatíu og fjögur.
Í þessari hestavísu leikur Sigríð-
ur Beinteinsdóttir á Hávarsstöðum
sér að rími og orðum:
Mjúk í gangi merin slyng
makkann hringar Jóns í fang.
Grasið angar grænt í kring
grjótið springur fróns um vang.
Jónas Jónasson Torfmýri kvað:
Sólin þaggar þokugrát,
þerrar saggans úða.
Fjólan vaggar kolli kát,
klædd úr daggarskrúða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sandar eru margs konar
Mikið úrval fyrir
golfferðina
Finnið okkur á golfa.is golfa.is