Morgunblaðið - 27.08.2022, Page 36

Morgunblaðið - 27.08.2022, Page 36
36 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 2. deild karla Ægir – Njarðvík ....................................... 1:3 Haukar – ÍR.............................................. 0:2 Staðan: Njarðvík 19 16 1 2 55:17 49 Þróttur R. 18 12 3 3 40:24 39 Völsungur 18 9 5 4 38:28 32 Ægir 18 9 3 6 31:31 30 ÍR 19 7 5 7 29:29 26 Höttur/Huginn 18 6 6 6 32:26 24 Haukar 18 6 6 6 26:23 24 KF 18 4 7 7 32:39 19 Víkingur Ó. 18 4 6 8 33:37 18 KFA 18 5 3 10 30:46 18 Reynir S. 18 2 5 11 16:37 11 Magni 18 2 4 12 19:44 10 2. deild kvenna Efri hluti: Grótta – ÍA................................................ 1:1 Fram – KH................................................ 3:0 Staðan: Fram 12 10 1 1 31:7 31 Grótta 12 8 3 1 46:11 27 Völsungur 11 8 3 0 37:10 27 ÍR 11 8 2 1 35:14 26 ÍA 12 7 1 4 41:20 22 KH 12 4 1 7 32:30 13 England B-deild: Luton – Sheffield United......................... 1:1 Staðan: Sheffield Utd. 6 3 2 1 10:5 11 Watford 5 2 3 0 4:2 9 Reading 5 3 0 2 6:6 9 Blackburn 5 3 0 2 6:7 9 Sunderland 5 2 2 1 8:7 8 Hull 5 2 2 1 7:8 8 Bristol City 5 2 1 2 8:6 7 Norwich 5 2 1 2 6:5 7 Preston 5 1 4 0 1:0 7 Millwall 5 2 1 2 7:8 7 Blackpool 5 2 1 2 5:6 7 Cardiff 5 2 1 2 3:4 7 Rotherham 4 1 3 0 6:2 6 WBA 5 1 3 1 8:6 6 Wigan 4 1 3 0 3:2 6 Burnley 5 1 3 1 6:6 6 Luton 6 1 3 2 4:5 6 QPR 5 1 2 2 6:7 5 Birmingham 5 1 2 2 3:4 5 Swansea 5 1 2 2 4:8 5 Stoke 5 1 1 3 5:8 4 Huddersfield 4 1 0 3 5:6 3 Middlesbrough 5 0 3 2 7:9 3 Coventry 2 0 1 1 3:4 1 Þýskaland Freiburg – Bochum.................................. 1:0 Ítalía Monza – Udinese ...................................... 1:2 Lazio – Inter ............................................. 3:1 Staða efstu liða: Lazio 3 2 1 0 5:2 7 Napoli 2 2 0 0 9:2 6 Inter 3 2 0 1 6:4 6 Roma 2 2 0 0 2:0 6 Juventus 2 1 1 0 3:0 4 Holland NEC Nijmegen – Groningen .................. 1:1 - Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá NEC Nijmegen. Belgía B-deild: Genk U23 – Lommel................................ 0:3 - Kolbeinn Þórðarson var ekki í leik- mannahóp Lommel. Svíþjóð Örebro – Piteå.......................................... 0:1 - Berglind Rós Ágústsdóttir lék fyrstu 84 mínúturnar með Örebro. - Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn með Piteå og skoraði. Staða efstu liða: Rosengård 17 13 3 1 51:16 42 Linköping 17 13 1 3 45:14 40 Kristianstad 17 12 3 2 35:12 39 Häcken 17 9 5 3 35:15 32 Hammarby 17 10 1 6 29:22 31 Danmörk Horsens – AGF......................................... 2:1 - Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Horsens og skoraði sigurmarkið. - Mikael Neville Anderson lék allan leik- inn með AGF. Staða efstu liða: Silkeborg 6 4 1 1 12:6 13 AGF 7 4 1 2 9:5 13 Nordsjælland 6 4 1 1 8:4 13 Randers 6 3 3 0 8:4 12 Horsens 7 3 2 2 7:6 11 København 6 3 0 3 13:10 9 B-deild: SönderjyskE – Næstved ......................... 1:1 - Kristófer Kristinsson var ónotaður vara- maður hjá SönderjyskE og Atli Barkarson var ekki í hóp. 0-'**5746-' Danmörk Bikarinn, 16-liða úrslit: Ringsted – Aalborg ............................. 25:32 - Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Aalborgar. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari liðsins. $'-39,/*" Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ákveðið að hætta keppni í golfi. Ólafía, sem er 29 ára, hefur verið einn fremsti kylfingur landsins undanfarinn áratug. Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári, soninn Maron Atlas, en snéri aftur á golf- völlinn á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. „Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ sagði Ólafía Þórunn í færslu sem hún birti á YouTube en hún var meðal annars kjörin íþróttamaður ársins árið 2017. Ólafía Þórunn hættir keppni Morgunblaðið/Óttar Hætt Ólafía Þórunn var kjörin íþróttamaður ársins árið 2017. Alfons Sampsted og liðsfélagar hans hjá Bodø/Glimt frá Noregi leika í A-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ásamt Arsenal frá Englandi, PSV frá Hollandi og svissneska liðinu Zürich en dregið var í riðla í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Elías Rafn Ólafsson og sam- herjar hans í Midtjylland eru í F- riðli ásamt Lazio frá Ítalíu, Feye- noord frá Hollandi og Sturm Graz frá Austurríki. Keppni í Evrópu- deildinni hefst 8. september en dráttinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/fotbolti. Alfons mætir Arsenal Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Noregur Alfons varð meistari með Bodö/Glimt á síðustu leiktíð. BEST Í ÁGÚST Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Mig langaði ekki að koma til baka bara til að vera með heldur koma til baka almennilega,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 19 ára knattspyrnukona hjá Þrótti í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið. Eins og skýrt er frá neðar á síðunni var Ólöf besti leikmaður ágústmánaðar í Bestu deildinni í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Ólöf meiddist illa með U19 ára landsliðinu fyrir tímabilið og lék því sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni 4. ágúst gegn Aft- ureldingu. Hún hefur alls leikið fjóra leiki í deildinni og skorað í þeim tvö mörk og lagt upp þrjú til viðbótar. Þarf að leggja meira á sig „Þetta gerðist með U19. Ég reif liðþófa og eitthvað í hnésbótinni. Það var ekkert sérstaklega þægi- legt,“ útskýrði Ólöf og hélt áfram: „Mér hefur gengið vel og ég er ánægð með hvernig ég hef komið til baka. Ég hefði viljað vinna þennan síðasta leik, en mér finnst þetta flott. Stelpurnar hafa svo ver- ið flottar allt tímabilið og safnað fullt af stigum, þrátt fyrir að vera óheppnar með meiðsli. Álfhildur [Rósa Kjartansdóttir], Katla [Tryggvadóttir] og einhverjir af er- lendu leikmönnunum hafa verið að glíma við meiðsli,“ sagði hún. Ólöf segir meiðslin ekki angra sig lengur, en viðurkennir að hún þurfi að byggja sig meira upp fyrir leiki en áður. „Ekki þannig, en ég þarf að halda mér við og gera æf- ingar. Ég þarf að leggja miklu meira á mig en ég þurfti að gera og undirbúa mig betur líkamlega fyrir leiki.“ Hélt það yrði erfiðara Framherjinn missti af tíu fyrstu leikjum Þróttar í deildinni á leiktíð- inni. Hún átti von á að fjarveran yrði erfiðari en raun bar bitni. „Ég hélt það yrði erfiðara, en ég náði að halda mér upptekinni við að gera annað. Svo reyndi ég alltaf að mæta á æfingar og í alla leiki. Svo var ég með Agli [Egilssyni] sjúkra- þjálfara og Angelos [Barmpas] styrktarþjálfara. Þeir hjálpuðu mér mjög mikið,“ sagði hún. Ólöf fékk mikilvægt hlutverk á bekknum hjá Þrótti á meðan hún jafnaði sig á meiðslunum. „Ég gegndi mjög mikilvægu hlutverki og lét alla skrifa undir á blaðið á leikskýrslunni,“ sagði Ólöf létt, en viðurkenndi síðan að það væri tölu- vert erfiðara að vera á bekknum en á vellinum. „Ég er aldrei stressuð á vellinum en það tekur á taugarnar að setja á bekknum og sérstaklega þegar við erum að tapa. Það er erf- itt að geta ekki hjálpað til.“ Hún er á sínu þriðja tímabili hjá Þrótti, en fyrstu tvö tímabilin var hún að láni frá Val. Hún skipti al- farið yfir í Þrótt fyrir þessa leiktíð og sér ekki eftir því. „Mér líður mjög vel með að vera alveg komin yfir. Köttaranir og allir í Þrótti eru eins og ein stór fjölskylda,“ sagði hún. Ólöf vill sjá fleiri unga leikmenn fara af bekknum hjá Breiðabliki og Val og í önnur fé- lög. „Við Katla höfum sýnt að það er hægt að spila með öðrum liðum en þessum topp tveimur. Mér finnst við líka vera á leiðinni þangað, að verða jafngóð og efstu liðin.“ Eins og má sjá hér fyrir neðan er framlínan í liði ágústmánaðar alfarið skipuð leikmönnum Þrótt- ar. Ólöf nær afar vel saman með þeim bandarísku Murphy Agnew og Danielle Marcano. „Mér fannst leiðinlegt að geta ekki spilað með þeim í byrjun tímabilsins. Það er gaman að fylgjast með þeim í leikjum og æfingum. Um leið og ég mátti skjóta var ég mætt á aukaæfingar með þeim og það virðist vera að virka,“ sagði Ólöf Sigríður. Langaði ekki að koma til baka bara til að vera með - Ólöf búin að jafna sig á erfiðum meiðslum - Fljót að láta að sér kveða Ljósmynd/Þórir Tryggvason Best Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hjá Þrótti úr Reykjavík var besti leik- maður ágústmánaðar í Bestu deildinni að mati Morgunblaðsins. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sóknarmaður úr Þrótti úr Reykjavík var besti leikmaðurinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í ágústmánuði samkvæmt ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Ólöf var ein af þremur leikmönnum í deildinni sem fengu samanlagt fjögur M í þremur leikjum sinna liða í ágúst, en hinar voru bandarísku liðsfélagar hennar Murphy Agnew og Danielle Marcano. Ólöf var áberandi í glæsilegum sóknarleik Þróttara í ágústmánuði og skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú til viðbótar. Þróttur vann þrjá leiki af þremur í mánuðinum og fékk Ólöf einu sinni tvö M, gegn ÍBV, og eitt M í tví- gang; gegn Selfossi og Aftureldingu, en 14. umferðin telur ekki í liðið að þessu sinni, þar sem henni er ekki lokið. Valur og Breiðablik, efstu tvö lið deildarinnar, eru með tvo leikmenn hvort í ellefu manna úrvalsliði Morgunblaðsins í ágúst, sem má sjá hér til hliðar. Þróttur fékk flest M í ágúst Þróttur fékk flest M í ágústmánuði eða 20 talsins. Valur fékk 18 M, Stjarn- an 17, Breiðablik 16, Selfoss 12, Keflavík 12, ÍBV 11, KR 11, Afturelding 11 og Þór/KA fékk 8 M. Af þeim sem eru í liði mánaðarins voru Murphy Agnew úr Þrótti og Sigrún Gunndís Harðardóttir hjá Aftureldingu oftast í liði um- ferðarinnar í ágúst, eða í tvö skipti af þremur. Arna Sig Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hjá Val, Danielle Marcano hjá Þrótti og Betsy Hassett úr Stjörnunni eru í liði mánaðarins í annað sinn. Lið ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu í Bestu deild kvenna 2022 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar í ágúst 2 Fjöldi sem leikmaður fékk í ágúst 2Tiffany Sornpao Selfoss Vigdís Lilja Kristjánsdóttir Breiðablik Danielle Marcano Þróttur Betsy Hassett StjarnanAgla María Albertsdóttir Breiðablik Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Valur Murphy Agnew Þróttur Arna Sif Ásgrímsdóttir Valur Caroline van Slambrouck Keflavík Ólöf Sigríður Kristinsdóttir Þróttur Sigrún G. Harðardóttir Afturelding 2 1 3 3 1 1 3 1 3 3 1 3 1 4 1 4 2 4 1 3 2 Ólöf Sigríður best í Bestu deildinni í ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.