Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í aðdraganda
innrásar
Rússa í Úkra-
ínu í febrúar sl.
þótti mörgum það
vera talandi dæmi
um ósvífni Pútíns forseta, sem
ætti sér engin mörk, að fullyrða
að engin ákvörðun hefði verið
tekin um að senda rússneska
herinn yfir landamæri Úkraínu.
Mikið lið hafði verið dregið
saman við norðurlandamærin
og stríðsæfingar hafnar í
Hvíta-Rússlandi. Á meðan á
þessu stóð sendu ráðamenn á
Vesturlöndum ekki vopn til
Úkraínu. Kanslari Þýskalands
og forseti Frakklands töluðu
fyrir því að ekki mætti ýta und-
ir að stríð brytist út. Þeir töldu
sig geta spilað rullu sem sátta-
semjarar, enda nytu þeir tiltrú-
ar Pútíns umfram aðra. Og ekki
vantaði upp á að símalínur log-
uðu til að þefa af því sem helst
gæti vakið áhuga leiðtogans í
Kreml og komið í veg fyrir að
innrás hæfist.
Þessir menn og fleiri fengu
sæti við langa borðið í Kreml,
sem lengdist sífellt. En á dag-
inn kom að friðarboðar höfðu
ekkert uppi í erminni og höfðu
ekki undirbúið að senda Úkra-
ínu varnarvopn, héldi Pútín
sínu. En sennilega töldu þeir
sér trú um að þeirra vel aug-
lýsta framtak hefði seinkað því
að Pútín sendi mannskap og tól
yfir landamærin. En þetta þukl
seinkaði ekki því að gefin væru
fyrirmæli um innrás. Ástæðan
var einföld. Þegar þarna var
komið var aðeins einn banda-
maður sem Pútín vildi ekki
styggja. Forseti Kína. Hann
vildi halda þessum þætti heims-
friðar þar til Ólympíuleikum
hans væri lokið. Pútín lofaði því
og kom spjall og spurninga-
leikur við leiðtogana sér vel og
breiddi yfir raunverulegu
ástæðuna. Pútín hefði aldrei
látið það innantóma spjall tefja
sig. Og það er vafalaust að töfin
var Rússlandi dýr, en hún var
óhjákvæmileg.
Pútín hélt loks yfir landa-
mærin og í átt til Kænugarðs.
Hann stillti upp langri röð
óhugnaðartóla og hers á veg-
inum í átt til höfuðborgarinnar.
Þessi sýning, rétt eins og upp-
stillingin sem nefnd var í upp-
hafi og heræfingarnar, átti að
sannfæra Úkraínumenn um að
staða þeirra væri töpuð. For-
seti Úkraínu og hans menn
gerðu sér grein fyrir að Pútín
taldi sig ekki þurfa að bjóða
þeim neitt. Hann væri þó tilbú-
inn til að draga úr markmiðum
um til að leggja allt landið undir
Moskvu. Það væri hans eftir-
gjöf. Hann héldi yfirtökunni frá
2014 og óverulegri viðbót,
kannski næsta líkt því sem
hann hefði þegar
hrifsað. Úkraína
gæti því haldið sínu
að mestu, en yrði
„hlutlaust ríki“ og
félli frá öllum hug-
myndum um aðild að Nató og
hlyti að auka og efla tengsl sín
við Rússland. Þetta síðasta hef-
ur ætíð verið forgangskrafa
Pútíns og er sú enn þýðingar-
meiri eftir að Pútín missti Finn-
land og Svíþjóð í Nató, sem allt
fram í febrúar 2022 hefði verið
óhugsandi. Sú kúvending er
eina mikla niðurlægingin sem
Pútín hefur orðið fyrir á spila-
borði utanríkismála frá því að
hann tók við völdum. Flestir
aðrir leikir hans, og sumir
næsta óvæntir, hafa gengið upp
og aukið virðingu hans sem
andstæðings, sem þyrfti að
taka alvarlega.
Pútín óttaðist ekki hótanir
um refsiaðgerðir. Slíkt tal, eftir
landtöku hans 2014, kostaði
hann lítið. Þvert á móti héldu
stórríki ESB áfram að kremja
sig sjálf undir áhrif Rússa svo
sem með langtímasamningum
um stórfelld olíukaup og að haf-
ist var handa um að loka á nýt-
ingu kjarnorku í ríkjum eins og
Þýskalandi.
Evrópuríkin telja brýnt að
þessari óþægilegu uppákomu í
austri ljúki sem fyrst. Efna-
hagsþvinganirnar miklu hittu
þau sjálf fyrir. En menn gáfu
sér að fara mætti með það mál
eins og sýndarleikinn frá 2014.
Nú eru þýskar verksmiðjur að
loka vegna óbærilegs kostnað-
ar, enda hefur orkuverð hækk-
að meira en spáð var. Selenskí
forseti sá fyrir að veturinn yrði
erfiður fyrir baráttuna upp á líf
og dauða. Að auki stýrir Boris
ekki Bretlandi lengur. Marg-
víslegur efnahagsvandi er að
hrjá Breta sífellt verr. Það
dregur úr getu þeirra. Hvernig
sem kosningarnar fara í Banda-
ríkjunum eftir tvo mánuði er
hætt við að brátt losni um
stuðning við óvinnandi hernað.
Verðbólgusprengja er þar og
hún verður ekki hunsuð lengur.
Á evrusvæðinu er verðbólga
komin upp í 9,1%. Hraði hennar
hefur ekki verið slíkur í aldar-
fjórðung. Seðlabanki evrunnar
tók allt of seint við sér. Við
þetta allt bætast svo áætlanir í
álfunni um skömmtun og
myrkvun á kaldasta tíma árs-
ins. Það mun ekki ýta undir
stuðning við slag sem enginn
endir sést á. Pútín hefur putta
sinn á því að flýta fyrir þessari
öfugsnúnu þróun.
Robert Habeck efnahags-
ráðherra Þýskalands sagði ný-
verið að „hvar sem orkuþörf
væri þýðingarmikill þáttur í
rekstri fyrirtækis horfðu menn
á skelfilega stöðu“.
Efnahagsþvinganir
allra tíma urðu hæl-
krókur á þá sjálfa}
Þrengingar og vetrar-
veður veikja vonir
Þ
egar litið er á einstök framfaraskeið
í sögu þjóðarinnar kemur í ljós hve
frjáls utanríkisviðskipti og inn-
streymi erlends fjármagns hefur
haft þar mikið að segja. Í byrjun
síðustu aldar var erlent fjármagn drifkraftur-
inn að baki tæknibyltingu í sjávarútvegi og öðr-
um atvinnugreinum. Útlendingar kenndu okk-
ur að leggja vegi, byggja brýr og hafnir, teikna
og smíða hús, svo ekki sé minnst á aðrar iðn-
greinar og handverk á borð við brauð- og öl-
gerð. Margir settust hér að og urðu hluti af
þjóðinni. Þegar skrúfað var fyrir frjáls viðskipti
við útlönd og erlent áhættufjármagn hvarf úr
landinu á kreppuárunum komu áratugir hafta
og stöðnunar í kjölfarið.
Kostir beinnar erlendrar fjárfestingar eru
ótvíræðir í samanburði við erlendar lántökur.
Ný þekking og kunnátta fylgir fjárfestingunni,
hún leiðir til aukinnar fjölbreytni atvinnulífsins og opnar
nýja markaði fyrir útflutning. Stoðir efnahagslífsins verða
fjölbreyttari og velmegun eykst. Erlendur aðili sem hættir
fjármagni sínu í íslenskt fyrirtæki til lengri tíma er í raun-
inni að lýsa yfir stuðningi við íslenskt efnahagslíf og vilja
til að byggja upp og efla nýsköpun í landinu.
Gildandi reglur um erlenda fjárfestingu eru fremur
strangar í alþjóðlegum samanburði. Nefna má takmark-
anir á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi og einnig
verður að hafa hugfast að fjölmörg atvinnustarfsemi er að
mestu rekin af fyrirtækjum í eigu opinberra aðila. Þetta
gildir t.d. um fyrirtæki í framleiðslu og dreif-
ingu á raforku, svo og öflun og dreifingu á
heitu og köldu vatni. Opinber rekstur er einnig
ríkjandi hvað varðar vegakerfið, flugvelli,
hafnir og flugumsjón, svo ekki sé minnst á
heilbrigðiskerfið. Bent hefur verið á að aðeins
tvö aðildarríki OECD búi við meiri hömlur
hvað varðar erlenda fjárfestingu, en það eru
Nýja-Sjáland og Mexíkó.
Áform um heildarlög varðandi rýni beinnar
erlendrar fjárfestingar vegna þjóðaröryggis
og allsherjarreglu voru nýlega kynnt í sam-
ráðsgátt stjórnvalda. Þau áform verður að
skoða í ljósi alls framangreinds og einnig með
tilliti til þess að nýsköpun í greinum sem hvíla
á hugviti og sérhæfðri þekkingu verður að hafa
aðgang að erlendu áhættufjármagni.
Áformin eru í sjálfu sér skiljanleg en út-
færsla þeirra má ekki fæla útlendinga frá fjár-
festingum í íslenskum fyrirtækjum. Við þurfum mjög á
beinni erlendri fjárfestingu að halda eins og sagan kennir
okkur. Nálgunin við þetta viðfangsefni má ekki vera á for-
sendum hræðslu við útlendinga eða skapa tyrfið og frá-
hrindandi lagaumhverfi. Fremur en að draga úr ættum
við að hvetja erlenda fjárfesta til að koma hingað með fjár-
magn sitt með einföldu og skiljanlegu regluverki þó að
jafnframt sé hugað að öryggishagsmunum þjóðarinnar.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Framfarir og erlend fjárfesting
Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BRENNIDEPILL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Á
þessu ári hafa nú þegar
2.550 manns sótt um al-
þjóðlega vernd á Íslandi,
sem eru nær þrisvar sinn-
um fleiri en í fyrra og vel ríflega
tvisvar sinnum fleiri en þegar næst-
flestir sóttu um alþjóðlega vernd hér
á landi. Haldi fjölgunin áfram sem
horfir munu þeir vera rúmlega þrjú
þúsund í árslok, um 0,8% af íbúa-
fjölda landsins. Mestu munar um fólk
á flótta frá innrás Rússa frá Úkraínu,
en jafnvel þegar sá fjöldi er undan-
skilinn blasir við að straumurinn
hingað til lands hefur þyngst mjög
mikið, ár frá ári.
Mál þessi hafa verið mjög í
deiglu síðan alþjóðleg flóttamanna-
bylgja reis við strendur Evrópu 2015,
sem að miklu leyti mátti rekja til
borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi og
óaldar víðar í Mið-Austurlöndum og
Afríku. Þjóðflótti frá Venesúela bætt-
ist þar við og nú nýverið flóttamenn
frá Úkraínu. Alls er talið að í heim-
inum séu um 100 milljónir manna á
flótta.
Hér á landi hefur aukningin
tæplega farið fram hjá neinum, ekki
síst hin öra fjölgun Úkraínumanna,
sem raunar hefur um margt gengið
furðuvel. Hins vegar eru skólar víða
orðnir afar þétt setnir, það reynir á
fleiri innviði og ástandið víða komið
að þolmörkum.
Kostnaður snareykst
Heildarkostnaður ríkisins við
verndarkerfið hefur verið ríflega 3,5
milljarðar króna undanfarin ár, en
stefnir nú hraðbyri í fimm milljarða á
ári. Þá er ótalinn kostnaður vegna
þeirra mála undir félagsmálaráðu-
neyti og menntamálaráðuneyti, sem
eru engir smáaurar heldur.
Verra er að allt bendir til að
samfélagið ráði ekki við fjöldann
lengur. Húsnæði skortir, mennta-
kerfið getur ekki tekið við börnunum,
leikskólapláss vantar, sveitarfélög
eins og Reykjavík, Hafnarfjörður og
Reykjanesbær, sem hafa viljað taka
þátt í móttökunni af góðum hug, geta
ekki mikið meira, en kostnaður þeirra
hefur vaxið gríðarlega.
Ekki bætir úr skák að allt þetta
virðist hafa verið stórkostlega van-
metið af ráðuneytunum sem í hlut
eiga. Á sama tíma hefur þingið ítrek-
að, ár eftir ár, hafnað því að afgreiða
frumvörp, sem taka á málinu að ein-
hverju leyti, þótt þau hrökkvi örugg-
lega ekki til.
Frumvarp í fimmtu tilraun
Til stendur að gera fimmtu til-
raunina til þess að leggja fram frum-
varp um breytingar á útlendinga-
lögum frá 2016 á Alþingi nú í haust og
verður það eitt af fyrstu þingmál-
unum á dagskrá þingsins. Viðbúið er
að umræðan um það verði fyrirferð-
armikil, enda skiptar skoðanir á þess-
um málum og nokkur tilfinningahiti
um þau sömuleiðis.
Segja má að hér á landi skipti
nokkuð í tvö horn með afstöðuna í
þessum efnum. Annars vegar eru
þeir sem segja að Ísland eigi fullt í
fangi með að taka við fólki, sem hér
leitar hælis, en jafnframt séu í þeim
hópi margir, sem ekki eigi erindi
hingað til lands á þeim forsendum.
Hins vegar segja aðrir að Ísland þurfi
að gera miklu meira í þeim efnum og
ekki skuli efast um erindi þeirra, sem
segjast vilja fá hæli, eða snúa þeim til
þess lands, þar sem þeir hafi fyrst
gefið sig fram, líkt og nú er kveðið á
um í alþjóðaskuldbindingum. Margir
eru auðvitað einhvers staðar þar á
milli og loks má geta þeirra, sem telja
einfaldlega að landamærin eigi að
vera galopin, en þá stendur eftir
spurningin hvort almenningur eigi að
standa straum af kostnaðinum, sem
af komu hælisleitenda hlýst.
Útlendingamálin enn
og aftur í deiglunni
Fjöldi fólks sem hlotið hefur vernd á Íslandi
Frá 2014, eftir tegund verndar Heimild: Gallup
0
200
400
600
800
1000
1200
’22’21’20’19’18’17’16’15’14
Vernd ættingja
Kvótaflóttamenn
Mannúðarsjónarmið
Viðbótarvernd
Vernd
1.107
Viðbrögð benda til þess að
frumvarp Jóns Gunnarssonar
dómsmálaráðherra muni ekki
renna andstöðulaust í gegnum
Alþingi. Varla verður þó hjá því
litið að staðan hefur gerbreyst á
undanförnum árum, bæði hvað
heildarfjölda varðar og ásókn
þeirra, sem fremur eru að flýja
bág kjör en bráða lífshættu.
Vel er þekkt að hagkerfið hef-
ur þörf fyrir vinnufúsar hendur,
en það er verra ef það fólk slig-
ar hæliskerfið vegna þess að
aðrar leiðir eru torsóttari.
Huga þarf að stöðu og getu
sveitarfélaga til að sinna mála-
flokknum, en félagsmálaráðu-
neyti og menntamálaráðuneyti
telja sig nú þegar þurfa tæpan
milljarð kr. í aukafjárveitingu.
Bregðast þarf við á enn stór-
tækari hátt ef íbúum landsins
fjölgar árlega um eins og einar
Vestmannaeyjar, allt fólk utan
EES og margir í viðkvæmri
stöðu, en við bætist að réttur til
fjölskyldusameininga mun vafa-
laust auka fjöldann enn frekar.
Erfið mál
úrlausnar
HÆLISLEITENDUR