Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 Haustverkin September er genginn í garð og þá er ekki seinna vænna að klára útiverkin áður en veturinn skellur á. Eggert Úkraína, ríki sem hefur búið við innrásir og ógnanir af hálfu Rússa allt frá árinu 2014, hefur nú staðið af sér linnulausar sprengjuárásir, umsátur um borgir og grimmdar- verk gagnvart almennum borg- urum um hálfs árs skeið. Úkraína heyr ekki aðeins varnarstríð fyrir lýðræðið heldur berst beinlínis fyrir lífi sínu sem sjálfstætt ríki. Hinn 24. ágúst sl. fagnaði Úkra- ína 31. afmæli sínu sem sjálfstætt ríki. Það er þungbært til þess að hugsa að á þeim sama degi voru einnig liðnir réttir sex mánuðir frá því að rússnesk stjórn- völd hófu tilhæfulausa og víðtæka innrás í Úkra- ínu, árás sem var fordæmd af samfélagi þjóð- anna, sem og allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, og sem varð tveimur þjóðum hvatning til að sækja um aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Okkur ber að styðja Úkraínu sem fullvalda lýðræðisríki og styðja viðleitni úkraínskra stjórnvalda til að verða hluti af samstarfi Evr- ópuríkjanna. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu er meðal alvarlegustu hernaðaraðgerða á evr- ópskri grund frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar. Rússneskar hersveitir hafa framið grimmdarverk og stríðsglæpi og hernaður Rússa í Úkraínu mun hafa miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi um heim allan, sem og efnahagsástand í heiminum. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við hernaði Vladimírs Pútíns á hendur Úkraínu með reiði og hneykslan, ekki síst vegna þess að staðfestar frásagnir af ofbeldi, eyðileggingu, hermd- arverkum og morðum hafa borist nánast dag- lega. Skýrslur sem herma að rússneskir embætt- ismenn hafi skipulagt og hrint í framkvæmd svokölluðum „fráflokkunaraðgerðum“, ásamt gögnum sem sýna fram á að rússneskar her- sveitir hafi yfirheyrt, handtekið, hrakið á flótta eða flutt úr landi með valdi milljónir úkraínskra ríkisborgara, þar á meðal börn, hafa vakið reiði og hneykslun. Við höfum séð myndir af hroðalegum afleið- ingum sprengjuárása Rússa á staði þar sem al- mennir borgarar hafa leitað skjóls, svo sem skóla, leikhús og sjúkrahús. Óháðir fjölmiðlar og mannúðarsamtök hafa í sínum fórum skjalfestar heimildir um aftökur sem hafa farið fram í borg- um eins og Bútsja og Irpin, um pyntingar á jafnt hermönnum sem almennum borgurum og að öllum íbúum í heilli borg, svo sem Mariupol, hafi verið meinaður aðgangur að grunnþjónustu og um leið hafi þeir sætt hörðum árásum og grimmdarverkum af hendi hernámsliðsins. Einnig benda ýmis gögn til þess að Rússar hafi í hyggju að innlima stór svæði Úkraínu með valdi með því að nota aðferðirnar í „innlim- unarhandbókinni“ sem við mun- um frá 2014. Hyggjast rússnesk stjórnvöld setja í embætti ólög- mæta leppembættismenn með það hlutverk að halda sýnd- arþjóðaratkvæðagreiðslu um að verða hluti af Rússlandi. Inn- limun með valdi væri gróft brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem ekki yrði látið afskiptalaust og hefði alvarlegar afleiðingar. Ekkert ríki hefur rétt á að breyta einhliða landamærum nágrannaríkis síns. Virkt samstarf við alþjóðasamfélagið Á meðan dauði og eyðilegging eru daglegt brauð í Úkraínu hafa íbúar landsins leitað skjóls í neðanjarðarbyrgjum, hætt lífi sínu til að afla sönnunargagna um grimmdarverk og barist upp á líf og dauða fyrir þjóð sinni, tungu, frelsi og sjálfsmynd. Þrautseigja og staðfesta úkraínsku þjóðarinnar hefur orðið heimsbyggðinni allri hvatning til að styðja baráttu þeirra fyrir frelsi. Vopnaðar hersveitir Úkraínu hafa barist af krafti til að verja þau gildi sem okkur öllum eru kær. Bandaríkin styðja margvíslegar alþjóðlegar rannsóknir á voðaverkum í Úkraínu. Þar með eru taldar þær rannsóknir sem Alþjóðlegi saka- máladómstóllinn, Sameinuðu þjóðirnar og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) standa fyrir. Bandaríkin eru ævinlega reiðubúin að styðja dómstóla í þeim löndum um heim allan sem hafa lögsögu yfir einstaklingum sem eru ákærðir fyrir alþjóðlega glæpi. Við munum nú sem endranær eiga virkt samstarf við alþjóða- samfélagið til að aðstoða Úkraínu við endur- byggingarstarfið. Afleiðinganna af árásarstríði Rússa gætir víð- ar en í Úkraínu. Innrásarstríð Rússa hefur vald- ið miklu uppnámi í kornverslun á heimsvísu og stofnað fæðuöryggi fjölda þjóða í hættu. Þetta ástand hefur einnig ýtt undir verðbólgu og or- sakað miklar verðhækkanir um heim allan. Sprengjuárásir á akra, flutningskerfi og geymslusvæði í Úkraínu hafa valdið gífurlegri eyðileggingu, sem veldur því að landið getur ekki lengur fætt íbúa sína og íbúa fjölda annarra landa. Í mörgum tilvikum hafa rússneskar her- sveitir bókstaflega skilið eftir sig sviðna jörð á úkraínskum ökrum. Úkraínskir bændur, sem hefðu ella mátt vænta metuppskeru í sumar, reyna nú eftir bestu getu að afla nýrra landbúnaðartækja í stað stolinna eða skemmdra tækja og berjast við að sjá fjölskyldum sínum og nærsamfélögum farborða. Bandaríkin leggja áherslu á að tryggja að úkraínsk matvæli komist á heimsmarkað. Við höldum áfram að nota alþjóðasamstarf, svo sem samstarf G20-ríkjanna, til að þrýsta á Rússa um að standa við nýgerðan samning um að leyfa flutninga á matvælum frá úkraínskum höfnum við Svartahafið. Í ljósi bíræfinna árása Rússa á höfnina í Ódessu, aðeins 24 klukkustundum eft- ir undirritun samningsins, sem og þráfelldra árása þeirra á landbúnaðarsvæði og flutninga- starfsemi, er ljóst að alþjóðasamfélagið þarf að beita sér af fullum þunga til að greiða fyrir út- flutningi matvæla frá Úkraínu. Markmiðið að þvinga stjórnvöld til að láta af ofbeldisverkunum Þótt Vladimír Pútín hafi þegar valdið Úkra- ínu og heiminum öllum óafturkræfum skaða er markmið refsiaðgerða af hálfu Bandaríkjanna og samstarfsríkja okkar að þvinga stjórnvöld í Kreml til að láta af ofbeldisverkunum. Aðgerð- irnar hafa þegar komið hart niður á efnahag Rússlands og neytt þarlend stjórnvöld til að beita fordæmalausum og ósjálfbærum inn- gripum til að hindra alvarlegan skaða. Hagfræðingar spá því að til lengri tíma litið og með hertum refsiaðgerðum verði rússnesk stjórnvöld uppiskroppa með neyðarbjargráð og þá komi hinn raunverulegi fórnarkostnaður af ákvörðunum þeirra harkalega niður á rúss- neskum almenningi. Þessa má þegar sjá merki, hvert sem litið er. Stjórnvöld í Kreml hafa ekki birt neinar þjóð- hagslegar upplýsingar um nokkurra mánaða skeið. Þótt Pútín fullyrði að efnahagur Rúss- lands hafi verið blómlegri en efnahagur ESB- ríkjanna tala rauntölur öðru máli. Á öðrum árs- fjórðungi 2022 varð fjögurra prósenta sam- dráttur í efnahag Rússlands, en hagvöxtur í ESB-ríkjunum jókst sem nam sömu prósentu- tölu. Rússland hefur þegar lent í vanskilum með tvær afborganir skulda og hefur í fyrsta sinn í meira en öld ekki getað staðið í skilum með er- lendar gjaldeyrisskuldir sínar. Samþættar refsiaðgerðir hafa einnig leitt til frystingar á meira en helmingi varasjóðs Seðla- banka Rússlands, fjármuna sem stjórnvöld í Kreml hefðu að öðrum kosti nýtt til að knýja stríðsvél sína. Skertur aðgangur að innfluttum aðföngum og fullunnum vörum, sérstaklega vörum sem innihalda háþróaðan tæknibúnað, hefur þegar orsakað flöskuhálsa og mun til lengri tíma litið hamla framleiðslu, flutningi og verslun, og það sem meira er, framleiðslu og viðhaldi á hernaðartækjum og -tólum. Á meðan refsiaðgerðirnar draga úr getu Pút- íns til að vígbúast, verja úkraínskar hersveitir land sitt af festu og áræðni. Úkraínska þjóðin verst sem einn maður, sameinaðri en nokkru sinni fyrr. 1,2 milljarðar bandaríkjadala í mannúðaraðstoð Frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst í febrúar hafa yfir 50 ríki slegist í hóp með Bandaríkjunum og veitt Úkraínu öryggis- aðstoð. Í sameiningu hefur okkur tekist að greiða fyrir enn fleiri vopnasendingum til Úkra- ínu til að halda áfram vel heppnuðu varnarstríði sínu. Frá því að Rússland hóf þaulskipulagt, tilefn- islaust og grimmilegt stríð sitt gegn Úkraínu hinn 24. febrúar sl. hafa Bandaríkin lagt Úkra- ínu til hernaðaraðstoð fyrir andvirði næstum 10 milljarða bandaríkjadala. Þar á meðal eru stór- skotaliðsbúnaður og skotfæri, brynvarin öku- tæki og háþróuð loftvarnarkerfi fyrir Úkraínu. Fyrir þrautseigju og staðfestu Úkraínu- manna hafa yfir 2,6 milljónir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum vegna innrásarinnar – eða rúmur þriðjungur þeirra sem urðu að flýja – getað snúið aftur heim. Borgaralegt samfélag í Úkraínu hefur veitt víðtæka og síaukna mannúðaraðstoð, samþætt úrræði og endurreist nærsamfélög. Hjálp- arstarfsmenn, sem flestir eru frá Úkraínu, eru við störf á öllum 24 stjórnsýslusvæðum Úkraínu og geta aðstoðað næstum 12 milljónir íbúa Úkraínu. Bandaríkin eru stolt af því að hafa lagt yfir 1,2 milljarða bandaríkjadala til mannúðar- aðstoðar á þessu ári. Hinn víðtæki stuðningur, sem alþjóða- samfélagið hefur sýnt Úkraínu, allt frá þjóð- þingum heimsins til Evrópuráðsins, sýnir með órækum hætti að tilefnislausum árásum á sjálf- stæð, fullvalda ríki verður mætt með fordæm- ingu og þær munu reynast árásarríkinu dýr- keyptar. Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar um allan heim tala nú einum rómi, sem aldrei fyrr. Við stöndum áfram með Úkraínu og liðsinn- um henni í baráttunni fyrir lífi þjóðarinnar, um leið og við styrkjum og eflum varnir Evrópu og lýðræðislegan grundvöll ríkja álfunnar. Við stöndum með Úkraínu vegna þess að landa- mæri og fæðuöryggi mega ekki verða að kúg- unartæki. Við stöndum með Úkraínu vegna þess að mannréttindi eru óumdeild réttindi allra. Við stöndum með Úkraínu vegna þess að það er rétt. Eftir Michelle Yerkin » Við stöndum áfram með Úkraínu og liðsinnum henni í baráttunni fyrir lífi þjóðarinnar, um leið og við styrkjum og eflum varnir Evrópu og lýðræðislegan grundvöll ríkja álfunnar. Michelle Yerkin Höfundur er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þrautseigja úkraínsku þjóðarinnar um sex mánaða skeið Kirkjudeildir, sem samanlagt telja 2,5 millj- arða kristins fólks um all- an heim, standa saman að Grænum september – The season of Creation – á hverju ári. Tímabilið stendur frá Bænadegi sköpunarinnar, 1. sept- ember, til hátíðardags Frans frá Assisí, vernd- ara vistfræðinnar, 4. október. Hér hefur myndast sú hefð að ljúka því ekki fyrr en í tengslum við um- hverfisþingið stóra, Hringborð norður- slóða (Arctic Circle Assembly), sem hald- ið er um miðjan október í Hörpu. Þjóðkirkjan hefur tekið virkan þátt í Grænum september frá því 2017 og stað- ið fyrir því að forystufólk af akri alþjóð- legrar kristni hafi látið að sér kveða á Arctic Circle. Hin síðari ár hefur verið lögð áhersla á að ræða við landverndar- og náttúrufræðinga, innlenda sem er- lenda, meðal annars á Skálholtsráð- stefnum, en slík ráðstefna verður nú haldin í fjórða sinn. Runni með rauðum borðum í kirkjunni? Stef Græns september á þessu ári er: „Hlustum á raddir sköpunarverksins“. Víða um heim má heyra kveinstafi úr sköpunarverkinu, skógar braka til að mynda af logandi eldi, dýrin leggja á flótta undan svíðandi logum og fólk neyð- ist til þess að yfirgefa heim- kynni sín, umlukið reykjar- svælu. Táknræn mynd Græns september í ár er á hinn bóginn sýn fjárhirðisins Móse á Hóreb-fjalli: Runni í ljósum logum sem þó brenn- ur ekki. Hér er ekki á ferð- inni eyðingarafl sem brennir til ösku heldur staðfesting á nærveru Guðs. Hann heyrir kveinstafi þess og þeirra sem þjást og kallar til forystu um baráttu gegn eyðingu, órétt- læti og kúgun. Andi Guðs kallar á okkur að hlýða á margradda kveinstafi sköpunarverksins og bregðast við þeim með tilbeiðslu, iðrun og aðgerð- um. Minnt er á að um köllun er að ræða og að á þeim stað þar sem við hvert og eitt stöndum sé heilög jörð. Erindi Guðs hið sama að fornu og nýju Ég bendi öllum áhugasömum á heima- síðu Tímabils sköpunarverksins, sem við köllum Grænan september, https:// seasonofcreation.org. Þar er okkur meðal annars bent á að gæta þess í málatil- búnaði okkar að við hlustum sérstaklega á og styrkjum raddir og hugmyndir þeirra sem minnst hafa ýtt undir lofts- lagsbreytingar en verða mest fyrir barðinu á þeim. Þar á meðal eru raddir ungs fólks og fólks á flótta sem hefur sára sögu að segja en nær ekki eyrum þeirra sem ráða. Ég minni í því sambandi á vefinn: https://heimsmarkmid.is þar sem ígrundað er hvað biblían og kristin trú leggi til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. „Köllun Móse þá og nú“ Gunnlaugur A. Jónsson prófessor em- eritus segir í grein sinni „Köllun Móse þá og nú“ um málverk Einars Hákonar- sonar, að þegar Drottinn loks taki til máls um erindi sitt og hlutverk það sem hann hyggst fela Móse á hendur, hefjist það á þeim orðum að hann hafi séð „eymd þjóðar“ sinnar í Egyptalandi, „heyrt kvein“ og „þekki þjáningu“ hennar. Síðan segir Gunnlaugur: „Kvein til Drottins í Gamla testamentinu kallar yfirleitt á við- brögð hans og svo er einnig hér. Það reyndist einmitt vera erindi hans við Móse, sem hann fól að fara af stað og leiða þjóð sina „… út úr Egyptalandi“.“ Að gömlu og nýju á Guð við okkur sama erindið; að kalla til forystu um að bregðast við kveinstöfum og lina þján- ingar. Leiða til sigurs í baráttu gegn óréttlæti og eyðingu lífs. Grænn september í ljósum loga Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur » Þjóðkirkjan hefur tekið virkan þátt í Grænum september frá því 2017 og staðið fyrir því að forystufólk af akri alþjóðlegrar kristni hefur látið að sér kveða á Hringborði norðurslóða. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.