Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 Nýjar vörur frá sænska merkinu Ten Points Margir fallegir litir og mismundi týpur, með hlýju fóðri eða án Garðatorg 6 | sími 551 5021 | aprilskor.is Ten Points Alice Ten Points Pandora 32.990 kr. Ten Points Clarisse 28.990 kr. Ten Points Pandora 29.990 kr. Ten Points Isadora 28.990 kr. Ten Points Pandora 28.990 kr. Ten Points Lena 30.990 kr. Ten Points Pandora 28.990 kr. Vefverslun | aprilskor.is Guðmundur G. Þór- arinsson verkfræð- ingur skoðaði Gamla sáttmála sem verk- takasamning (Mbl. 6. ágúst). Með honum hefði Noregskonungur tekið að sér að tryggja hagsmuni Íslendinga gegn því að fá að ráða á Íslandi. Í þessu sam- bandi má minna á ný- legar skoðanir tveggja sagnfræð- inga á 13. öld. Sverrir Jakobsson, prófessor í Háskóla Íslands, lítur svo á, að Noregskonungur hafi náð ráð- um á Íslandi í áföngum á um 60 ára tímabili, með lokaaðgerð 1281, þegar Jónsbók var leidd í lög. Þetta kom nýlega fram í erlendu tímariti í sögu. Innflutningur á ófriði Hinn sagnfræðing- urinn, Jón Viðar Sigurðsson, prófessor við háskólann í Osló, kynnti fyrir þremur árum í miðaldastofu Háskóla Íslands rannsókn, sem náði til ýmissa landa þar sem hafði staðið langdregin borgarastyrjöld. Niðurstaðan var sú, að þátttaka erlendra aðila sé ein meginástaða þess, að margar af borgarastyrjöldum líðandi stundar virðast engan enda hafa. Það eigi einnig við um Ísland á 13. öld. Borg- arastyrjöldina þá megi að miklu leyti rekja til hlutdeildar norska kon- ungsvaldsins. Hún kom af stað deil- um, og þegar eina andstæðingnum hafði verið rutt úr vegi, Ásbirn- ingum, datt næstum allt í dúnalogn og Íslendingar gengu konungsvald- inu á hönd. Það var því norska kon- ungsvaldið, sem olli þessum átökum og batt jafnframt enda á þau. Norsk afskiptasemi af íslenskum stjórn- málum varð þess valdandi, að það kerfi, sem notað var til að leysa deilur höfðingja, að setja þær í gerð, og gert hafði Ísland að friðsælasta samfélagi miðalda, sem var þjóð- veldið, en ekki konungsveldi, brotnaði niður. Skoðanir um sögu Íslands á 13. öld Eftir Björn S. Stefánsson »Rannsókn sagnfræð- inga leiddi í ljós, að langvarandi borgara- styrjaldir stafa gjarna af erlendri íhutun, svo sem á Íslandi á 13. öld. Björn S. Stefánsson Höfundur er í Reykjavíkur- akademíunni. bstorama@gmail.com Ég er aðeins að fylgjast með „stefnu og straumum“ í afþreying- argeiranum svona á mínum efri árum eftir að hafa eytt um 40 ár- um í miðlun efnisrétt- inda um víðan völl og á mörgum miðlum. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega kom fram að streymi er verulega að aukast í Bandaríkjunum sem talið er höfuðvígi sjónvarpsnotk- unar í heiminum og þ.a.l. nokkuð leiðandi sem álitsgjafi þegar kemur að öðrum mörkuðum í heiminum. Straumspilun var 34,8% af heildar- sjónvarpsnotkun í júlí síðastliðnum, sem er tæplega 23% aukning frá síðasta ári. Aðrir áhorfsmiðlar eru hefðbundið línulegt áhorf og miðlun afþrey- ingarefnis um kapal- kerfi. Þessi ánægjulega þróun markar mikilvæg tímamót í áhorfshegðun neytenda. Áhorf á af- þreyingu á netinu hefur því aukist og mun bara halda áfram að aukast töluvert á næstu árum. Það sem er líka sláandi er að neyt- endur segja upp áskriftum sínum á helstu streymisveitunum á borð við Netflix og Amazon Prime hraðar eft- ir gífurlega aukningu áskrifta þeirra á tímum covid, eins og hefur verið staðfest á heimsvísu. En það sem mér þótti áhugavert er að ein ástæðan fyrir þessu er sú að almennt efni passar ekki lengur við áhugamál þeirra og það eru nú fleiri minni sérhæfðar „niche“-þjónustur á markaðnum sem bjóða upp á sértæk- ara efni. Og þetta á ekki bara við kvikmyndir. Streymisveitur með efni fyrir ákveðinn markhóp eru nú farnar að taka töluvert meira áhorf til sín og geta nú skipt sköpum í rekstri streymisveitna almennt, en þessar sérhæfðu streymisþjónustur hafa getu til að skilja og bregðast við smekk og þörfum markhóps síns á þann hátt sem stærri myndbands- vettvangar á borð við Disney, Netflix og HBO, sem miða sig nær aðallega við breiðan hóp neytenda, geta ekki. Að bjóða upp á sérhæft/tiltekið af- þreyingarefni sem ekki er hægt að horfa á annars staðar er kostur sem gerir streymisþjónustum kleift að öðlast tryggara fylgi meðal við- skiptavina sinna, sem leiðir til vax- andi tekna og einmitt þessi aðferða- fræði hefur verið forsenda þess að „litla sérhæfða“ streymisveitan Filmflex með retró-textaðar eighties-myndir var stofnuð. Ljóst er að fyrir okkur litlu aðilana sem enn nenna að keppa við stóru leigurnar er sérhæfing „vegurinn áfram“ í hinum skrýtna heimi af- þreyingar sem nú blasir við okkur og því eru það góðar fréttir fyrir egóið að sjá að þessi hugmyndafræði reyndist rétta veganestið fyrir þessa vegferð. Netstreymi að aukast á heimsvísu Eftir Hólmgeir Baldursson » Straumspilun var 34,8% af heildar- sjónvarpsnotkun í júlí síðastliðnum, sem er tæplega 23% aukning frá síðasta ári. Hólmgeir Baldursson Höfundur er áhugamaður um sjónvarpsmiðlun. Holmgeir@filmflex.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.