Morgunblaðið - 02.09.2022, Page 19

Morgunblaðið - 02.09.2022, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022 ✝ Svandís Jón- asína Þórodds- dóttir (Góa), fædd- ist í Jóngrund á Hofsósi 17. febrúar 1941. Hún andaðist 20. ágúst 2022 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Foreldrar henn- ar voru Þóroddur Pálmi Jóhannsson, f. 5. mars 1894, d. 4. maí 1965, og Ólöf Jósefsdóttir, f. 31. janúar 1904, d.19. júlí 1983. Systkini Svandísar eru Ragnar, f. 6. maí 1930, d. 28. október 2018, Svanfríður Guðrún, f. 17. júní 1931, d. 29. maí 2009, Jósep Reykdal, f. 20. ágúst 1933, Jón- asína Kristín, f. 21. mars 1935, d. urlaug Vordís, f. 26. maí 1981, sambýlismaður Sigfús Arnar Benediktsson, f. 18.11. 1989. Barnabörn Svandísar eru 13: Svandís Lilja, Gyða Mjöll, Agatha Ýr, Sindri Rafn, Silja Ýr, Stein- dóra Ólöf, Lydía Ýr, Eysteinn Ív- ar, Guðmunda Góa, Flóra Rún, Emelíana Lillý, Benjamín Elínór og Maríon Franklín. Barna- barnabörn Svandísar eru sjö: Guðbrandur Bjarni, Baltasar Ragnar, Hallgrímur Smári, Hall- dór Jarl, Þorsteinn Hólmar, Ey- steinn Örn og Henrik Sölvi. Góa vann við ýmis störf sem hún sinnti öllum af kostgæfni. Henni var líka margt til lista lagt hvort sem það var handverk, matargerð, tónlist, hárgreiðsla og ýmislegt fleira. Hún var ósér- hlífin þar sem hún tileinkaði líf sitt umhyggju í garð fjölskyldu, samferðafólk síns og allra dýra. Útförin fer fram í Hofs- óskirkju í dag, 2. september 2022, klukkan 15. Útförinni verð- ur útvarpað á FM 104. 3. ágúst 1935. Svandís kynntist Eysteini Jónssyni, f. 5 maí 1937, d. 25. september 2013, frá Bjarnastöðum í Una- dal og giftust þau í Hofsóskirkju þann 9. júní 1962. Settust þau að í Sunnuhvoli á Hofsósi. Eignuðust þau fjögur börn, þau eru: 1) Þórdís Ólöf, f. 6. mars 1962, gift Níelsi Ragnari Björnssyni, f. 31.8. 1962. 2) Gunn- ar Jón Eysteinsson, f. 29. október 1963, í samvistum með Ólingu Björnsdóttur, f. 13.5. 1966. 3) Ey- dís Eysteinsdóttir, f. 7. desember 1970, gift Haraldi Smára Har- aldssyni, f. 9.9. 1966. 4) Sig- Elsku mamma. Við vitum að nú dansið þið pabbi létt og sælleg sam- an og fylgist með öllum háværa Sunnuhvolsskaranum ykkar úr fjarlægð. Við sitjum syrgjandi eftir og söknum þín með þakklæti í huga. Það er samt sárt að geta ekki faðmað þig aftur, geta ekki hringt í þig og spjallað, geta ekki hlegið eða grátið með þér, geta ekki haft mömmu lengur okkur við hlið í þessari jarðvist. Enginn getur fyllt spor þín og pabbi hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í vísunni sinni til þín hér forðum daga: „Ef ég ætti að lýsa þér, engin vísa næg- ir!“ Þetta eru orð að sönnu því þú varst svo stórbrotinn karakter, hafðir sterkar skoðanir, mjög rétt- sýn og svolítið stjórnsöm en um- vafðir á sama tíma alla með góð- mennsku þinni, húmor og endalausum kærleika. Það voru all- ir jafnir og allir í fyrsta sæti hjá þér og þú hafðir alltaf tíma fyrir alla nema kannski sjálfa þig. Þú lagðir okkur þær lífsreglur að framkvæma allt af dugnaði og af þokka, bera virðingu fyrir mönnum og dýrum og umfram allt vera góð- ar manneskjur. Þú gast allt og þér var svo margt til lista lagt hvort sem það var matargerð, bakstur, handverk, fatahönnun og saumar, prjónaskapur, sögu- og ljóðagerð, tónlist eða uppeldi. Matarbúrið þitt var ævintýraland þar sem trónuðu stútfullar hillur af smákökuboxum og alls kyns góðgæti, hvað öðru betra. Þú varst alltaf stórtæk í mat- argerð og bakstri og sást til þess að alltaf væri til góður matur handa öllum og ef það voru fjárréttir eða önnur mannamót, þá smurðir þú og bakaðir ofan í heila herdeild, eins og þú værir að fara að halda ferm- ingarveislu, sem þú síðan skreyttir húddið á bílnum með á fallegum dúk svo gestir og gangandi gætu notið með okkur. Þú bakaðir held- ur aldrei bara úr kílói af hveiti enda fannst þér sjálfsagt að gera vel um- fram og senda okkur systkin til allra einstæðinga og þeirra sem minna áttu með kökuplatta fulla af bökuðu góðgæti frá Góu. Þú prjón- aðir himneska sokka og vettlinga, varst snillingur við saumavélina hvort sem það var að sauma partí- dress fyrir okkur eða laga saumsp- rettur, samdir sniðugar og skemmtilegar vísur, mundir öll ljóð og texta, samdir bestu grýlusög- urnar, bakaðir besta flatbrauðið, bjóst til bestu páskaeggin, söngst svo fallega og þú vissir alltaf allt. Þó svo þú hafir sennilega verið ein af þeim takkahræddustu, þá varstu alltaf opin fyrir nýjungum og í takt við tímann enda inni í öll- um málefnum líðandi stundar, hvort sem það voru íþróttir, menn- ing, stjórnmál eða stefnumótaöpp sem barnabörn þín gætu notað. Fjölskyldan var þitt ríkidæmi og verðum við ævinlega þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum saman. Margs er að minnast og þakka fyrir og munum við sjá til þess að heiðra minningu þína með matarveislum, faðmlögum, sam- veru, gleði og söng og umfram allt að vera góðar manneskjur. Minning þín lifir um ókomin ár, minning þín um mig streymir. Minning þín læknar mín hjartasár, minningu þína ávallt ég geymi. Elsku yndislega mamma okkar, við munum alltaf sakna þín. Þórdís Ólöf, Gunnar Jón, Eydís og Sigurlaug Vordís. Í dag kveð ég kæra tengdamóð- ur mína Svandísi Jónasínu Þór- oddsdóttur (Góu). Það var fyrir um fjörutíu og fimm árum sem ég kom fyrst í Sunnuhvol til Góu og Eysteins. Þótti henni stundum að undirritað- ur mætti sýna aðeins meiri ábyrgð svona fyrst til að byrja með þegar við Þórdís vorum að byrja að draga okkur saman. Með árunum tókst með okkur mikil vinskapur og Góa er ein af þeim konum sem ég hef litið upp til á ævinni. Einstaklega gaman að sitja og spjalla við. Hag- yrðingur góður og alltaf beið mað- ur eftir afmæliskortinu, það var pottþétt að vísa var þar eftir Góu eða Eystein. Það verða víst ekki fleiri lamba- læri eða lærissneiðar í raspi sem tengdamóðir mín hún Góa steikir í Sunnuhvoli. Bestu steikur heims- ins. Alltaf var það hennar hjartans mál að allir fengju að borða hjá henni. Og ekki var hún hrifin af að ekki væri gert boð á undan sér svo eitthvað gómsætt væri hægt að setja í pottinn eða ofninn. Núna ertu farin í Sumarlandið til Eysteins. Skoppandi um grænar grundir og örugglega að huga að einhverju góðu í pott. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Veit að mikill er ykkar missir. Hvíl í friði. Níels R. Björnsson. Elsku amma, takk fyrir allt. Ég á svo margar fallegar og góðar minningar í hjartanu sem ég ætla að varðveita að eilífu. Þegar ég hugsa til þín þá kemur upp mynd af þér með fallega greitt hár- ið, augun full af gleði, breitt bros og þú í rauðu gollunni þinni sem fór þér alltaf svo vel. Þegar við Gyða systir vorum litl- ar voru við öllum stundum hjá ykk- ur afa í Sunnuhvoli, við elskuðum það. Hjá ykkur mátti allt gera og hlaðborð af kræsingum alla daga. Grýlusögur öll kvöld, afi byrjaði og þegar hann var búinn að hræða úr okkur líftóruna þá tókst þú við amma og róaðir okkur niður fyrir svefninn. Öll sumur í heyskap, það þótti okkur skemmtilegast, fá að brasa í heyinu, hjálpa til við að henda böggum upp á pallinn og mesta sportið að fá að vera á pall- inum. Þegar þú varst í dráttavél- inni var afi vanur að vara okkur við, „stelpur, amma ykkar er í vélinni“, það var bara af ást til allra, þú gast verið svolítið höst á kúplingunni. Allar réttirnar sem við fórum með ykkur afa í. Það sem stóð allaf upp úr í þeim var hlaðborðið sem þú reiddir fram á húddið á Landró- vernum. Milljón sortir af smurðu brauði, flatbrauð með hangikjöti, kanilsnúðar og margir metrar af vínabrauði. Til þín voru alltaf allir velkomnir, nóg pláss og nóg til af mat. Það var ekkert öðruvísi í rétt- unum, þeir sem voru með nesti komu heldur í kaffi til þín, það sem þú bjóst til var einfaldlegra betra. Þegar við svo fluttum vestur á Ísa- fjörð þá vorum við svo heppnar, systur, af fá að koma til ykkar í sveitina á sumrin, okkur leiddist það aldrei, alltaf nóg um að vera og ýmislegt brallað. Þú elskaðir að gleðja aðra og lagðir alltaf mikla vinnu í það, það sást vel á páska- eggjunum sem þú bjóst til handa öllum barnabörnunum þínum fyrir hverja páska. Þykkt lag af súkku- laði, stútfull af gotteríi og fallega skreytt. Við höfum alla tíð amma verið miklar vinkonur, það þykir mér svo óendanlega vænt um. Ég gat sagt þér allt og við skildum svo vel hvor aðra. Öll símtölin og hittingarnir einkenndust af gleði og hlátur- sköstum. Við grínuðumst út í eitt, tókum af okkur fyndnar Snapchat- myndir eða kjánaleg vídeó. Þú varst alltaf með puttann á púlsin- um hvað var hipp og kúl hjá okkur unga fólkinu og blygðaðist þín ekki þó svo að brandararnir væru undir beltisstað. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin, ég er þakklát fyrir að hafa getað verið til staðar fyrir þig í veikindunum þínum, þakklát fyrir alla gleðina og ástina sem þú gafst mér, þakklát fyrir þig og afa, þakklát fyrir vináttuna okk- ar og einstaklega þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Þú varst og verður í minningunni alltaf best. Takk aftur, elsku amma, fyrir allt, ég kveð þig eins og vani var þegar við hittumst með yl í hjarta, sadda bumbu og bros á vör. Ég elska þig út fyrir endimök alheims- ins. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Þín nafna, ömmustelpa og vin- kona, Svandís Lilja Níelsdóttir. Elsku amma okkar, það verður erfitt að hafa þig ekki hjá okkur. En við vitum að þú ert hér með okkur þótt við sjáum þig ekki. Hver mun spila spil með okkur eftir skóla, hver mun baka ömmu Góu-pönnukök- urnar, hver mun sjá til þess að mað- ur sé búinn að borða nógu mikið svo maður sé alltaf pakksaddur og hver mun segja okkur frægu grýlusög- urnar þínar, hver mun spila með okkur fótbolta, spjalla um heima og geima og hlusta á okkar sögur? Þú snertir marga með hlýleika þínum og sál og við munum sakna þín endalaust. Elskum þig til tungls- ins og til baka amma Góa. Ödustígsgengið þitt, Eysteinn Ívar, Emelíana Lillý, Benjamín Elínór og Maríon Franklín. Í dag kveðjum við góða vinkonu til margra ára, elsku Góu okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við vottum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Gunnar, Erla, Jóhanna og Særós Erla. Svandís Jónasína Þóroddsdóttir ✝ Birgir fæddist á Bæ á Sel- strönd við Stein- grímsfjörð 27. júlí 1940. Hann and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. ágúst 2022. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Guðmundssonar frá Bæ á Selströnd, f. 18.3. 1916, d. 21.11. 2010, og Vilhelmínu Pálínar Sæ- mundsdóttur frá Kambi í Árnes- hreppi, f. 18.6. 1913, d. 30.5. 2003. Foreldrar Guðjóns voru hjónin Ragnheiður Halldórs- dóttir og Guðmundur Guð- mundsson á Bæ á Selströnd. For- eldrar Vilhelmínu voru hjónin grímur, f. 22.6. 1965, Þurý Bára, f. 24.1. 1970, og Bergsveinn, f. 30.8. 1971. Einnig á Birgir dótt- urina Heklu, f. 8.5. 1963. Birgir byrjaði ungur til sjós og sagðist muna eftir sér sex eða sjö ára að draga fisk á Grímseyjar- sundi á bátnum Sæfinni, trébát sem Guðmundur afi hans smíðaði. Við tók ævintýralegur sjó- mannsferill sem lauk í raun ekki fyrr en sjötíu árum síðar. Hann var farsæll togaraskip- stjóri til langs tíma og annáluð aflakló, var mikið náttúrubarn og undi sér best við sportveiðar og í góðra vina hópi. Birgir var söng- elskur, söng lengi með kór Átt- hagafélags Strandamanna og unni sérstaklega söngvum frá sín- um æskuhögum norður á Strönd- um. Útför Birgis verður í dag, 2. september 2022, kl. 10 frá Kópa- vogskirkju. Kristín Jónsdóttir og Sæmundur Guð- brandsson á Kambi. Systkini Birgis eru Sæunn Sigríð- ur, f. 3.7. 1936, d. 31.12. 2013, Sævar, f. 1.12. 1937, d. 27.1. 1993, Guðmundur Heiðar, f. 29.5. 1945, d. 26.12. 2009, og Björn Guðni, f. 20.10. 1950. Birgir kvæntist lífsförunaut sínum, Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Ósi í Steingrímsfirði, f. 30.3. 1938, d. 6.4. 2022, árið 1962. Börn Ingibjargar og Birgis eru: Bergdís Aðalheiður, stjúpdóttir Birgis, f. 7.9. 1960, Ragnheiður Eva, f. 1.10. 1962, Guðjón Stein- Það blóm sem vex úr frjórri móðurmold er mildur sumarblærinn lífið glæðir, á björtum sólskinsdögum fegrar fold en fölnar þegar haustsins vindur næðir. (Björn Guðni Guðjónsson) Í dag kveðjum við kæran bróð- ur með einlægu þakklæti í huga fyrir allt það góða sem hann gaf okkur öllum á sinni ævi. Hann bróðir minn var sjómaður og veiðimaður af lífi og sál. Strax á unglingsaldri stundaði hann sjó- inn með föður okkar og Sævari bróður. Tvísýnt var þó eitt haustið að kraftar hans myndu nýtast til frambúðar þegar hann veiktist heiftarlega af svæsinni lungna- bólgu. Ungur fór hann suður á vertíðir og var fyrst í áhöfn hjá þeim mikla aflamanni Hilmari Rósmundssyni í Vestmannaeyj- um. Hann útskrifaðist frá Stýri- mannaskólanum og réði sig á báta Ísbjarnarins, fyrst sem stýrimaður og svo skipstjóri. Fyrsti báturinn sem hann stýrði sem skipstjóri var Hafþór, sjötíu tonna eikarbátur, sem var gerður út til fisk- og síldveiða. Þegar ég fyrir nokkrum árum sýndi honum mynd sem mér hafði áskotnast af Hafþóri, færð- ist einlægt bros yfir andlitið. Fyrstu árin fyrir sunnan kom Birgir heim um jól ef það var mögulegt en eftir að hann kynnt- ist sinni yndislegu eiginkonu Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Ósi heimsótti hann æskustöðvarnar bara á sumrin. Alltaf sendi hann okkur í sveitinni pakka fyrir jólin sem innihéldu alls konar góðgæti og að sjálfsögðu jólapakka til allra heima. Ein jólin þegar ég var smá patti opnaði ég minn pakka og það datt af mér andlitið. Í pakkanum var græn drossía og batterí. Þetta var glæsikerra sem hægt var að keyra áfram, aftur- ábak og í hringi. Ég var svo montinn og alveg viss um að eng- inn strákur á Ströndum ætti því- líka gersemi og alveg handviss um að ég ætti besta bróður í heimi. Árin liðu og 1970 eignaðist hann sinn eigin bát ásamt Heiðari bróður og Magnúsi Gestssyni. Þetta var 150 tonna stálbátur smíðaður á Akureyri en seinna létu þeir smíða skuttogara í Stálvík í Garðabæ. Ég var þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera tvö sumur háseti á litla Arinbirni og þar varð okkur sundurorða í eina skiptið á lífsleiðinni þegar menntaskólastrákfíflið ég reyndi að kenna þrautreynda skipstjór- anum eitthvað um réttindi og skyldur áhafnar fiskiskipa. Skömmu eftir síðustu aldamót réru Birgir og vinur hans Guð- mundur Jónsson tvö ár sumur og haust frá Drangsnesi á bátnum þeirra Bæjarfellinu. Um svipað leyti höfðu Sæunn systir og Reynir mágur byggt sér sum- arbústað á túninu fyrir ofan bæ- inn. Þarna vorum við aftur saman komin öll fjögur systkinin sem þá vorum á lífi og oft var nú aldeilis fjör í gamla bænum. Þetta var dásamlegur tími og ógleymanlegur. Eftir þetta var bróðir minn meira og minna fyrir norðan á sumrin og brölluðum við margt saman, veiddum fisk og fórum á skytterí. Ég var ekki al- veg sáttur við það þegar hann dró hvern fiskinn á fætur öðrum meðan ég strögglaði en þarna sannaðist það að öll reynslan vó meira en viðvaningsháttur minn. Við Hulda og strákarnir erum bróður mínum ævinlega þakklát fyrir ljúfar gleðistundir í gamla bænum í Bakkagerði. Björn Guðni Guðjónsson. Birgir Guðjónsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KRISTJANA FRIÐFINNSDÓTTIR, Urðargili 11, Akureyri, lést sunnudaginn 28. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. september klukkan 13. Gunnar Bergmann Arnkelsson Sverrir Árnason Dýrleif Fríða Haraldsdóttir Arnar Árnason Ásta Arnbjörg Pétursdóttir Andri Freyr Sverrisson Alma Karen Sverrisdóttir Aron Árni Sverrisson Kristjana Líf Arnarsdóttir Elmar Blær Arnarsson Þórdís Birta Arnarsdóttir Hugheilar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýju og vinarhug við fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EMILS GUÐMUNDSSONAR sem lést sunnudaginn 7. ágúst. Jóna Lára Pétursdóttir Ellen Emilsdóttir Emil Emilsson Steinunn Baldursdóttir Jóhannes Gunnar Harðarson Guðný Baldursdóttir Lilja Margrét Hreiðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA TÓMASDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 14. ágúst. Útförin hefur farið fram. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Karitas Ívarsdóttir Árni Harðarson Aldís Ívarsdóttir Guðmundur Birgir Ívarsson Líney Björk Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.