Morgunblaðið - 02.09.2022, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is
50 ÁRA Anna fæddist á
Akureyri en ólst upp á Eski-
firði og flutti til Reykjavíkur á
unglingsárunum. Hún býr nú í
miðbænum. Anna er með BA í
frönsku frá HÍ, MA-gráðu í
menningarfræði og M.Sc.-
gráðu í stafrænni hönnun og
miðlun frá Upplýsinga-
tækniháskólanum í Kaup-
mannahöfn. „Ég bjó samanlagt
átta ár í Danmörku, en auk
námsins vann ég á Norður-
bryggju í aðdraganda og kjöl-
farið á opnun menningarstofn-
unarinnar.“
Anna lauk síðan meistara-
gráðu í arkitektúr frá Columbia-háskóla í New York árið 2009 og vann um
tíma á stofu þar og í Miami. Hún fluttist aftur til Íslands fyrir rúmum tíu ár-
um.
Anna rekur eigin stofu, Úrbanistan. Meðal nýlegra verkefna er kvikmynd
sem Úrbanistan framleiddi og var frumsýnd í fyrra. Hún heitir Jarðsetning
og í haust mun koma út samnefnd bók. Umfjöllunarefnið er niðurrif Iðn-
aðarbankans í Lækjargötu. „Þetta tengist mínu sérsviði í bygginga-
varðveislu og hugmyndafræði í arkitektúr.“ Hún vinnur einnig að stóru
rannsóknaverkefni sem nefnist Húsnæðiskostir og híbýlaauður. „Það fjallar
um listina að búa og byggist á þverfaglegu samstarfi sem ætlunin er að gefa
út bók um á næsta ári. Svo er ég að vinna í byggðarannsóknum og skipulags-
verkefnum fyrir ýmis sveitarfélög.“ Anna er einnig lektor í arkitektúr við
Listaháskóla Íslands. Hún situr í minjaráði Reykjavíkur og nágrennis.
Áhugamál Önnu eru fjallgöngur og skíðamennska. „Ég var leiðsögumaður
á 10. áratugnum, göngubakterían lagðist í dvala þegar ég var komin með lítil
börn, en er að vakna aftur.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Önnu er Gunnlaugur Friðriksson, f. 1972, tölv-
unarfræðingur hjá Inecta. Börn þeirra eru Uni Nils, f. 2006, Áshildur Her-
dís, f. 2009, og Helgi Nils, f. 2012. Foreldrar Önnu eru Elsa Petersen, f. 1940,
MA, og Bogi Nilsson, f. 1940, fv. ríkissaksóknari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Anna María Bogadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert glaðlyndur og öll samskipti
ganga vel, bæði í starfi og einkalífi. Þú ættir
að þiggja þau heimboð sem þér berast.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ástvinir kynna hugmyndir fyrir þér
sem eru svo langt frá því sem þér hugnast
að það er erfitt að hlæja ekki. Skrifaðu ekki
undir neitt fyrr en þú ert sáttur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Styrkur þinn leiðir þig áfram og
ryður öllum hindrunum úr vegi. Kannski
munu tekjur þínar eða eignir aukast.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Leitaðu leiða til að bæta aðstæður
þínar í vinnunni. Oft er tvísýnt um árangur
en láttu það ekki draga úr þér kjarkinn. Ef
félagar þínir hagnast, hagnast þú líka.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú færð tækifæri til þess að endur-
skoða samkomulag sem þú hefur gert við
systkini, ættingja, vini og nágranna á næstu
mánuðum. Hindranir eru samt sem áður til
staðar.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Skrifaðu niður allt sem þú þarft að
gera og raðaðu svo verkefnunum eftir mik-
ilvægi þeirra. Láttu aðra ekki teyma þig út í
einhverja vitleysu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur í hendi þér að gera breytingar
í samskiptum við aðra. Gerðu ekki meiri
kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að
standast.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þig þyrstir í ævintýri og það er
eins gott því þú munt sannarlega fá nóg af
þeim á næstunni. Leyfðu þér að njóta þess
en gættu þess að ganga ekki of nærri þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú getur lært mikið af því að
skiptast á skoðunum við vin þinn. Allt sem
þú tekur þér fyrir hendur skilar hugsanlega
hagnaði.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Alvarlegar og nærgætnar sam-
ræður við vin kunna að verða þýðing-
armiklar, annað hvort fyrir þig eða vin þinn.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þegar mál geta farið á hvorn
veginn sem er verður maður að taka sína
ákvörðun og láta slag standa. Notaðu því
daginn vel og gerðu áætlun fyrir næstu viku.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Leggðu þig fram um að sýna sjón-
armiðum annarra þá virðingu sem þú vilt
þér til handa. Stundum þarf fólk bara að tjá
sig og vita að á það er hlustað.
hafa átt þátt í að skólanum var kom-
ið á laggirnar.“ Helga fór tvisvar inn
á þing sem varaþingmaður 1999-
2003.
Helga hefur mikinn áhuga á arki-
tektúr og hönnun. „Ég færi trúlega í
arkitektanám ef ég væri að velja
mér starfsferil í dag. Við hjónin höf-
um haft mjög gaman af því að gera
upp hús og þau eru orðin nokkur
húsin sem við höfum endurbyggt.
Ég er alveg liðtæk með hamarinn þó
maðurinn minn sé aðalsmiðurinn. Þá
er körfuboltinn mikið áhugamál en
við hjónin vorum í stjórn körfuknatt-
leiksdeildar Skallagríms um árabil.
Við komum m.a að stofnun nytja-
markaðar Skallagríms ásamt fleir-
um en markaðurinn var stofnaður
árið 2009. Ferðalög og útivist eru
helstu áhugamálin núna, hvort sem
er innanlands eða utan.“
Í dag er Helga að vinna í verkefni
sem heitir Upplifunargarður. „Það
gengur út á að byggja upp afþrey-
ingu eða upplifunargarð í Borgar-
nesi sem byggist á grunnhug-
myndum um Latabæ og tvinna þar
leiðsögumannanám í EHÍ haustið
2011 og lauk því 2012. Hún lauk
stúdentsprófi 2012 frá FVA. „Það
var ekki möguleiki fyrir mig árið
1981 að fara í nám, búandi úti á landi
með lítið barn. Mig langaði hins veg-
ar alltaf að læra meira og haustið
2019 hóf ég nám í viðskiptafræði
með áherslu á verkefnastjórnun við
Háskólann á Bifröst og lýk því námi
núna í vetur.“
Helga var varamaður í bæjar-
stjórn Borgarbyggðar fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn 1998 og svo aðal-
maður 1999-2002. Árin 2002-2006
var hún forseti sveitarstjórnar.
Einnig var hún í stjórn Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi og for-
maður um tíma. „Þetta var mjög
skemmtilegur tími, sameining sveit-
arfélaga var í gangi á þessum árum
og það var mikið framfaraspor að
mínu mati þegar nýtt sveitarfélag
varð til árið 2006 sem er Borgar-
byggð í núverandi mynd.“ Helga var
formaður byggingarnefndar
Menntaskóla Borgarfjarðar 2006-
2008. „Ég er hvað stoltust af því að
H
elga Halldórsdóttir
fæddist 2. september
1962 í Reykjavík og
dvaldi fyrstu mán-
uðina með móður
sinni hjá móðurforeldrum í Hrúts-
holti. Árið 1963 giftist móðir Helgu
kjörföður hennar, Halldóri Ásgríms-
syni frá Borg í Miklaholtshreppi.
„Það var mikið gæfuspor fyrir
okkur mömmu. Æskuárin í sveitinni
voru yndisleg. Ég ólst upp á Minni-
Borg með þremur yngri systkinum
og í nálægð við stóran frændgarð á
Borg og í Hrútsholti. Það voru
margir krakkar á svipuðum aldri í
sveitinni. Við stunduðum mikið
íþróttaæfingar á sumrin og ýmislegt
brasað á veturna. Ég las mestallan
bókakost beggja heimila á Borg og
Minni-Borg á þessum árum auk þess
sem bókasafnið í félagsheimilinu var
mikið notað. Í sveitinni lærðu krakk-
ar snemma að taka þátt í bústörf-
unum og við fengum að vera með í
öllu. Ég sóttist meira í útistörfin og
hestastúss, ég var ekki eins spennt
fyrir heimilisstörfunum.“
Helga gekk í Laugargerðisskóla,
fór í Fjölbraut á Akranesi og í fram-
haldinu í Flensborg í Hafnarfirði og
lauk námi af uppeldisbraut 1981. Á
sumrin vann hún heima í sveitinni.
Fyrsta fasta starfið fyrir utan
sveitastörfin var á skrifstofu KB í
Borgarnesi 1982-1988. Hún var að
mestu heima með yngri tvö börnin
1988-1994 en vann í lengri og
skemmri tíma á nokkrum stöðum
þessi ár. Hún starfaði á leikskól-
anum Klettaborg, Hyrnunni og hjá
UMSB. Hún starfaði hjá Búnaðar-
samtökum Vesturlands 1998- 2012.
Árið 2013 hóf hún störf hjá Ráðgjaf-
armiðstöð landbúnaðarins (RML)
þar sem hún starfar nú á starfsstöð
þeirra á Hvanneyri. „Hjá RML er
afar gott samstarfsfólk og góður
vinnustaður. Það er alltaf gaman að
fara í vinnuna.“ Árið 2010 stofnuðu
Helga og Gunnar, eiginmaður henn-
ar, ferðaþjónustufyrirtækið Egils
Guesthouse og ráku til 2021.
Árin 2001-2002 stundaði Helga
nám í opinberri stjórnun og stjórn-
sýslu hjá EHÍ þegar hún tók þátt í
sveitarstjórnarmálum. Þá fór hún í
saman upplifun, heilbrigði og holl-
ustu. Mér finnst betra að hafa nóg
fyrir stafni og hafa nokkra bolta á
lofti á sama tíma.“
Fjölskylda
Eiginmaður Helgu er Gunnar
Jónsson, f. 2.5. 1960, bygginga-
verktaki. Hann rekur fyrirtækið
Nesafl í Borgarnesi, þar sem þau
eru búsett. Foreldrar Gunnars voru
hjónin Inga Sigurbjörg Ingvars-
dóttir, f. 17.7. 1937, d. 30.11. 2017,
húsmóðir, og Jón Þórðarson, f. 22.2.
1935, d. 13.7. 2022, bifreiðarstjóri.
Þau voru búsett í Borgarnesi. „Við
Gunnar erum svo heppin að tvö af
þremur börnunum okkar búa í Borg-
arnesi og dóttir okkar og tengdason-
ur og ömmustelpurnar búa í sömu
götu og við. Svo er að bætast lítil
stúlka í hópinn okkar í september en
Halldór Óli og Ewa konan hans eiga
von á sínu fyrsta barni.“
Börn Helgu og Gunnars eru 1)
Hafþór Ingi, f. 15.9. 1981, blikk-
smiður og körfuboltaþjálfari, starfar
hjá SSV í Borgarnesi og nemi í
Helga Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins – 60 ára
Stórfjölskyldan Afmælisferð á Tenerife í apríl síðastliðnum.
Með marga bolta á lofti
Hjónin Helga og Gunnar í Krist-
janíu í Kaupmannahöfn í sumar.
Til hamingju með daginn