Morgunblaðið - 02.09.2022, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
NÝJUM
AÐILUM
fylgja ferskir vindar
og ný vinnubrögð
Faglegar heildarlausnir og
samkeppnishæf verð.
Allt á einum stað.
Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
„ÞAÐ ER ÓKEI EF ÞÚ ÞARFT AÐ FARA,
LITLI VIN. SUMIR ÞURFA AÐ VAGGA,
AÐRIR AÐ VELTA.“
„ÞAÐ LEIÐ YFIR FÍLINN OG VIÐ FINNUM
EKKI TEMJARANN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... svart og sykurlaust
kaffi – en samt
sykursætt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SPJALLAFRÁBÆR
MÁLTÍÐ!
Ó, JÁ VEISTU HVAÐ MÉR
FINNST GOTT AÐ
GERA EFTIR MAT?
HVAÐ?
ÉG MUN
EKKI
HVÍLAST
FYRR EN
ÉG HEF
REFSAÐ ÞÉR
GRIMMILEGA!
OF SEINT! ÉG ER ÞEGAR KVÆNTUR!
ferðamálafræði við Háskólann á
Hólum. Maki: Lind Björk Jak-
obsdóttir, f. 26.5. 1990 snyrtifræð-
ingur og nemi í félagsráðgjöf við HÍ,
búsett í Borgarnesi; 2) Halldór Óli, f.
1.4. 1988, BA í þjóðfræði, MA í hag-
nýtri menningarmiðlun og diplóma í
handrita- og leikstjórn. Stuðnings-
fulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Maki:
Ewa Koprowska, f. 7.11. 1986, land-
fræðingur og kennari, búsett í
Reykjavík; 3) Íris, f. 15.9. 1990, BS í
viðskiptafræði og MS í mannauðs-
málum, gæða- og mannauðsstjóri
hjá Borgarbyggð. Maki: Davíð Ás-
geirsson, f. 14.10. 1993, bygg-
ingaverkamaður hjá ÁY Byggir.
Dætur þeirra eru Tara, f. 2014,
Elma, f. 2017, og Lea Mjöll, f. 2021.
Systkini Helgu sammæðra eru
Erla Hulda Halldórsdóttir, f. 1966,
prófessor í kvenna- og kynjasögu
hjá HÍ; Ásgrímur Halldórsson, f.
1968, rafiðnfræðingur og viðskipta-
stjóri hjá Medor, og Guðjón Hall-
dórsson, f. 1977, rafiðnfræðingur og
verkefnastjóri hjá Rafmiðlun.
Systkini samfeðra eru Sigrún
Sigurðardóttir, f. 1955, félagsliði og
ferðaráðgjafi; Jóhann Sigurðarson,
f. 1956, leikari, Ólöf Sigurðardóttir,
f. 1958, læknir, og Þorsteinn Gauti
Sigurðarson, f. 1960, píanóleikari og
skólastjóri.
Foreldrar Helgu: Inga
Guðjónsdóttir, f. 26.6. 1943, fv. bóndi
á Minni-Borg og starfsmaður
Brákarhlíðar, búsett í Borgarnesi,
og Sigurður Sigurðarson, f. 5.12.
1931, d. 17.8. 2006, bóndi á Hamra-
endum í Stafholtstungum og sjó-
maður.
Kjörfaðir Helgu var Halldór
Ásgrímsson, f. 3.8. 1931, d. 6.10.
1998, bóndi á Minni-Borg. Foreldrar
Halldórs voru hjónin Ásgrímur
Gunnar Þorgrímsson, f. 16.9. 1895,
d. 25.8. 1983, bóndi á Borg, og Anna
Stefánsdóttir, f. 21.1. 1897, d. 24.9.
1967, húsfreyja á́ Borg.
Helga
Halldórsdóttir
Gísli Björnsson
bóndi í Hvammi og verkamaður í Hnífsdal
Sveinbjörg Kristjánsdóttir
húsfreyja í Hvammi í Dýrafirði
Sigurður Gíslason
bóndi á Hamraendum
Ólöf Ólafsdóttir
húsfreyja á Hamraendum
Sigurður Sigurðarson
bóndi á Hamraendum í
Stafholtstungum og sjómaður
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja í Kalmanstungu
Ólafur Stefánsson
bóndi í Kalmanstungu á Hvítársiðu
Magnús Þórarinsson
bóndi í Hrútsholti
Anna Sigurborg
Sigurbrandsdóttir
húsfreyja í Hrútsholti
Guðjón Magnússon
bóndi í Hrútsholti
Erla Hulda Valdimarsdóttir
húsfreyja í Hrútsholti í Eyjahreppi
Frímann Valdimar
Hersir Brynjólfsson
prentari í Reykjavík
Inga Eiríksdóttir
húsfreyja í Miklaholti í Hraunhr. og Reykjavík
Ætt Helgu Halldórsdóttur
Inga Guðjónsdóttir
fv. bóndi á Minni-Borg í Eyja- og
Miklaholtshreppi, búsett í Borgarnesi
Mér þykir vænt um það, sem
Jón Atli Játvarðarson skrifar
á Boðnarmjöð : „Stundum heyri ég
frá kunningjum mínum að þeir hafi
séð vísur eftir mig í Mogganum, í
vísnaþætti sem Halldór Blöndal
hefur prókúru fyrir. Ég vil geta
þess að fyrir þeirri birtingu er fullt
leyfi frá mér, þó ég hafi í raun ekk-
ert fylgst með“:
Meðan þjóðin Moggann les
og meðtekur það besta.
Blöndal, sem og Sókrates
segja frá því versta.
Það er hausthljóð í Magnúsi Hall-
dórssyni:
Kinnar strýkur kvöldsins blær,
koldimmt skýjadragið.
Birta dvín, en blíðan tær
blikar sólarlagið.
Gunnar J. Straumland skrifar:
„Undir fornyrðislagi kveð ég
haustkvæði um eylendusoninn sem
fékk að bergja á skáldamiði hjá al-
valdi en nær ekki að finna hugsun
sinni farveg“:
Hverf er haustgríma
himins nátta
fæðast andvana
fylgjur málgaldurs.
Allt gaf alvaldur
auðnu leitanda
hann skal einsamall
huga stýra.
(Máltækið „Hverf er haust-
gríma“ merkir að haustnóttu er
ekki treystandi, því hún er sí-
breytileg.)
Hvítabjörn í Hornvík reyndist
hvítur selur. Jón Jens Kristjánsson
yrkir:
Göngufólkið vissi vel
að vafans enginn nýtur
enda varð því ekki um sel
af því hann var hvítur.
Jón Atli Játvarðsson kveður:
Hef ég gengið holt og grjót,
hlíðar upp og niðr’í mót,
í berghlaupum er bratt á fót,
ber þó með mér allskyns dót.
Gunnar Hólm Hjálmarsson skrif-
aði á miðvikudag: „Seðlabankinn
hækkaði stýrivexti í morgun og
boðar frekari hækkun. Ég tel því
rétt að senda seðlabankastjóra til-
mæli“:
Viltu hafa hægt um þig
hér er margt í húfi.
Veldu sanngjarnt vaxtastig
væni drengurinn ljúfi.
Ólafur Stefánsson yrkir (bara til
að bulla eitthvað ):
Hagyrðingar háðir sinni fíkn,
halda upp fjöri á þessum stað.
Drottinn veiti þrautaþjáðum líkn,
þeim svo líka er eiga’ að lesa það.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísurnar lærast og birtast