Morgunblaðið - 02.09.2022, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2022
GOLD
Sölustaðir: Apótek, almennar verslanir.
Mest selda
liðbætiefni á Íslandi
Sérvalin blanda bætiefna fyrir liðina.
Inniheldur virkt og uppbyggilegt kondrótín,
kollagen og kalk fyrir bein og brjósk.
Njóttu sumarsins eymslalaus.
NUTRILENK
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar
mér bauðst að leikstýra þessu verki, enda er
það ekki á hverjum degi sem Beckett er settur
upp á Íslandi,“ segir Harpa Arnardóttir, leik-
stjóri Hamingjudaga eftir írska Nóbelsverð-
launaskáldið, Samuel Beck-
ett, sem Leikfélag Akur-
eyrar frumsýnir í Menning-
arhúsinu Hofi í kvöld kl. 20.
Með hlutverkin tvö í verk-
inu fara Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir og Árni Pétur
Guðjónsson. Brynja
Björnsdóttir hannar leik-
mynd og búninga, Ólafur
Ágúst Stefánsson hannar
lýsingu og um tónlistina sér
Ísidór Jökull Bjarnason.
Hafliði Arngrímsson yfirfór þýðingu Árna
Ibsens. „Við erum heppin að hafa Hafliða með
okkur, því hann er mikill leikhúsmaður.“
Beckett var séní
Harpa rifjar upp að uppfærsla Árna Ibsen á
nokkrum verkum eftir Beckett hjá Stúdenta-
leikhúsinu, sem hún sá fyrir um fjörutíu árum
þegar hún var aðeins 19 ára, hafi haft mikil
áhrif á sig. „Ég man enn eftir áhrifum textans
og þeirri skynjun sem henni fylgdi,“ segir
Harpa og tekur fram að hún hafi í gegnum tíð-
ina ávallt reynt að grípa þau tækifæri sem hafa
gefist til að vinna með Beckett enda sé hann
sannkallað séní. Rifjar hún upp að hún hafi
leikið konuna í tunnunni í uppfærslu á Enda-
tafli í Tjarnarbíói sem Kristín Jóhannesdóttir
leikstýrði 2015.
„Ég dvaldi í tunnunni alla sýninguna og
naut þess að hlusta á þennan magnþrungna
texta,“ segir Harpa og rifjar upp að hún hafi
stundum haft með sér prjóna. „Einu sinni
hafði ég pappír og kol með mér í tunnuna og
teiknaði í blindni tilfinninguna sem textinn
vakti með mér.“
Hlustar á raddirnar hið innra
„Beckett leikstýrði oft eigin verkum og hafði
mjög skýrar hugmyndir um hvernig nálgast
ætti textann. Hann skrifaði leiklýsingar alveg
niður í smæstu smáatriði. Við völdum þá leið
að vera samferða Beckett og láta reyna á hug-
myndir hans um eigið verk. Á póstmódern-
ískum tímum, sem vel að merkja eru nú
kannski liðnir, þá er eitthvað við það að mæta
þessu verki bara þráðbeint. Verk hans eru oft
mjög formföst en innan þessa sterka forms er
mikið frelsi, sem getur verið mjög gefandi fyr-
ir bæði leikstjóra og leikara,“ segir Harpa og
tekur fram að í ákveðnum skilningi minni
textar Becketts á tónverk.
„Það er eins og hann sé alltaf að reyna að
komast handan við orðin, inn í taktinn, sönginn
og dansinn. Í Hamingjudögum talar aðalper-
sónan Vinní látlaust og bíður eftir að fá að
syngja sönginn sinn fyrir svefninn. „Það er svo
fátt að tala um. Maður talar um það allt,“ segir
hún og heldur áfram: „Kemur sá tími að orðin
bregðast.“ Það þarf að læra verk Becketts
nánast eins og tónverk, en síðan finna frelsið
og spila ekki endilega allar nóturnar heldur
leyfa orkunni að taka yfir í stóru bogunum,“
segir Harpa. Hún tekur fram að í ákveðnum
skilningi séu textar Becketts fremur til að
skynja en að skilja.
„Beckett átti við heilmikið þunglyndi að
stríða. Á einni af myrkustu stundum lífs síns
varð hann fyrir hugljómun og fann lykilinn að
sinni höfundarrödd. Honum varð ljóst að hann
átti ekki að skrifa um ytri heiminn heldur
hlusta á raddirnar í höfðinu á sér, sem voru lík-
legast að gera hann alveg brjálaðan. Í kjölfarið
hófst eitt gjöfulasta tímabilið á hans ritferli
þar sem Beðið eftir Godot varð til, sem mark-
aði á sinn hátt upphaf nútímaleikritunar.
Beckett fór með ljósið inn í myrkustu kima
vitundarinnar. Hann gat verið vitni að sjálfum
sér á mjög myrkum stað og gefið því listrænt
form,“ segir Harpa og tekur fram að Beckett
taki lesendur og leikhúsgesti með sér í ferða-
lag breytinga í verkum sínum. „Textarnir hans
eru lifandi ferlar – og það eru ekki endilega
auðveldir ferlar.“
Fer leikandi létt inn í myrkrið
Hamingjudögum hefur verið lýst sem
skemmtilegasta leikriti Becketts. Þegar það er
borið undir Hörpu segir hún ákveðinn léttleika
einkenna verkið. „Hann fer með okkur inn í
myrkrið, leikandi létt. Þetta er hálfgert uppi-
stand. Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og
mannlegum veikleikum. Aðalpersónan Vinní
er föst í haugnum, föst í eigin sjálfskaparvíti.
Hún þráir breytingar en þorir ekki að breyta
neinu. Hún þráir frið, en getur ekki látið sjálfa
sig í friði,“ segir Harpa og tekur fram að verk-
ið, sem var frumsýnt í New York 1961, „sé ein-
hvern veginn bæði gamalt og nýtt. Ég trúi því
að gamli tíminn í þessu verki sé að hverfa,
manneskjurnar geti fundið innri frið og þar
með skapist friður á jörðinni en kannski er það
bara óskhyggja. Þegar jarðarbúar eiga þann
kost einan að sameinast og hjálpast að til að
afstýra loftslagshamförum og eigin útrým-
ingu, þá bætist enn eitt stríðið við.
Mannkynið er einhvern veginn pikkfast í
þráhyggjukenndum hjólförum þar sem út-
blásin egó eru við stýrið. Það var víst ung kona
frá Úkraínu sem sagði, þegar stríðið braust út:
„Ég sofnaði 2022 og vaknaði 1945.“ Það er ein-
hver tímaskekkja í öllu þessu stríðsbrölti sem
byrjar auðvitað á einhvern hátt innra með
hverri manneskju. Beckett kannaðist við þá
djöfla sem hann hafði að draga og gaf þeim
rödd. Það er heilunarkraftur í því. Þegar höf-
undur skrifar svona innan úr kvikunni er hann
í raun í tengslum við eitthvað sem er stærra en
hann sjálfur,“ segir Harpa og lýsir Hamingju-
dögum í þeim skilningi sem klassísku verki.
Fram til 10. september verða Hamingju-
dagar sýndir fjórum sinnum í Hofi. Síðan held-
ur sýningin suður yfir heiðar og fer á fjalir
Borgarleikhússins frá og með 5. nóvember.
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Frelsi „Verk hans eru oft mjög formföst en innan þessa sterka forms er mikið frelsi sem getur
verið mjög gefandi fyrir bæði leikstjóra og leikara,“ segir Harpa Arnardóttir um verk Becketts.
„Fremur til að skynja en skilja“
- Hamingjudagar eftir Beckett frumsýndir í Hofi - „Það þarf að læra verk Becketts nánast eins og
tónverk en síðan finna frelsið og spila ekki endilega allar nóturnar,“ segir leikstjóri sýningarinnar
Harpa
Arnardóttir
Fjallað er um sýningu á verkum
Sigurjóns Ólafssonar á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn í danska
listtímaritinu Kunstavisen. Sýn-
ingin nefnist Digte i træ (Ljóð skor-
in í tré) og samanstendur af tré-
skúlptúrum.
Í umfjöllun sinni skrifar Lis
Engel að titill sýningarinnar undir-
striki þá ljóðrænu tilfinningu og
mikla næmi sem Sigurjón hafi haft í
vinnu sinni með tré sem efnivið.
„Sýningin í heild er fallega sam-
ansett af Birgittu Spur sýningar-
stjóra og býður upp á ferðalag inn í
ævintýralega og dásamlega mynd-
sköpun í gegnum aukna skynjun af
sérstökum möguleikum trésins,“
skrifar Engel. Hún tekur fram að
um sé að ræða „list sem snertir
hjörtu og líkama og talar til okkar
með því að hrífa okkur með sér“ og
mælir heilshugar með sýningunni.
„Farið í rannsóknarleiðangur sem
auðgar ykkur,“ skrifar Engel og
tekur fram að sýningin henti fyrir
allan aldur. Síðasti sýningardagur
er sunnudagurinn 11. september.
List sem hrífur áhorfendur með sér
Næmi Tréverk Sigurjóns Ólafssonar eru til
sýnis á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
Myndlistarmaðurinn Hallur Karls-
son, sem gengur undir lista-
mannsnafninu Uggi, opnaði sýn-
ingu í gær í Núllinu, galleríi neðst
í Bankastræti við hlið stjórnar-
ráðsins sem áður gegndi hlutverki
almenningsklósetts. Er það önnur
sýning Ugga í Núllinu.
Uggi sýnir málverk og segist
hafa verið að lesa bækur Charles
Bukowskis þegar hann var að
mála þau. Hafi hann mikið spáð í
texta skáldsins og tónlist og nið-
urrif komið honum í sköpunar-
gírinn.
Uggi sýnir málverk í Núllinu
Kraftmikið Hluti málverks eftir Ugga.