Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022 110 Endurbætur á tengingu Suður- nesja við raforkukerfi lands- ins hefur velkst í kerfinu árum sam- an, jafnvel hátt í tvo áratugi. Miklar rannsóknir hafa farið fram og verkefnið farið tvisvar í umhverfis- mat og allir hafa fengið færi á að koma sjónarmið- um sínum á fram- færi. Ítrekað. Þrátt fyrir það er enn allt stopp og það eina sem fyrir liggur er að fulltrúar sveitar- félagsins Voga, sem stendur gegn framkvæmdinni, og Landsnets, sem vill leggja lín- una, hafa rætt um að hittast og tala saman. - - - Þrætt er um það meðal annars hvort að línan eigi að vera ofan jarðar eða neðan og hvort tveggja hefur sína kosti og galla eins og gengur. En það álitaefni getur ekki og má ekki hindra framkvæmdina út í hið óendanlega. Slíkar vanga- veltur verða að taka enda en í þessu máli líkt og svo mörgum öðrum hef- ur komið í ljós að það kerfi sem sett hefur verið upp um framkvæmdir hér á landi dugar betur til að tefja framkvæmdir eða stöðva en að koma þeim áfram. - - - Þarna þarf að nást mun betra jafnvægi þannig að um leið og öll sjónarmið fáist fram megi einnig koma hlutum í verk. Við getum ekki látið slík mál velkjast árum og jafnvel áratugum saman, líkt og landsmenn hafa fengið að fylgjast með ítrekað, hvort sem um ræðir vegi, virkjanir, raflínur eða annað. Allt getur þetta setið fast von úr viti ef einhver nennir að flækjast fyrir, mótmæla eða kæra. - - - Nú er svo komið að stjórnvöld og Alþingi verða að grípa inn í. Ekki aðeins í þetta eina mál, held- ur í einnig í verklagið almennt. Framkvæmdafælni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Huga verður að almennum endur- bótum á húsnæði Fangelsisins Kvía- bryggju og tryggja aðgengi fanga að nauðsynlegri tannlæknaþjónustu, óháð fjárhag þeirra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umboðsmanns Al- þingis vegna svokallaðs OPCAT- eftirlits sem framkvæmt er í sam- ræmi við samning Sameinuðu þjóð- anna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða van- virðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður heimsótti Kvía- bryggju í mars og hefur eftir föngum þar í skýrslu sinni að kostnaður við tannlækningar komi í veg fyrir að þeir geti sótt sér nauðsynlega þjón- ustu tannlæknis en umboðsmaður hefur áður getið þess í skýrslum að fjárráð fanga megi ekki stýra að- gengi þeirra að tannlæknaþjónustu. Enn fremur bendir umboðsmaður á það í skýrslunni að réttur fanga til heimsókna verði aðeins takmark- aður með lögum og vísar þar til heimsóknatakmarkana í heimsfar- aldrinum. Fær dómsmálaráðherra þar ábendingu um að huga að full- nægjandi lagaheimildum til skerð- inga á heimsóknum. Þá setur umboðsmaður í skýrslu sinni fram tilmæli og ábendingar vegna skorts á heimsóknar- og við- talsaðstöðu þar sem húsnæðið á Kvíabryggju sé þannig úr garði gert að þar finnist hvorki almenn aðstaða fyrir heimsóknir né aðstaða fyrir fanga til að taka á móti lögmönnum, sálfræðingum eða annarri stoðþjón- ustu í næði. Telur umboðsmaður meðferðar- starfi og endurhæfingu í fangelsinu ábótavant og beinir því til ráðherra að fylgja þar eftir áætlunum stjórn- valda auk þess að kanna megi hvort aðgengi fanga á Kvíabryggju að stoðþjónustu sé lakara en annarra fanga. atlisteinn@mbl.is Fjárráð hamli ekki tannlæknaþjónustu - Umboðsmaður birtir OPCAT-skýrslu Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Kvíabryggja Fangelsi hefur verið starfrækt þar allt frá árinu 1954. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.168 á síðustu níu mánuðum ef miðað er við 1. september. Á sama tíma fjölgaði íbúum Kópavogsbæjar um 533. Á Akureyri fjölgaði íbúum um 209 og í Reykjanesbæ bættust við 1.219 nýir íbúar. Íbúum Seltjarnar- nesbæjar fækkaði um 20 á tíma- bilinu. Þetta kemur fram í gögnum frá þjóðskrá. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest í Árneshreppi eða um 12,2% en íbúum þar fjölgaði um fimm. Íbúum fjölgaði eða fjöldinn stóð í stað í 49 sveitar- félögum en íbúum fækkaði í 15 sveit- arfélögum. Ef horft er til landshluta þá fjölg- aði íbúum í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra. Hlutfallslega var mesta fjölgunin á Suðurnesjum eða um 4,9% sem samsvarar 1.426 nýjum íbúum. Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 870 eða sem nemur 2,7%. Á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um fimm eða um 0,1%. Alls fjölgar íbúum um 2% á landinu. Um 63% íbúa bjuggu á höfuðborg- arsvæðinu 1. september. Suðurland er næststærst en um 8,7% íbúa búa þar. Rétt á eftir kemur Norðurland eystra með 8,3% íbúa. Alls búa um 30 þúsund manns á Suðurnesjum eða um 7% íbúa. Samkvæmt þjóðskrá búa 383.403 manns á Íslandi og hefur þeim fjölgað um tæplega 20 þúsund á síðustu þremur árum. logis@mbl.is Íbúum fjölgar mest á Suðurnesjum - Íbúum hefur fjölgað um 2% á landinu - Fækkar á Norðurlandi vestra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísland Íbúum fjölgar á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.