Morgunblaðið - 05.09.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
✝
Hólmfríður
Júlía Pálma-
dóttir fæddist á
Kristnesi í Eyja-
fjarðarsveit 13.
apríl 1939. Hún
lést á heimili sínu á
Akureyri 22. ágúst
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Anna María Bene-
diktsdóttir frá Sæ-
borg í Höfðahverfi í Þingeyj-
arsýslu, f. 18. desember 1916, d.
15. desember 1939, og Pálmi
Júlíusson frá Hvassafelli, f. 24.
mars 1907, d. 1. desember 1949.
Bróðir Hólmfríðar var Bene-
dikt Bragi, f. 7.október 1937, d.
11. ágúst 2016. Hálfsystir
Hólmfríðar er Freygerður, f.
15. nóvember 1943.
Sonur Hólmfríðar og Mar-
inós Þorsteinssonar, f. 5. júní
1938, er 1) Ingvar, f. 10. októ-
ber 1957, kona hans er Anna
Arnfríður Arngrímsdóttir, f.
10. nóvember 1964. Börn þeirra
eru Arna Gerður, f. 11. febrúar
1986, í sambúð með Jóhannesi
Sigurðarsyni og á hún fjögur
börn. Marinó Hólm, f. 13. mars
1988, og á hann tvo syni. Júlía
Dætur þeirra eru Kolfinna, f.
14. október 2007, og Móeiður, f.
16. september 2010. Fyrir átti
Þórunn Hebu Bergþórsdóttur
Smára, f. 28. ágúst 2000, kær-
asti hennar er Jonas Hammer.
Móðir Hólmfríðar lést úr
berklum þegar hún var átta
mánaða gömul. Faðir hennar
bjó með börnum sínum í
Hvassafelli en síðar fluttu þau í
Miðhús í Eyjafjarðarsveit. Þeg-
ar faðir þeirra hóf hjúskap með
Arndísi Benediktsdóttur fluttu
þau inn á Akureyri. Þar fæddist
þeim dóttirin Freygerður.
Pálmi og Arndís slitu samvist-
um og flutti Hólmfríður með
föður sínum og Braga á Kaup-
angsbakka í Eyjafjarðarsveit.
Faðir hennar lést þegar hún
var 10 ára gömul og í kjölfarið
fluttu hún og Bragi aftur í
Hvassafell og ólust þau þar upp
hjá Benedikt föðurbróður sín-
um og Rósu Jónsdóttur Thorla-
cius.
Hólmfríður flutti til Akur-
eyrar 14 ára gömul og vann
m.a. í Turninum og Borgarsöl-
unni. Hún vann ýmis verslunar-
og verkamannastörf um ævina,
meðal annars í Kristjánsbak-
aríi, K. Jónsson, Akureyrar
Apóteki, Sambandsverksmiðj-
unum og einnig seldi hún eigin
hannyrðir.
Útför Hólmfríðar Júlíu fer
fram frá Akureyrarkirkju í
dag, 5. september 2022, klukk-
an 13.
Margrét, f. 3. júlí
1991, maður henn-
ar er Birgir Már
Sigurðsson og eiga
þau tvær dætur.
Ægir Örn, f. 27.
mars 1993, í sam-
búð með Diljá Töru
Pálsdóttur. Fyrir
átti Ingvar Hafdísi,
f. 9. mars 1983, og
á hún tvær dætur.
Börn Hólmfríðar
og Sigmundar Rafns Einars-
sonar, f. 15. febrúar 1948, eru:
1) Einar Pálmi, f. 16. ágúst
1967, kona hans er Jóhanna Sif
Gunnarsdóttir, f. 28. desember
1972. Börn þeirra eru Snæfríð-
ur Birta, f. 17. nóvember 1997, í
sambúð með Kristjáni Erni Óm-
arssyni, Sindri Heiðar, f. 12.
ágúst 2000, kærasta hans er
Kara Björk Sævarsdóttir, og
Sólveig Embla, f. 20. maí 2006.
2) Anna María, f. 2. nóvember
1972, maður hennar er Travis
Þrymur Heafield, f. 12. júní
1975. Synir þeirra eru Úlfur
Anthony, f. 12. janúar 2005, og
Ýmir Hugh, f. 20. júní 2007. 3)
Arnar Hólm, f. 27. desember
1973, kona hans er Þórunn
Baldvinsdóttir, f. 27. júlí 1975.
Elsku mamma, síðan þú
kvaddir okkur streyma minn-
ingarnar um þig fram í huga
minn. Þú fékkst vindinn í fangið
strax við fæðingu en móðir þín
var með berkla og fékk aldrei að
halda á þér. Fleiri áföll og erf-
iðleikar áttu eftir að fylgja, bæði
í æsku og síðar á ævinni.
En í þetta sinn, Drottinn gafstu mér
fjal.l
Fjall sem þú veist að ég mun aldrei
klífa.
Þetta er ekki bara hæð lengur.
Þú gafst mér fjall í þetta skiptið.
(But this time Lord you gave me a
mountain
A mountain you know I may never
climb.
It isn’t just a hill any longer.
You gave me a mountain this time
(M. Robins)
Frá fæðingu var lítið öryggi í
lífi þínu og þú áttir eftir að
flakka mikið. Margir hefðu
brotnað en það gerðir þú ekki.
Þú varst bjartsýn, dugleg, úr-
ræðagóð og þrjósk og hélst
áfram að klífa fjallið. Helsta
festan í æsku þinni var Bragi
bróðir þinn og var mikil vinátta
milli ykkar. Einnig bast þú
frændsystkinum þínum í
Hvassafelli traustum vináttu-
böndum. Þú fékkst litla mennt-
un og öryggisleysið og flakkið
gerðu það að verkum að þú varst
eins konar villibarn, í jákvæðri
merkingu þess orðs, eins og þú
orðaðir það við mig.
Nú heyri ég þig segja „svona
nú, við tölum ekki meira um
það“. Þú vildir aldrei dvelja við
það erfiða og ég tek það eftir
þér. Ég man ekki eftir miklum
erfiðleikum fyrstu 7-8 ár ævi
minnar í Grænugötu 8. Þar
bjóstu með okkur fjögur systk-
inin undir súð í litlu tveggja her-
bergja íbúðinni. Þú settir það
ekki fyrir þig að klöngrast með
Maju og Agga í barnavagni upp
alla stigana eða að baða okkur í
bala því hvorki var sturta né
baðkar í íbúðinni. Þú varst
óþreytandi; varst í tveimur eða
þremur störfum, hugsaðir um
börnin þín, hjálpaðir öllum sem
áttu erfitt, varst eins manns
prjónaverksmiðja og heimili
okkar var fullt af gestum. Hjá
þér fannst mér mig ekki skorta
neitt. Líf mitt var Grænagatan,
Eiðsvöllurinn, afi og amma í
Eyrarvegi, fótboltinn, allir vin-
irnir á Eyrinni, systkinin og þú.
Í minningunni er þetta gullald-
artími. Þú svo glæsileg og
skemmtileg kona sem allir hrif-
ust af. Þú last ekki sænskar
uppeldisbækur, gafst okkur
frekar lausan tauminn. Þú hugs-
aðir vel um ungana þína, sýndir
okkur ástúð og veittir okkur
öruggt skjól. Við gátum verið
ósátt við hvert annað en ég man
aldrei eftir að þú hafir skammað
mig. Þér tókst að halda fjöl-
skyldunni saman í gegnum
brimganginn. Fyrir það veit ég
að þú átt eftir að fá bæði bjart-
sýnisverðlaun Bröste og fálka-
orðuna þótt síðar verði, ég
krossa fingur fyrir því til örygg-
is.
Elsku mamma, ég á eftir að
sakna heimsóknanna til þín. Það
var alltaf stutt í kímnina hjá þér
og mikið hlegið. Við setjumst nú
niður með kaffi og setjum Elvis
á fóninn. Það lag sem minnir á
þig er „You gave me a mount-
ain“. Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem ég fékk með þér og
mun ávallt muna eftir öllum
góðu stundunum sem við áttum
saman.
Hvíl í friði.
Þinn sonur,
Einar.
Nú er yndisleg móðir mín bú-
in að kveðja okkur, sjálf drottn-
ingin, ættarhöfðinginn. Mikið
mun ég sakna hennar.
Hugurinn reikar aftur og ótal
minningar koma upp. Það er
laugardagur og við bræðurnir
hlustum á Bjarna Fel og horfum
á enska boltann, ryksugan á
fullu og kótelettur í raspi á
pönnunni. Mamma var aldrei
hrifin af fótbolta sem átti hug
okkar bræðra, en mamma lét sig
hafa það.
Seinna um kvöldið var svo
vestri í sjónvarpinu með John
Wayne og ég gat hjúfrað mig í
fanginu á mömmu, æsispenntur,
mamma var heldur ekki hrifinn
af vestrum en hún lét sig hafa
það og horfði með.
Eflaust prjónaði hún par af
ullarsokkum á meðan, hún sló
aldrei slöku við. Hún var helst í
tveimur eða þremur vinnum og
tók sér aldrei sumarfrí.
Mamma þurfti að láta sig hafa
ansi margt í lífinu og lífið sjald-
an dans á rósum. Foreldralaus
10 ára, fæddi og ól okkur fjögur
systkinin alein upp í miklum
kærleik, þvílík kjarnorkukona.
Í minningunni var heimili
okkar þéttsetið af gestum, mikið
spjallað, reykt og gulur Bragi
drukkinn ótæpilega.
Margir leituðu til mömmu og
hún ávallt tilbúin að aðstoða
með einhverjum hætti. Mamma
gerði ekki mannamun og gjaf-
mildi hennar var einstök.
Minning um yndislega móður
mun lifa.
Þinn yngsti sonur
Arnar.
Ættarhöfðinginn flýgur
svo fagur hreinn og tær
mamma sem hlær.
Söknuður í hverju tári
og minning sem geymir hlýju
um móður mína Íju.
Ég finn mig í faðminum
og árin hverfa
þig í vindinum, í trjánum og ánum.
Með sólinni sé ég þig heila
og mun þér aldrei gleyma.
Blæjan sem dylur þig
kyssir nú andlit þitt
skilur okkur að.
Sofðu rótt elsku mamma.
Þín dóttir,
Anna María.
Í dag kveðjum við Íju tengda-
móður mína með söknuði. Hún
var einstök kona. Alltaf skvísa.
Flott hár, lakkaðar neglur,
varalitur. Glæsileg. Dillandi
hlátur. Grín, hálfkæringur og
góðlátleg stríðni. Hlý orð og
umhyggja.
Æska hennar var ekki auð-
veld. Móðurmissir, rótleysi, föð-
urmissir, stopul skólaganga. En
alltaf einstök hlýja á milli henn-
ar og Braga bróður hennar.
Sterk tengsl við uppeldissystk-
inin í Hvassafelli. Vináttan við
Obbu hans Braga.
Aðeins fjórtán ára byrjaði
hún að vinna fyrir sér og standa
á eigin fótum. Átján ára einstæð
móðir. Basl og lífsbarátta. Ein-
stæð fjögurra barna ómenntuð
verkakona. Alltaf í fleiri en einni
vinnu. Aldrei sumarfrí. Prjónaði
og seldi. Prjónaði og gaf. Átti
alltaf eitthvað að gefa öðrum
þótt hún ætti lítið sjálf. Lagði
sig fram við að búa börnum sín-
um gott og fallegt heimili, hlegið
og spilað, allir velkomnir, mjög
gestkvæmt, kaffi og sígó í eld-
húskróknum.
Amma Íja. Með barnabörnin í
fanginu. Hlæja og knúsa og
stríða. Svindla í spilum. Prjóna
hlýja vettlinga fyrir litla fingur.
Glæsilegar lopapeysur. Börnum
og dýrum leið sérstaklega vel í
návist hennar. Alltaf heitt á
könnunni, kleinur, brauð með
reyktum laxi, sætabrauð,
grjónagrautur. Gefa öllum eitt-
hvað að borða. Heimsóknir til
Reykjavíkur, tvær ferðir til
Danmerkur. Naut þess að
ferðast um landið með Ingvari
og Önnu. En heima er best.
Gaman að fara í bíltúr, sérstak-
lega fram í fjörð. Fylgdist vel
með öllum afkomendum sínum,
ánægð með sitt ríkidæmi í líf-
inu. Endalaust margar fyndnar
sögur af hvatvísi og misskiln-
ingi. Kaffi á pallinum í Furul-
undinum. Svo fór heilsan að
gefa sig, en hún gerði lítið úr
því, „nei það er ekkert að mér“.
Heimkoma Maju og fjölskyldu
eftir langa veru í Ástralíu veitti
hamingju. Erfið veikindi undir
lokin en hún var umvafin ást og
umhyggju sinna nánustu. Það
var gestkvæmt hjá henni síð-
asta sumarið í Furulundinum,
margir kaffibollar drukknir og
margar sögur sagðar. Oft hleg-
ið.
Íja skilur eftir sig stórt tóma-
rúm og söknuð. Minningarnar
um einstaka konu lifa.
Jóhanna Sif Gunnarsdóttir.
Bless bless Íja, tengda-
mamma og vinkona mín.
Ég fékk aldrei tækifæri til að
þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig – svo takk fyrir
kennsluna í norðlensku, takk
fyrir þín ráð um það hvernig á
að klæða sig, takk fyrir spila-
mennskuna, takk fyrir að sýna
mér að hlutirnir þurfa ekki allt-
af að vera flóknir og takk fyrir
allan hláturinn. Ég mun sakna
samtalanna okkar, sama hvort
við vorum ósammála hvort öðru
eða hlógum saman. Megi minn-
ing þín og arfleifð lifa lengi.
Kveðja,
Þrymur.
Það er svo sárt að kveðja þig
elsku amma Íja. Söknuðurinn er
mikill og skarðið stórt. Ég mun
aldrei gleyma öllum yndislegu
minningunum. Þær eru mér sem
dýrmætar perlur.
Mér er ómögulegt að koma á
blað öllu því sem ég vildi, um
hversu stórkostleg kona þú
varst og hversu stór og mikill
partur af lífi mínu þú hefur alla
tíð verið.
Ég hef elskað þig svo mikið,
alveg síðan ég man eftir mér.
Allar minningarnar kæmust
ekki fyrir í heilli bók. Til dæmis
þegar þú áttir heima í blokkinni
við hliðina á mér og ég nýtti
hvert einasta tækifæri til að
stelast hlaupandi yfir til þín.
Ég dáðist svo að því hvað þú
varst alltaf glæsileg og flott,
hékk alveg yfir þér þegar þú
varst að taka þig til og þér og
vinkonum þínum í eldhúsinu í
Hjallalundinum; horfðum á
sannsögulegar myndir í sjón-
varpinu og þú talaðir að sjálf-
sögðu allan tímann og útskýrðir
allt fyrir mér. Þú varst svo fynd-
in og hreinskilin, stundum
óþægilega hreinskilin. Það
þekkja allir.
Mikið var gaman að hlæja
með þér stanslaust því húmor-
inn og glensið hvarf aldrei. Enn
sitjum við hér saman skelli-
hlæjandi og það mun seint taka
enda. Ég brosi við tilhugsunina.
Lífið þitt var ekki alltaf dans
á rósum elsku amma Íja, en þú
varst svo sterk og mér svo mikil
fyrirmynd í lífinu öllu. Ég dáðist
svo að þér og geri enn.
Já elsku amma Íja, skarðið er
mikið fyrir alla sem áttu þig að
og elskuðu þig fyrir allt sem þú
varst, fyrir allt sem þú gafst
okkur og gleðina sem þú veittir
okkur öllum. Við elskuðum þig
öll svo mikið.
Ég kveð þig nú elsku amma
Íja, en geymi þig í huga mínum
og hjarta með þessum orðum
sem mér finnst eiga svo vel við:
Það var bara ein amma Íja.
Minning þín mun alltaf lifa.
Hvíldu í friði amma Íja.
Ég elska þig.
Þín
Arna.
Elsku amma mín.
Á sama tíma og söknuðurinn
er sár og mikill þá er ég líka svo
þakklát að hafa fengið rúm 30 ár
með þér. Þakklát fyrir minning-
arnar sem ég á með þér og að
stelpurnar mínar hafi fengið að
kynnast þér og þú þeim.
Þú varst einstök kona og
fyrirmynd. Kvenskörungur sem
hafðir upplifað mikla erfiðleika á
lífsleiðinni en lést það aldrei
skilgreina þig sem manneskju.
Þú fórst aldrei í manngrein-
arálit og komst fram við fólk af
virðingu en alltaf með glettni að
leiðarljósi.
Gistikvöldin þegar ég var
yngri er minning sem ég mun
alltaf ylja mér við, það var alltaf
gott að vera hjá þér.
Amma mín, ég gæti skrifað
endalaust en ég á eftir að sakna
framhleypnu „leðurömmu“ um
ókomna tíð og halda minningu
þinni á lofti.
Þín nafna,
Júlía.
Elsku besta Íja mín. Mig
langar að rifja upp þann stutta
tíma sem við áttum saman sem
systur með pabba okkar og
Braga heitnum. Nú eruð þið
bæði farin og ekki eins mikil til-
breyting að fara til Akureyrar,
ég sakna ykkar.
Þegar þú fæddist var mamma
þín veik af berklum og vantaði
pabba okkar ráðskonu á heim-
ilið, þá varst þú bara nokkurra
mánaða gömul. Þá kom mamma
Dísa inn á heimilið ásamt Júlíu.
Mamma Dísa tók þig sem sitt
eigið barn og þið ánægðar.
Bragi var mjög háður pabba sín-
um.
Þú svafst alltaf hjá mömmu
Dísu og 15. nóvember var það
ekki hægt, beðið eftir Júlíu að
koma úr skólanum og sækja
ljósmóður. Þá var hurðinni læst
og þú grést, vildir komast inn og
skildir ekkert í þessu, enda að-
eins fjögurra ára. Það var aldrei
verið að segja börnum neitt í þá
daga. Síðan var ég skírð Frey-
gerður sjö mánaða gömul, pabbi
okkar réð þessu nafni í höfuðið á
systur sinni sem dó ung.
Ég man ekki hversu gömul þú
hefur þá verið, líklega á að giska
5-6 ára. Þá splittaði hann þessu
öll upp, fór með ykkur Braga og
mamma með okkur Júllu. Við
vorum svo heppnar að fá eitt
herbergi hjá konunni á efri hæð-
inni, en hvert hann fór með ykk-
ur veit ég ekki, þetta var hræði-
legt fyrir mömmu og þig.
Meðan við vorum enn á Ak-
ureyri og þú vissir hvar mamma
bjó áttirðu það til að laumast
þangað. Þú skildir ekkert í
þessu, aldrei var neitt sagt um
aðstæður, allt í þögninni, þú
vissir ekki betur en Dísa væri
mamma þín. Hann kom svo að
sækja þig og þú hélst fast í kjól-
inn hennar mömmu og þið grét-
uð báðar, hann tók þig með sér
og þetta endurtók sig nokkrum
sinnum.
Mömmu bauðst síðan ráðs-
konustaða við Laxárvirkjun, þar
vorum við mamma um sumarið
1947 og fluttum síðan til Reykja-
víkur.
Þessar upplýsingar fékk ég
frá Júlíu systir minni sem dó
núna í ágúst, og alltaf mamma
þögul sem gröfin, vildi ekki
segja mér neitt.
Elsku Íja mín, núna ertu
komin á góðan stað, Guð blessi
þig.
Þín systir,
Freygerður (Freyja).
Vorveturinn 1965, þegar
Steve Winwood sprakk út með
sinni einstæðu rödd í Keep on
Running, en ég í fyrsta bekk í
Gagganum, tóku þau Íja (Hólm-
fríður Pálmadóttir) og Simmi
bróðir (Sigmundur Rafn Einars-
son) að skjóta sér saman og naut
ég góðs af, því Íja vann í hinni
vinsælu Borgarsölu á horni Ráð-
hústorgs og Hafnarstrætis.
Voru ísarnir, sem Íja rétti mér
yfir glerdiskinn, svo státlega
útilátnir að minntu helst á Síval-
iturna. Og sælgætispokarnir
þungu sigu vellystarlega í vös-
um norður Eiðsvöllinn niður í
Eyrarveg. Er skemmst frá því
að segja, að á árunum 6́5-́72 var
ég eins og grár köttur í Grænu-
götunni, ekki síst eftir að sjón-
varpið kom. Karl faðir minn,
hraunfellski fjárbóndinn Einar
Jónson (sem reytti gras af
klettasyllu við Hraunfellsána í
heyskaparskyni, fimm ára að
aldri, með Munda bróður sínum
þriggja ára; fylltu þeir bræður
stóran poka af sólgrænni töðu,
en komust ekki upp af syllunni
og gerð leit að þeim) fúlsaði full-
komlega við sjónvarpi og taldi
óráðsíu og fjáraustur. Enda kom
ekki sjónvarp í E-35 fyrr en eitt-
hvert systkina minna gaf for-
eldrum mínum fyrsta tækið sitt
(og keypti nýtt) þjóðhátíðarárið
1974. Ég var alltaf velkominn í
Grænugötu 8. Þar var á ein-
hvurn hátt alltaf vítt til veggja
og pláss fyrir einn rass í viðbót,
þótt risíbúðin væri lítil og frekar
lágt undir þak. Í Grænugötunni
tuskaði ég elsta son Íju, þann
gæðadreng og sjóara Ingvar
Marinósson, vin hans Örn og
fleiri, svoltið til, í kompunni inn
af stigapallinum. Þeim til nokk-
urrar dönnunar og framfara-
skrefa á veraldarvegi. Kettirnir
hennar Íju eru svo kannski ljúf-
astar minninga þessara ára.
Enda bröndótta læðan, Budda
blessunin, sá blíðasti köttur sem
ég hefi nokkru sinni kynnst.
Sýndi aldrei kló. Og einkadóttir
hennar lítið síðri. Til er forkunn-
arfögur mynd af Buddu uppi á
eldhúsborði á Eyrarveginum,
þar sem hún fylgist með móður
minni elskulegri, henni Jónínu,
við prjónaskapinn. Streymir
kyrrð og friður frá myndinni. Íja
prjónaði ekki færri en fimm
peysur á mig. Ein var blá, önnur
rauð og sú þriðja sjógræn með
hvítum bekk og fylgdi trefill í
sömu litum. Haustið 7́4 prjónaði
svo Íja á mig meistaraverkið.
Var það peysa, prjónuð í ganja-
litum Bob Marleys, eftir mynd í
innra byrði þeirrar frábæru
plötu Burnin’. Litirnir appels-
ínurauðir, eldgulir og djúp-
grænir. Bætti Íja um betur með
húfu, trefli og vettlingum í sömu
litaflóru. Ég var ansi íhugull þau
misserin. Með yfirvaraskegg,
sem ástkona mín smálensk í
Gautaborg kallaði kímnislega
„haschmustachen“, og mátti ég
þó ekki fyrir „allt i världen“
raka það af mér. Gerðist það
ekki fyrr en sumarið 1976 í
Stokkhólmi í gleðskap að næt-
urlagi. Í Grænugötunni horfði
ég á sjónvarpsleikritið Rauða
herbergið (Röda rummet), eftir
August Strindberg, haustið og
veturinn 1972. Þá ég hljóp ég í
öskunni um snjóþungan Akur-
eyrarbæ og tók þá ákvörðun að
halda til lýðháskólanáms í Sví-
þjóð í ársbyrjun 1973. Hljómfög-
ur sænskan heillaði mig meira
en danskan og flata Danmörk.
Hefi ég aldrei séð eftir þeirri
ákvörðun. Ég heimsótti Íju í Ís-
landsheimsóknum mínum, þó
þeim fækkaði eðlilega allnokk,
sökum fjarveru minnar frá höf-
uðstað Norðurlands. Öll fjögur
börn Íju bera gæsku hennar og
hlýju fagurt vitni. Íja var mjög
myndarleg kona, reykti alla tíð
eins og strompur og fékk sér
köku í morgunverð, en lifði það
að verða 83 ára og var við hesta-
heilsu alveg fram undir það síð-
asta.
Minningin um Íju lifir í hjarta
mínu. Hún var góð kona, hún
var einstæð móðir.
Jóhann Árelíuz.
Hólmfríður Júlía
Pálmadóttir