Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir helgi
sendu borg-
aryfirvöld frá
sér tilkynningu um
rekstrarniðurstöðu
Reykjavíkurborgar á
fyrri helmingi árs-
ins. Í yfirskrift til-
kynningarinnar segir að árshlut-
areikningurinn sýni „rekstur í
járnum en hægan viðsnúning eftir
heimsfaraldur“. Í tilkynningunni
segir að rekstrarniðurstaða A- og
B-hluta Reykjavíkurborgar, sem
er borgarsjóður að viðbættum
fyrirtækjum borgarinnar, svo sem
Félagsbústöðum, Orkuveitunni og
Strætó, hafi verið jákvæður um
rúma þrettán milljarða króna,
sem sé tæpum tíu milljörðum
betri niðurstaða en gert hafi verið
ráð fyrir. „Betri rekstrarnið-
urstöðu má einkum rekja til mats-
breytinga fjárfestingaeigna hjá
Félagsbústöðum,“ segir svo.
Þetta er ekki rétt. Betri rekstr-
arniðurstöðu má ekki „einkum“
rekja til matsbreytinganna al-
ræmdu, hana má alfarið rekja til
þessara matsbreytinga – og rúm-
lega það. Í skýrslu fjármála- og
áhættustýringarsviðs borgar-
innar með árshlutareikningnum
kemur fram að „[m]atsbreytingar
fjárfestingaeigna Félagsbústaða
voru 16,9 ma.kr. hærri en áætlað
hafði verið“, sem er mun meira en
þeir tæpu tíu milljarðar sem
rekstrarafkoman batnaði um. Án
þessa umdeilda liðar sem í nokkur
ár hefur ráðið miklu, jafnvel öllu,
um afkomu Reykjavíkurborgar,
hefði reksturinn verið mörgum
milljörðum króna lakari en hann
var.
Í skýrslu fjármála- og áhættu-
stýringarsviðs borgarinnar er
varað mjög eindregið við þróun-
inni í rekstrinum og bent á margt
sem bersýnilega er farið algerlega
úr böndum. Þar kemur fram að
rekstrarniðurstaða A-hluta, sem
sagt borgarsjóðs, hafi verið nei-
kvæð um tæpa níu milljarða króna
og verið rúmum fjórum millj-
örðum lakari en áætlað hafði ver-
ið. Þó hafi útsvarið verið sjö
hundruð milljónum yfir áætlun en
útgjöldin hafi verið langt yfir fjár-
heimildum. Fram kemur að mik-
ilvægt sé að grípa til aðgerða
vegna þessa.
Fjármála- og áhættustýringar-
svið bendir einnig á að þó að mats-
verð eigna Félagsbústaða hafi
hækkað mikið þá sé eðlilegt að
horfa til rekstrarhagnaðar
(EBIT) til að meta stöðu grunn-
rekstrar og þegar það er gert sést
að gjöld hafa hækkað langt um-
fram tekjur svo í óefni stefnir.
Fjármála- og áhættustýringar-
svið bendir einnig á einstaka þætti
rekstrarins þar sem augljóst er að
borgaryfirvöld hafa misst tökin,
þó að þetta svið borgarinnar orði
það með öðrum hætti. Þannig seg-
ir í skýrslu fjármála- og áhættu-
stýringarsviðs að raunkostnaður í
borgarreknum grunnskólum hafi
verið 848 milljónum króna um-
fram fjárheimildir þrátt fyrir að
fjárheimildir hafi verið auknar um
1,5 milljarð. Fram
kemur að sam-
þykktar hafi verið
reglur um eftirlit
með rekstri grunn-
skólanna og bent á
að mikilvægt sé að
þessum reglum sé
framfylgt.
Sömu sögu er að segja af leik-
skólum borgarinnar, þar sem
kostnaður er 13,8% umfram heim-
ildir. „Útgjöld vegna leikskóla
hafa frá árinu 2019 aukist yfir 40%
miðað við fyrstu 6 mánuði ársins á
meðan barnafjöldi hefur aðeins
aukist um 2,8%. Þessi kostnaðar-
auki skýrist ekki eingöngu af ytri
aðstæðum svo sem launa- og eða
verðlagshækkunum. Það er afar
mikilvægt að komið sé á jafnvægi í
rekstri leikskóla og hraða út-
færslu á nýju leikskólalíkani,“
segir í skýrslunni. Með ólíkindum
er að sjá þessar tölur með hliðsjón
af því neyðarástandi sem ríkir í
leikskólamálum borgarinnar og
augljóst að þarna hafa borgaryf-
irvöld algerlega misst tökin.
Fleira er nefnt sem ekki er rúm
til að rekja hér en vísar í sömu átt.
Þó skal því bætt við að fjármála-
og áhættustýringarsvið bendir á
að staða Strætó sé „afar erfið um
þessar mundir. Rekstrarniður-
staða er neikvæð um 599 m.kr. á
tímabilinu sem umtalsvert lakara
en áætlun gerði ráð fyrir. Eigend-
ur greiddu eins mánaðar rekstrar-
framlag fyrirfram til Strætó í maí
sl. vegna lausafjárvanda félagsins.
Eigið fé stendur í lok tímabils í
245 m.kr. og stefnir í að vera nei-
kvætt um næstu áramót verði ekki
viðsnúningur í rekstri.“ Bætt er
við að eigendur þurfi að skoða
rekstur og fjármagnsskipan
Strætó „nú þegar og grípa til að-
gerða til að tryggja sjálfbærni fé-
lagsins.“
Á einfölduðu máli heitir þetta
að Strætó stefni í gjaldþrot verði
ekki gripið til neyðarráðstafana
þegar í stað. Á sama tíma heldur
borgin áfram út í það tugmilljarða
fen, hið minnsta, sem borgarlínan
verður. En það er ekki aðeins
Strætó sem er á hausnum, borgin í
heild sinni siglir að óbreyttu í
strand. Hún hættir að geta fjár-
magnað sig nema með afar óhag-
kvæmum hætti sem mun sliga
fjárhaginn. Merki þessa sjást þeg-
ar. Útgjöldin eru langt umfram
tekjur, þrátt fyrir ört hækkandi
tekjur, og matsbreytingar íbúða
sem ekki eru til sölu eða álafleiður
OR munu ekki fleyta borginni
áfram til lengri tíma.
Meirihlutinn heldur áfram,
þrátt fyrir „breytingar“, að
blekkja borgarbúa um að rekst-
urinn sé betri en hann er í raun.
Þeir segjast ætla að taka til en
halda því þó fram að reksturinn sé
„í járnum“. Fyrsta skrefið til að
ná tökum á vandanum er að við-
urkenna hann. En núverandi
meirihluti Samfylkingar og fylgi-
flokka er ekki fær um það og þess
vegna eru litlar vonir um að borg-
inni verði forðað frá enn verri
fjárhagslegum örlögum.
Borgin stefnir í fjár-
hagslegt öngstræti
en meirihlutinn sóar
áfram fé borgarbúa}
Blekkingar
borgaryfirvalda
É
g hafði ætlað mér að fjalla um
nýtilkomið hatur Framsóknar-
flokksins í Reykjavík á Reykja-
víkurflugvelli í Vatnsmýrinni í
þessum pistli, enda ærin
ástæða til. En borgarstjórinn í Reykjavík
leyfði sér í liðinni viku að nálgast ótrúlegt
tap á rekstri borgarsjóðs fyrstu sex mánuði
ársins með þeim hætti að ekki er annað hægt
en að ræða það stuttlega.
Fyrstu sex mánuði ársins var tap af
borgarsjóði upp á tæpa 9 milljarða. Nánar
tiltekið 8.893 milljónir. Borgarstjóri brást við
af léttúð og sagði reksturinn „í járnum“. Sem
er ótrúleg framkoma í garð framtíð-
arútsvarsgreiðenda, barnanna okkar, sem
koma til með að borga þessa óráðsíðu Dags
B. Eggertssonar.
Þetta eru rétt um 50 milljónir á dag sem borg-
arsjóður tapar, 2 milljónir á klukkustund, líka á meðan
borgarstjórinn sefur. Nær væri að lýsa þessum rekstri
sem stjórnlausum í stað þess að fara með fleipur og
segja hann „í járnum“.
Það þarf sérstaka gerð af raunheimarofi til að telja
það að tapa tveimur milljónum á klukkustund, allar
klukkustundir fyrri hluta ársins, vera rekstur í járnum.
Í fréttum Ríkisútvarpsins var þessu lýst þannig:
„Nokkur halli var á rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar
fyrstu sex mánuði ársins og rekstrarniðurstaðan nei-
kvæð um tæpa 9 milljarða króna.“ Þannig að ef einhver
hélt að ríkisfjölmiðillinn, RÚV okkar allra eins og þeir
auglýsa svo fjálglega, gætti hagsmuna borgaranna í
svona máli, þá var það rangt mat.
Almennur málskilningur er að orðið
„nokkur“ í þessu samhengi lýsi hóflegri
framúrkeyrslu. En það sem þarna hafði
gerst er að borgarsjóður hafði tapað því sem
nemur öllum tekjum RÚV á ársgrundvelli
(lögþvinguðum og auglýsingatekjum) og
tveimur milljörðum betur, á fyrri helmingi
ársins. Þetta kallar RÚV að „nokkur“ halli
hafi orðið af rekstri borgarsjóðs. Slíkt er
auðvitað ekki boðleg framsetning.
Rekstur borgarsjóðs er augljóslega ekki í
járnum, hann er ósjálfbær og leikfimiæf-
ingar með endurmat íbúða Félagsbústaða,
sem nú nemur nærri 100 þúsund milljónum í
bókum borgarinnar, bæta þar í engu úr. Í
bókum Reykjavíkurborgar eru nú um 100
milljarðar af froðu. Kalli það ekki á skoðun
til þess bærra yfirvalda, þá veit ég ekki hvað þarf til.
Framsóknarflokkurinn, sem boðaði hátt og snjallt
breytingar í aðdraganda kosninganna fyrir stuttu,
tryggði svo að maðurinn og flokkarnir sem bera
ábyrgð á þessari óráðsíðu fengju áframhaldandi stöðu
við völd í höfuðborginni. Flokkurinn tók þannig
ábyrgðina til sín og verður því fróðlegt að sjá hvort
formaður þess flokks og ráðherra sveitarstjórnarmála
geri það sem honum ber að gera í tengslum við óráðsíu
og froðuframleiðslu borgarinnar? Ætli það sé ekki bara
best að bíða og sjá.
Bergþór
Ólason
Pistill
Dagur í járnum
Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins
bergthorola@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þ
ýska ríkisstjórnin kynnti í
gær áform sín um að veita
um 65 milljörðum evra,
eða sem nemur tæpum
9.200 milljörðum íslenskra króna, í
aðgerðir til þess að mæta hækkandi
orkukostnaði í landinu.
Mun ríkisstjórnin meðal annars
beina fjármununum í eingreiðslur
upp á 300 evrur til þeirra sem við-
kvæmastir eru fyrir hækkandi
orkuverði, sér í lagi ellilífeyrisþega,
en auk þess verður gripið til skatta-
ívilnana fyrir fyrirtæki sem hafa
mikla orkuþörf. Er þetta þriðji
orkupakkinn sem þýsk stjórnvöld
hafa samþykkt til aðstoðar almenn-
um Þjóðverjum, en fyrri aðgerðir
runnu út um mánaðamótin.
Orkuverð í Þýskalandi hefur
hækkað mjög í kjölfar innrásar
Rússa í Úkraínu, en hækkunin nam
35,6% í síðasta mánuði, og var ótt-
ast að það myndi hækka enn meira
eftir að Gazprom tilkynnti á föstu-
daginn að það gæti ekki sent neitt
jarðgas um Nord Stream 1-gas-
leiðsluna vegna bilunar, sem hefði
tekið lengri tíma að laga en gert var
ráð fyrir.
Var þeirri yfirlýsingu tekið
með mátulegum fyrirvara á Vestur-
löndum, en ríki Evrópusambandsins
hafa sakað Rússa um að beita jarð-
gasinu til að reyna að rjúfa sam-
stöðu þeirra gegn innrásinni í Úkra-
ínu, sér í lagi nú þegar styttist í
veturinn.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari
tók sérstaklega til máls um jarðgas-
sendingarnar á blaðamannafundi
ríkisstjórnarinnar og sagði að Þjóð-
verjar ættu nóg af orku til þess að
komast í gegnum veturinn, þar sem
hún hefði tekið viðeigandi varúðar-
ráðstafanir í tæka tíð.
Höfðu þýsk stjórnvöld meðal
annars fyllt á jarðgasbirgðir sínar
og ákveðið að endurræsa raforkuver
sem ganga fyrir kolum, sem hafði
verið lokað af umhverfisástæðum.
„Við munum komast í gegnum vet-
urinn,“ sagði Scholz.
Mesta verðbólga í 40 ár
Orkuverðið hefur haft ákveðin
ruðningsáhrif á aðra þætti hagkerf-
isins, þar sem hækkandi raforku-
verði hefur fylgt hækkandi verð á
matvælaframleiðslu og flutningum,
sem aftur hefur skilað sér í hækk-
andi verðlagi og verðbólgu.
Þannig var tilkynnt fyrir helgi
að verðbólgan í Þýskalandi, þegar
miðað væri við frá áramótum til
loka ágústmánaðar, hefði mælst
8,8%, en það er hæsta verðbólga
sem mælst hefur þar í landi í 40 ár.
Urðu þær fregnir meðal annars
til þess að meðlimir í stjórn evr-
ópska seðlabankans kölluðu eftir því
að hann gripi til harðari aðgerða til
þess að koma böndum á verðbólg-
una, en stjórn bankans mun funda í
þessari viku um mögulega vaxta-
hækkun.
Komi brátt að skuldaskilum
Ákvörðun Þjóðverja þykir
einnig sýna þann vanda sem aðild-
arríki Evrópusambandsins glíma
við, nú þegar Rússar eru að herða á
þumalskrúfum sínum með
jarðgassendingunum. Úkra-
ínustríðið hefur nú staðið yfir í rúmt
hálft ár og fátt sem bendir til þess
að það muni hljóta skjótan endi.
Í greiningu Mujtaba Rahman á
vefsíðunni Politico segir að hátt-
settir embættismenn í Evrópusam-
bandinu viðurkenni að það komi
fljótlega að „skuldaskilum“, það er
þeim tímapunkti þegar þrýstingur-
inn á almenning í Evrópu verði sem
mestur. Þá muni Evrópusambands-
ríkin finna vel fyrir þrýstingnum í
hagkerfinu, á sama tíma og þau
verði beðin um að veita meira fjár-
magni til þess að hjálpa Úkra-
ínumönnum til að verja sig.
Segir í greiningu Rahmans að
leiðtogar ríkjanna séu nú þegar
farnir að undirbúa almenning þar
fyrir því að stríðið gæti enst í marga
mánuði í viðbót og að þær þrenging-
ar sem nú steðji að séu bara upphaf-
ið. Vísar hann þar sérstaklega til
orða Emmanuels Macron Frakk-
landsforseta, sem hefur lýst því yfir
að Frakkar muni styðja Úkraínu
þar til fullur sigur hefur náðst.
Macron hefur raunar gengið
enn lengra til að vara franska þjóð
við harðindunum framundan, því
hann sagði í ræðu sinni í síðasta
mánuði að vesturveldin stæðu nú
frammi fyrir „endalokum allsgnægt-
anna.“
Í þeim varúðarorðum og öðrum
sem evrópskir þjóðarleiðtogar hafa
látið falla að undanföru felst viss
viðurkenning á því, að almennings-
álitið í Evrópu kunni að breytast,
þegar orkuverð og verðbólga heldur
áfram að færast í aukana.
Það er því líklegt að ýtt verði á
eftir frekari aðgerðum, og þá á vett-
vangi Evrópusambandsins til þess
að koma böndum á hækkandi orku-
verð, en talsmenn sambandsins til-
kynntu í síðustu viku að verið væri
að leggja fram tillögur til þess að
gera umbætur á orkumarkaði til
þess að reyna að draga úr hækk-
unum.
Enn mun reyna á
samstöðu ESB-ríkja
AFP
Orkukreppa Leiðtogar þýsku ríkisstjórnarinnar, Omid Nouripour, annar
formaður Græningja, kanslarinn Olaf Scholz, Christian Lindner fjár-
málaráðherra og Saskia Esken frá SDP kynntu aðgerðirnar í gær.