Morgunblaðið - 05.09.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 16. september
Börn&
uppeldi
SÉRBLAÐ
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ!
Ég get nú ekki orða
bundist um það sem
mér finnst komið al-
gerlega út í öfgar í
umræðunni um ras-
isma. Nú sé ég ekki
betur en að hvorki
megi segja að þeldökkt
fólk sé svart né hvítt
fólk sé hvítt! Þá er
maður rasisti! Hvað
má kalla brúna menn
og rauða? Bara litaða?
Og hvaða orð má nota í staðinn fyrir
gula kynstofninn? Ég nefni þarna
hvítt fólk í sömu andránni og svart
vegna þess að styttan „Fyrsta hvíta
móðirin í Ameríku“ er sögð rasísk.
Átti Ásmundur Sveinsson kannski
að kalla hana „Fyrsta ólitaða móðir-
in í Ameríku“? Ég kem að þjófnað-
inum síðar.
En aftur að orðinu svartur. Nú
má víst ekki nota orðið svertingi, að
ekki sé talað um lætin út af því að
Sigurði Inga varð á að kalla „litaða“
konu svarta (sem er nú víst bara
fallega brún, eins og við hvíta fólkið
viljum flest verða í sólinni). Auðvit-
að var það í hæsta máta ósmekklegt
og ekki gott, en óþarft að gera
svona mikið veður út af því að mínu
mati. Hann var meira að segja ein-
hvers staðar kallaður Sigurður
Svert-Ingi eftir þetta, sem mér
finnst nú frekar ljótt þótt það sé dá-
lítið fyndið. Barnabók-
in „Tíu litlir negra-
strákar“ var bönnuð,
svo ekki má maður
segja negri.
Sem sagt styttan er
rasísk. Punktur. En
hvað má þá segja um
kvæðið, sem mér finnst
svo skemmtilegt, eftir
sænska skáldið Gustav
Fröding (1860-1911) og
heitir „Úr ferðasögu
frá Afríku“ í frábærri
þýðingu Magnúsar Ás-
geirssonar? Það hljóð-
ar svo:
Í Afríku eru svartir menn,
sem aldrei klæða sig,
þeir hengja hringi í nefin
og hrella og angra mig,
þeir kolsvörtu Afríkanar,
sem kallast Móríanar.
Ég sótti gígju mína,
til að sýna þessum lýð
og sagði: „Hún er alveg
undrafín og þýð.“
Þá fór með henni einn fjandinn
að fikta og grafa í sandinn.
Þeir sögðu: „Afleitt, Hvítur,
er ykkar skóflublað.“
Svo fundu þeir mitt skóhorn
og festu strengi á það
og mæltu: „Þú skalt messa
á meistarafiðlu þessa.“
Svo urðuðu þeir gígjuna
í afríkönskum mel.
Nú spila ég á skóhornið
og spila bara vel.
Það verður loksins vani
að vera Móríani.
Er þetta ljóð rasískt? Ætti
kannski að banna og brenna bókina
„Ljóð frá ýmsum löndum“ þar sem
þetta ljóð er að finna? Erum við þá
rasistar allir þrír, skáldið, þýðand-
inn og ég? Ég get bara svarað fyrir
mig; það er af og frá! Mér þykir
margt hörundsdökkt fólk bæði fal-
legt og viðkunnanlegt og lífga bara
upp á mannlífsflóruna hér. Jafnvel
kolsvart fólk! Svo erum við Íslend-
ingar sjálfir ekkert allir svo óskap-
lega „hvítir“ eða hreinræktaðir!
Þetta er orðin svo mikil della að það
er alveg með ólíkindum. Við megum
ekki nota orðið svartur um svartan
mann en svörtu mennirnir nota það
sjálfir: „Black lives matter!“
Nú kem ég loksins aftur að þjófn-
aðinum. Mér er óskiljanlegt þetta
hik og þessar vífilengjur í sambandi
við þjófnaðinn á umræddri styttu
Ásmundar Sveinssonar. Hér í
blaðinu var um daginn grein, þar
sem talað var um að „listakonurnar“
virtust hafa stolið styttunni! Auðvit-
að ætti það að blasa við öllum heil-
vita mönnum að þær stálu henni og
ættu umsvifalaust að svara til saka
fyrir það. Það hefði átt að skikka
þær strax til að skila henni, en að
öðrum kosti láta ná henni úr þessari
forljótu eldflaugareftirlíkingu á
þeirra eigin kostnað.
Ég ætla ekki að gerast dómari í
þessu máli, en mér finnst óskaplega
furðulegt ef ekki á að láta „listakon-
urnar“ gjalda fyrir þennan gjörn-
ing.
Nokkur orð um
rasisma og þjófnað
Eftir Knút
Haukstein Ólafsson »Hann var meira að
segja kallaður
Sigurður Svert-Ingi
eftir þetta!
Knútur Haukstein
Ólafsson
Höfundur er eldri borgari.
Þorkell Sigurlaugs-
son varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks ritar
um herflugvöll í
Vatnsmýri í Morgun-
blaðið 19. ágúst. Í kjöl-
farið ýtir samgöngu-
ráðherra úr vör her-
ferð til stuðnings sama
herflugvelli og dregur
af því tilefni á flot
marga sótrafta úr röð-
um flugvallarsinna.
Í slagtogi með ráðherra eru Ice-
landair hf. og Isavia ohf. Bæði félög
rekja upphaf sitt, sögu og tengsl til
Flugfélags Akureyrar, sem fékk
herflugvöllinn afhentan til leigu-
frírra afnota 6. júlí 1946 úr hendi
Ólafs Thors, þáverandi forsætisráð-
herra.
Í ráðherraliðinu eru önnur ný
andlit auk Þorkels, m.a. dáður jarð-
vísindamaður. Sá birtir m.a. kort
sem sýnir raunar það sama og
Rögnunefndin fann út 2015 og þýsk-
ir flugvallasérfræðingar 2001, að
auðvelt sé að verjast mögulegu en
mjög ólíklegu hraunflæði að flugvelli
í Hvassahrauni.
Venju samkvæmt stendur RÚV
okkar allra sína plikt með megin-
straumi íslenskra stjórnmála og með
handhöfum aukins vægis atkvæða
en gegn almannaheillum borgarbúa,
nú síðast í herferð ráðherra gegn
hagsmunum Reykvíkinga og ann-
arra landsmanna líkt og RÚV gerði
eftirminnilega sl. vor gegn reyk-
vísku framboði til borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Samtök um betri byggð hafa bent
á eftirfarandi árum og áratugum
saman:
. að Reykvíkingar fengu Vatnsmýr-
arsvæðið úr Seltjarnarneshreppi
1. janúar 1932 fyrir nýja byggð í
ört vaxandi höfuðborg
. að Jónas frá Hriflu lagði til á Al-
þingi 1946 að herflugvöllurinn í
Vatnsmýri yrði rifinn því ört
stækkandi höfuðborg þyrfti á
þessu mikilvæga landi að halda
. að ríkisstjórn Ólafs Thors framdi
fordæmalausa, fjandsamlega og
ólögmæta landtöku þegar hún af-
henti Flugfélagi Akureyrar
breska herflugvöllinn á landi
Reykvíkinga í Vatnsmýri
. að herflugvöllurinn olli stjórn-
lausri og skaðlegri útþenslu
byggðar í Reykjavík og síðar á
höfuðborgarsvæðinu, í glænýju
þéttbýli í Garðahreppi, á jörðinni
Kópavogi og í Mosfellssveit
. að Reykvíkingar hafa óskorað
vald yfir skipulagi og ráðstöfun
alls lands innan borgarmarkanna
líkt og aðrir landsmenn hafa innan
marka sinna sveitarfélaga
. að raunverulegt vald ráðherra yfir
landnotkun í Vatnsmýri er ná-
kvæmlega ekkert, ætlað vald hans
byggist eingöngu á misvægi at-
kvæða og á afleiddum undirlægju-
hætti og þrælslund þingmanna og
borgarfulltrúa af landsmálalistum
. að misvægi atkvæða bjagar allt
þjóðlífið og veldur því að á Íslandi
er vont lýðræði; afleiðingar mis-
vægisins eru m.a. verulega nei-
kvæð samræða um „flugvall-
armálið“, ormagryfju lýðveldisins
. að hálfsannleikur, útúrsnúningar,
rökleysur og beinar lygar flugvall-
arsinna, fyrirlitning samgöngu-
ráðherra á almannahag, tilvistar-
angist Akureyringa og krafa
þeirra um að fá „takeaway“ með
flugi fengju Orban, Trump og
Pútín til að roðna
. að í skugga misvægis atkvæða
vinna kjörnir fulltrúar Reykvík-
inga af landsmálalistum, bæði á
Alþingi og í borg-
arstjórn, sjálfkrafa
og kerfisbundið gegn
helstu hagsmunum
kjósenda sinna
. að höfuðborgarsvæð-
ið er nú a.m.k. fjór-
falt víðáttumeira og
tvöfalt óskilvirkara
og dýrara í rekstri
árið 2022 en það hefði
ella orðið án flugvall-
ar í Vatnsmýri
. að Reykjavík er ein
mesta bílaborg heims
með meira en 850 bíla
á 1.000 íbúa, sem er a.m.k. 250 bíl-
um fleira en í evrópskum borgum
að meðaltali
. að vegna blindaðflugsheimildar að
herflugvellinum takmarkast hæð
bygginga vestan Elliðaáa við 60 m
yfir sjávarmáli eða 35 m yfir
meðalhæð lóða á Nesinu
. að aðeins með þéttri og blandaðri
miðborgarbyggð í Vatnsmýri geta
Reykvíkingar staðið við alþjóð-
legar loftslagsskuldbindingar í
Parísarsáttmálanum
. að með nýrri miðborg í Vatnsmýri
nást tök á byggingarkostnaði og
leiguverði og áhrif lóðaskorts á
verðbólgu, vexti, stöðugleika
gengis o.s.frv. minnka verulega
eða hverfa
. að íslenskir ráðherrar hafa í rösk
60 ár leitað að heppilegu stæði
fyrir nýjan flugvöll; líklega
smelltu Bretar og Bandaríkja-
menn bara fingri og fundu Vatns-
mýri 1940 og Miðnesheiði 1943
. að flugvallarrekstur og borgar-
skipulag eru aðskilin og ósam-
ræmanleg mál; eina snertingin er
að herflugvöllurinn er þar sem
koma átti ný miðborg fyrir 76 ár-
um; ríkinu ber að reka ábyrga
flugstarfsemi, Reykvíkingar sjálf-
ir geta borið ábyrgð á mannvænu
borgarskipulagi
. að borgarfulltrúar hafa í 76 ár
vanrækt þá skyldu sína að tryggja
kjósendum í Reykjavík viðunandi
arð af borgarlandi undir herflug-
vellinum í Vatnsmýri
. að flugvellir á heimsvísu eru um
50.000, þar af eru um 1.800 alþjóð-
legir vellir, á pólsvæðum, við mið-
baug, við sjávarmál, á hásléttum í
allt að 4.200 m hæð, í eyðimörk-
um, í frumskógum o.s.frv. og því
ljóst að byggja má flugvöll nánast
hvar sem er
. að kjörlendi Reykjavíkur undir
herflugvelli í Vatnsmýri er ráns-
fengur; þýfið er í höndum ríkisins,
forkólfa Akureyringa og annarra,
sem kjósa að misbeita illa fengnu
ógnarvaldi misvægis atkvæða
gegn hagsmunum borgarbúa og
annarra landsmanna
Í grein Þorkels 19. ágúst stendur
ekki steinn yfir steini. Hann ætti
eins og margar ágætar konur og
karlar að koma sér úr Sjálfstæðis-
flokknum, sem er haldinn þeim ban-
eitraða kerfisgalla að sjónarmið
landsbyggðar hafa þar sjálfkrafa
forgang í allri stefnumótun.
Eftir Örn
Sigurðsson
Örn
Sigurðsson
»Ætlað vald sam-
gönguráðherra
byggist á misvægi at-
kvæða og á afleiddum
undirlægjuhætti og
þrælslund þingmanna
og borgarfulltrúa af
landsmálalistum…
Höfundur er arkitekt, í stjórn
Samtaka um betri byggð.
arkorn0906@gmail.com
„Takeaway“-her-
flugvöllur – dýr-
keypt tilvistarang-
ist Akureyringa
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?