Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
✝
Ingiberg
Magnússon
myndlistarmaður
fæddist á Ytri-
Mælifellsá í
Skagafirði 30. nóv-
ember 1944. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 24. ágúst
2022.
Foreldrar hans
voru Guðný Sigrún Vilhjálms-
dóttir, f. 4. apríl 1906, d. 16. maí
1993, og Magnús Frímannsson,
f. 18. júní 1892, d. 26. júlí 1946.
Systkini hans: Vilborg Guð-
ríður, f. 2. maí 1933, Guðrún, f.
15. júní 1935, d. 25. október
2015, og Vilhjálmur Frímann, f.
31. júlí 1937, d. 18. janúar 1998.
Ingiberg giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Guðrúnu Þór-
unni Gísladóttur, f. 19. septem-
ber 1953, hinn 20. ágúst 1976.
Foreldrar hennar voru Valborg
Waage Ólafsdóttir, f. 11. nóv-
ember 1914, d. 17. maí 1994, og
Gísli Guðmundsson, f. 4. nóvem-
ber 1919, d. 1. ágúst 2016.
Synir Ingibergs og Guðrúnar
eru: 1) Vésteinn, f. 16. febrúar
skónum en flutti síðar til
Reykjavíkur til að stunda nám
við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands. Þegar Ingiberg og Guð-
rún eiginkona hans hófu búskap
keyptu þau snemma húsið Gils-
bakka á Vatnsenda í Kópavogi.
Á Gilsbakka ólu þau upp syni
sína, byggðu við húsið og
bjuggu þar í u.þ.b. 35 ár áður en
þau fluttu í Heiðarhjalla í Kópa-
vogi til að minnka við sig.
Alla sína starfsævi sinnti Ingi-
berg myndlistarsköpun og
-kennslu. Hann hélt á annan tug
einkasýninga og tók þátt í fjölda
samsýninga, bæði hér á landi og
erlendis. Ingiberg kenndi mynd-
list víða, t.d. í Vogaskóla og
Menntaskólanum við Hamrahlíð
en í um aldarfjórðung kenndi
hann við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti og stýrði um tíma
listnámsbraut skólans.
Samhliða listsköpun og
kennslu sinnti Ingiberg einnig
öðrum verkefnum sem tengdust
myndlistinni, s.s. dómnefndar-
og sýningarstjórastörfum,
myndskreytingum og for-
mennsku í félaginu Íslenskri
grafík á árunum 1981-1984.
Honum hlotnuðust ýmsar viður-
kenningar á ferlinum, m.a. hlaut
hann starfslaun listamanna í tví-
gang og var útnefndur bæjar-
listamaður Kópavogs 1988.
Útför Ingibergs fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 5. sept-
ember 2022, klukkan 13.
1978. Maki hans er
Salóme Rúnars-
dóttir, f. 14. febrúar
1979. Dóttir þeirra
er María, f. 6. janúar
2019. Vésteinn var
áður giftur Svandísi
Rós Hertervig, f. 3.
apríl 1980, d. 5.
september 2014, og
áttu þau saman tví-
buradæturnar
Emmu Hertervig og Júlíu Her-
tervig, f. 16. ágúst 2012. 2) Ólaf-
ur, f. 31. október 1979. Maki
hans er Valgerður Óskardóttir,
f. 5. október 1980. Börn þeirra
eru Þórbergur Ari, f. 16. ágúst
2014, og Urður Lóa, f. 2. desem-
ber 2017. Fyrir átti Ólafur syn-
ina Sævar, f. 3. ágúst 2000, og
Stefán Inga, f. 19. október 2006.
3) Magnús Gísli, f. 13. janúar
1985. Maki hans er Erla Soffía
Jóhannesdóttir, f. 13. ágúst
1986.
Ingiberg fæddist í Skagafirði
en þegar faðir hans lést flutti
hann barnungur með móður
sinni og systkinum austur í
Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdals-
héraði. Þar sleit Ingiberg barns-
Mínar fyrstu minningar
tengjast allar Gilsbakka við
Elliðavatn. Þar höfðu pabbi og
mamma byggt sér heimili í sveit-
inni sem var þó aðeins í tíu mín-
útna akstursfjarlægð frá Breið-
holti. Á Gilsbakka þótti mér
gaman að fylgjast með pabba
leggja stund á myndlistina eða
elta hann um lóðina sem hann
ræktaði svo vel.
Pabbi studdi mig í öllu því sem
ég tók mér fyrir hendur. Öll mín
uppvaxtarár æfði ég fótbolta
með HK og mínir helstu stuðn-
ingsmenn voru foreldrar mínir.
Hvernig sem gekk á vellinum
var hvatningin til að gera betur
alltaf til staðar. Þrátt fyrir að
hafa ekki getað gefið mér mörg
ráð til að bæta frammistöðu
mína innan vallar þá var stuðn-
ingurinn sem hann sýndi utan
vallar augljós. Hann tók t.d. að
sér hin ýmsu hlutverk innan
klúbbsins, til að mynda liðs-
stjórn og gaf listaverk sín til
fjáröflunar innan klúbbsins. Upp
frá þessu hefur pabbi alltaf litið
á sjálfan sig sem mikinn HK-ing.
Pabbi var ákaflega hugulsam-
ur og var mér alltaf innan hand-
ar ef mig vantaði einhverja að-
stoð, sama hversu lítill eða stór
vandinn var. Árið 2017 spurði ég
pabba hvort hann ætti góða sög
sem hann gæti lánað mér því ég
ætlaði að leggja parket á lítið
herbergi heima. Ég hafði aldrei
lagt parket áður og það vissi
pabbi. Eldsnemma morguninn
eftir var hann auðvitað mættur á
svæðið með sögina og hann
skyldi nú aðstoða mig við þetta,
rúmlega sjötugur maðurinn.
Með þolinmæði pabba að vopni
tókst okkur að klára verkið
nokkuð farsællega. Þrátt fyrir
að hvorugur okkar væri þaul-
reyndur í parketlögnum áttum
við það sameiginlegt að hafa
þokkalegt verksvit.
Síðustu árin reyndust pabba
erfið sökum veikinda hans. Þrátt
fyrir að minnið væri farið að
bregðast fann ég að hann sýndi
því alltaf áhuga þegar ég sagði
honum frá því hvað ég hefði haft
fyrir stafni.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem þú skilur eftir,
elsku pabbi.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Magnús Gísli Ingibergsson.
Núna er sumri farið að halla,
dagarnir styttast, birtan orðin
hverful og margbreytileg og
gróðurinn skiptir hægt og rólega
um lit. Náttúran var alltaf eitt af
aðalyrkisefnum pabba í myndlist-
inni. Árstíðaskiptin og sólargang-
urinn, veðrabrigðin, niðurbrot og
endurfæðing á víxl og fínleg blæ-
brigði í ljósi og skugga. Enginn
árstími gæti verið meira viðeig-
andi fyrir ferðalok pabba.
Pabbi var náttúrubarn. Ekki
kannski í þeim skilningi að hann
væri á stöðugu flandri um allar
koppagrundir (þó hann hafi haft
ánægju af því líka) heldur naut
hann sín best heima á Gilsbakka
þar sem hann ræktaði allt í senn
lóðina, sálina og myndlistina. Út-
sýnið úr vinnustofuglugganum,
fjallasýnin og gróðurinn á lóðinni
var uppspretta margra verka.
Stundum skilaði lóðin sér meira
að segja með mjög beinum hætti í
listaverkin, t.d. þegar pabbi reif
upp gras eða tíndi hrosshár af
girðingunni umhverfis lóðina og
þrykkti í grafíkverkin. Pabbi gat
séð fegurð í öllu. Þar sem ég sá
grotnandi laufblöð í kjallara-
tröppunum heima hjá mér á
Hjallaveginum, sem stífluðu nið-
urfallið og ollu mér leiðindum,
þar sá hann einhverja abstrakt-
fegurð. Ég mátti gjöra svo vel að
taka ljósmynd og senda honum
og subbulegar kjallaratröppur
urðu í hans meðförum að röð
listaverka sem hann kallaði því
fallega nafni „Lífræn ummynd-
un“.
Þegar ég var barn eyddi ég
ófáum stundum inni á vinnustof-
unni hans pabba að fylgjast með
honum vinna. Það var einhver
andi á vinnustofunni sem ómögu-
legt er að koma í orð. Myndir,
skissur og allskonar krot upp um
alla veggi. Prentsverta, málning,
útskornir dúkar, penslar, valsar,
blýantar og grafíkhnífar út um
allt. Fullkomin óreiða. Og lyktin
einhvers konar samsuða allrar
þessarar óreiðu. Svo trónaði graf-
íkpressan sem afi smíðaði eins og
drottning uppi á borði. En þrátt
fyrir óreiðuna var einhver óút-
skýranleg ró inni á vinnustofunni.
Þessi ró fylgdi pabba alltaf. Alls
staðar. Stór hluti af sköpunar-
ferlinu hjá pabba fólst í að sitja
álengdar og virða fyrir sér verkið
sem hann var að vinna í þá stund-
ina. Þá hallaði hann sér aðeins
aftur í stólnum, krosslagði hend-
ur, setti stút á munninn og pírði
augun á bak við gleraugun. Ég
sat oft við hliðina á honum og beið
eftir að eitthvað gerðist. Stund-
um spurði hann mig álits, hvort
það þyrfti ekki meira svona eða
hinsegin.
Alla sína starfsævi var pabbi
myndlistarkennari samhliða list-
sköpuninni. Hann var einstak-
lega vinsæll kennari eins og ég
upplifði sérstaklega sterkt þegar
ég var sjálfur nemandi hjá honum
á myndlistarbraut í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti. Hann lað-
aði að sér fólk, tók öllum jafnt,
var þægilegur og þolinmóður
leiðbeinandi og sérlega lúmskur
húmoristi. Yfirvegunin og rólega
fasið lét öllum líða vel í kringum
hann og er líklega það sem gamlir
nemendur og samkennarar minn-
ast einna helst. Mér er stundum
sagt að ég minni á pabba í hegðun
og fasi. Það þykir mér mikið hrós.
Takk fyrir samfylgdina og
góða ferð, elsku pabbi.
Ólafur Ingibergsson.
„Líttu sérhvert sólarlag sem
þitt hinsta væri það“, segir í texta
við fallegt lag. Í dag kveðjum við
Ingiberg, mann sem var mér afar
kær. Við hjónin kynntumst hon-
um fyrir um 20 árum, þegar Dísa
kynnti okkur fyrir fjölskyldu
kærasta síns. Hann var pabbi Vé-
steins tengdasonar okkar og þeg-
ar farið var að spjalla saman, kom
í ljós að Ingiberg hafði slitið
barnsskónum á Fljótsdalshéraði
eins og ég. Það kom síðar í ljós að
mamma kannaðist við hann frá
því að þau voru ung.
Dýrmætar minningar um sam-
eiginlegar stundir fjölskyldna
okkar líða gegnum hugann, minn-
ingar frá Gilsbakka, Sævargörð-
um, Danmörku, Austurlandinu
og fleiri stöðum. Þau hjónin Guð-
rún og Ingiberg voru yndislegir
tengdaforeldar elsku Dísu okkar
og tóku henni sem dóttur. Henni
þótti afskaplega vænt um þau.
Það er kannski táknrænt að Ingi-
berg er jarðsettur á dánardegi
Dísu, en hún fór til Sumarlands-
ins fyrir átta árum. Ingiberg var
mikill listamaður og ég er þakklát
fyrir allar fallegu myndirnar
hans sem við eigum. Að fá að
njóta þess saman að sjá sameig-
inlegu ömmustelpurnar okkar
dafna og þroskast hefur verið
dásamlegt. Við Óli og fjölskylda
þökkum Ingiberg fyrir allt og allt
og biðjum algóðan guð að styrkja
og styðja elsku Guðrúnu, Véstein,
Óla, Magnús og fjölskyldur
þeirra. Blessuð sé minning þessa
góða manns, sem kvaddi okkur
þegar sólarlag síðsumarsins var
sem fallegast.
Ingibjörg Gunnarsdóttir
(Inga).
Nú haustar að. Það var einnig
á haustdögum 1965 sem við Ingi-
berg settumst á skólabekk í
Myndlista- og handíðaskólanum.
Hann sagði okkur að hann væri
að austan, frá Hjaltastaðaþinghá
á Fljótsdalshéraði, þetta hljóm-
mikla nafn sem hann hafði með
sér sem heimanmund vakti strax
athygli mína. Tal hans var skýrt
og yfirvegað með tilvitnunum í
bókmenntir og kunni hann kvæði
Steins Steinars utanbókar, síðar
kom í ljós að hann var hinn besti
penni. Nám í skólanum var af
klassískum toga, kennarar á
borð við Kurt Zier, Hörð Ágústs-
son, Braga Ásgeirsson, Jóhann
Eyfells og Valgerði Briem. Í
hönd fóru annasamir tímar því
utan námsins þurfti að sinna fé-
lagsstörfum, auk þess lítilræðis
að bjarga heiminum frá kjarn-
orkuvá á dögum kalda stríðsins,
en heimurinn kærði sig kollóttan
um þá viðleitni okkar og fór sína
leið sem ætíð. Hann var einn
þriggja sem boðið var til náms í
nýstofnaðri framhaldsdeild skól-
ans (akademíunni) sem var fyrsti
vísir að framhaldsmenntun í
myndlist hérlendis. Við Ingiberg
hófum sýningarferil okkar sam-
tímis á Listahátíð á Kjarvals-
stöðum 1970, þegar húsið var
enn í byggingu. Ingiberg var
grafíker, tréristan, koparæting-
in og þurrnálin voru meginverk-
færi hans en viðfangsefnið var
hversdagsleikinn og hið nær-
tæka í lífinu, myndgerð sem stóð
traustum fótum í myndlistar-
hefðinni sem bar þó í sér fallvalt-
leika heimsins og líðandi stund-
ar. Samhliða listgrein sinni
stundaði Ingiberg kennslu, að
kunna og kenna er eitt og sama
hugtakið; þeim sem kann er ætl-
að að kenna og miðla öðrum af
þekkingu sinni. Hann sótti rök
sín í eigin verk og var farsæll
kennari og vel liðinn af nemend-
um sínum. Hann kom til móts við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti
1988, þar sem við áttum samleið
um áraraðir. Ekki var lítill metn-
aðurinn fyrir hönd skólans því
við undirbúning hönnunardeild-
ar á listasviði heimsóttum við
Listaháskólann í Kaupmanna-
höfn, Arkitektaskólann í Lundi
og Listháskólann í Gautaborg til
skrafs og ráðagerða því við vild-
um aðeins bera okkur saman við
það besta. Þetta var eftirminni-
leg ferð okkar skólafélaganna.
Vertu sæll Ingiberg.
Helgi Gíslason.
„Ingiberg er látinn.“ Þetta
voru orð eiginkonu hans Guðrún-
ar Gísladóttur er hún tjáði okkur
fráfall hans. Við söknum þín sárt
Ingiberg minn og áttum ekki von
á þessum endalokum sjúkdóms-
ferils þíns svo snemma. En svona
er lífið og dauðinn, engin fyrir-
framtímasetning.
Ingiberg var vinur og góður
félagi. Hann var vel að sér í flest-
um málum sem um var rætt og
með vel ígrundaðar skoðanir á
öllu. Skýr, greindur og góður
listamaður. Hans verður sárt
saknað.
Við kveðjum þig með söknuði í
hjarta og hugur okkar er hjá
ykkur, Guðrúnu, strákunum
ykkar Vésteini, Ólafi, Magnúsi
Gísla og öllum barnabörnum
ykkar.
Við vottum ykkur öllum okkar
innilegustu samúð, stórfjöl-
skyldu Ingibergs og Guðrúnar á
þessari erfiðu stundu við fráfall
eiginmanns, föður og ástvinar.
Ingiberg var góður eiginmaður,
faðir og traustur vinur vina
sinna.
Hvíl þú í friði Ingiberg.
Ævinlega okkar.
Jón Friðrik Arason,
Marisa N. Arason.
Gamall vinur og samstarfs-
maður okkar í FB andaðist þann
24. ágúst síðastliðinn. Daginn
eftir ætluðu gamlir starfsmenn
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
að hittast í skólanum og rifja upp
gamla daga í boði skólameistara.
Mér fannst sem Ingibergur
myndi mæta þar sjálfur og hlæja
með okkur samstarfsfélögunum
en margt fer öðruvísi en maður
ætlar.
Ingiberg hóf kennslu í FB árið
1985 og lét af störfum 2012. Það
fór ekki mikið fyrir honum, en
þegar hann kvaddi sér hljóðs var
hlustað á hann. Hann var frábær
kennari og nemendur elskuðu
þennan ljúfa listamann sem
kenndi þeim að virkja hug og
hönd í myndlistinni. Ingibergi
voru falin ýmis trúnaðarstörf
innan FB og leysti hann þau öll
af stakri prýði. Öllum þótti gott
að leita til hans og var hann með
eindæmum hjálpfús og tók
marga undir sinn verndarvæng,
bæði kennara og nemendur.
Þegar hann bjó við Elliðavatn
bauð hann öllum starfsmönnum
FB að heimsækja sig og hélt í
leiðinni sýningu á verkum sínum,
þar kynntumst við listamannin-
um Ingibergi. Hann var dugnað-
arforkur, kenndi myndlist á
nokkrum stöðum og málaði og
risti í tré. FB á eina tréristu eftir
Ingiberg og mig minnir að hún
heiti: Fljúgðu hærra. Þessi
mynd og minningin um frábæran
starfsfélaga mun lifa með okkur
um ókomin ár.
Ég votta fjölskyldu Ingibergs
samúð mína. Góður drengur er
fallinn frá.
Stefán Benediktsson.
Ingiberg
Magnússon
smurt þegar þú hringdir í mig.
Elsku mamma, það er sárt að
sakna en ég ylja mér við minn-
ingar og myndir þar til við
sjáumst næst.
„Love you longtime.“
Þín
Eyrún Harpa.
Amma Gróa, langaði fyrst og
fremst að þakka þér fyrir sam-
veruna í þessi 22 ár sem við áttum
saman. Margt gekk á og mörg æv-
intýri sem hægt er að rifja upp.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar ég sest niður til að
skrifa þetta eru bílferðirnar frá
Þingeyri yfir á Ísafjörð á rauða
volvonum hlustandi á „I can’t get
you out of my head“ eftir Kylie
Minogue. Það eina sem ég gat
sungið á þessum tíma var bara
„na na na na na na na na na na.“
Ég söng það yfirleitt þó að það
væri engin tónlist undir, bara „na
na na“ aftur og aftur.
Þú varst mikill sælkeri og alltaf
þegar fjölskyldan kom í heimsókn
var eitthvað til í frystinum. Þá var
það yfirleitt eitthvað gott sem
amma Gróa hafði gert. Maður
fékk þó sérstaklega smá áfall við
að kíkja ofan í frystinn hjá þér. Að
sjá staflann af brúnkökum sem þú
varst búin að baka og geyma ef
það skyldu koma gestir gerði
mann alltaf jafn hissa. Brúnkök-
urnar sem amma Gróa gerði voru
líklega það besta sem ég fékk. Ég
er ennþá að reyna að fullkomna
kremið á kökuna þína en ég held
að það komi með æfingunni. Síðan
seinna, þegar þú fluttir til Sigga í
Hvítuhlíð, var rosalegt ævintýri að
fá að fara með matarafganga til
hænsnanna sem amma var búin að
nefna eftir öllum barnabörnunum.
Takk amma mín og ég mun
sakna þín. Ég skal passa vel upp á
brúnkökuuppskriftina þína.
Birta María.
mér margt. Hjá henni lærði ég að
spila á spil, lærði að meta lestur
góðra bóka, lærði að baka kökur
og síðast en ekki síst að leggja
metnað í þau verk sem ég tek mér
fyrir hendur. Hún var mér ávallt
ómetanlegur stuðningur og hvatn-
ing í lífinu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vina kæra, vertu sæl
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan vin
ég geymi minninguna
(Höf. ók.)
Amma og afi byggðu sér fallegt
heimili í Hófgerði 18a, Kópavogi,
þar bjuggu þau næstum allan sinn
búskap og er mér sérstaklega
minnisstætt hvað það var alltaf
gott að koma á heimilið þeirra.
Húsið stendur á stórri lóð með fal-
legum blómum og trjám, sannkall-
aður unaðsreitur. Þau höfðu gam-
an af því að ferðast um landið og
var ég svo heppin að fá að fara með
þeim í ófáar ferðir á mínum æsku-
árum, bæði dagsferðir með nesti
og kaffi í brúsa, helgarferðir í tjald-
vagninum og vikuferðir í sumarbú-
staði víða um land. Ég óska þess að
þau amma og afi séu sameinuð á ný
keyrandi um sumarlandið á falleg-
um vel bónuðum bíl.
Hvíl í friði elsku amma mín. Ég
mun ávallt varðveita minningu
þína í hjarta mér. Guð geymi þig.
Þín sonardóttir,
Ragnhildur Halla.
Móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
KOLBRÚN DÝRLEIF PÁLMADÓTTIR,
lést á Landspítalanum Hringbraut
miðvikudaginn 24. ágúst. Útför hennar
hefur farið fram í kyrrþey.
Brynhildur Hrund Jónsdóttir Sigurður Bjarni Guðlaugsson
Guðrún Þórdís Edvardsdóttir Þráinn Orri Jónsson
Bjarni Sigurðsson
Kolbrún Hulda Edvardsdóttir Olaf Forberg
Sóldís Jóna Sigurðardóttir
Theodór Breki Þráinsson
Elsku frænka okkar,
ODDNÝ HELGADÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a, áður Fannborg 3,
lést á Landspítala 31. ágúst. Útförin fer
fram frá Kópavogskirkju 7. september kl.
15.
Systrabörn og fjölskyldur