Morgunblaðið - 04.10.2022, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. O K T Ó B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 232. tölublað . 110. árgangur .
SÉRFRÆÐINGAR
ÆFÐU VIÐBRÖGÐ VIÐ
HRYÐJUVERKUM
FRÁBÆR ENDURKOMA
VORAR HJÁ
KARLAKÓR
REYKJAVÍKUR
ANÍTA ÝR LÉK VEL Í SUMAR 27 JÓNA AÐALGESTUR 28HÓPAR FRÁ 14 LÖNDUM 4
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
Héraðsdómur Norðurlands eystra á
Akureyri úrskurðaði í gærkvöldi
tvær konur og einn karlmann í
vikulangt gæsluvarðhald vegna
morðs í Ólafsfirði. Maður á fimm-
tugsaldri lést eftir stunguárás þar í
fyrrinótt.
Fjórir einstaklingar voru upphaf-
lega handteknir af lögreglu eftir að
tilkynning barst um að karlmaður
hefði verið stunginn með eggvopni í
heimahúsi í bænum. Þegar lögregla
kom á staðinn voru endurlífgunar-
tilraunir hafnar á manninum en þær
báru ekki árangur og var maðurinn
úrskurðaður látinn á vettvangi.
Rannsókn á byrjunarstigi
og mun taka tíma
„Rannsókn er á byrjunarstigi
þannig séð. Fjórir voru handteknir
og það er búið að úrskurða þrjá af
þeim í vikulangt gæsluvarðhald,“
segir Páley Borgþórsdóttir, lög-
reglustjóri lögreglunnar á Norður-
landi eystra, í samtali við Morg-
unblaðið.
Aðspurð segir hún að ekki hafi
verið talin þörf á að fara fram á
gæsluvarðhald yfir þeim fjórða sem
var handtekinn í fyrrinótt. „Það eru
fjölmargar rannsóknir sem fara í
gang í kjölfarið, sem taka tíma,“
sagði Páley seint í gærkvöldi.
„Við erum auðvitað harmi slegin
yfir þessum fréttum,“ sagði Sigríð-
ur Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í
Fjallabyggð, í samtali við mbl.is í
gær. „Í svona litlu samfélagi kemur
það við alla að fá svona fréttir og
hugur okkar er hjá aðstandendum.“
Prestur ræddi við fólk og
kyrrðarstund í gærkvöldi
Bæjarbúar höfðu margir hverjir
leitað til prests í Ólafsfjarðarkirkju
í gær vegna morðsins. Stefanía
Guðlaug Steinsdóttir, sóknarprest-
ur í Ólafsfjarðarkirkju, sagði í sam-
tali við mbl.is í gær að kirkjan yrði
opin öllum þeim sem þangað leituðu
og teldu sig þurfa á stuðningi að
halda.
Klukkan átta í gærkvöldi fór
fram kyrrðarstund í Ólafsfjarðar-
kirkju þar sem viðbragðsteymi frá
Rauða krossinum var viðstatt
bænastundina.
Þrjú í gæsluvarðhald
eftir morð í Ólafsfirði
- Karlmaður á fimmtugsaldri látinn - Rannsókn á frumstigi
Kyrrðarstund Kirkjan í Ólafsfirði
var bæjarbúum opin í gærkvöldi.
Viðmælendur Morgunblaðsins á
fjármálamarkaði telja að Seðla-
bankinn muni hækka vexti á morg-
un. Það yrði níunda vaxtahækkunin
í röð frá maímánuði 2021 en megin-
vextir Seðlabankans voru 0,75 pró-
sent þegar hækkunarlotan hófst,
eftir sögulega lága vexti.
Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, telur að
það verði mildari tónn í vaxta-
ákvörðun peningastefnunefndar en
í þeirri síðustu. Það muni að lík-
indum birtast í 0,25 til 0,5 pró-
sentustiga hækkun en meginvextir
Seðlabankans eru nú 5,5 prósent.
Daði Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri fjármálafyrirtækisins Visku
Digital Assets, segir það ekki
mundu koma á óvart ef vextir yrðu
hækkaðir um 0,5 prósent. Meðal
annars hafi dregið úr vaxtamun við
útlönd.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, spáir minnst 0,5
prósentustiga hækkun.
Hægst hafi á fasteignamarkaði
frá síðustu vaxtaákvörðun en á móti
komi mikil óvissa vegna kjara-
samninga.
„Ég myndi því ætla að Seðla-
bankinn vilji fara inn í haustið með
mikið aðhald [á peningastefnunni]
en slaka þá frekar á klónni ef inn-
stæða er fyrir,“ segir Yngvi og vís-
ar til komandi kjarasamninga. »12
Reikna með
hærri vöxtum
- Talið að Seðlabankinn hækki vexti
Morgunblaðið/Golli
Seðlabankinn Vaxandi órói er nú á
erlendum fjármálamörkuðum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur tekið upp nýtt
vaktakerfi sem byggist á þrískiptum vöktum á virkum
dögum og tvískiptum um helgar. Með þessu á að koma til
móts við styttingu vinnutíma sem samið var um í síðustu
kjarasamningum og aukið álag. Nýja fyrirkomulagið var
kynnt í gær en flest atvinnuslökkvilið landsins hafa tekið
upp sambærilegt vaktakerfi. Í nýrri skýrslu Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar kemur fram að um helmingur
slökkviliðanna uppfyllir ekki settar kröfur til að geta
sinnt reykköfun og slökkvistarfi innanhúss, ýmist vegna
búnaðar, þjálfunar, menntunar eða hæfnisskilyrða starfs-
manna. »2 og 14
Morgunblaðið/Eggert
Bætt starfsskilyrði en ýmsu
er ábótavant hjá slökkviliðum