Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 2

Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Atvinnuslökkvilið landsins hafa flest tekið upp sambærilegt vaktakerfi og það sem Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins hefur innleitt, eða gera það fljótlega, að sögn Magnúsar Smára Smára- sonar, formanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkaflutninga- manna (LSS). Kerfið byggist á þrískiptum vökt- um virka daga og tvískiptum um helgar. „Það var samið um styttingu vinnuvikunnar í síðustu kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna. Við í LSS erum í BSRB,“ segir Magnús. Félagsmenn í LSS sem starfa hjá ríkinu, t.d. hjá heilbrigðisstofnunum, tóku nýja vaktakerfið og vinnutíma- styttingu upp 1. maí 2021 eins og kjarasamningurinn kvað á um. Magnús segir að LSS hafi verið eina stéttarfélagið hjá sveitarfélög- unum sem frestaði innleiðingu stytt- ingar vinnutímans. „Fyrir því lágu ýmsar ástæður, sérstaklega sú að það þurfti að bæta við talsverðum mannskap til að mæta mönnunar- þörf vegna vinnutímastyttingarinn- ar. Við sáum ekki fram á að það gæti náðst á þeim tíma sem samið var um,“ segir Magnús. „Slökkvilið Akureyrar reið á vaðið 1. apríl með nýja vaktakerfið. Með þrískiptum vöktum virka daga og tvískiptum um helgar teljum við okkur ná mestum gæðum út úr vinnutímastytting- unni.“ Lagt var upp með að hafa reglubundnar vaktaáætlanir og góð frí á milli vaktatarna. Fá um tíu fleiri fríhelgar á ári Nýja vaktakerfið gengur upp á fimm vikum. Unnar voru tvær helg- ar af hverjum fjórum í gamla kerfinu en tvær helgar af hverjum fimm í því nýja. Starfsmenn fá því um tíu fleiri fríhelgar á ári en áður. Magnús segir nýja vaktakerfið mun fjölskyldu- vænna en gamla kerfið. Slökkvilið Fjarðabyggðar tekur nýja vaktakerfið upp 21. október nk. þótt launamyndunarkerfið hafi tekið gildi 1. október sl. Sólarhringsvaktir slökkviliða eru hjá Brunavörnum Suðurnesja, Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mörg lið eru með dagvaktir og bakvaktir utan dagvinnutíma, t.d. í Skagafirði, á Blönduósi, Húsavík, Ísafirði og hjá Brunavörnum Árnessýslu. Á smærri stöðum eru víða slökkviliðsstjórar og eldvarnafulltrúar í dagvinnu og út- kallslið á bakvakt. Magnús segir að nýja vaktakerfið krefjist þess að vaktahópar séu fimm í stað fjögurra áður. Stytting vinnu- tímans hjá slökkviliðs- og sjúkra- flutningamönnum er því töluvert kostnaðarsöm fyrir sveitarfélögin. Lagt hefur verið til að gera úttekt á fjölgun verkefna slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samanborið við fjölda starfsmanna. „Verkefnum hefur fjölgað gríðar- lega mikið, sérstaklega í Covid-far- aldrinum, og álagið á hvern starfs- mann aukist mikið undanfarin ár,“ segir Magnús. „Ég tel að það sé hag- kvæm fjárfesting að stytta viðveru slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna á vinnustaðnum og dreifa þannig álaginu. Ég vona að nýja vaktakerfið verði til þess að fólki líði betur í vinnunni og það nái betra jafnvægi á milli vinnu og frítíma.“ Miklu fjölskylduvænna vaktakerfi - Nýtt vaktakerfi hjá atvinnuslökkviliðum og sjúkraflutningamönnum - Bæta þurfti við fimmtu vaktinni til að ná markmiðum um styttingu vinnutíma - Aukið álag, ekki síst í kórónuveirufaraldrinum Morgunblaðið/Eggert Alltaf á vaktinni Stærri slökkvi- og sjúkraflutningaliðin eru alltaf á vakt. Magnús Smári Smárason Skjöl þýska ræðismannsins á Íslandi, Werners Gerlachs, sem voru gerð upptæk af Bretum á hernámsdaginn 10. maí 1940, voru í gær afhent Þýska þjóðskjalasafninu til vörslu. Dr. Michael Hollmann, forseti Sam- bandsskjalasafns Þýskalands, tók við skjölunum í Safnahúsinu í gær. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjala- vörður afhenti honum skjölin og Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra flutti ávarp. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á dögunum eru umrædd skjöl, sem varðveitt eru í fimm skjalaöskjum, frá tímabilinu 1927- 1940. Þau hafa verið í íslenskri vörslu í rúm 80 ár en voru afhent Þjóðskjalasafni úr utanríkisráðu- neytinu og fjármálaráðuneytinu á árunum 1989-1990. Í skjölunum er að finna gögn um samskipti ræðismannsins Gerlachs við Þjóðverja hér á landi og við Ís- lendinga um málefni Þýskalands. Þjóðskjalasafn Íslands hefur mynd- að öll frumskjölin og eru þau nú að- gengileg á vef safnsins, skjalasafn.is. Hátíðleg athöfn í Safnahúsinu í gær Skjölin nú í þýskri vörslu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Í nýlegri samantekt frá forsætis- ráðuneytinu um flutning embættis- manna milli embætta á tímabilinu 2009 til 2022 kemur fram að allt að 20% starfanna voru ekki auglýst, en ef tillit sé tekið til flutnings embættis- manna innan stjórnsýslunnar fari sú tala niður í 10%. „Mér hefur fundist þetta ákvæði um flutningsheimildir, sem er í raun- inni varið með ákvæði í stjórnarskrá, alveg eiga rétt á sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem stóð að því að taka þessi gögn saman. „Það skiptir máli að við séum með ákveðinn hreyfanleika innan stjórn- kerfisins. Við erum með kerfi þar sem fólk er skipað til fimm ára í senn og yfirleitt ekki auglýst aftur nema ein- hverjar málefnalegar ástæður liggi fyrir því. Mjög fá embætti eru með hámarkstíma, þó það sé til, eins og í Þjóðleikhúsinu og á Listasafninu, svo dæmi séu tekin. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að kerfið sé opið fyr- ir hreyfanleika.“ Katrín segir að ef litið sé til stjórn- sýslu í Evrópu sé allur gangur á því hvernig þessum málum er hagað. „Það tryggir ákveðinn hreyfanleika að hafa heimildina og það eru alveg dæmi um það að fólk öðlist alveg nýtt líf við að fara í nýtt starf. Hins vegar á meginreglan auðvitað að vera sú að störf séu auglýst og þá er- um við að huga að jafnræði fólks til að sækja um störf og keppa um störf.“ Hún segir að þegar komi upp staða þar sem áberandi störf hafa ekki farið í aug- lýsingu sé ekkert óeðlilegt við það að umræða skapist og farið sé fram á skýringar og að það sé allt hluti af því að gagnsæi sé í stjórnsýslunni. „Það er meðal annars ástæðan fyr- ir því að mér fannst tilefni til að taka þetta saman og í kjölfarið óskaði Al- þingi eftir þessum upplýsingum og þá er komið tilefni til að ræða þessi mál, bæði flutningsheimildina og líka bara almenna skipan þessara mála.“ Katrín telur ekki brýna nauðsyn til að breyta lögum varðandi ráðningar í stjórnsýslunni. „Ég tel mikilvægt að flutnings- heimildin sé fyrir hendi, en hugsan- lega þarf að skilgreina hana betur og setja henni einhver skilyrði. Það er mikilvægt að málefnaleg umræða fari fram á vettvangi Alþingis til að sjá hvort löggjafinn sjái ástæðu til að skýra þessar heimildir eitthvað nán- ar.“ Meginreglan er að auglýsa störfin - 20% starfa ekki auglýst - Flutningsheimild mikilvæg en gæti þurft skilyrði Katrín Jakobsdóttir Samtals eru hafnar framkvæmdir við 8.113 íbúðir á landinu öllu samkvæmt talningu í ágúst og september. Til samanburðar var fjöldinn í mars 7.260 og í sept- ember í fyrra 6.001. Nemur fjölg- unin milli ára því 35,2%. Þetta er niðurstaða talningar sem Hús- næðis- og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins stóðu saman að. Samtals eru 2.433 íbúðir í byggingu í Reykjavík og aðrar 3.263 íbúðir í byggingu annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Það gerir tæplega 5.700 íbúðir samtals á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu talningum hefur Reykjavíkurborg verið með flestar íbúðir í bygg- ingu, en nú virðast önnur sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu vera að taka fram úr höfuðborginni varðandi íbúðir í byggingu. Ríflega átta þúsund íbúðir í byggingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.