Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 10

Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 Mikil hefð er fyrir ræktun korns á bænum Klauf í Öngulsstaða- hreppi hinum forna. Kaupfélag Eyfirðinga keypti jörðina í þeim tilgangi að koma þar upp korn- ræktarbúi. Ræktunin stóð yfir á árunum 1937 til 1943. Þá var byggð korngeymsla sem enn er notuð og keyptar vélar, meðal annars dráttarvél, plógur og herfi sem enn eru til á bænum. Hermann Ingi Gunnarsson bóndi segir að kornið hafi verið þurrkað úti á ökrum og síðan þreskt inni í korngeymslunni. Afi og amma Ingibjargar Leifs- dóttur, bónda í Klauf og konu Hermanns, voru ráðsmenn hjá kaupfélaginu á sínum tíma og keyptu jörðina undir lok fimmta áratugarins. Fjöl- skyldan hefur verið með bú- skap þar síðan. Hermann segir að í Klauf sé gott ræktarland og oftast trygg og góð uppskera. Vissulega verði einnig áföll sem skemmi mikið, eins og gerðist í sumar. Kornið tók við sér síðsumars eftir erfitt árferði. Ekki tókst að ljúka þreskingu fyrir óveðrið sem gekk yfir í haust. „Þetta er hluti af því að vera bóndi. Ekki er hægt að vera viðbúinn öllu því versta sem getur gerst.“ KEA stund- aði ræktun MIKIL HEFÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að hvassviðrið sem gerði eina helgi í september hafi eyðilagt kornuppskeru í Eyjafirði að verð- mæti 25-30 milljónir króna. Tjónið hjá stærsta ræktandanum, Klauf, nam 3-4 milljónum króna þar sem meira en helmingur kornsins fauk af stönglunum. Að auki er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums stað- ar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10-12 milljónir til viðbótar. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi í Klauf, kallar eftir að stutt verði við uppbyggingu innviða og opinbert tryggingakerfi í þessari áhættusömu ræktun. Loforðin eru orðin tóm „Það fæst ekkert tryggingafélag til að tryggja fyrir áföllum í korn- rækt. Þess vegna standa stjórnvöld í flestum ríkjum á bak við kornbænd- ur með tryggingakerfi. Það er ekki aðeins hér sem ræktun korns er áhættusöm. Við heyrum af upp- skerubresti í öðrum löndum vegna þurrka, flóða, gróðurelda og plága. Víðast hvar telja stjórnvöld mikil- vægt að korn sé ræktað og eru því með tryggingakerfi,“ segir Her- mann Ingi. Hann segir að stjórnmálamenn hér hafi oft sagst vilja styðja við þessa ræktun og sjálfur hefur hann tekið þátt í baráttu fyrir greininni. „Ég hallast að því að loforð stjórn- málamanna um að efla kornrækt séu orðin tóm. Ekkert bendir til þess að neitt eigi að gera. Nú er starfshópur að athuga málið og á að koma með skýrslu eins og gert var 2009 og 2013 en ekkert hefur komið út úr því ann- að en aukinn stuðningur við jarð- rækt sem þynnist út og skilar sér að litlu leyti til kornræktar,“ segir Her- mann Ingi. Spurður hvað þurfi að gera segir hann að nauðsynlegt sé að styðja við uppbyggingu innviða, það er að segja korngeymslu en sérstaklega þó þurrkun. Nefnir hann sem dæmi að hann sé aðili að þurrkun á Hjalt- eyri. Þar hafi verið þurrkuð 310 tonn á síðasta ári sem sé algert met. Hins vegar sé þurrkarinn ekki nógu af- kastamikill og reksturinn þungur. Auka verðmæti hálmsins „Okkur langar til að þurrka meira en korn. Ef byggð yrði önnur þurrk- stöð myndum við nota hana til að þurrka hálminn og gera meiri verð- mæti úr honum. Með því væri hægt að búa til afurðir sem gætu komið í stað innfluttra vara,“ segir Hermann og á þar við undirburð fyrir kýr, hesta og kjúklinga. Mikið er flutt inn af sagi sem notað er í þessum til- gangi. Slík fjárfesting sé ekki á færi einstaklinga. Nefnir hann sem dæmi að hans bú hafi fjárfest í nýrri þreskivél í sumar til þess að auð- velda uppskerustörfin. „Okkur lang- ar að vera í þessari ræktun og standa vel að henni en þetta er mikil áhætta eins og sást í sumar,“ segir Her- mann. Ávinningur kúabænda er mikill þegar ræktun korns gengur vel, eins og var á síðasta ári. Hermann Ingi segir að bú fjölskyldu sinnar geti sparað sér 6-8 milljónir í kjarnfóð- urkaupum þegar vel gengur. Þá er búið að taka tillit til kostnaðar við ræktun og þurrkun. „Þetta skiptir miklu máli fyrir kúabú, þetta er um 10% af veltunni,“ segir Hermann. Þarf opinbert tryggingakerfi - Rokið í september eyðilagði uppskeru að verðmæti 25-30 milljónir í Eyjafirði - Meira en helmingur uppskerunnar í Klauf fauk í burtu - Áhættusöm ræktun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Klauf Hermann Ingi Gunnarsson við Farmalinn sem notaður var við korn- ræktun fyrir miðja síðustu öld. Hann stendur við gömlu korngeymsluna. Reynir Sveinsson Sandgerði Við rannsókn sem verkfræðistofan Mannvit gerði á húsnæði leikskól- ans Sólborgar í Sandgerði kom í ljós mygla á mörgum stöðum. Leikskólinn er rekinnn í tveimur aðskildum húsum. Annað er timburhús og reyndist mikil mygla í því. Hitt húsið er steinhús og greindist mygla þar á nokkrum stöðum. Talið er að kostnaður við lagfæringar á húsunum nemi millj- ónum króna og þær taki nokkrar vikur. Leikskólinn Sólborg er rekinn af Hjallastefnunni. Búið er að leysa tímabundið húsnæðismál skólans og verður skólastarfið í nokkrum stöðum í Sandgerði meðan á við- gerðunum stendur. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Mygla Mikil mygla reyndist vera í timburhúsi sem hýsir leikskóla. Skemmdir Mygla greindist á nokkrum stöðum í steinhúsi Sólborgar. Mikil mygla í leik- skóla í Sandgerði - Búið að leysa húsnæðismál skólans DAGMÁL Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Halla Gunnarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri ASÍ, segist lengi hafa leitað að hinum eiginlega mál- efnaágreiningi á milli fylkinga í verkalýðshreyfingunni þegar hún hóf störf fyrir Alþýðusambandið. „En smám saman áttaði maður sig á því að þetta snerist bara um völd og yfirráð,“ segir Halla. Hún er gestur Karítasar Rík- harðsdóttur í Dagmálum þar sem hún ræðir átökin innan ASÍ, kjara- mál og ferilinn svo að eitthvað sé nefnt. „Ef þetta snerist um málefni, þó að lýðræðið innan ASÍ sé ekki full- komið, þá eru samt stofnanir til að takast á við það – það eru leiðir til að fjalla um það,“ segir Halla og telur upp þing ASÍ, miðstjórn, formanna- fundi og málefnanefndir. Halla segir ekki rétt að Drífa Snæ- dal, fyrrverandi forseti ASÍ, sem Halla starfaði náið með, hafi lagt áherslu á nokkuð annað en krónu- töluhækkanir launa eða stutt Salek- aðferðafræðina við kjarasamninga. Öllu heldur segir Halla að Salek sé alls ekki til umræðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar, enda hafi því verið hafnað á þingi ASÍ árið 2016 og varla rætt eftir það. Þá ítrekar Halla að ASÍ semji ekki um kjör fyrir sín aðildarfélög og þó að ólíkar skoðanir kunni að vera inn- an sambandsins á aðferðafræði eða ágæti krónutöluhækkana sé það ekki tilefni til að gera atlögu að félaginu. „Þannig að ég skil ekki umræðuna um Salek í dag og mér finnst hún vera til þess að drepa málum á dreif,“ segir Halla. Þá segir Halla ekki skrýtið að fólk eigi erfitt með að átta sig á átökunum inna ASÍ. Hún hafi sjálf átt erfitt með að átta sig á þeim. „Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta er ruglað fyrr en eftir versl- unarmannahelgi, þegar íslenskt sam- félag er að fara af stað að nýju, og ég hugsa að ég ætti kannski að fara að mæta á miðstjórnarfundi – og ég er náttúrlega með pínulítið barn. Þegar ég var með eldri stelpuna mína fór ég með hana á alla fundi sem mér datt í hug. En svo hugsaði ég; mig langar ekki með barnið mitt þarna inn,“ seg- ir Halla og bætir við að hún hafi hald- ið á þriggja mánaða barninu sínu og ekki getað hugsað sér að fara með það inn í umhverfið sem fundarsetan bauð upp á. „Þá opnuðust augun mín rosalega mikið fyrir því inni í hvernig um- hverfi ég var búin að sitja.“ Brotthvarf Halla Gunnarsdóttir sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri ASÍ lausu fyrir skemmstu. Baráttan snýst bara um völd og yfirráð - Halla Gunnarsdóttir ræðir átökin innan ASÍ í Dagmálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.